Vísir - 22.10.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 22.10.1940, Blaðsíða 1
Ri ts tjóí-3: Krisíján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. itasö). Ritstjóri Blaðamenn Sími: Augl/singar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 30. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 22. október 1940. 244. tbl. T¥£iR MUIilRIR Ætla Bandaríkin að hertaka nfartmiqoe ? Flota- og landhepsflugvélap hafa verið sendar til eyjar- innar frá U. S. A. 1 fristundum sínum hefir Churchill gaman af því að dunda við múrverk. Er hann sagður leikinn í því verki. Hér á mynd- inni er hann að hjálpa við að múra vélbyssuhreiður á suður- siröndinni. Myndin er tekin þegar Churchill var á eftirlitsferð um þær slóðir. ?f ávarpar frönsku þjóðina. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London í morgun. Winston Cburchill, forsætisráðherra Bretlands, flutti ávarp til frönsku þjóðarinnar í breska útvarpið í gær. Hann endurtók það sem hann hefir áður lýst yfir margsinnis, fyrir hönd bresku stjórnarinnar og allrar bresku þjóðarinnar, að franska þjóom myndi njóta góðs af sigri Breta og bandamanna þeirra. Prakk- land muni rísa upp á ný, jafn voldugt og glæsilegt og fyrrum. Churchill talaði af samúð í garð frönsku þjóðarinnar og kom glögt fram í ræðu hans, að Bretar skilja vel erfiða aðstöðu hennar. En hann bað Frakka um, að leggja engar hindranir í veg Breta, þótt þeir gæti ekki veitt þeim beinan stuðning. Churchill viðurkendi það, að ýmislegt hefði gengið í móti, en Bretar hefði haldið velli, og á þessu ári, 1940, höfum vér yfir- höndina á sjónum, en á næsta ári munum vér hafa yfirhönd- ína í lofti, og hvað það þýðir má yður öllum Ijöst vera, bætfi hann við. Hann bað Frakka að minnast þess, að Bretar héldi áfram baráttunni fyrir frelsi og rétt- læti og sanngirni í öllum við- skiftum þjóða milli. Þessa bar- áttu hófu Frakkar með Bretum. Hann talaði um hætturnar, sem af því staf a, er góðir vinir deila — og fjandmenn þeirra léitast víð að hafa hagnað af. I Bretlandi lætur enginn mað- ur bilbug á sér finna, þrátt fyr- ¦ír ógurlegar loftárásir og yfir- vofandi innrás. Flugher vor hefir e*ki aðeins varið land vort og borgir — hann hefir verið í öflugri sókn á megin- landinu. Vér treystum þvi, að oss auðnist að hrinda hverri innrásartilraun, sem f janðmenn Vorir kunna að gera. Churchill rakti allítarlega bardagaaðferðir Þjóðverja — hvernig Hitler hefði farið að til þess að kúga rriarga mæta þjóð. Fyrir honum vakir ekki ósigur Frakklands, heldur tortíming, sagði Ohurchill. Hann bað Frakka að herða upp hugann og minnast þeirra orða Napoleons, að „sál Frakklands er ódauð- leg." Því næst hvatti hann Frakka til þess að gera ekkert til þess að torvelda Bretum sigurinn, ef þéir gæti ekki stutt þá, eins og sakir standa. Siðar getið þið stutt oss, til þess að knýja fram úrslitasigur í baráttunni við Hitler. Þeirri baráttu myndi Bretar halda áfram ótrauðir þar til yf- ir lyki. „Lifi Frakkland," sagði Churchill í lok ræðu sinnar, og þjöðirnar, sem sækja fram til þess að vínna aftur frelsi sitt. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Blaðið New York Post skýrir frá því í morgun, og kveðst hafa fregnina frá opinberum heim- ildum, að Bandaríkin hafi sent 19 flotaflug- vélar og allmargar af f lugvélum landhersins, til Martini- que nýlendu Frakka í Vestur-Indiu. Það er ekki tekið fram hversu margar Iandhersflugvélarnar eru. Eins og menn minnast eru enn 100 amerískar hern- aðarflugvélar 4 Martinique, og áttu þær að fara til Frakklands. Hafði franska stjórnin keypt þær áður en Frakkar gáfust upp fyrir Þjóðverjum, og hafa flug- vélarnar aldrei komist lengra en til Martinique. Fyrir nokkuru var talsvert um þessar flugvélar rætt, og var reyjit að leysa málið með því, að Bandaríkin tæki við flugvélunum