Vísir - 18.10.1940, Blaðsíða 3

Vísir - 18.10.1940, Blaðsíða 3
VISIR dómendurnir, sem sjálfsagt liafa tekið að sér starf þetta i þeirri trú, að mark yrði á um- sögn þeirra tekið, gerðir að ó- merkingum. Þess skal getið, að útvarps- stjóri o'g fréttastjóri hafa tjáð mér, að þeir hafi talið rétt og sjálfsagt að fara í öllu eftir nið- urstöðum prófsins, og felst í þessu full viðurkenning þeirra á liæfni minni. Sá var og dómur prófnefndarinnar, svo sem fyr segir. Mun það flestra álit, að þessum mönnum öllum sé bet- ur treystandi til að kveða upp sannan dóm í slíku máli en hr. J. Eyþ., jafnvel þó að hann fengi að hafa sjiálfslæða slcoðun. Ekki fékk hr. J. Eyþ. þvi ráð- ið, að mér yrði með öllu bolað burt af fréttastofunni, því að þeir Pálmi urðu i minni hluta um það i útvarpsráði. Því fékst þó framgengt, að laun mín voru lækkuð úr 300 kr. í 250 kr. á mánuði til viðurkenningar fyrir það, að eg hafði náð bestu prófi, og var það höfðinglega gert. Hefði eg þó ef til vill ekki lotið að þessu, eftir það sem á undan var gengið, ef ekkUværi það, að eg nenni ekki að gera það Jóni til eftirlætis að liverfí| af frétta- stofunni af sjálfsdáðum, og má hann nú hafa fyrir þvi að lnigsa um nvja króka og flækjur til þess að koma mér þaðan. Undarleg staðhæfing er það hjá hr. J. Eyþ., að eg hafi verið kvaddur til prófs, en ekki Axel Thorsteinsson. Veit hann þó manna hest, að Axel átti þess kost að taka prófið engu síður en aðrir, liefði liann kært sig um það. Hr. J. Eyþ. veit einnig, að Axel sólti ekki um þau aðal- störf, sem auglýst voru, þóttist ekki geta sint þeim, er hann var öðrum störfum hlaðinn. Sótíi hann þvi að eins um aukastarf til vonar og vara, ef til skyldi falla. Hann tók þó siðar við starfi I. fréttaritara fyrir þrá- heiðni annarra. Mikið gerir hr. J. Eyþ. úr því, sér til réttiætingar, að hann liafi viljað „gera öllum' umsækjend- um jafnliátt undir liöfði“, en að eins 11 af 44 hafi verið kvaddir til prófs. Það er ekki mitt lilut- verk að færa fram varnir fyrir útvarpsstjóra og fréttastjóra vegna þess, að þeir kvöddu að eins þessa 11 til prófs. En ekki hefir heyrst, að hr. J. Eyþ. hafi gert ágreining um þetta fyrir- fram, og virðist hann liafa verið ánægður með fyrirkomulagið, þar til úrslit prófsins urðu kunn, og ekki krafðist hann þess, að hinir fengju einnig að reyna sig. Hvernig fer nú hr. J. Eyþ. að því að „gera öllum umsækj- kendum jafnhált undir höfði“? I fyrsta lagi berst liann fyrir því í útvarpsráði, að framsóknar- maðurinn, sem lauk ekld prófi, yrði gerður að I. fréttaritara, en meirihluli útvarpsráðs tók einn- ig af honum ráðin um þelta. í öðru lagi leggur hann til og fær því framgengt, að einn umsækj- andinn, sem ekki var kvaddur til prófs og tók því ekki prófið, verði gerður að II. fréttaritara. Hvað nú um rétt allra hinna? Hér má geta þess, að hr. J. Eyþ. lýsti yfir því i heyranda liljóði á útvarpsráðsfundi, að hann hefði komist að þeirri niður- stöðu eftir að hafa kynt sér málavöxtu, að enginn umsækj- endanna væri hæfur til þeirra starfa, er veita átti. Samt ætlar hann að fela tveim þessara ó- hæfu manna (að lians dómi) að- alstörf fréttastofunnar. Hér er nú ekki handahófið, eða hitt þó heldur. Það skal tekið fram um þá ágælu starfsmenn, er að lokum hlutu stöður I. og II. fréttaritara, að hvorugur þeirra á nakkurn þátt í þessum skollaleik, og verða þeir um ekkert sakaðir. Reykjavik, 4. okt. 1940. Björn Franzson. ArnaphólL Arnarhóll liefir lengi verið uppáhaldsstaður okkar Reyk- víkinga og þykir okkur því, mörgum hverjum, illa hafa ver- ið með liann farið. — Áður fyr voru ýrnsir staðir hér, svo sem Skólavarðan, Kjaftaklöpp svo kölluð og fleiri staðir, þar sem menn hittust á síðkvöldum