Vísir - 19.10.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 19.10.1940, Blaðsíða 2
V 1 S 1 H DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Iíristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti).. Símar 1 6 6 0 (5 Iínur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Innri og ytri hættan. j£OMM|ÚNISTAR hafa á und- anförnum mánuðum reynt að afla sér að nýju glataðs fylg- is meðal almennings, með því móti að látast vera öruggustu jmálsvarar islensks þjóðernis og sjálfstæðis. Væri ekki nema gott citt um það að segja, ef fultur hugur fylgdi máli, og afstaða þessarar manntegundar væri ekki að öðrum þræði m ' tuð at Júdasar-eðlinu, sem sveik lvrist með kossi. Blíðuatlot og kossa- flens kommúnistanna við ís- lenskt sjálfstæði er ein sönnun iþess, að sagan endurtekur sig á ýlnsan hátt, en eðlið er altaf samt við sig, þótt það á ytra borðinu birtist í ýmsum mvnd- um. Kommúnistar hafa síðasta ár- ið orðið að leika ýmsar listir línudansarans, fyrir augum al- þjóðar. Atvikin hafa hagað því svo, að þeir hafa orðið að tefla á tæpasta vaðið til þess að bjarga lífinu, snúast( eins og snældur og taka heljarstökk frá einni ált í aðra, alt eftir því, livaða afstöðu liinir rússnesku bræður og verndarar lítilmagn- ans hafa tekið. Það var tiltölu- lega hljótt yfir þessum flokki manna meðan að hinn ójafni leikur var háður í Finnlandi, og ekki bætti úr skák, er „bræður þeirra og félagar“ liirtu helm- inginn af Póllandi og Rúmeníu, þegar lönd þessi voru flakandi í sárum og urðu að lúla vopnuðu ofbeldi frá ýmsum hliðum. Ekki má heldur gleyma Eystrasalts- rilcjunum, sem urðu að fórna sjálfstæði sínu og alda gamalli menningu á altari kommúnism- ans. Það er út af fyrir sig hlálegt, að samtímis þvi, sem þessir menn fordæma Finnana, Pól- verjana og aðra "þjóðflokka slika, fyrir baráttu þeirra gegn Rússum, sem var aðeins í því fólgin, að verja sjálfstæði og menningu, gera þeir alt sem unt er til þess að sýnast sjálfstæð- ishetjur, í því augnamiði m. a., að lokka fé út úr íslenskri al- þýðu til blaðaútgáfu sinnar og áróðurs, sem þjóðinni er síst hollur. Það er efíirlektarvert, að frá því er hið breska setulið kom hingað til Iands, hafa þessir menn — kommúnistarnir — reynt á allan liátt að torvelda sainbúðina og stofna til æsinga út af hverju smáalriði, \rekja óánægju og úlfúð og tortrygni í garð stjórnarvaldanna. Þessir menn mættu þó skilja það, sem allur almenningur veit og skil- ur, að það er hvorki heppilegt né hyggilegt að gera engan mun á aðalatriðum og aukaatriðuin í þessu efni, sem öðrum, og í því er falin viss hætta, ef sífelt er nöldrað um aukaatriði í tíma og ótíma, þannig að aðalatriðin, sem þjóðinni ber að fylkja sér um, hverfa með öllu í Iognhyl nöldursins. Þar, sem sær bylur á skeri eða grynningum, rísa háar öldur, en á hinu mikla út- hafi eru þær jafnar. Þegar ís lenska þjóðin berst fyrir tilveru sinni og sjálfstæði sínu, vegna aukaatriða, sem vel má jafna án stórfeldra átaka. Þær öldur eiga að stíga öðrum hærra í ís- lensku þjóðlífi, sem varða sjálf- ♦ s'tæði vort og menningu, sem þjóðar, er hefir sýnt með bar- áttu sinni á undanförnum öld- um að hún á rétl á að lifa sjálf- stæðu lífi, og liún hefir vilja til að brjótast fram til ljóssins eins og aðrar menningarþjóðir. Nöldur