aftur, en á það vildi franska stjórnin ekki fallast, sennilega vegna þess, að Þjóðverjar kröfð- ust þess, að hún tæki þá afstöðu. Bar franska stjórnin því við, að það bryti í bága við vopnahlésskilmálana, ef hún skilaði flugvélunum afur. Knox flotamálaráðherra Bandaríkjanna hefir verið spurður að því, hvort rétt væri, að Bandaríkin hefði sent flugvélar til Martinique. Hann neitaði því ekki, að fregnin væri rétt, en vildi að öðru leyti ekkert um mál- ið segja. ,Nú er sú spurning á hvers manns vörum, hvort Bandaríkin ætli að tryggja sér flugvélarnar, annað; hvort til eigin nota, eða til þess að selja þær Bretum. I sumum fregnum er talið, að hér muni vera um ör- yggisráðstöfun að ræða, með tilliti til landvarna Vest- urálfu. Það, sem um þetta er sagt, byggist á getgátum, en fregn New York Post hefir vakið mikla athygli og er beðið opinberrar tilkynningar með óþreyju. I seinustu fregnum er dregið í efa, að fyrstu fregnir um þetta séu réttar. Önnur árás á Burmabrautina. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. QPINBERLEGA er tilkynt í Chungking í morgun, að Japanir hafí gert aðra sprengju- Nóttin í London. Óvenjulega margar bresk- ar flugvélar í lofti. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. I nótt var í London merkið um að alt Væri rólegt, gefið fyr en margar aðrar nætur, svo að nóttin var tiltölulega róleg. Samkvæmt þeim gögnum, er nú liggja fyrir, urðu skemdir í London hvergi miklar, enda dró úr krafti loftárásanna eftir því sem á þær leið. Skemdir urðu eingöngu í úthverfuffum. I opinberum tilkynningum segir, að óvenjulega margar breskar orustuflugvélar hafi vérið á lofti. Þó að engar opin- berar upplýsingar hafi verið gefnar um það, er talið að verið sé að útbúa flugvélarnar með sérstökum tækjum, til nætur- bardaga. árás á kínverska hluta Burma- brautarinnar í gærkveldi. Árásunum var beint gegn brúm við landamærin, en i til- kynningu Kínverja segir, að tjón 'hafi ekki orðið, svo að flutningar halda áfram óhindr- aðir. Kínverjar hafa að vísu vinnuflokka meðfrám allri brautinni, en mest hætta stafar aí' loftárásunum á brýrnar, því að ef þær verða eyðilagð- ar, mun taka lafigan tíma að gera við þær. tar helji stjór \m sóKn á MM. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London i mórguri. Fregn frá Belgrad hermir, að stjórnmálamenn Jugoslaviu liti svo á, að á uppsiglingu sé stjórn- málaleg sókn á Balkanskaga af Breta hálfu. I dag hefst fundur Campbells, sendiherra Breta í Belgrad, og sendiherra Breta í Búlgaríu og Tyrklaiídi. Vérður fundurinn haldinn i Istanbul. Stjórnmálamenn Jugoslaviu lita svo á, að fyrir Bretum vaki að stofna til bandalags milli þeirra Balkanþjóða, sem vitja varðveita sjálfstæði sitt. Sé hér um síðustu tilraun að ræða til þess að mynda öflug virki gegn frekari útþenslu Þjóðverja á Balkanskaga. Loft írásirnar á meginlandið. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun, Það er nú viðurkent i itólsk- um fregnum, að breskar sprengjufiugvélar flugu yfir ýmsa staði á Norður-ítaliu, í fyrri nótt. Varð manntjon og eigna á nokkurum stöðum. I breskri tilkynningu segir, að árásir hafi verið gerðar á flug- vélaverksmiðjur í Milano og Turin og stálvei;ksmiðjurnar í Aosla. Fregnir frá Svisslandi herma, að heyrst liafi og sést til bresku flugvélanna i Genf og Zurich, er þær f lugu til Italíu og eins, er þær komu aftur. Var skotið á þær af loftvarnabyyss- um. Bretar segjast hafa gert loft- árásir'á Berlín sömu nótt, sem fyrr var getið, og á flotahafnirn- ar i Kiel og Hamborg. Talið er, að stórt herskip hafi orðið fyrir sprengju. Alls hafa nú verið gerðar 14 loftárásir á Berlin og hafa tekið þá.tt í þeim 225 flug- vélar og Var varpað niður sprengikúlum, sem voru samals 200 smál. að þvngd, og auk þess íkveikjusprengjum.. I fyrrinótt gerðu Bretar einnig loftárásir á flugstöðvar Þjóðverja í her- numdu löndunum, og — að vanda — á innrásarbækistöðv- arnar. JTapanir' leií ant Tið að afla sér hráefna. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Fregn frá Vichy, aðseturs- stað Petain stjórnarinnar frönsku, hermir að Japanir séu að leitast við að afla sér hrá- efna til l>ess að bæta sér það upp, að Bandaríkin hafa stöðv- að útflutning til Japan á bensini og gömlu járni. Hafa Japanir sent sérstaka viðskiftanefnd til Hanoi í franska Indokína, og hefir hún farið fram á, að hafnar verði viðskiftalegar samkomulagsum- leitanir þegar í stað. Til stóð, að þessar umleitanir færi fram, en þetta er mánuði fyrr en náð var fyrir gert, og sýnir það, að Jap- anir sjá 'fyrir, að hráefnaskort- urinn muni fara að valda þeim erfiðleikum. Andúðin gegn Þjóð- verjum í Frakklandi. Andúðin gegn Þjóðverjum er stöðugt að magnast í Frakklandi og hafa borist fregnir um, að leynilögregla Þjóðverja í Paris hafi fundið fjölda margar leynistöðvar. Var dreift áróð- ursmiðum og bæklingum frá stöðvum þessum. Fólk í Paris er handtekið i hundraðatali. Ágreiningur er sagður innan frönsku stjórnarinnar. Laval og hans menn vilja algert sam- komulag við Þjóðverja og jafn- vel stríð við Bretland, en Peta- in er þvi mótfallinn. ri. Skipum samtals 63,000 smál. á einni viku. Það var opinberlega tilkynti London í morgun, að vikuna, sem endaði 14. okt. hafi verið sökt skipum sem voru samtals liðlega 63.000 smálestir að stærð. Um helmingur, miðað við smálestatölu, var bresk eign. Bandamenn Breta áttu þrjú skip, sem sökt var, samtals 17.537 smál., en hhitlausar þjóðir 3, samtals 13.358. Þrír í land, en þrír á sj ó Esjefarþegarrsip og ákvapðariip bpesku liepstjóFnapinnar'. Sú ákvörðun mun haf a verið tekin að þrír af f ar- þegum þeim, sem fluttir voru úr Esju um borð í Ægi, skuli sendir til Englands, til nánari athugunar þar, en látið mun í veðri vaka að þeir muni fá heimfar- arleyfi að rannsókn lokinni, leiði hún ekkert það í ljós, sem geri aðrar ráðstafanir nauðsynlegar. Þeir menn, sem hér um ræðir eru Bjarni Jónsson læknir, og tveir sjómenn, sem komu um borð í Esju í Þrándheimi, en munu hafa farið utan á þýskum skipum endur fyrir löngu. Sú ákvörðun að senda hina þr já Islendinga til Bretlands kem- ur að vonum mjög ónotalega við íslensku þjóðina. Ekki er kunh- ugt um að ríkisstjórninni hafi verið nein sérstök skilyrði sett, er heimflutningur Islendinganna var leyfður, varðandi hugar- far eða starf þeirra manna, sem heim yrðu fluttir. Þessir menn leggja á sig langa ferð um hættusvæði, hverfa frá tiltölulega öruggum stöðum, til þess eins að vera f luttir héðan af tur til rann- sóknar í annarlegu landi. Sýnist svo sem eðlilegra hefði yerið að, kyrsetja þessa menn strax er til Bretlands kom, og hrekja þá ekki hingað að óþörfu, og úr því að þeir eru hingað komnir í íslenska lögsögn, sýnist óhætt að fullyrða að unt hefði verið að gera tryggilegar ráðstaf anir gagnvart þessum mönnum, þannig að breska heimsveldinu stafaði engin veruleg hætta af þeim, þar til úr því yrði skorið hvort þeir fengju að, fara ferða sinna sem frjálsir menn eða ekki. Menn kunna að segja sem svo að betra sé þetta þó, en ef Esja hefði verið haldið í erlendri höfn,þar til fullnaðarrannsókn héfði farið fram, en þar til er því að svara, að ef rannsókn á farþeg- um hefði farið fram í Bretlandi á sama hátt og hér, hefði það tafið för skipsins mjög óverulega, og Islendingum hefði verið hlíft við því, að þola þá skapraun, sem ómótmælanlega er þeim gerð, með þeim ráðstöfunum, sem hér hafa verið gerðar. Ríkisstjórnin mun að sjálfsögðu fylgjast með afdrifum þess- ara manna, eftir því sem föng verða á, og íslenska þjóðin mun láta sér örlög þeirra miklu skifta, — þótt þeir séu aðeins „þegn- ar smárrar þjóðar."

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.