eftir vinnu og röbbuðu saman um daginn og veginn. Nú eru þessir staðir flestir horfnir, hafa orð- ið að víkja fyrir nauðsynlegum umbótum i bænum, en Arnar- bóll er þó enn við lýði, þótt ekki sé hann nú nema svipur hjá því, sem hann áður var. Vér Reykvíkingar erum fá- tækir af opinberum byggingum með turnum, þar sem almenn- ingur á kost á að koraa til þess að njóta liins undurfagra um- hverfis. Þess. vegna liefir Arnar- lióll verið kærkominn staður til þess. Þangað hafa ungir og gamlir leitað á kyrlátum sum- ar- og haustkvöldum, tvlt sér i gras eða á bekki til hvíldar og notið þaðan hins fegursta sólar- lags, sem gefur að líta. Nú er Arnarhóll að mestu flag, og óvisllegt þar um að lit- ast. Vér eigum að vísu ekki sök á því, að svo er komið. En þar sem Uernaðarlegum aðgerðum virðist nú lokið á hólnúm og setuliðsmennirnir, sem, þar höfðust við, eru farnir þaðan, þætti mér ráð að um væri bætt. Gælu stjórnarvöld bæjarins ekki séð um að teknir væru í burtu rifnu og óþrifalegu mold- arpokarnir, og bekkirnir kring. um styttuna hreinsaðir? Eins og nú er umliorfs á Arn- arhóli er það bænum til skamm- ar, öllum, almenningi til hins mesta ama og landnámsmann- inum Ingólfi Arnarsvni til lít. illar virðingar. Vilh. Stef. Nýlega birtist hér í blaðinu viðtal við Sigurð Thorlacius skólastjóra, er f jallaði um vænt- anlega starfsemi Austurbæjar- skólans, og umgengni í sumar bar þar og á góma. Bar hann setuliðinu söguna vel, og að sjálfsögðu var blaðinu ljúft og skylt að birta ummæli skóla- stjórans. Þetta hefir verið tekið illa upp af tveim kennurum skólans, sem sent hafa blaðinu svohljóðandi athugasemd, er skólastjórinn telur eðlilega og því ekki ástæða til að neita um birtingu: í fréttagrein í Vísi 2. þ. m. er frá því skýrt, að barnaskólar borgarinnar taki nú bráðum til starfa, éftir að hús þeirra hafa verið í hers höndum í sumar. Þar stendur m. a. þessi setning: „Umgengni hermannanna hafði yfirleitt verið góð“. Eftir sam- bandinu virðist þetta eiga sér- staklega við Austurbæjarskól- ann. Otaf þessu vildum við undir- ritaðir kennarar við Austur- Gulrófur Kartöflur Hvítkál auisiaui, bæjarskólann mega segja þetta um þá hlið þessa máls, sem veit að okkur og öðrum kennurum skólans: Við kennarar höfum lagt mikla’vinnu og jafnvel töluvert fé i það undanfarin starfsár skólans, að koma okkur upp söfnum af ýmisltonar áhöldum og munum, sem golt er og nauðsynlegt að liafa við hend- ina og nota við kensluna og skólavinnu barnanna. Enn- fremur höfum við haldið til haga ýmiskonar minjum og heimildum um starf liðinna ára. Flest eru þetta þess háttar munir, að þeir verða engu verði keyptir, ef þeir glalast, og ekki metnir til peninga. Það hlýtur að kosta nýtt starf, nýjan á- liuga, nýja árvekni, elju og þrautseigju, nýjar fórnir, að afla þeirra aftur,' og verður ekki gert nema á mörgum ár- um. Þessi söfn okkar voru geymd í læstum skápum, skúff- um og kistum, í skólastofum okkar, eða í þeim stofum skól- ans, sem okkur var vísað á í vor til geymslu húsbúnaðar og á- halda. Þessar læstu hirslur hafa flestallar verið brotnar upp í sumar, eða opnaðar með ein- hverjum tækjum, þegar þest lét. Surnt af innihaldi þeirra er liorfið með öllu. í öðru hefir verið hrært og rótað, svo að margt er skemt eða ónýtt. Heil- ar hirslur vantar, með öllu, sem í þeim var. — Við látum órætl um meðferð húss og húsgagna. Okkur finst skapraun að vinnutrufluninni og þessari herfilegu aðkomu vera næsta nóg, þó a'ð því sé ekki skelt á okkur í blöðum, að ofannefnd umgengni sé „góð“ og okkur sæmandi. En þar sem við vit- um, að Vísir héfir njælt þetta af ónógum kunnugleik, en ekki af illum vilja, leyfum við okk- ur að biðja hann að leiðrétta