Vísir - 22.10.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 22.10.1940, Blaðsíða 2
VISIR DAGBL AÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Iíristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstrœti).. Símar 1 6 é 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Umíerðarslys. Á undanförnum árum hefir að ýmsu leyli verið unnið kappsamlega að því, að koma fram ýmsum umbótum á um- ferðakerfi bæjarins. Þessari við- leitni má vafalaust þakka það, að umferðaslysum hefir ekki fjölgað gífurlega samfara auk- inni umferð, ekki síst eftir að breska setuliðið kom hingað til lands, með allar þær bifreiðar, er þvi fylgja. Þótt ýmsar umbætur liafi ver- ið gerðar, sem flestar iniða í rétta átt, má margt að þeim finna, t. d. hvað varðar ein- stefnuakstur. Vafalaust er ein- stefnualcstur venjulegra reið- hjóla um aðalgötur bæjarins, síst til að greiða fyrir og örfa athafna- og viðskiftalíf, og auk þess mjög umdeilt, hvort það hefir aukið öryggi í för með sér. Þá mætti og nefna, að enn er óleyst sú þraut, sem mjög var umrædd um eitt skeið, að koma bifreiðastöðvunum fyrir á hentugum stöðum utan mið- bæjar, með því að óviðunandi er, að hafa þá skipun á þeim málum, sem nú er, einkum eftir að umferð um aðalgötur mið- bæjarins liefir aukist stórlega, þannig að á vissum tímum dags er hún með stórborgarsniði. Bætt hefir það þó mjög úr skák, að lögreglan hefir nú meiri af- skifti af umferðinni, og hefir öðlast frekari leikni í að stjórna henni, en áður tíðkaðist. Þótt umferðaslys verði víðs- vegar um bæinn, munu þau tíð- ust á ákveðnum gatnamótum, og mátti sjá það ljóslega á sýn- ingu Slysavarnafélagsins, sem hér var haldin ekki alls fyrir löngu, Á slíkum stöðum er tíð- ast vegfarendum og ökumönn- um um að kenna, en til eru þeir staðir hér í fiæ, sem eru eins og ætlaðir til þess að auka á slysa- hættuna. í fyrradag varð slys á einum slíkum staðý — eða þar sem Hringbrautinni hefir verið brotið skarð í múrvegg gömlu Gróðrarstöðvarinnar. Stálpaður drengur varð þar fyrir bifreið og meiddist stórlega, en þó er sennilega hvorki honum né öku- manninum um að kenna, með því að með engu móti verður séð af Hringhraut eða Laufás- vegi þarna við veginn livað um- ferð líður, þótt það livetji að sjálfeögðu til aukinnar varúðar. Hér þarf að gera eit't af tvennu: brjóta niður vegginn, þannig að umferðar verði gætt, eða banna umferð bifreiða um Hring- brautina, þar sem hún liggur í gegnum Gróðrarstöðina, • og má það gera að skaðlausu, með því að vegarspotti þessi er í rauninni ekki ætlaður til slíkr- ar umferðar eins og sakir standa. x Á þessum, stað er slysahættan mun meiri en á öðrum stöðum í bænum, og verður því að gera skjótar ráðstafanir til úrbóta. Er rétt að vekja athygli á því, að um þennan veg fara börn, sem ganga í skóla í Grænuborg eða í Kennaraskólann, þegar svo stendur á, og er því slysahætt- an stöðugt yfirvofandi, ef ekki er að gert í tíma. Umferð hefir stórlega aukist upp á síðkastið urn Hringbrautina og má heita að þar liggi slöðugt straumur flutningabifreiða. Á öðrum götuliornum við Hringbraul er slysahætta einnig mikil, með því að liúseigendum hefir ver- ið leyft að byggja svo háa m^- veggi umhverfis garða sína, að til umferðar á krossgötum jiess- um verður með engu móti séð, og þyrfti