Vísir - 19.10.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 19.10.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla j 30. ár. Reykjavík, laugardaginn 19. október 1940. 242. tbl. Innrásarbækistöð Þjóðverja í Dunkerque gereyðilögð í skothríð frá br esk- um herskipum. Þjoðverja ætluðu að grera imirás- ina lO. sept. s. 1. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. ^^amkvæmt skeyti frá Vichy birta frönsk blöð l^W skeyti frá Dunkerque þess efnis, að hafnar- bryggjur þær og skipakvíar sem Þjóðverjar hafa komið upp í Dunkerque hafi gereyðilagst í skot- hríð bresku herskipanna á dögunum. Sá hluti hafnar- innar er algerlega í rústum, segja frönsku blöðin. Það hafa borist fregnir frá ýmsum öðrum stöðum, sem benda til hversu mikið tjón hefir orðið í innrásar- bækistöðvunum ,eða þeim höfnum, sem vitað ér, að Þjóðverjar hafa unnið að undirbúningi innrásarinnar, dregið að sér hergögn, skip og menn og alt það, sem til innrásar þarf. Er víst, að Þjóðverjar hafa orðið fyrir gífurlegu tjóni á þessum stöðum, og því er nú haldið ákveðið fram, að innrásin hafi verið ákveðin 16. sept., en Þjóðverjar neyðst til þess að hætta við hana, enda nú aðallega hugsað um að ná árangri, þar sem vörnin er veilari en í Bretlandi. Blöðum Bandaríkjanna verð- ur mjög tíðrætt um það, sem um var getið í fregnum breska flugmálaráðuneytisins í gær, þ. e. að þ. 16. sept. s. 1. hefði Þjóð- verjar verið búnir að setja mik- ið herlið um borð í skip sin í Ermarsundshöfnum, en vegna hinna miklu loftárása Breta hefði þeir orðið að flytja liðið á land aftur. Bandarikjablöð segja sem svo: Það var 15. sept., sem Þjóðverjar gerðu hina stór- feldu tilraun til árásar ;á Bret- land, en mistu 185 flugvélar. Innrásarskilyrði voru þá hentug, tunglskin og lygnt og stór- streymt. Um kvöldið versnaði veður og þegar það*bættist ofan á flugvélatjónið og tjónið í hðfn- unum við Ermarsund neyddist þýska herstjórnin til þess að hætta víð áformin. Herskipið Ajax reiðubúið. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Það var tilkynt í London i gær, samkvæirrt fregn frá Alex- andríu, að herskipið Ajax væri þar og tilbúið að leggja á haf út fyrírvaralaust, og sjóliðarnir væri óþreyjufullir eftir að fá nýtt tækifæri til þess að berjast við Itali, ef þeir þyrðu út á skip- um sínum. — Þýska og ítalska útvarpið hafa verið að birta fregnir um að Ajax hefði orðið fyrh' svo miklum skemdum í sjóorustunni á dögunum, að það væri ekki vígfært. Hvirfilvindur á Kyrrahafi. Flóð á Pyreneaskaga. Um 200 manns f arast. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London í morgun. Fregn frá San Francisco í Kaliforníu hermir, að veð- urstofan þar hafi tilkynt, að hvirfilvindur hafi farið yfir Kyrrahaf, þar sem Wake-eyja er, en þar hafa Bandaríkjamenn bækistöð fyrir Clipper-flugbátana, sem eru í förum milli Kyrrahafsstrandar Bandaríkj- anna og meginlands Asíu. — Ekkert loftskeytasamband hefir verið við Wake-eyju i allmargar klukkustundir. Fregn frá Barcelona hermir, að 200 manns hafi beðið bana af völdum flóða í efri hluta Gerona-héraðs. Flóðin eru einhver hin mestu, sem sögur f ara af á þessum hluta