Vísir - 17.10.1940, Page 2

Vísir - 17.10.1940, Page 2
V ISIR DAGBLAÐ •* Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti).. Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. FélagsprenlsmiSjan h/f. Greinin í Spectator. T ÓNAS JÓNSSON þirti i Tím- ^ anum í fyrradag svohljóð- andi yfirlýsingu: „í dagblaðinu Vísi í gær er gefið í skyn eflir útlendu blaði, að eg hafi lýst því yfir sem skoðun minni, að það væri æski- legt fyrir ísland að ganga inn í Bretaveldi. Þetta er algerður misskilningur. Frá þvi að eg fór að taka þátt í landsmálum, liefir það verið aðaltakmark mití með pólitískri starfsemi, að ísland yrði algerlega frjálst og óháð öðrum ríkjum, þegar sáttmálanum frá 1918 er lokið, og að þjóðin haldi síðan fullu frelsi og sjálfstæði um ókom- inn aldur.“ Það er ekki gott að vita, livað komið hefir J. J: til að fara endi- lega að snúa sér að Vísi í þessu máli. Hér i hlaðinu hafði — á mánudaginn var — verið gerð að umtalsefni grein, sem Snæ- björn Jónsson bóksali liafði rit- að í enska blaðið Spectator, um ísland og styrjöldina. 1 þessari grein heldur Snæbjörn því fram að „gáfaðri hluti“ íslensku þjóðarinnar hafi fyrir löngu átt- að sig á því, að ísland þurfi framvegis á vernd erlends lier- veldis að lialda, til þess að geta verið sjálfstætt. Segir svo: „Snæbjörn ber fyrir sig tvo íslenska stjórnmálamenn. Segir hann að Jónas .Tónsson hafi haldið þessu sama fram fyrir þrem árum. Og auk þess liafi Héðinn Valdimarsson borið fram þá tillögu, að Island sækti um upptöku í Bretaveldi sem samveldisland. Segir liann að þessum skrifum hafi ekki verið mótmælt og dregur af því þá á- lyktun, að menn séu þessu sam- þykkir. Það kann vel að vera, að greinum Jónasar Jónssonar hafi ekki verið mótmælt. En um tillögu Héðins er það að segja, að henni var mótmælt, að minsta kosti hér í blaðinu.“ Þetta er alt sem Vísir hefir sagt um Jónas Jónsson í sam- bandi við þetta mál og sjá allir að að hér er hvorki einu né neinu að honum dróttað. Það er þessvegna fullkominn mis- skilningur af Jónasi að ætla að troða illsakir við Vísi í þessu máli. Hann virðist þvert á móti eiga að geta fært sér það til inn- tekta, að Vísir leggur áherslu á að greinum hans hafi ekki verið mótmælt, en aftur á móti grein Héðins, því það mætti teljast vottur þess, að mönnum alment liafi ekki þótt skoðanir Jónasar mjög saknæmar, þótt Snæbjörn þykist finna þar málstað sinum stuðning. Skal svo útrætt um .Tónas að sinni. En þetta mál er alvarlegra en svo, að kyrt megi liggja. Fyrir nokkrum árum birtist í breska blaðinu Scotsman grein, þar sem því var haldið fram, að meðal áhrifamanna á íslandi væri milcill áliugi fyrir því, að komast í náin pólitísk tengsl við breska heimsveldið. Þessari grein var mótmælt mjög harð- lega í blöðum sjálfstæðismanna og yildi enginn íslendingur við það kannast, að hann sæktist Kæra Höjgaard & Schuitz og afstaða Jagshrúoar. Nokkrar athugasemdir. Firmað Höjgaard & Shultz hefir birt kæruskjal í Morgun- blaðinu 15. þ. m. vegna spellvirkja, sem framin höfðu verið á mótum að hitaveituleiðslum milli Brúarlands og Reykja. Kæru- skjal þetta