því að skipa þarna um- ferð þannig, að dregið verði verulega úr slysahættu, enda mun það liafa verið gert, en hinsvegar ekki séð nægilega um að settum reglum væri fram- fylgt. Það kann vel að vera, að fleiri slík hættusvæði séu hér í bænum, en sá staður, sem hér um ræðir, blasir svo við augum, þar eð um hann liggur einhver mesti straumur bifreiða, sem út úr bænum fara, að hann er gerð- ur hér að umræðuefni sérstak- lega. Fyrir rösku ári lá þarna við slysi nákvæmlega á sama hátt og nú, en sökurn óvenju- legrar varúðar þess, sem bif- reiðinni stýrði, hlutust engin veruleg meiðsl af árekstrinum í það skiftið. Þótt ekki hafi hlotist manns- bani af uiliferð á þessum slóð- um, þarf' hér bráðrar úrlausn- ar við, og vænlanlega gera rétt- ir aðilar nauðsynlegar ráðstaf- anir til þess að bæta umferðina á þcssum slóðum, sem og öðr- um, þar sem, úrbóta er þörf. Járngrindur við gang- stéttir í Miðbænum? Á fundi bæjarráðs 14. þ. m. var lagt fram bréf frá lögreglu- stjóra. í bréfinu gerði liann það að tillögu sinni, að til reynslu vrði setlar járngrindur við gang- stéttir á krossgötum Austur- strætis, Bankastrætis og Lækj- argötu, og að Kolasund verði lokað fyrir bifreiðaumferð. Bæjarráð samþykti síðari til- löguna, en frestaði ákvörðun um liina til að atliuga liana nánar. Sóknarneíndftnar í Hallgríms- og Nes prestköllum. Safnaðarfundur var haldinn í Hallgrímsprestakalli á sunnu- dag og voru þessir kosnir í sóknarnefnd: Sigurbjörn Þorkelsson, kaupr maður, Gísli Jónsson vfirkenn- ari, Ingimar Jónsson skólastjóri, Stefán Sandholt bakarameistari og Felix Guðmundsson umsjón- armaður kirkjugarða. Guðm. Ásbjörnsson, fórseli bæjarstjórnar, var kosinn safn- aðarfulltrúi. I gærkveldi var haldinn safn- aðarfundyr í Nesprestakalli. Þar voru þessir kosnir í sóknar- nefnd: Sigurður Jónsson skóla- stjóri, Guðmundur Ágústsson verkstjóri, Lárus Sigurbjörns- son rithöfundur, Helgi Tryggva- son kennari og Guðjón Þórðar- son skósmíðameistari. Ásmundur Gí^lason, præp. hon., var kosinn safnaðai-fulÞ trúi. Landskjálftar í Rúmeníu. London í morgun. Fregnir hafa borist um land- skjálfta í-Rúmeníu. Greinilegar fregnir eru enn ekki fyrir hendi, en sagt er, að kippirriir séu hin- ir snörpustu í manna minnum. Nokkurt tjón varð af völdum þeirra í Bukarest. ENDURREISNAR- STARFIÐ Á SPÁNI Viðtal við Þorliall Þorg;il§§ou, §k|alaj»ýð^m* Þórhallur Þorgilsson skjalaþýðari fór fyrir hálfum öðrum mánuði suður til Portúgals og Spánar. Hann hafði skamma viðdvöl þar syðra og er nú kominn aftur heirn til íslands. — Tíðindamaður „Yísis“ hefir haft tal af Þórhalli og spurt hann tíðinda frá ferð hans og dvöl þar syðra. Ferðin á sjónum. „Hvað tekur ferðin suður til Spánar langan tíma?“ „Hún tekur alt að tíu sólar- hringa ef farið er beint, eins og við gerðum i þessari ferð.“ „Urðuð þið nokkurstaðar var- ir hernaðaraðgerðá á leið ykk- ar?“ „Hvergi — livorki á landi né sjó. Um það leyti sem við kom- um til Spánar var að vísu sökt nokkuruní skipum úti fyrir vesturströndum Spánar, af ó- þektum kafbát, þ. a. m. var spænsku strandferðaskipi sökt, en við sluppum við öll áföll. Á leiðinni heim hittum við breskt lijálparbeitiskip, sem selti menn um borð í „Heklu“ til að athuga skipsskjölin. En að því loknu fengum við að halda óhindrað áfram.