Vísir - 22.10.1940, Blaðsíða 3

Vísir - 22.10.1940, Blaðsíða 3
VISIR C1 n ri II Cl □ N 11 1 - best - ALAFOSS. versiið við ÁLAFOSS 1 II ■II Li rl 11 II | Aý fataefni, ágæt í skolaföt, koniin. þingholtsstræti z Bcb)qp fréttír [x] Helgafoil 594010227—IV.—V —2. Næturlæknir. Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. NæturverÖir í Ing- ólfs apóteki og Laugavegs ajróteki. Næturakstur. BæjarbílastöÖin, AÖalstræti, sími 1395, hefir opi'Ö í nótt. Heimdallur heldur fund i kvökl kl. í Var'ðarhúsinu. Áður en félagsniál verÖa rædd, flytur Jóhanu Hafstein ræÖu um „Þjó'Srækni og kommún- isma“. SíÖan verða félagsmál rædd, gefin skýrsla um suniarstarfiÖ, rætt um starfiÖ í vetur, kosnir full- trúar á sambandsþing og kosið í fulltrúaráÖ Sjálfstæðisfélaganna. Hjúskapur. SíÖastliÖinn laugadag voru gefiti saman í hjónaband hjá lögmanni ungfrú Sigrún Eyþórsdóttir, Lauga veg 46B og Ólafur Olafsson, véla- maður. Heimili þeirra er á Karla- götu 9. íþróttafréttir. í fyrradag fór fram i Kaup- mannahöfn landskappleikur í knatt- spyrnu milli Dana og Svía. Leikn- um lauk metS jaíntefli, 3—3, eftir að Danir höftSu átt meira i leiknum. Höfðu Danir 3—1 í hálfleik, en í siðara hálfleik gerðu Svíar nokkr- ar harÖar atlögur að Dönum og skoraði þá hægri innherji þeirra, Mulle Holmkvist, tvö mörk, og það seinna úr 30 metra færi.Áhorfendur voru 42.000, og er það Norður- landamet. — Danir og Svíar reyndu og með sér i tennis unt síðustu helgi. Var sá leikur lengi óviss, en lauk loks með sigri Svía, er höfðu unn- ið 3 leiki gegn 2. Síðasti leikurinn var milli Svíans RohlssonogDanans Vige, og var hann mjög spennandi. Rohlsson vann með 6-8, 8-6, 6-3 og 6-2. Þetta var 17. landskappleik- urinn í tennis milli þessara þjóða. Svíar hafa unnið 9, Danir 8. Útvarpið í kvöld. Kl. 18.30 Dönskukensla, 1. fl. 19.00 Enskukensla, 2. fl. — i9-25 Hljómplötur: Lög úr óperettum og tónfilmum. 20.00 Fréttir. 20.30 Er- dndi: Gullaldardraumur fornsagn- anna (Björn Sigfússon magister). 20.55 Hljómplötur: a) Konsert fyr- ir lágfiðlusveit eftir Walton. b) Symfónía eftir Szostakowicz. Sýning Jóns Þor- leifssonar að Blátúni. Jón Þorleifsson málari liefir sýningu á verkum sínum, að Blátúni þessa dagana. Eru þar um 40 málverk, og fullur helm- ingur mun vera fi>á þessu ári, en önnur eldri. Jón Þorleifsson dvaldi i Mý- vatnssveit á síðasta sumri og liefir lokið þar mörgum glæsi- legum málverkum, t. d. Herðu- lireið, Bláfell, Hraundrangar við Mývatn o. fl. Ennfremur eru á sýningunni myndir frá Þing- völlum, svo sem Súlur, Drekk- ingarhylur o. fl. Þetta mun að öllu samanlögðu vera einhver glæsilegasta sýning, sem Jón Þorleifsson liefir haldið, og sum málverkin eru afburða fögur og slíllirein, t. d. Herðubreið og Drekkingarhylur. Iútameðferð er djarfleg og glæsileg, tæknin og kunnáttan mikil. Þótt hér hafi verið nefnd nokkur málverk, liefði mátt nefna mörg fleiri, sem athygli vekja, en 11111 sýninguna sem heild má segja, að með henni sanni Jón Þorleifsson, að hon- um má skipa í fremstu röð ís- lenskra listmálara. P ÆJARRÁÐ hélt fund s.l. föstudag' og var m. a. rætt urh útboð skuldabréfalánsins, samkv. ályktun bæjarstjórnar 8. þ. m. Ákveðið var að bjóða báða lánsflokkana út með 5% nom. ársvöxtum og selja skuldabréf I. flokks (til 3ja ára) fyrir nafnverð, en skuldabréf II. flolcks (til 15 ára) fyrir 97% af nafnverði. Gjalddagi vaxtamiða og út- dreginna hréfa verði 31. des. ár hvert, í fyrsta sinni 31. desbr. 