Vísir - 18.10.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 18.10.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaug sson Skrifstofur Félagsprentsmiðjan (3- hæð). Ritstjóri 1 Blaðamenn Sími: Auglýsingar , 1660 é Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla J m 30. ár. Reykjavík, föstudaginn 18. október 1940. 241. tbl. Verður hernaðarástandi lýst yfir í Noregi? Antlúðin gcgn Þjóðvcrjjum sögrð svo megn, að kröfiifmidir eru haldnir si grötum og- torgrum í forkoði yfiir- valtSaisiiíi, og* árásir á Quisling:- sinna eru tíðar. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Fregnir frá Stokkhólmi herma, að horfur séu mjög alvarlegar í Noregi. Andúðin gegn Þjóð- verjum og Quislingsinnum er stöðugt að magnast. Þrátt fyrir hótanir og bann yfirvaldanna efna menn til mótmælaf unda á götum og torgum eða saf nast þar saman og láta andúð sína óspart í ljós. Fregnir, sem borist hafa til Stokkhólms frá Oslo . herma, að yfirvöldin hafi tekið ákvörðun um að banna alla umferð á götum á vissum tíma sólarhrings, til þess betur að geta haft hemil á þeim, sem vinna gegn ríkis- stjórninni, með því að hvetja menn til þess að sækja mótmælafundi og til virkrar mótspyrnu. í mörgum bæjum í Noregi hefir það komið fyrir, meðan myrkvun er, að árásir hafa verið gerðar á Quis- lingssinna. Eru horf urnar taldar svo alvarlegar, að grípa verði til sérstakra ráðstafana, jafnvel að heríög verði látin ganga í gildi. Óánægja almennings hefir vaxið mikið í seinni tíð, og einkum síðan er Quslingsstjórnin var sett á laggirn- ar, öðrum flokkum en Nasjonal samling bönnuð starf- semi o. s. frv. Auk þess kreppir stöðugt meira að al- menningi á allan hátt og sú óánægja brýst æ tíðar út, eins og fregnirnar, sem til Stokkhólms koma, bera með sér. Burmabrautin opnufl- Bandaríkjamenn senda Kínverjum ílugvélar og önnur hergögn. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London í morgun. Hergagnaflutningar byrjuðu á ný um Burmabrautina í gær kl. 6 e. h. ísl. tími (12 á miðn. Burmatími) og í fyrsta bifreiða- hópnum, sem fór yfir landamærin voru um 200 flutningabifreið- ar. Tunglskin var og flugskilyrði dágóð, en er síðast fréttist höfðu Japanir ekki framkvæmt hótanir sínar um að gera loftárásir á brautina, Kína megin landamæranna. Allmikillar gremju gætir í japönskum blöðum út af því, að Bretar leyfðu hergagnaflutninga um brautina á ný, og skora blöðin á stjórnina, að grípa til gagnaðgerða. Þá ræða blöðin einnig, að vel megi vera, að Bandaríkin reyni að koma hergögnum til Kína um Hongkong og skora blöðin á atjórn Japan að láta flotann gefa strangar gætur að öllum skip- um Bandaríkjanna, sem fara til Hongkong og leita í þeim. í fregnum frá Lashio segir, að í fyrstu 60 flutningabifreiðun- um, sem fóru yfir landamærin, hafi verið margskonar flutn- ingur. Á sumum bifreiðunum voru hergögn. Kl. var 7 mínútur eftir 12 (Burmatími), er bifreiðamar fóru yfir landmærin. í Lashio eru um 100.000 smálestir af hergögnum og vörum, sem biða flutnings, en í Rangoon um 500.000. Að þvi er United Press hefir fregnað eru nú fjögur skip frá Bandaríkjunum í Rangoon, og er verið að afferma þau. Alt, sem þau fluttu þang- að, fer til Kína. Þá hefir frést að amerískt skip sé á leiðinni til Kalkutta með 33 flugvélar, sem fara eiga til Chungking. Skipið er væntanlegt til Indlands innan skamms. í Manila verða teknar 20 flugvélar til viðbótar. í fregn frá Chungking segir, að 'Kínverjar óttist ekki hótanir Japana um lof tárásir á brautina, þvi að þegar hef ði verið gerðar viðtækar ráðstafanir til verndar flutningabifreiðunum og brautinni. Vér