“ Eftirstöðvar borgara- styrjaldarinnar. „Fóruð þér viða um?“ „Nei, tíminn var altof naurn- ur-til ferðalaga. Eg kom aðeins til tveggja horga, Bilbao og Gijón. Bilbao var liöfuðborg liins skammlífa Baskarikis, og hún er aðal verslunarborgin á Norð- ur-Spáni.“ „Sjást ekki mikil ummerki þar eftir borgarastyrjöldina?“ „Jú, báðar þessar borgir, sem eg kom til, eru frægar úr henni. Fyrir ofan Bilbao er brött liæð - svokölluð Archandahæð - og uppi á henni stóð fögur og skrautleg gistihöll. Hér áður fyr, þegar eg var i Bilbao, kom eg þangað næstum daglega til að njóta Iiins undurfagra útsýnis vfir borgina, ána, akrana i daln- um og fjöllin í fjærska. Nú sá eg þarna mikil umskifli. — Gistihöllin var horfin — liún hafði verið skotin í rústir. í' Archandabrekkunum austan- vert við fljólið létu 10 þúsund manns lifið í grimmilegu návigi. Borgarbúar horfðu á fylkingar- raðirnar geypasl fram og vera tættar í sundur með eldi og stáli. Akrar og garðar lituðust hlóði og mannvirki voru mulin í smátt.“ „Hvernig lyktaði umsátrinu um borgina?“ „Rauðliðar laumuðust á brott í náttmyrkri, sprengdu á eftir sér brýrnar yfir ána og hröðuðu sér um borð í skip, er lágu albú- in til farar úti á höfninni. Áður voru þeir búnir að koma þangað öllu því fémætasta úr borginni, þ. á. m. flestum eða öllum gull- hringum borgarbúa, sem þeir söfnuðu Undir því yfirskini að verja andvirði þeirra í banáttu fyrir föðurlandið. En hringina seldu þeir svo í Frakklandi og andvirðið fór í þeirra eigin vasa.“ „Hvernig er umhorfs í Gijón ?“ „Gijón er miðstöð kola og málmgrýtisútflutnings i Astú- ríum og hún stendur fáa ldló- metra frá heimkynnum hinna illræmdu „dýnamitmanna“. Það má rekja spor þeirra inn í borg- ina sjálfa, því þar standa hinar ömurlegu rústir Simancasher- mannaskálans, sem varðveittar eru nú sem minnisvarði yfir þá 1200 setuliðsmenn, er létu þar lífiö eftir frækilega vörn gegn ofurefli liðs. Raðir af svörtum krossum standa á gröfum þeirra undir sundurskotnulh múr- veggjunum, stærri krossar á íiópgröfum þeirra hermanna, sem ekki var unt að bera kensl á. Annars ber ekki mikið á stríðsminjum í Norður-Spáni. Franco fór geysl yfir og lagði norðurhluta landsins að mestu undir sig á fyrsta ;ári.“ Endurreisnarstarfið í fullum gangi. „Ber mikið á örljuinla fólki ?“ „Tiltölulega mjög lítið, sem mun aðallega slafa af því, að sérstakar hjálparstofnanir liafa verið settar á laggirnar fyrir þetta fólk. Eru það risabygg- ingar í nýtískustíl og með öll- unl þægindum. Ríkið lætur sér ennfremur mjög ant um mun- aðarleysingja, sem mist hafa feður eða foreldra í stríðinu, og er ekki annað hægt að segja, en að ágætlega sé séð fyrir þeim.“ „Ber mikið á endurbóta- og viðreisnarstarfi á hinum facisl- iska Spáni?“ „Já, Spánverjar keppa að þvi að verða sjálfum sér nógir, á. m. k. að svo miklu leyti sem liægt er. Meðal annars er það yfirlýst stefnaspænskustjórnar- innar, að verða að nýju stórveldi á sjónum. Þeir voru um langt skeið mesta siglingaþjóð lieims- ins og áttu jafnframt stærsta skipaflota jarðarinnar. Og Spán- verjar liafa raunverulega aldrei verið sigraðir á sjó. Þeir biðu hræðilegt afhroð af völdum náttúruafla fyrir mörgum öld- um og þeir liafa aldrei beðið þess bætur. Það var árið 1588 að spænski flotinn lagði til or- ustu við enskan og hollenskan flota í