kommúnistanna um öll aukaatriðin gæti orðið sjálf- stæði voru hætlulegt, nákvæm- lega á sama liátt og skriðdýrs- eðli annarar manntegundar get- ur verið það. Slíkir menn af- neita þjóðareðli sínu til þess eins að krjúpa fyrir stórþjóð- unum, leyfa sér jafnvel að rita í erlend blöð um upplogna til- hneigingu þjóðarinnar til að lúla erlendu valdi og selja frumburðarrétt sinn. Er ekki kominn tími til að taka liart á slíku atferli, þannig að þeim mönnum skiljist, sem gerast þannig óumbeðnir erindrekar þjóðarinnar út á við, að slikur erindisrekstur er illa þeginn og ger í vanþökk þjóðarinnar allr- ar? A slíkum tímum, sem þess- um á ekki hver heimskingi að hafa leyfi til að láta- ljós sitt skína, án þess að hlulast sé tit pm að hann sæti fullri ábyrgð orða sinna og gerða, að svo miklu leyti, sem slíkt getur skaðað sjálfstæði vorl og rétt- indi. Þjóðin stendur sem heild gegn kommúnistunum, — hefir bygt iim þá þann múr, sem þeir fá ekki yfir komist, en þjóðin verður einnig, og þá einkuni forráðamenn hennar, að gera „fimtu herdeildina“ hættulausa fyrir hverja sem hún vinnur, — ef hún vinnur gegn sjálfstæði þjóðarinnar. Esjufarþegarxtir enn í haldi. Farþegarnir sjö sem komu með Esjif og ekki hefir verið lileypt í land enn, liafa nú verið fluttir um borð í varðskipið „Ægir“. En það liggur nú á. þeim stað sem Esja var áður. Enn er alt í óvissu um það hvað við þetta fólk verður gert, eða hve lengi því verður haldið enn þá um borð í skipinu. Símablaðiö. 4. tbl. þ. á., er nýkomið út, fjöl- breytt að efni, prýtt mörgum mynd- um og vandað að öltum frágangi. Aðalgreinin í blaðinu heitir: Hálfr- ar aldar afmæli talsíma á íslandi, eftir Edvin Árnason, þar sem saga talsímans er rakin í höfuðatriðuni. Viðtal við dr. Brodda Jóhannsson: Lifið í Þýskalandi gengur sinn vana gang. i Vísir átli í gær tal við dr. Brodda Jóhannsson, sem var meðal farþega á Es ju frá Petsamo. Ilefjr hann verið i Miinchen undanfarin þrjú ár. Dr. Broddi varð stúdent frá Akureyrar mentaskóla 1935 og' hefir lokið doktors- prófi í sálarfræði og uppeldisfræði. — Ei* 1 margt íslenskra menta- mánna í Þýskalandi núna? — I Múnchen eru tvcir, Sig- urður Sigurðsson, sem leggur stund á efnafræði og lýkur prófi einhvern tímann í vetur eða í vor, og Hinrik Guðmundsson, sem er að læra bruggun í tekn- iska háskólanum. I Berlín eru einnig tveir, Gunnar Böðvars- son, sem er að læra skipasmíð- ar og Jóhannes Zoéga, sem legg- ur stund á vélaverkfræði. Jó- hannes mun Ijúka prófi í vet- ur. Geir Reynir Tómasson hefir numið tannlækningar i Jena og Köln og mun ljúka prófi í vetur. I Dresden eru þrír íslendingar: Pétur Sigurjónsson, Svavar Hermannsson og Stefán Bjarna- son. Loks er einn-í Leipzig. Er það Magnús Sigurðsson og er liann í verslunarliáskólanum þar. Fleiri veit eg ekki um. ívilnanir-á skólagjöldum. — Hvernig voru peningamál- in? — Við fengum eugar yfir- færslur, eflir að Danmörk var tekin, en feiigum þess í stað peninga frá sendiráðinu í Kaup- mannahöfn og síðan fiú Stoklc- hólmi. Auk þess fengu sumir lán eða styrki frá Akademisclie Auslandsstelle, svo og ívilnanir á skólagjöldum, sem eru mjög há í sumum félögum. Voru þess- ir styrkir okkur til híns mesta stuðnings, því að þeir námu alt að 150 ríkismörkum á mánuði. Skólagjöldin námu