Vísir - 17.10.1940, Blaðsíða 3

Vísir - 17.10.1940, Blaðsíða 3
VISIR Islenskir sagnaþætlir og þjóðsögur. — Safnað hefir Guðni Jónsson. — IJtgef- andi ísáfoldarprentsmiðja h.f. — Reykjavík 1940. 1 bók þessari eru tveir merki- legir sagnaþættir: Þáttur af Sigríði.í Skarfanesi, eftir Guðna meistara Jónsson, og Manntjón- ið á Rangárvallaafrétti 1868, eftir Guðmund hreppstjóra Árnason i Múla. Þáttur Sigrið- ar er langur, nemur fullum þriðjungi bókarinnar, og prýði- lega ritaður. Málið víða fagurt og svipmikið, vel til heimilda vandað, að því er séð verður, og örlögum þeirra, er einkum koma við sögu, lýst af ná- kvæmni, samúð og skilningi. Talið er, að Sigríður í Skarfa- nesi hafi verið dóttir Bjarna skálds og amtmanns Thoraren- sens, en fengið var henni annað faðerni, að tilhlutan Bjarna, og fóstur í góðum stað. Sigríður hefir verið gáfuð kona og þrek- mikil, skáldmælt og skjót í svörum, orðheppin í besta lagi, lét ekki hlut sinn að óreyndu. Birtir höf. þáttarins sumar vís- ur hennar, en ekki eru þær merkilegur skáldskapur og flestar ósnjallari en sum þeirra tilsvara, sem eftir henni eru höfð. Eina þessara vísna kanri- ast eg við frá fornu fari, þvi að hún var algengur húsgangur norður i Húnavatnssýslu í ung- dæmi mínu. Það er þessi staka: Góðan daginn gefi þér guð á himna setri sunnudaginn, sem að er síðastur i vetri. En ekki heyrði eg höfund nefndan, svo að eg muni. Hinn þátturinn, Manntjónið á Rangárvallaafrétti 1868, er vel saminn og merkilegur. Sunnu- daginn 11. október (1868) lögðu fjórir menn af stað úr Skaftár- tungu, ætluðu til sjóróðra á Suðurnes — „og hugðust að fara Rangárvallaafrétt". Veður var ískyggilegt að morgni og gekk í stórhríð, er á daginn leið. Þeir komu hvergi fram og vissu menn ekkert um afdrif þeirra árum saman. — Tiu árum sið- ar, í haustleitum 1878, fundust bein þeirra í Mælifellssandi. Eitthvað höfðu þeir farið afleið- Háskólalóð fylgir — og að aust- an af Njarðargötu, Nönnugötu, Óðinsgötu/Týsgötu og Klappar- stíg. II. Hallgrímsprestakall ligg- ur vestur að Dómkirkjupresta- kalli og takmarkast að austan af Rauðarárstíg og beinni fram- lenging hans norður að sjó og suður til Reykjanesbrautar, en af Hringbraut frá Njarðargötu og Laufásvegi í Reykjanesbraut að sunnan. III. Laugarnesprestakall ligg- ur vestur að Hallgrimspresta- kalli og takmarkast að suðvest- an af Reykjanesbraut. Það nær jafnlangt austur og suður og Reykjavikurprestakall fyrir skiftinguna. IV. Nesprestakall liggur að binum prestaköllunum þremur og nær yfir land Reykjavíkur- bæjar vestan Reykjanesbraut- ar, Seltjarnarnes og Engey. Með nöfnum á brautum og götum er átt við sjálfar göturn- ar, en ekki húsin báðu megin við þær. Þessa skiftingu eru menn beðnir að muna, því að sjálf- sögðu eiga ekki aðrir kosning- arrétt né kjörgengi á þessum safnaðarfundum en þeir þjóð- kirkjumenn, sem heimili eiga innan hvers safnaðar. Sigurbjörn Á. Gíslason. is, en haldið hópinn til hinstu stundar og lágu að kalla 'mátti á bersvæði. Auk þeirra tveggja þátta, sem nú hafa verið nefndir, eru í bókinni 28 frásögur af ýmsu tagi, flestar stuttar og mjög í þjóðsagna stíl. Kennir, þar margra grasa, því að sagt er frá buldufólki, slæðingi ýmiskonar og draugum, skiftum við úti- legumenn, fjars'ýn gamals manns, sem lagstur er baná- leguna, og mörgu öðru, sem .