Ermarsundi. En um það leyti skall á fárviðri sem stóð í 11 daga samfleytt. Spænsku skipin, sem voru miklu stærri en þau ensku, ralc upp á grynningar og brotnuðu, en ensku skipin flutu yfir grynningarnar og niáðu til liafna. í þessu eina veðri mistu Spánverjar 63 skip.' Þegar Filippusi II. var skýrt frá hrakförum flotans, lá hann á bæn fyrir háaltarinu. En þar sem þcssi tíðindi þóttu svo mildu varða, þótti ekki tilhlýði- legt að Inða uns hann kæmi frá bænarlialdinu. Hann hlustaði þegjandi á^frásögnina, en hélt svo bænalestrinum áfram eins og ekkert hefði í skorist. Þegar hann stóð á fætur mælti hann: „Eg sendi lið mitt til að berjast við menn en ekki við höfuð- skepnurnar.“ „Urðuð þér nokkuð varir við framkvæmdir er bentu til að Spánverjar væru að koma sér upp fIota?“ „I Bilbao einni s;á eg sex eða sjö togara af stærstu gerð í smíðurn. Það virtist auðséð, að Spánverjar ætla að veiða í soðið Iianda sér sjálfir, og þetla má vera okkur íslendingum talsvert áhyggjuefni, þvi að Spánn liefir um tugi ára verið aðal mai’kaðs- land fyrir saltfiskinn okkar.“ Spánverjar vilja ekki stríð. „Eru nokkurar stríðsæsingar á Spáni um þessar mundir?“ ÞÓRIIALLUR ÞORGILSSON. „Eg get ekkert um það full- yrt, þvi að til þess var eg of skamma stund í landinu. En hinsvegar lalaði eg við marga og mér virtust allir sammála um það, að þeir væru þreyttir á stríði og æsktu friðar.“ „Með liverjum liafa Spán- verjar samúð í styrjöldinni sem nú geysar yfir?“ „Stemningin er möndulvelda- megin. Annars er alt í óvissu um það, Iivað Spánverjar gera, og ó- vissan er enn meiri fyrir það, að Suner er nú orðinn utanríkis- málaráðherra. Franco sjálfur er friðsamur konungssinni, en Serrano Suner, sem er mágur hans og mjög mikilhæfur mað- ur, er fanatiskur í skoðunum og andlega skyldur forystumönn- um fasistarikjanna. Það má vel vera að honum takist að draga Spán inn i styrjöldina, þvi að al- ment er hann talinn hinn raun- verulegi einvaldur Spánar, en ekki Franco, og þegar eitthvert stórmál her á góma er altaf fyrst spurt að því, hvað Suner leggi til málanna.“ Verslun. „Versla Spánverjar ekki við báða ófriðaraðila ennþá?“ „Það gera þeir að vísu, en hafa þó hætt sjálfir að mér skilst að sigla skipum sínum til Englands. Þeir hættu, þeg- ar Þ.þVðverjar slengdu hafn- banninu á Bretlandseyjar. Hins- vegar sigla Englendingar enn til Spánar.Þeir fáþaðan málmgrýti, sem er ein helsta útflutnings- vara Spánverja. Það liefir raun- ar dregið mjög úr viðskiftunum við England, en Spánverjar eru nú í óða önn að koma sér upp bræðsluverksmiðjum til að vinna málmimí úr grjótinu, enda þurfa þeir mjög á honum að halda heimafyrir.“ „Hvernig er verðlag á vörum þar syðra?“ „Það er hátt og fer ört liækk- andi. Þar að auki er útflutning- urinn sennilega að mestu ein- skorðaður við möndulveldin, og spænskir kaupsýslumenn þylcj- ast ekki mega vera að því að sinna öðrum viðskiftavinum.“ „Er *nokkur vöruskortur í Iandinu?“ „Það er naumast hægt að segja. Þó sést hveitibrauð þar varla og lítið er um sykur og kaffi, enda hefir kaffi og syk- urskömtun verið tekin upp.“ „Eru aðrar vörur ekki skamt- aðar?