frá 160— 400 RM. á missiri og var því ekki lítill fengur að losna við þau að mestu eða öllu leytí. — Höfðuð þið nokkurn fé- lagsskap, íslendingarnir? — Nei, en við skrifuðumst jafnan á, svo að eg get sagt öllum, sem fýsir að vita það, að þeim líður öllum vel. — Hvað er langt síðan þér lögðuð af stað beim? — Eg er búinn að vera tvó mánuði á leiðinni, en þar af dvaldi eg líka einn mánuð í Kaupmannahöfn. Við vorum þrjú samferða frá Þýskalandi, Friðgeir Grímsson, sem hafði verið að nema vélfræði, Jónína Eliasdóttir, sem hafði unnið í Diessen am Ammerse í Bayern, hún á þar fóstursystur, gifta Þjóðverja, og eg. - Eg fékk ekki að vita um liina áætluðu brolt- för frá Ivaupmannahöfn fyni en átta dögum áður og var því tíininn orðinn naumur. Eg fékk þó öll skilriki í tæka tíð, því að yfirvöldin gerðu það sem þau gátu til þess að greiða götu mína. Verð eg að segja það, að eg liefi hvergi orðið var jafn- mikils velvilja í garð íslend- ínga og hjá Þjóðverjum. Þeir eru líka fróðari um land og þjóð en nokkur önnur þjóð, sem eg liefi kynst. Skemtanalífið er óbreytt. - Hvað er að frétta af bjórn- um og skemtanalífinu? — Það er enginn liörgúll á bjórnum og liann er jafn bragð- góður og áður, þótt liann hafi verið þyntur í fyrrahaust. Skemtanalífið ■ hefir ekkert breyst, kaffihús eru full á hverju kveldi og kvikmyndasýningar og leildiús eru sótt sem áður. Á fólkinu og sambúðinni við það gat maður ekki fundið, að stríð stæði yfir. Það eina, sem minti á stríðið var myrkvunin og sköm tunarseðlarnir. — Hvað um matvæli og verð- lag á þeim? Myrkvunin og skömtunarseðlarn- ir það eiraa, sem minnir á stpídið. — Matvælaskort varð eg ekki var við og þegar eg fór frá Þýskalandi var smjörskamtur- inn mefí'i en í fyrstu, þegar skömtun var upp lekin. Verðlag er hið sama og fyrir stríð og er mikill munur á því þar eða í Danmörku, þar sem það hefir hækkað mikið. Á öðrum vörum en matvælum er einnig skömt- un og er liún ströngust á ben- síni til einkabifreiða. — Hvað segja Þjóðverjar um innrásina í England? — Flestir bjuggust við henni strax eftir að Frakkland var sigrað, en þegar ekki varð af henni sögðu menn, að það yrði verra fyrir Breta að fá liana með vorinu en strax. Eg varð hvergi var við að menn efuðust um sigurinn, en allir töldu Breta aðal-fjandmanninn. Á Frakka var ekki minst sem fjandmenn. — Ilvað var sagt um töku Islands ? — Aðalinntakið var, að nú liefði Bretar farið að eins og vanalega, ráðist á varnarlausa smáþjóð. Eitt blaðið birti þessa fregn með fyrirsögn, sem var eitthvað á þéssa leið: „Enn taka Bretar nýlendu annarar þjóðar.“ Enskar sprengjur í enska garðinn. — Vorú gerðar loftárásir á Múnchen ? — Þrisvar sinnum voru gefn- ar aðvaranir, en að eins einu sinni varpað niður sprengjum, fimm talsins. Fjórar þeirra komu niður i skemtigarð, sem heitir „Englische Garten“. Þær voru frekar litlar. Gígarnir sem þær mynduðu voru 6—7 m. í þvermál og 3 m. á dýpt. — Sáuð þér merki stríðsins á Ieið yðar til Danmerkur? — Eg fór fná Múnchen um Núrnberg, Berlín og Warne- múnde, en sá engin verksum- merki neinsstaðar. Lestirnar, sem eg fór með urðu ekki fyrir neinum töfum. Eg gáði að því, þegar ekið var um akra og skóglendi, livort þar liefði geisað brunar, því að Bretar vörpuðu niður fosfórræmum til að kveikja í þeim, en varð þess ekki var. Tyrkir treysta á Chakmak-línuna til að verj’a landið að vestan. Eftir Hugo Speck, fréttaritaxa United Press 1 vesturátt er Chakmak- línan og hin ágætlega víg- girtu Hellusund, varnar- kerfi Tyrkja. í norðaustri eru það Kákasus-fjöllin. 