ýmsum mun þykja fróðlegt að kynnast. — Ein sagan er t. d. um dauðan mann, „sém ekur i bil". Önnur segir frá því, er dauður maður fer í glaðaljósi í rúm til ungrar stúlku, legst þar endilangur og „lagði af honum svo mikinn iskulda, að nístings hrollur fór um mig alla", segir stúlkan. Þá er hinn „kaldi rekkjunautur" hvarf á braut, gerði hann sér hægt um hönd og slökti á olíulampa, sem stóð í herberginu! En stúlkunni varð svo mikið um heimsókn- ina, að henni kom ekki dúr a auga það sem eftir lifði nætur. Saga þessi gerðist hér í bænum fyrir eitthvað 30 árum og gef- ur ekki eftir mögnuðustu draugasögum „í gömlum stíl". Þjóðsögur ýmiskonar og furðusögur eru enn í miklum íiletum hafðar hér á landi. Þarf víst ekki um það að efast, að bók sú, sem hér um ræðir, muni hljóta hinar bestu viðtökur. Páll Stgr. Ólafur Lárusson: Landnám í Skagafirði. Annað hefti Skagfirskra fræða er nýlega komið út, en það er ritað af Ólafi prófessor Lárussyni og nefnist: „Land- nám í Skagafirði". Þettá er all- mikil bók, 167 bls. í Skirnis- broti, og aftan við ritið er upp- dráttur af Skagafirði, er sýnir landnám og nöfn helstu land- námsmanna. Nafn Ólafs prófessors Lárus- sonar er út af fyrir sig trygg- ing þess, að hér sé tm merki- legt rit að ræða, og þótt menn aðeins blaði í ritinu, er auðsætt að hér er mikill fróðleikur sam- an kominn og settur fram af vísindalegri nákvæmni, en á hinn aðgengilegasta hátt. Þessa merka rits verður getið síðar hér í blaðinu af einhverj- um þeim, sem bær er um að dæma. $éd^% HUGLVSIKGfiR BRÉFHBUSfl BÓKOKÓPUR E.K BUSTURSTR.12. u Bollapöp Matardiskar (grunnir). Vatnsglös. Búrhnífar. Dósahníf ar. Kleinujárn. Kökuspaðar. t€HZLe 5m Farþegar Esju tínasf smám saman í land. Á annað Iiundrad í land í gæp. kom Eins og Vísir skýrði frá í gær voru það að eins þrír farþeganna á Esju, sem fengu að fara í land strax í fyrradag. Voru það frú Georgía, kona Sveins Björnssonar, sendiherra, sem hafði diplo- matiskt vegabréf, og þeir Finnur Jónsson, alþingismaður, og Klemens Tryggvason, hagfræðingur. Höfðu þeir meðferðis póst frá sendisveitunum í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi, sem þeir áttu að afhenda eigin hendi. Það er svo ekki fyrri en síð- degis í gær, að hópar farþega fóru að koma í land. Voru þeir fluttir í land af ensku fiskiskipi, sem hér hefir verið frá því skömmu eftir að hernámið fór fram. Kom enska skipið með fyrsta hópinn í land á fimta tímanum og voru í honum um 40 manns, kpnur, karlar og börn. Svipur þeirra, sem í land kom, var fullur bæði vonar og ótta. Allir voru alvarlegir, þang- að til þeir sáu vini og ættingja biða þeirra á uppfyllingunni. Þá hvarf óttinn, sem leynst hafði í hugskoti manna um, að nú yæri kannske ekki alt sem skyldi heima, því