skagans, og éignatjón er mjög mikið, því að mannvirki, jafnvel lieií hús, hafa sópast burt í flóðinu. Mikið tjón hefir orðið á ökrum. Menn óttast, að mannt jón sé mikið meira en þegar er kunnugt orðið. Þýskar flugvélar yfir Svíþjóð. Þrjár þýskar flugvélar flugu yfir Svíþjóð í gær og var skotið á þær af loftvarnabyssum. Ein varð fyrir skoti og nauðlenti í Ðanmörku. Flugmálaráðherra Kanada hefir tilkynt, að í júni n.k. muni verða þrisvar sinnum fleiri kensluflugvélar i notkun þar, en nú eru. í janúar verða flug- nemendur orðnir helmingi í'leiri en þeír eru nú. Japaiiii' haf a eogra oltii keypt EINKASIÍEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. í gær voru birtar fregnir um, að Japanir hefði gert samninga við olíufélögin, sem eiga olíu- lindir á Java og öðrum hollensk- um eyjum í Asíu, þess efnis, að Japanir fengi þaðan allveruleg- an hluta þeirrar olíu, sem þeir hafa þörf fyrir, eða alt að 60%. Var tilkynning birt um þetta í Tokio, en tekið fram, að stað- festing hefði ekki fengist ann- arsstaðar. Nú segir í fregnum í dag, að ekkert samkomulag hafi náðst, en Japanir gera sér vonir um, að samningar takist. Jap- önsk viðskiftanefnd hefir verið í Batavia á Java í 6 vikur og rætt þar daglega við fulltrúa breskra, ameriskra og hollenskra olíufé- laga um þessi mál. Japanir segjast hafa valdið tjóni á Burma- brautinni. EINKASKEYTI TIL VlSIS. • London, i morgun. Fregn frá Tokio hermir, að japanskar flotaflugvélar hafi gert árásir á endastöð Burma- brautarinnar í Yunnan-Iiéraði í Kína. Ennfremur segjast þeir hafa varpað mörgum sprengj- um á aðalbrúna á veginum og hafi umferð um hann stöðvast að minsta kosti í bili. Fjölda margar japanskar flugvélar tóku þátt í loftárásinni, og var varpað sprengjum á öllu svæð- inu frá Kumming til landamæra Burma. Talsmaður flotamála- ráðuneytisins mintist ekki á það frá hvaða stöðvum japönsku flugvélarnar voru, en sennilegt er að það hafi komið frá hinum nýju stöðvum í Indokína. ¦. '/¦,¦ . . *. X ^PilÍS ^M ~-\ \\\\\\\Wf ¦¦: ¦ ^S Myndin hér að ofan er af Fevzi Chakmak, marskálki yfir- manni tyrkneska hersins. Fjall- ar neðanmálsgreinin í dag að nokkuru leyti um hann, en að meslu um Chakmaklínuna, sem Tyrkir hafa bygt frá Svartahafi til Eyjahafs, eftir fyrirsögn Chakmaks. Þjóðvepjap í Bríissel. Það er að draga úr næturárás- unum. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Aðvaranir voru gefnar tví- vegis í London í nótt sem leið, um yfirvofandi loftánásir. Var þetta þriðja nóttin í röð, er alt var tiltölulega rólegt. Skothi'ið- in úr loftvarnabyssunum var mjög hörð framan af og erfitt að átta sig hvort um skothríð úr þeim var að ræða, eða spreng- ingarhvelli. Flugskilyrði vorn ekki góð og virðist svo sem flugmennirnir hafi átt við mikla erfiðleika að stríða veðurs vegna. Árásarflugvélarnar komu um líkt 'leyti og vanalega, sem ollu litlu tjóni, héldu flugvélarnar svo heim aftur, og kqmu á nýj- an leik ef tir tvær klukkustundir, en ekki heyrðist mikið til þeirra miðað við það, sem vanalega hefir verið. Fimm ára vígbúnaðar- áætlun í Argeníínu. 