1 suðri **og austri eru lönd bandamanna Tyrkja. En umfram alt er treyst á Allah. Tyrkir, sem hafa „lyklavöld- in“ að hinum nálægu Austui'- löndum, treysta á alt þetta og styrk Breta, til þess að forða þeim frá því að land þeirra verði slcert í styrjöldinni. Af öllu þessu setja Tyrkir þó rnest traust til Chakmak-línunnar, því að úr vesturátt er gert ráð fyrir sókn á Iandi, en ekki úr annari. Þessu varnakerfi, sem nefnt er eftir Fevzi Chakmak, for- ingja herforingjaráðsins, verð- ur þó eklci líkt við Siegfried- línuna, eða Maginot-linuna, sællar minningar. Hún er að öllu leyti „samin“ og smiðuð af Tyrkjum sjálfum og hygg- ingunni hagað þannig, að lands- lagið hjálpar til við varnirnar. Kerfið er raunverulega þrjú belti fallhyssustæða, skriðdreka. gildra og vélbyssuhreiðra. Það var hygt með reynslu Ileims- styrjaldarinnar fyrir augum — styrjaldar, þar sem hvor aðili hefði sínar föstu víglínur, en „hreyfingarstyrj öld“ var ekki háð. Kerfið hefst við Svartahafið. Fremsta víglínan hefst við lít- inn flóa við Svartahaf, sem heitir Igne-ada og liggur í boga eftir hálendinu vestur til Ed- irne, en svo heitir Adrianopel á tyrkneslcu. Sú borg er sú best víggirta í þeim liluta Tyrklands, sem er í Evrópu. Þaðan fylgir línan Maritza-fljóti suður til sjávar, en það er á landámær- um Grikklands og Tyrklands. Önnur linaii hyrjar í norðri hjá borginni Vize og gnæfir þar yfir hálendið, niður að Svarta- hafi. Þaðan liggur hún í vestur til Babe-Eski og beygir þar í suður og liggur eftir fjalla- hryggjum til Eyjahafs. Þriðja og síðasta línan, sem innrásarher yrði að hrjótast í gegnum, áður en hann lcæmist til Istambul, byrjar.í suðri við Tekirdag og liggur þaðan næst- um beint í norður. I henni er alt fult af fallbyssustæðum, og er eiginlega ekki liægt að kalla hana línu, eftir þeirri merkingu, sem nú er venjulega lögð í það orð. Aðalvegurinn i þessum lands- hluta er sá, sem liggur milli Istambul og Edirne. Hann hef- ir verið endurbygður og varð nú nýlega tilliúinn til þungra herflutninga. Fimm þúsundir manna unnu við að leggja hann. Aðrir vegir þarna eru að visu nothæfir, jafnvel í vondum veðrum, en svara engan veginn þeim kröfum, sem herflutning- ar gera til vega. Yesilkay-flughöfnin stækkuð. Eina flughöfnin í liinum ev- rópska hluta Tyrklands er í Yesilkay, um 20 mín. akstur frá Istambul. Hún er sæmilega út- húin, en steinbraulirnar, sem eru nauðsynlegar fyrir stórar sprengjuflugvétar, eru ekki al- veg fullgerðar. Ef Tyrkir verða svo hepnir, að fá góð veður, ef þeir lenda í ófriði — og þeir bú- ast við að verða liepnir, af því að Allah er með þeiin — munu mörg vandamál verða auðleyst. En ef „hann“ rignir, þá gegnir nokkuð öðru máli. Menn eru ekki sammála um, hversu margir hermenn séu vestan Hellusunds. Sú tala, sem opinberir embættismenn nefna oftast, er 150.000. Það er þó talið mjög varlega áætlað og ekki talið ólíktegt, að setuliðið í Þrakíu sé fjórum sinnum meira. Ef svo fer, að Tyrlcir neyðast út í styrjöldina, þá mun Chak- rnalc liafa