hræðumst ekki sprengjur Japana, segir i kín- verskri tilkynningu, og flutningabifreiðarnar verða að komast leiðar sinnar, og ekkert fkal hindra Kínverja í að halda flutn- ingunum áfram. /¦ í London benda menn iá i til- efni af gremju Japanskra blaða og ummælum þeirra um Hong- kong og hergagnaflutninga um þá borg, að engir hergagna- flutningar lil Kina um borgina hafi átt sér stað síðastliðið hálf t annað ár, en raunar ætti Japön- um að vera í lófa lagið að istöðva slíka flutninga, ef _fJI Róleg nótt í London, en menn voru mikinn hluta nætur í loít- varnabyrgjum. EINKÁSKEYTI TIL VÍSIS. London i morgun. Menn voru mikinn hluta næt- ur í loftvarnabyrgjum Lund- únaborgar i nótt sem leið, en nóttin var tiltölulega róleg, — einhver hin rólegasja um nokk- urt skeið. Fyrst í stað, eftir að merki j höfðu verið gefin um að loft- árásir væri yfirvofandi, voru allmargar þýskar flugvélar á sveimi yfir borginni, en svo virðist sem færri sprengjum hafi verið varpað en vanalega. Flugskilyrði voru góð. Tungl næstum fult og skýjalaus him- inn, og aðeins þokuslæðingur yfir borginni sumstaðar. Árásir voru gerðar á marga staði utan Lundúnaborgar. M. a. var sprengjum varpað á Canter- bury, en dómkirkjuna sjálfa sakaði ekki. Kom þó ein sprengja niður í nokkura metra frá henni. Manntjón er ekki tal- ið mikið í borgunum við Mersey, og yfirleitt — segir í breskum tilkynningum — urðu mestar skemdir á íveruhúsum. í Liver- pool urðu þó tvö sjúkrahús fyr- ir sprengjum, i London eitt, skólar, heilsuhæli og fleiri slík- ar stofnanir. 200.000 Jijfok börn vcrða flutt til Rúmcníu. EINKASKEYTI FRÁ U. P. — • London í moi'gun. Þær fregnir bárust í gær frá Stokkhólmi, að Berlínarfrctla- ritarieins blaðsins þarhefði sím- að, að hrottflutningi barna frá Hamborg og Berlin væri um það bil lokið, og yrði brottflutn- ingi barna frá öðrum borguni Þýskalands haldið áfram. Mik- ill fjöldi þýskra barna er kom- inn til Bæheims, Mæris og Ausl- urríkis, og i gær bárust fregnir um, að senda ætti 200.000 þýsk börn til Banats-svæðisins í Rú- meníu, sem er í nánd við landa- nxæri Jugoslaviu. Bretar iierja á Hannover kæmi, þar sem þeir þykjast hafa algerlega á sínu valdi landið, sem liggur að Hongkong-ný- lendunni. Ummæli Japana um Hongkong virðiast sprottin af því, að Japanir eru smeykir um, að næsta skref Breta og Banda- rikjamanna verði að senda Kín- vcrjiim hergögn um Hongkong. Hðlda ilirjií dlrain að wk\ kiibíti ti Smmiiis? EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Fregn frá Belgrad hermir, að Þjóðverjar hafi sent þrjá kaf- báta til Galatz í Rúmeníu. — Áður hafa verið birtar fregnir um, að Þjóðverjar hafi sent kafbáta til Svartaliafs, en nú er talað um, að kafbátar þessir séu eign Rúmena. Þjóðverjar séu að hjálpa Rúmenum til þess að koma sér upp flota-stöð og kaf- bátum. — Var því yfir lýst í Berlín i gær, að Þjóðverjar ætl- uðu sér ekki að hafa neina kaf- báta við Svartahaf, og að sjálf- sögðu myndu þeir ekki gera neitt i þvi efni, án þess að ræða málið við Sovétstjórnina. Nýr flotaforingi í Bretlandi. Einkaskeyti frá U. P. London i morgun. Það var tílkynt opinberlega í London i morgun, að Tovey vara-aðmiráll hefði verið settur yfir heimaflotann breska (Home Fleet), og tekur Tovey við af Sir Gharles Foíbes. Tovey flotaforingi hefir getið sér mikið orð. Hann var skip- herra á orustuskipum og svo yfirmaður tundurspilladeilda, m. a. á Miðjarðarhafi. Hann gat sér mikið orð i sjóorustunni við Jótland, i Heimsslyrjöldinni. Tovey er fæddur 1885. Kanadahermaður druknar í Haínaríirdi. I fyrradag vildi það slys til í Hafnarfirði, að Kanadahermað- ur