1941. Þriggja ára lánið endurgreið- ist með jöfnuni, árlegum af- borgunum, en 15 ára lánið með jöfnum ársgreiðslum (Annui- tetslán). Þó verði bæjarstjórn áskilinn réttur til að endur- greiða lánið fyr. Uppliæð skuldabréfa verði 5000 kr., 1000 kr„ 500 lcr. og 100 kr. Þeir, sem lcaupa II. flokks hréfin, hafi forkaupsrétt að I. flokks hréfuni, ef þeir óska þess, og að réttri tiltölu við kaup þeirra á II. flokks hréfum. Borgarstjóra var falið að hjóða lánið út. Harry Boddington: Miðils- dá og andastjórn. Jakob Jóh. Smári íslenskaði. ÍJt- gefandi: Sigbjörn Ármann. Bók þessi fjallar um sam- bandið milli mannheims og andáheims og er rituð sam- kvæmt margra ára reynslu og athugunum höfundar á þessu efni. Er nokkuð víða komið við en efni liins vegar of margþætt og umfangsmikið til þess að hin einstöku atriði verði rædd lil hlýtar í bók, sem ekki er nema 122 síður i fremur litlu hroti. Höfundur gerir samanhurð nokkurn á miðilsdái og al- mennri dáleiðslu; liann gerir og ýmsuni tegundum sjálfsefjana nokkur skil og bendir á nokkur sérkenni þessa alls. Hann minn- ist og á samstarf manna og anda hæði vitandi og óvitandi, og bendir í því sambandi á inn- blástur og afburðamensku og segir þar meðal annars: „Mun- urinn á afburðamanni og miðli er sá, að sá fyrnefndi er fædd- ur með miðilsgáfu, sem, er þeg- ar starfandi og menn taka ekki eftir, af þvi að samblöndunin á yfirvenj ulegri starfsemi og venjulegri er fullkomin. Likum árangri geta miðlar náð, ef þeir fara gegnum meðvitundarleysið og komast inn í meðvita starf, en það er hugsjón vor“ — — Það sést á þessu, að höf. er þeirrar skoðunar, að miðlinum sé unt að ná mikluni þroska við samband góðra anda, ef hann beitir sér rétt að því. Hins veg- ar er rétt að taka það hér fram, að þessi staðhæfing höf. um eðli afburðamensku er auðvitað umdeild. í bókinni eru ýmsar ráðleggingar lil þeirra, sem við sambandsmálin fást, bæði miðla og' fundarmanna, sumar þeirra eru lielst lil óljósar fyrir þá sem ekki vila meira en þarna er sagt, svo sem 11111 strokur eða seglumögnun miðla, en ýmsar þeirra eru almenns eðlis og áreiðanlega liollar, svo sem uni það hver hugur skuli fylgja rannsóknum öllum og miðlum, því likur sækir líkan lieim, eða eins og meistarinn sagði: Leitið og þér munið finna. Höfundur varar og við ýms- um hættum og bendir á ýmis- legt, sem geti slæðst inn í sam- bandið og er margt af því það, sem mótstöðumenn anda- hyggjumanna hafa haldið fram, svo sem víkkun vitundarlífs við dáleiðslu undirvitundarstarf- semi miðilsins, liugarástand fundármanna o. fl„ en hann bendir á, að hægt sé að síja það frá, þótt þau ráð, sem hann gefur til þess, kunni að vera ónóg. —Reynsla og þroski rannsóknarmannsins verður þar sem annarsstaðar að leggja fleiri ráð til. Það kann að vera, að sumum finnist kveða um of við fullyrðingatón lijá höf„ en þess ber að gæta, að bókin er elcki ætluð til þess að vera varn- arrit, sannanabók eða rökræða urn þessi efni. Höf. segir hér frá því, sem liann veit sannast og réttast eftir langa reynslu og rannsóknir