æðstu herstjórnina á hendi. Hann hefir verið foringi herforingjai'áðs Tyrkja síðan 1921 og er talinn einn lcænasti hershöfðingi i hinum nálægari Austurlöndum. Þótt hann sé — Hefir erlendum stúdentum fækkað í þýskum háskólum? — Bretar og Frakkar eru þar auðvitað engir, en stúdentum frá Balkanlöndunum hefir fjölgað og eg held að Norður- landastúdentum hafi ekki fækk- að. Að öllu samanlögðu munu ertendir stúdentar vera jafn- margir og fyrir stríð. — Er námi liagað líkt og áð- ur? — Það er miklu strangara. Það er alveg undantekning ef leyfi eru gefin og enginn tími látinn fara til spillis. Of mikið af kvenfólki? — Bar ekki mest á fullorðnu fólki? —■ Flestir ungir menn voru i herþjónustu, en þeir voru þó allsstaðar sjáanlegir, þótt þeir værí miklu færri en áður. Ann- ars var kvenfólkið í miklum meirihluta og mér liggur við að segja, að mér liafi þótt nóg um, hvað þær voru miklu fIeiri en karlmennirnir! 70 ára afrnæti á í dag Þórður Ölafsson, fyrr- um bóndi að Hávar'ðarkoti í Þj'kkva- bæ. Að dómi allra þeirra mörgu, sem þekkja Þórð, skipar hann sess meðal hinna merkustu iiænda þessa lads. Hann hefi; barist í fylkingar- brjósti fyrir hinum stóru framf-ara- málum Þykkvabæjarins. Það verða margir, sem senda þessum dugmikla velgefua bg góðviljaða manni — á- samt konu hans, Sigríði Pálsdóttur — hugheilar kveðjui: og árnaðar- óskir á þessum merkisdegi. Sv. Kvennadeilc! Stysavarnafélagsins ætlar að halda basar snemrna í næsta mánuði. Heitir félagið því á félagskonur að leggja eitthvað af mörkum og konta því, sem þær láta af hendi rakna i þessu skyni, við fyrsta tækifæri til skrifstofu félags- ins í Hafnarhúsinu. Forðum x Fio^aporti, revyan 1940, var sýnd fyrir fullu húsi í gær, við mikla skemtun á- horfenda. Það er hressandi að sjá revyuna og fá sér hlátraköst, því að nú á þessum „síðustu og verstu tímum“ „ástándsins“, verður mönn- um ekki svo oft hlátur í huga. Eg vil þvi ráðleggja þeim, sem þjást af ólundarpínu eða hrosleysi, að fá sér miða á næstu sýningu og vita hvort það verður ekki allra meina bót. í:s. Hlutaveltu hefir stúkan Iþaka nr. 194 í Varðarhúsinu á morgun. Meðal vinninganna er: Flugferð milli Reykjavíkur og Akureyrar. Matar- forði að verðmæti kr. 175.00 i eiriu núnieri og hálft tonn af kolum. orðinn 73 ára, er ltann enn í fullu fjöri og er einn af starf- sömustu mönnum í landinu. Hermaður alla æfi. Chakmak hefir stöðugt verið í herþjónustu frá því liann út- skrifaðist úr lierskólanum Har- biye í Istamhul fyrir um hálfri öld. Þegar ítalir réðust inn í Tri- polis (Lihyu) 1910, var Chak- malc settur yfir herínn, sem átti að talca á móti ítölum í Þrakiu, ef þeir reyndu að sækja á þar. I Heimsstyrjöldinni stjórnaði hann her við Hellusund. Síðar barðist hann í Syrlandi og Kákasus og í fretsisstríðinu barðist liann með Mustafa Iíe- mal og Inonu, núvei-andi for- seta. Varnir Tyrktands tivíla á herðum hans. En þrátt fyrir dugnað hans og lireysti tyrk- nesku hermannanna, sem tald- ir eru hinir allra traustustu í heimi, og þrátt fyrir þá ógrynni nýtísku hergagna, sem Tyrlcir hafa fengið frá Bretum og Frökkum, er það mjög vafa- samt, hvað Tyrkir geta lengi staðist leiftursókn á borð við þær, sem Þjóðverjar skipu- leggja — og framkvæma.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.