mishermið. Austurbæjarskólanum, 4. október 1940. __ Aðalsteinn Sigmundsson. Jón Þórðarson. Ný matreiðslubók Mér hefir borist í hendur ágæt matreiðslubók, þar sem mat- reiðslubók ungfrú Helgu Thor- lacius er. Á hún þakkir skilið fyrir þá miklu alúð sem hún hefir sýnt við að kenna og' út- breiða þekkingu á notkun hollra og ódýrra innlendra jurta, sem liver húsmóðir getur aflað sér fvrirhafnarlítið. Finst mér þessi bók ungfrú Helgu svo handhæg og góð, að liana ætti ekki að vanta i nokkurt eldhús. Við konur þurfum einmitt svona litlar handhægar bækur, sem geta gefið okkur leiðbein- ingu um matartilbúning, sem ekki er ’altof dýr og sem mest áhersla er lögð á notkun inn- lendra fæðutegunda. Mér, sem er nú orðin gömul, er það sann- arleg gleði, að heyra þessai- lærðu ihatreiðslukonur nútím- ans dást að og halda fram sem ómissandi fæðutegundum, ýms- um jurtum, sem móðir min notaði mjög mikið eins og t. d. njólann. Reynslan hafði kent henni, að ýmsar innlendar jurt- ir gátu bæði sparað og bætt matinn. leikið í kvöld kl. 8 x/2. Aðgöngumiðasala hefst kl. 1 í dag. — Sími: 3191. Lækkað verð eftir kl. 3. Mæðrafélagið heldur fund i kvöld kl. 8M> i Hafnarstræti 21, uppi. — Áríðandi mál á dagskrá, sem snertir sérstaklega einstæð- ingsmæður, og er þeim því boðið á fundinn, þóít þær séu ekki í félaginu. Stjórnin. Skóla- töskur nýkomnar í U'V^.rpoot Laxfoss fer til Vestmannaeyja á morgun kl. 10 síðdegis. m Flutningi veitt móttaka til kl. 6. ^iðnriiiðnglös lítið óselt, ViSIH Laugavegi 1. Útbú Fjölnisvegi 2. Sölubörn Seljið merki Hvítabands- ins á morgun (laugardag). Merkin verða afhent í Góð- templarahúsinu frá kl. 10 f. h. — Há sölulaun. . Að lokum vil eg' þyetja kon- ur, sem þurfa að hugsa um matreiðslu — og það það eiga sem flestar að þurfa — að kaupa þessa handhægu og þörfu bók og matréiða eftir lienni. R. Þ. e-ftir Harry Boddington,, forstjóra „Sálrænu upp fræðslumiðstöðvarinnar“ í London, þýdd af Jak. Jóh. Smára, er komin í bókavefslanir. Bókin er stafrofið að leit þinni í sálrænum efnum. — Upplagið er ekki stórt og bókin verður ekki prentuð aftur. Goð at¥iima Skrifstofustúlka, er hraðritar ensku og dönsku óskast. — Að eins stúlka, sem hefir æfingu í starfinu, kemur til greina. — Tilboð, merkt: „Góð atvinna", leggist inn á afgreiðslu Vísis fyrir 25. þ. m. Verslunarmannafélag Reykjavíkur. F'itiidur með skemmtiatriðuui annað kvöld kl. 9 á heimili félagsins, Vomarstræti 4. — SKEMTIN EFNDIN. verður settur mjánud. 21. okt. Nemendur 2. og 3. bekkjar mæti k3. 2. Nemendur 1. bekkjar mæti kl. I. Kennarafundur laugard. 19. okt. k'J. ld . INGIMAR JÓNSSON. Hárgreiðslustofa i fullum gangi til sölu af sérstökum ástæðum. Tilboðl merkt: „Hárgreiðslustofa“ sendist afgr. Vísis. S. G.T., eingöngu elári dansarnir, verða í G. T.-húsinu laugard. 19. þ. m. kl. 10 Áskx4f larlisli og aðgöngumiðar frá kl. 2. — Sími 3355. — Hljómsveit S. G. T. — ATVOM. Ensluimælandi matsveinn, ásanit þrennn enskumælandi framleiðslustúlkum óskast. Húsnæði, 2—3 herbergi gæti komið til greina fyrir listhafendur. Umsóknir, merktar: „CENTRAL“, leggist inn á afgr. Vísis fyrir næstkomandi inánudagskvöld. Símanúmer óskast uppgefið ef liægt er. A%reið§lnmaðnr. Duglegur og ábyggilegur piltur óskast fíl að annast afgreiðslu blaðsins í Hafnarfirði. — Uppl. í síma 1660. DAGBLAÐJÐ VÍSIR. Dan§lelk heldur frjáls-íþróttaflokkur Ármanns í Oddfellowhús- inu n. k. laugardag kl. 10 síðd. — Aðgöngumiðar seldir í „Oddfellowhúsinu frá kl. 5 á laugardag, Dansað bæðí wppi og niðri. Eggja- og mj ólkurframleidendiiF Ef ykkur vantar fóð^r, þá talið við okfeur sem fyrst. Verðið er lækkað. Mj ólkurfélag Reykjavíkuv BEST AÐ AUGLÝSA ! VÍSL

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.