er þannig úr garði gert að, fullri undrun sætir að það skuli hafa verið birt opinberlega og án athugasemda, þótt það þætíi góð vörn frá hendi Höjgaard & Schultz til sakadómara til þess að þyggja rannsókn málsins á. . • eftir pólitískum tengslum við Breta. Síðan liggur þetta mál niðri þangað til í vctur, að Iléðinn Valdimarsson gerir ráð fyrir þeim möguleika, „að ísland gangi hreinlega inn í Iiið mikla þjóðasamband Bretaveldis, sem sjálfstætt sjálfstjórnarríki.“ Þessari grein var svarað hér í blaðinu 27. mars síðastl. Þar var á það ben t, að ýms ummæli, sem við sjálfir legðum ekki niikið upp úr, vektu stundum mjög óþægilega eftirtekt erlend- is. T. d. hefði fleiþur kommún- ista vorið 1939 um fyrirætlanir Þjóðýerja hér á landi gengið ljósum logum í heimsblöðun- um. Þessvegna yrðum við að gæta tungu okkar og taka hart á, ef út af væri brugðið. Að end- ingu sögðum vér: „Við höfurn sett okkur ákveðið mark í sjálf- stæðisbaráttunni. Þeir atburð- ir geta gerst að við ráðum ekki ferðinni. En af frjálsum og fús- um vilja hvikum við ekki frá því marki.“ Hér er málstaður íslendinga seltur fram í örfáum orðunl. Eftir að þetta er ritað liafa þeir atburðir gerst, að við „ráðum ekki ferðinni“ um sinn. Við höf- um borið fram eindregin mót- mæli og okkur liefir verið lof- að, að verða aftur frjálsir ferða okkar að ófriðnum loknum. Þá tekur sig til íslenskur maður, skrifar í breskt blað og fræðir Breta á því, að „gáfaðri hluti“ þjóðarinnar vilji endilega vera á valdi þeirra sem allra lengst. Grein Snæbjarnar Jónssonar er svo furðuleg, að höfundurinn hlýtur að verða þess var, að hún er skrifuð í fullkominni ó- þökk alls almennings á Islandi. a Hver verður íþróttafulltrúi? Umsækjendur um íþróttafull- trúastöðuna eru átta talsins. Það eru Aðalsteinn Hallsson, Benedikt Jakolisson, Brandur Brynjólfsson, Guðjón Ingi- mundarson, Hannes M. Þórðar- son, Lárus J. Rist, Þorgeir Sveinbjörnsson og Þorsteinn Einarsson. Það er kenslumálaráðherra, sem skipar íþróttafulltrúann að undangengnum tillögum í- þróttanefndar, en enn sem komið er hefir hún ekki mælt með neinum sérstökum unv sækjenda. , Verkfræðingur firmans, Ivai Langvad, sem undirritaði kæruskjalið, virðist helst drótta því að mér og formanni Tré- smiðafélagsins, að við höfum átt þátt í þessum athöfnum, beint eða óbeint, og ber þar fyr- ir sig ununæli dahsks manns, sem ekki skilur islensku, en hér dvelur á vegum firmans. Rannsókn máls þessa liefir þegar farið fram að nokkru, og mun'óhætt að fullyrða, að þar hafi upplýst, að hvorki eg né Tómas Vigfússon liöfum beint né óbeint kvatt til eða stuðlað að ofangreindu athæfi, sem við teljum að sé síst lil framdráttar málstað Trésmiðafélagsins.Gæt- um við í rauninni með sama rétti og liinn danski verkfræð- ingur beint ásökunum hans að fylgifiskum lians, þótt við telj- um hvorki sæmandi né réttmætt að gera slíkt. Málið er í rann- sókn og upplýsist vonandi að fulhi, en því eru þessar línur rit- aðar, að eg lel óviðunandi að dylgjur séu fluttar athuga- semdarlaust á opinberum vet- vangi að órannsökuðu máli. Læt eg útrætt um þetta atriði, sem og