82 \Vt tniljón stpd. til víg- búnaJðar. London í morgun. Argentina-stjórn hefir ákveð- ið.að framkvæma 5 ára áætlun um mjög aukinn vigbúnað, og verður varið i þessu skyni 82V2 milj. stpd. Er talið að þetta fé muni nægja til þess að koma nú- timaskipulagi á her, flugher og flota Argentínu, oð afla ýmissa hergagna, sem vanahagar um,. Samkoma Petsaino- faranna. Ákveðið hefir verið, að land- arnir, sem komu heim með Esju, hittist á morgun til að kveðjast og Ijúka ferðinni sam- eiginlega, þótt svo undarlega tækist til um heimkomuna, sem raun varð á. Það hlýtur óneitanlega að kasta skugga á þessa samkomu, að nokkra af félögunum vant- ar i hópinn, þ. á m. jiinn vin- sæla fararstjóra H. J. Hólm- járn. — Þegar farið var til breskrar eftirlitshafnar og far- þegar athugaðir þar á sama hátt og síðar var gert hér á ytri höfninni, þótti öllum sýnt, að landganga hér yrði ekki tor- velduð, a. m. k. ekki svo sem orðið hefir. Petsamofararnir munu á morgun minnast ferðafélag- anna, sem enn eru í haldi bresku herstjórnarinnar og senda Hóhnjárn fararstjóra þakkir fyrir góða hjálp hans á erfiðri ferð. Petsamofari. Pf tsamo-klúJiburinn VerSur stofnaÖur í OddfelL >v- húsinu á morgun kl. 2% e. h. Jafn-- framt verður skipshöfnin á Esju kvödd með kaffis^amízæti, en Esja fer í strandferÖ á mánudaginn. Miðar atS fundinum verða afhentir á afgreiðslu Fálkaní, Bankastræti 3, til kl. 5 í dag. — Þátttakedur i i ljóðasamkepninni skili handritum á sama staða fyrir kl. 4 í dag. I Lífið i Briissel er að fá sina fyrir mynd, að svo miklu leyti, sem það er hægt. Myndin er tek- in hjá gangstéttar veitingahúsi og sýnir þýska hermenn vera að lesa herblaðið „West Front", sem þýska herstjórnin gefur út. Safnaðárfundir um helgina. Safnaðarfundir verða haldn- ir nú um helgina svo sem hér greinir: Fyrir Laugarnessókn í Laug- arnesskóla á morgun kl. 3 sd. Fyrir Hallgrímssókn í Aust- urbæjarbarnaskólanum (gengið inn frá Bergþórugötu) á morg- un kl. "8I/2 sd. Fyrir Nessókn í háskóla- byggingunni nýju (gengið inn um dyr á suðvesturhorni) á mánudag kl. 8% sd. Kosið verður í sóknarnefndir á fundum þessum, en í hverri sóknarnefnd eiga sæti 5 menn. Einnig verður safnaðarfulltrúi kosinn fyrir hverja sókn. Vænt- anlega sýna söfnuðirnir fullan áhuga í þessum málum, ekki sist þar sem nú ér um að ræða nýja skipun kirkjumálanna hér í bænum, sem mikils er um vert að vel takist þegar í upp- hafi. Suner flytur ræðu. Serrano Sunar flutti i-æðu í gær og sagði, að hann myndi ekki þola degi lengur það á- stand, sem rikjandi væri i utan- ríkismálastjóm Spánar. Kvað hann Spánverja nú viðurkenna hina nýju skipan í Evrópu (þ. ?. þá, sem möndulveldin eru að koma á). Starfsmenn ráðuneyt- isins fengu fyrirskipun um að klæðast einkennisbúningum fascista. Þjóðverjar mótmæltu í gær þeirri staðhæfmgu Tass-frétta- stofunnar i Moskva, að Rússar hefði ekkert fengið að vita fyr- irfram um liðssendingarnar til Rúmeníu. „Loginn helgi" er eitt af bestu leikritum W. Somerset Maug- ham og því var ágætlega tekið af fullu húsi áhorfenda s. 1. mið- vikudagskveld. — Myndin sýnir t. v. Licanda major (Valur Gíslason) og dr. Harvester (Brynj. Jóhannesson).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.