“ „Jú, tóhak og því.kunna Spán- verjar illa, því þeir eru miklir tóbaksmenn en skamturinn hinsvegar mjög lítill. Þegar eg var í Bilbao átti skömtun að fara þar fram á tóbaki, en hún fórst fyrir og voru menn þá búnir að vera tóbakslausir um lengri tíma. Það er synd að segja að þeir hafi borið sig vel. Annars eru Spánverjar fyrsta þjóð liér í álfu sem reykti tóbak. í ann- arri ferð Columbusar vöfðu Spánverjar vindla á Cúba, er voru á stærð við meðal blómst- urvasa, kveiktu í þeim og svældu.“ Baglegt líf. „Bcra ekki skemtanir annan blæ en áður?“ Jú. Götulif er í daufara lagi og skemtanir litlar á borð við það sem áður var. Nautaat er eftir sem áður hin fjölsótta þjóðarskemtun. En yfirleitt virtist mér Fcilkið vera alvarlegt á svip og háreyslin minni en áð- ur. Það er heldur ckki að furða því að nærfelt liver einasta fjöl- skylda á um sárt að binda úr borgarastríðinu og varla til sá 'einstaklingur, að hann liafi ekki mist einhvern sér nákominn, oft og einatt fyrir atbeina ann- ars jafn nákomins ættingja eða vinar.“ „Hvernig er þrifnaði liáttað um þessai’ mundir á Spáni?“ „Hann er bágborinn utan liúss eins og hann hefir löngum verið. En annars eru Spánverjar þrifnari þjóð en nokkur önnur Suðurlandáþjóð, sem eg liefi kynst. Og þessa þrifnaðar gælir innan húss, jafnvel hjá allra fátækasta fólki. Eg varð undr- andi yfir þrifnaði Spánverja, eilt sinn er eg kom til solcka- verksmiðjuborgarinnar Crevill- ente á Suðaustur-Spáni. Hún tel- ur 10 þús. íbúa og er afar ein- kennileg borg, því að % hlutar hennar lifir i jarðhúsum, sem grafin eru inn í hóla og hæðir. Veggir og loft eru úr grjóti en gólfin úr þéttum leir. Þar er ekki annað þiljað en aðeins upp með skápum og rúinuni. Dagsljós kemst ekki inn nema um dyrn- ar, hinsvegar logar þar á olíu- lömpum allan daginn. En í lií- býlum þessara 6000 liellisbúa var alt svo fágað og lireint, um- gengni öll i svo góðu lagi að undrum sætti. Meðal annars kom eg inn lil verkstjóra noklc- urs sem bjó með fjölskyldu sinni í einum hólnum og þar liafði hann 8 herbergja rúmgóða íbúð, sem öll var hin snyrtilegasta.“" Spænskar úrvals bókmentjr keyptar til Háskóla íslands. „Langaði yður ekki til að dvelja lengur á Spáni?“ „Jú, en þvi gat eg ekki komið við af ýmsum ástæðum. Eg tek að mér kenslu i málum við Há- skólann í vetur og sömuleiðis flyt eg þar að líkindum erindi um Suðurlandabókmentir. Eg þurfti því að hraða mér heim til að geta tekið þessi störf að mér.“ „Er kenslán og fýrirlestrarn- ir aðeins fyrir stúdenta?“ „Nei, einnig fyrir ahnenning, og þess má gjarnan geta, að þetta verður allra ódýrasta kensla, sem nú er völ á í tungu- málum, því hún kostar ekki nema 30 krónur yfir hálfan vet- urinn. En það má líka minnast á jiað í þessu sambandi, að eg keypti fyrir háskólabókasafnið liér útgáfuflokka á úrvalsritum spænskra höfunda á ýmsum tímum. Þetta eru alveg sérstak- lega vandaðar útgáfur og bar orðið brýna nauðsyn til að fá þær hingað, því að bókasöfnin hér átlu lítið sem ekkert af góð- um spænskum bókum.“ Kvenréttindafélagið. Fundurinn, sem þalda átti í kvöld, fellur niður vegna veikinda- forfalla. Dómur í málinu Höjgaard & Schultz og Trésmiðafélagsins, vegna vinnu- stöðvunarinnar, fellur i dag. . » Umferðarslys. í gær ók ensk bifreið á tólf ára gamla telpu fyrir framan húseign- ina nr. 94 við Hverfisgötu. Telpan marðist eitthvað á höfði, en mun ekki hafa slasast neitt til muna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.