rangfærslur og bein ó- sannindi, sem þessir menn liafa leyft sér að bera á borð fyrir sakadómara, en aðeins skal vik- ið að afstöðu Dagsbrúnar til vinnudeilu þeirrar, er nú stend- ur yfir. Má viðhorf félagsins marka af eftirgreindum bréf- um, sem farið hafa milli Dags- brúnar og Höjgaard & Schultz. Hinn 5. október s. 1. ritaði firm- að Dagsbrún eftirfarandi hréf: „í framhaldi af viðræðum, , sem fram hafa farið milli formanns yðar, Sigurðar Halldórssonar og verkfræð- ings okkar, Suhr Henriksen, leyfum við okkur hér með að fara fram á það við heiðrað lélag yðar að það staðfesti, að uppsláttur og niðurrif til- búinna móta, sem ekki þarf annara verkfæra við, en venjulegra tækja verka- manna, geli ekki skoðast vinna, sem trésmiðir einir hafi rétt ó, og félagsmenn yð- ar eigi rétt á að inna þessa vinnu af hendi.“ (Þýðing mín). Dagsbrún. svaraði þessu bréfi þannig hinn 7. þ. m. : i „Heiðruðu lierrar. Höfum móttekið bréf yðar dags. 5. þ. m., þar sem þér beinið þeirri spurningu til okkar, hvort að verkamönn- um sé leyfilegt að reisa til- húin steypumót og losa þau utan af steinsteypu, ef til þess þarf eigi áhöld trésmiða. Yiljum við í þessu sam- bandi benda yður ó 2. gr. í samningi vorum við Tré- smiðafélag Reykjavíkur um verkaskiftingu í bygginga- vinnu. Þar segir: „Verka- mannavinna telst öll sú vinna„ sem unnin er, án þess að til hennar séu notuð verk- færi iðnaðarmanna“. Hins- vegar segir í sömu gr.: „Það telst trésmiðavinna að losa steypumót utan af stein- steypu, ef um aðkeypta vinnu er að ræða. Á annan hátf sjáum vér eigi óstæðu til á þessu stigi málsins, að svara fyrirspurn yðar, enda viljum vér ekki að tilefnislausu skifta okkur af deilu þeirri, sem risið hefir milli yðar og Trésmiðafélags Reykjavíkur.“ '* Er verkfallið var skollið á rit- aði svo stjórn Dagsbrúnar eftir- farandi bréf, sem markar greini- lega afstöðu félagsins og skiln- ing á ofangreindum álvvæðum, en bréfið er ritað liinn 13. okt. s. 1.: „Höjgaard & Schultz A/S Reykjavík. Með tilvísun til bréfs vors dags. 7. okt. 1940, og í fram- haldi af því, viljum vér vekja atliygli yðar á því, að samkv. samningi um verkaskiftingu í byggingariðnaði milli félags vors og Trésmiðafélags Reykjavíkur, dags. 5. júní 1939, er almennum verka- mönnum óheimilt að^ annast trésmiðavinnu, þar á úieðal að slá upp mótum, eins og þér hafið látið þá gera eftir að verkfall trésmiða liófst. Fyrir því munum vér leggja svo fyrir verkamenn í félagi voru að inna ekki slíka vinnu af höndum, enda er það í samræmi við þá ráð- stöfun yðar, sem frá uppliafi hefir verið viðhöfð, að tré- smiðir einir vinni þau störf. Þetta tilkynnist yður hér með.