druknaði þar við bryggju. Hafði hann og tveir aðrir Kanadahermenn tekið herbil, sem stóð fyrir utan „Björninn". Hermennirnir voru allir drukn- ir og mistu þeir stjórn á biln- um, sem ók fram af hafskipa- bryggjunni: Tveir hermannanna losnuðu úr bílnUm, en lík hins þriðja fanst í honum, þegar hann náð- ist upp. M.b. „Skagfirðingur" lá við bryggjuna. Varðmaðurinn í honum, Jón Geir Oddsson, bjargaði hermönnunum tveim, með ^aðstoð annars manns. Skagfirðingur er nýkeyptur frá Sauðárkróki og mun fram- vegis verða kallaður *Hafnfirð- ingur". Ðf. Benes Eins og menn vita fór dr. Ben- es fyrst til Ameríku, eftir Mún- chenarfundinn, en fór síðan til Englands og starfar með Tékk- um þar í landi. Myndin sýnir hann ávarpa tékkneska her- menn, sem berjast með Bret- um, einhversstaðar í Bretlandi. Mynd þessi, sem send var símleiðis til Ameríku, með leyfi þýsku myndskoðunarinnar, er tekin i Hannover, eftir að breskar sprengjuflugvélar höfðu komið þangað í heimsókft. Þrír m'enn biðu bana i rústum hússins, sem sést á myndinni. ilitlcr \ita þad - Einkaskeyti frá U. P. London í morgun. Henry Stimson, hermálaráð- herra Bandarikjanna sagði í gær, er hann boðaði, að fyrstu nýliðarnir yrði kvaddir til her- æfinga næstu vikur og 600.000 fyrir 5. apríl n.k., að það væri undir ýmsu komið, hversu margir menn yrði kvaddir til vopna. Aðeins Guð og Hitler' vita, sagði hann, hvað gei'ast- kann, sem af leiðir að heræfing- um Bandaríkjamanna verður hraðað. Hðrveldabiiisln ? Molotov ræðir við sendiherra Itala, Þjóðverja og Japana. Einkaskeyti frá U. P. London i morgun. Fregnir hafa borist um, að Molotov, forsætis- og utanrikis- ráðherra Sovét-Rússlands, hafi undaijgengna daga rætt nokkr- um sinnum við sendiherra Þýskalands, Italíu og Japan. Af þessu tilefni hefir komist á kreik orðrómur um, að til standi, að Þýskaland, ítalia, Sovét-Rússland og Japan ætli að gera með sér fjórveldasátt- mála. Verða 7 farjegar Esju fluttir í annað skip ? ^ koðun á farþegunum í Esju ** er enn ólokið og eru sjö farþegar ennþá um borð í skip- inu. Enginn fékk að fara frá borði í gær, fyrri en seint um daginn, vegna þess, að Bretar. bönnuðu fólkinu landgöngu. Fékst leyfi þeirra ekki fyrri en seint um daginn. Síðustu farþegarnir, sem fengu að fara í land, komu um kl. 8. . Þeir, sem enn eru um borð í Esju, eru m. a. Bjarni Jónsson, læknir, kona hans, Þóra Árna- dóttir, H. J. Hólmjárn, ráðu- nautur, Fritz Kjartansson, Haf- steinn Axelsson og Ragnar Karlsson. Tveir hinir síðast- nefndu eru sjómenn, sem komvi um borð í Esju í Þrándheimi, Kl. 12 í dag stóð þetta mál við hið sama, en líklegt er að sjö- menningarnir verði fluttir i annað skip og Esja leggist upp að. Fer hún austur um land og þarf að fara að hlaða hana. Anthony Eden í Egiptalandi. Anthony Eden hermálaráð- herra Bretlands' er nú i Egipta- landi og hefir rætt við Farouk konung, forsætis- og hermála- ráðherra Egiptalands o. fl. stjórnmálaleiðtoga. Kunnustu blöð Egiptalands segja, að heimsóknin sýni, að Bretar séu staðráðnir í að halda aðstöðu sinni við austanvert Miðjarðar- haf og verja öll lönd austur þar. FRETTIR í STUTTU MÁLl Það hefir verið tilkynt i Que- bec, að Roosevelt hafi boðið jarlinum, af Athlone, landstjóra Kanada, að heimsækja sig á bú- garð sinn, Hyde Park, nú um helgina. • Fimtán þúsund Frakkar hafa verið fluttir frá Lothringen til Lyon. Þjóðverjar eru látnir íaka sér aðsetur í heimilum fólksins, sem var flutt burt. • Útgjöld Breta til hernaðar- þarfa eru nú rúmlega £ 64.000.- 000 á viku, samkvæmt ræðu Sir Kingsley Wood.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.