og segir frá því til þess að vara við hættum og bendir á lieppilegar leiðir. Það má segja, að þetta sé litil og þæg handhók fyrir þá, sem við þessi mál vilja fást og eg er þess fullviss, að ráðin eru holl hverjum þeim, sem í einlægni leitar og notar þau af heilum huga. Höfundur leggur og á- lierslu á, að andanna beri að leita til þess að ná æðri þroska, og hann segir að boðskapur andanna sé: „Vér erum að reyna að brjóta niður liina guð- lausu efnishyggju og reyna að snúa mönnunum til ljóss sann- leikans, þvi að sannleikurinn er opinberun guðs. Vér viljum að börn jarðarinnar vakni af and- varaleysissvefni sínum og liætti við liina eigingjörnu baráttu, sem skapar lielvíti á jörðunni. Sannar framfarir eru í því fólgnar, að lijálpa hver öðrum. Hafsteinn Björnsson. Lagarfoss fer ltéðan anriað kvöld (miðvikudagskvöld) vestur og norður. F. U. S. HEIMDALLUR. F. U. S. HEIMDALLUR. Fiiiidiir verður í félagi ungra S.jálfstæðismanna „Heimdalli“, í kvöld kl. 8V2 í Varðarhúsinu. DAGSKRÁ: \ I. Þjóðrækni og kommúnismi: Jóhann Hafstein. II. Félagsmál: 1. Skilagrein sumarstarfseminnar. 2. Vetrarstarfsemin. 3. Kosning fulltrúa á Sambandsþing. 4. Kosning í fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna. Fjölmennið á fundinn. STJÓRNIN. Aíviiinsi Unglingur, 16—18 ára, óskast til afgreiðslu i vefn- aðarvöruverslun. Umsókn, merkt; „1000“, með mynd og meðmælum, ef fyrir liggja, sendist afgr. Vísis, fyrir miðvikudagskvöld. Vörubíll i góðu ásigkomulagi óskast. — Tilboð, merkt: „Staðgreiðsla“ sendist sem fyrst á afgr. Vísis. Málarasveinar. Skrifleg atkvæðagreiðsla fer fram á skrifstofu Sveinasam- bands byggingamanna í dag og miðvikudaginn 23. okt„ og liefst kl. 9 e. h. báða dagana og stendur tif kl. 21, um heimild handa stjórn Málarasveinafélags Reykjavíkur til að lýsa verkfalli ef þörf krefur út af ágreiningi milli félagsins og málarameistara. STJÓRNIN. AUGLÝSING um verölagsákvæði Verðlagsnefnd hefir samkvæmt heimild í lögum nr. 70, 31. des. 1937 sett eftirfarandi ákvæði um hámarksálagningu á eftir- greindum reiðhjólahlutum:: Dekk, slöngur, sæti, stýri, pedalar, gjarðir, frihjól, framná, bjöllur, bretti, lugtir, lásar, liandföng og keðjur. Álagningin má ekki vera liærri en hér segir: 1. í lieildsölu ........................... 20% 2. I smásölu: a) Þegar keypt af innlendum heildsölu- birgðum ............................ 35% b) Þegar keypt beint frá útlöndum .... 55% Brot gegn þessum verðlagsákvæðum varða alí að 10.000 kr. sektum, auk þess sem ólöglegur hagnaður er upptækur. Þelta birtist hér með þeim sem hlut eiga að máli. Viðskiftaráðuneytið, 21. okt. 1940. EYSTEINN JÓNSSON. Jóm Guðmundsson. IVokkra Bifreiðarstjóra vantar í vikntínia. ^ A. V, A. Ungur maðiii* 0g. reg‘In§aninr sem vlll vinna við að smyrja bif- reiðar, getup fengið atvinnu nú þegar. á. V. Á. KJallarhm í Ihíní okkar. Banka§træti 7 A, er til leigrn. •lón Björnsson «& Co. Hérmeð tilkynnist að okkar kæra syslir og mágkona, Arndís E, Gudmundsson, andaðist í júlímánuði í Kaupmanhahöfn. Elín Guðmundsson. Inga Lárusson. Jenny og Stefán Sandholt. Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför Eyjólfs Sigurðssönar frá Pétursey. Aðstandendur. >

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.