“ Eg sé ekki ástæðu til að ræða þetla mól frekar að sinni, nema að sérstakt tilefni gefist til. Einar Kristjánsson. Metsala. Isfisksölur togaranna eru hagstæðar um þessar mund- ir og sumar með ágætum. Þær eru misjafnar eins og gengur. Fyrir nokkuru seldi einn togarinn afla sinn fyrir um 11.400 sterlingspund og er það hæsta sala, sem nokkuru sinni hefir fram farið. Áður mun hæsta sala hafa numið um 10.400 stpd. VlSIS KAFFIÐ gerir alla glaða. Róstur við Landsímastöðina Um hádegisbilið í gær skipaði Langvad verkfræðingur þremur starfsmönnum hjá firmanu Höjgaard & Schultz að hefja vinnu milli kl. 12—1, við niður- rif steypumóta við leiðsluhús hjá Landssímastöðinni. Trésmiðir urðu þess varir að verið var að vinna að niðurrifi rnóta í matartímanum, söfnuð- ust um stáðinn og skoruðu á verkamennina, að leggja niður vinnu. Urðu þeir ekki við á- skoruninni og kom til smá á- taka. Trésmiðir telja að hér sé um brot á vinnulöggjöfinni að ræða, og hafa kært yfir þessu til sakadómara. Var kæran send honum í gær og mun málið verða rannsakað. Athugasemd. Hr. ritstjöri. í viðtali því við mig, er hirt- ist 1 heiðruðu blaði yðar í gær, eru höfð eftir mér eftirfarandi orð um sendiráð íslands í Kaup- mannahöfn: „.... sem greiddi götu íslendinga eftir mætti og fórst það yfirleitt vel úr liendi.“ — Mér þykir leitt, að þessi orð eru lögð mér í munn, því að það er bygt á misskilningi, að eg hafi sagt þau. Eg lagði aftur á móti áherslu á, hversu vel sendiráðinu hefði farist allur undirbúningur fararinnar úr liendi. Mér er það rnjög fjarri slcapi, að vilja kasta rýrð á sendiráðið, sem við ferðafólkið stöndum í svo mikilli þakkar- skukl við. Með þökk fyrir birtinguna:. Rv., 17. okt. 1940. Klemens Tryggvason. Málverlisfiiis Jóns Þorleifssonar að Blátúni við Kaplaskjóls- veg (rétt við Hringbraut) opin daglega frá 11—21. — Sóknamefndakosníngar í Reykjavík. Um 60 ára skeið hefir ekki verið nema ein sóknarnefnd i Reykjavík, en innan fárra daga verða þær orðnar fjórar. Er það að ýmsu leyti litlu minni breyt- ing að fjölga sóknarnefndar- mönnum úr 5 i 20 en liitt, að prestar Reykjavíkur verða inn- an skamms orðnir 6 í stað tveggja. Um kosningu prestanna, er talsvert farið að tala, þótt enn sé óvíst hve margir umsækj- endur verða, og sú kosning fari ekki fram fyr en í desember. En um sóknarnefndákosning- arnar heyrist fátt. Mun margur ætla, að það skifti litlu, liverjir þar verða kosnir, en það er hinn mesti misskilningur. Vald sóknarnefnda og verk- svið er mikið að lögum. Geta þær mjög létt undir starf sókn- arprests eða verið þai; þungur baggi eftir þvi hver áhugi og framtak kann þar að vera — eða vanta. Á það einkum og sér í lagi við um sóknarnefndir í söfnuðun- um þremur nýstofnuðu, sem allir þurfa að reisa sér-kirkjur svo fljótt sem unt er. Þær eiga að gera kjörskrá og stjórna prestskosningum, þær þurfa að úlvega sóknarprestunum nýju hús til guðsþjónustuhalds, og sjá um söng og organleik við þær guðsþjónustur. • Þær taka við öllum fjármálum nýju safnaðanna, og þær þurfa síðast en ekki síst að hafa margháttaða samvinnu sín á milli og við hina gömlu sóknarnefnd dóm- kirkjusafnaðarins, sem eftir verður, þegar búið er að sníða um tvo þriðju hluta af gamla dómkirkjusöfnuðinum. Að líkindum verður lítill vandi að velja sóknarnefnd í Laugarnessöfnuði, þar eð ýms- ir góðir borgarar hafa starfað þar nokkur ár sem sjálfboða- nefnd áð kirkjumálum, ásamt með síra Garðari Svavarssyni. Geri eg ráð fyrir að úr þeim ihóp verði sóknarnefndin kósin, og er það í alla staði vel til fallið. Hallgrímssöfnuður er