að engar fréttir höfðu borist um langan tíma og ekkert að vita, hvað gerst hafði. En þótt á land væri komið og búið að fá blessun þeirra, sem skoðunina framkvæmdu af hendi Breta í skipinu, var ekki rannsóknínni þar með lokið, því að þá var eftir að skoða far- angurinn í tollstöðinni. Gerðu það íslenskir tollverðir og breskir eftirlitsmenn. Þegar farangursskoðuninni var lokið gat hver maður farið frjáls ferða sinna. I fyrsta hópnum voru rúm- lega 40 manns, eins og áður getur, en í alt komu i land í gær um 150 manns, áðúr en rann- sókn var hætt þann daginn. * Kl. 12 í morgun voru engir farþegar komnir í land úr Esj- unni frá því í gærkveldi. Versl. Klapparistíg: 11 Selup allap Nýlendu- og hpein^ lætisvöpup. « Kynnið ykkur vepðid. Áhersla lögö á vöpugæði. BESTA AÐFERÐIN ER AÐ NOTA ÁVALT WINDOWSPRAY TIL HREINSUNAR Á HVERSKONAR SPEGLUM OG GLÉRI. HEILDSÖLUBIRGÐIR: H. BENEDIKTSSON & CO. REYKJAVÍK. 400 pör kvenskófatnaður enskur, nýr, ónotaður, verður seldur næstu daga, verð 3—12 krónur, allskonar gerðir og stærðir. Einnig úrval af Bomsum/)g skóhlífum. — Notið tækifærið. Fonisalan Hverfisgötu ÍO. Gestirnir verða hrifnir, þegar kaffinu e.r helt ár silfur kaffikönnu fægðri úr Goddard's silfurdufti Hefir í 90 ár verið notað um allan heim. Aðalumboðsmenn fyrir Island: Magnús Th. S. Blöndahl h/f. Reykjavík. g Hjartans þakkir sendi ég öllum þeini tnörgu, fjær g og nær, sem mintust mín og á ýmsan hátt gerðu mér g 80. afmælisdaginn minn, þann 15. okt. siðastl, úgieym- g anlega ánægjulegan. Reykjavík, 17. okt. 19'tO. Á s b j ö r n O / a f s s o n, Þingholhsir. 22. o ð ÍJ lOOOOOGOOOOOOOOOOOOOOOOOOOaOOOOÍiOOttOOOOOOOOOOOOOOOOOOa föíii í Ffosaport ÁSTANDS-ÚTGÁFA. leikið í Iðnó annað kvöld kl. S1/^. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4—7 í dag og eftir kl. 1 á morgun. — Sími 3191. BÖRN FÁ EKKI AÐGANíl Kaupi blikkdósir undan skornu neftóbaki (tveggja og þriggja krónu stærð)fyrir 5 AURA DÓSINA Sé um að ræða 50 dósir eða»fleiri í einu er verðið 6 AU. Dósirnar verða að vera óskemdar og með loki. Verslun Guðmundar Guðjónssonar. Skólavörðustíg 21. Fa§iteig:Dafélas: Iteykjavíkur heldur f élagsf und í Varðarhúsinu í kvöld kl. 9. Til umræðu: 1. Húsaleigulögin. (Frummælandi Gunnar Þorsteins- _son hrm.). 2. Félagsmál. Félagar fjölmennið og sýnið félagsskýrleini við inn- ganginn. Nýir f élagar geta innritast í f élagið hálf tfma f yrir f und- arbyrjun. STJÓRNIN. €wéd atviiiisa Skrifstofustúlka, er hraðritar ensku og dönsku óskast. — Að eins stúlka, sem hefir æfingu í siarfinu, kemur fil greina. — Tilboð, merkt: „Góð atvinna", leggist inn á afgreiðslu Vísis fyrir 25. þ. m. Gott píanó oskast til leigu nú þegar lengri eða skemri tíma. Upplýs- ingar á skrifstofu Verslunarmannafélags Reykjavíkur, Vonarstræti'4. Sími 5293. Maðnrinn minn, Gpímúlfur Ólafsson yfirtolivörður, veröur jarðsunginn laugardaginn 19. þ. m. Athöfnin hefst nieð húskveðju á heiniih hans, Lauga- brekkií, kl. 1 e. h. Stefanía Friðriksdóttir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.