svo fjölmennur og hefir svo mörg- um áhugamönnum á að skipa, að ótrúlegt er að þar verði nokkur tilviljun látin ráða ‘um líosningu sóknarnefndar. En það tel eg „tilviljun“ í þessum efnum, ef fundurinn ;á sunnu- dagskvöldið kemur í Austur- bæjar barnaskóla verður mjög fámennur, og þar verða svo kosnir einliverjir menn hálf- nauðugir og alveg ókunnugir öllu safnaðarstarfi. í Nesprestakalli hinu nýja býst eg við að hættan sé mest i þessu efni, meðfram vegna þess, að það prestakall er í mörgum aðgreindum pörtum og þar því lítil eða engin heildartilfinning enn sem komið er. En liún er harla mikilvæg, og að minni hyggju mun hún myndast og þróast best, ef fyrsta sóknar- nefnd prestakallsins verður svo skipuð, að allir aðalhlutar þess eiga fulltrúa í nefndinni. Eða með öðrum orðum: Skerja- fjörður, Grímsstaðaholt, Sel- tjarnarnes og Melarnir (Reyni- melur, Víðimelur og Hring- braut að sunnan) þurfa að eiga þar einn fulltrúa liver um sig. Vel færi á því að fimmti sókn- amefndarmaðurinn væri bú- settur á Bráðræðisliolti eða við Kaplaskjólsveg, þótt þar sé færra fólk búsett nú en á þeiin 4 svæðum, sem nefud voru. Þeir, sem eg liefi talað við um þessi mál í hinu nýja Nes- prestakalli, liafa tekið vel í þessa uppástungu mína, en um hitt er mér ókunnugt, hvort nokkur undirbúningur er hafinn í þá átt hjá safnaðarfólkinu. M|á þó eng- inn ætla, að vel slcipist um þessa kosningu, ef safnaðarfundur- inn á mánudagskvöldið kemur i Háskólanum verður alveg ó- undirbúinn af hálfu safnaðar- fólksins. Þá má ekki gleymast, að allir þrír nýju söfnuðurnir eiga jafn- framt að kjósa sér safnaðarfull- trúa lil næstu 6 ára. Að vísu er vald þeirra og störf áð lögum miklu minna en sókn- arnefnda, en héraðsfundi sækja þeir einu sinni á ári og taka þátt í þeim nnálum, sem undir hér- aðsfundi falla. En þar sem Reykjavík verður framvegis sjiálfstætt prófastsdæmi, má bú- ast við, að ýms mikilvæg mál lcomi þar til aðgerða, einkan- lega á meðan fast skipulag er að komast á hjá þessum nýju söfnuðum. Verður því að gæta þess að vélmetnir áhugamenn um. kirkjumál verði kosnir safnaðarfulltrúar. Að sjálfsögðu eru konur jafn. kjörgengar sem karlar, að öðru jöfnu, til allra þessara slarfa, en auk þess er æskilegt, að sóknar- nefndir og hinir nýju prestar gangist fyrir því, að í liverjum söfnuði verði kosin kirkjunefnd kvenna til að styðja ýms safn- aðarmál. Þær nefndir liafa að vísu ekkert löghelgað starfsvið, en gela þó miklu góðu til vegar komið, eins og reynslan hefir sýnt. Að sjálfsögðu á eg ekki að lögum neinn atkvæðisrétt um þessar eða aðrar kosningar í hinum nýju prestaköllum, en þar sem eg hefi selið í sóknar- nefnd Reykjavíkur nokkru lengur en allir aðrir fyrr og síð- ar, tel eg mér skyll að gefa þau ráð í þessum efnum, sem eg kann best. — Loks slcal til leiðbeiningar skýrt frá takmörkum presta- kallanna í Reykjavík, sem slað- fest hafa verið af ráðherra sam- kvæmt tillögum kirkjuráðs og prestakallaskipunarnefndar. I. Dómkirkjuprestakall talc- markast af Hringbraut frá sjó að vestan og sunnan — nema

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.