Vísir - 23.10.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 23.10.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn Auglýsingar Gjaldkeri Afgreiðsla Sími: 1660 5 linur 30. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 23. október 1940. 245. tbl. Vichy-stjórnin neitar því, að Frakkland ætli að segja Bretum stríð á hendur--- Ilitler og: Laval rædd- umt við í Frakklandi í gær. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgUn. Igær barst fregn um það, að von Ribbentrop, ut- anríkismálaráðherra Þýskalands væri á leið til Frakklands. Ekki vissu menn greinilega um f erðalag hans, og var þess getið til, að hann mundi f ara til Vichy eða jafnvel til Madrid. í nótt varð svo kunn- Ugt, að Hitler væri kominn til Frakklands, en áður höfðu borst fregnir um, að Laval væri í Paris til þess að ræða friðarsamninga, og hefði hann fallist á, að Frakkar léti mikil lönd af hendi og Frakkar segði Bret- um stríð á hendur. En Pétain var sagður þessu mót- fallinn. Það verður ekki með fullri vissn sagt hvað rótt er, en öllum fréttariturum ber saman um, að eitthvað sé i bígerð og það ekki lítið. Það er ekki kunnugt hvað Hitler og Laval fór í milli, er þeir ræddust við í gær, en Vichy-stjórnin lét fulltrúa í utanríkis- málaráðuneytinu mótmæla eindregið þeim fregnum, að Frakk- ar ætluðu að segja Bretum stríð á hendur eða að Laval væri i París til þess að semja um friðarskilmála. Frakkar berjast að eins fyrir Frakkland, sagði fulltrúinn. En áður hafði Baudoin, utanríkismláaráðherra, sem talinn er öflugur fylgismaður La- vals hafa farið mjög vinsamlegum orðum. um samvinnu Þjóð- vex-ja og Frakka, og talið fjarstæðu af Frökkum að efla ekki samvinnu við Þjóðverja. I fregnum sem bárust til London um þetta, frá amerískum fréttariturum í Frakklandi, er talað um, að þegar möndulveldin séu búin að knýja Frakka til fylgis við sig gegn Bretum, eigi að hefja sameiginlega innrás og sam- eina flota Þjóðverja, Itala og Frakka, og verði byrjað með þyi að sameina franska og ítakka flotann, sem ekkert hefir getað gert að gagni, i baráttunni við Breta á Miðjarðarhafi. PIEBBE LAVAL, , sem er helsti fylgismaður Hitl- ers í stjórn Pétains. Ilalskir tundurspfllor raoast á breskaa skin- í ítalskur tundurspillir sprengdur í loft upp. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. *Breska flotamálaráðuneytið hefir birt tilkynningu um við- itreign á Bauðahafi á sunnu- dagskvöld. Segir í tilk., að árás hafi verið gerð á kaupskipa- flo|a breskan, er naut her- skipaverndar, á Bauðahafi. Þvi er algerlega neitað, sem Italir halda fram, að þeir hafi laskað beitiskip og sökt 6 kaupskipum. Ekkert þeirra sakaði. Breskur tundurspillir, H. M. S. Kimber- ley, varð fyrir skemdum, en að- eins 3 eða 4 menn fellu og særðust. Viðureignin hófst um kvöldið, en hætti vegna myrk- nrs, og var byrjað á nýjan leik i birtingu. H. M. S. Kimberley Iagði til atlögu við ítalskan tundurspilli og laskaðist hann svo, arj hon- iim var rent á land. Var skotið af byssum Kimberley á tundur- spillinn, uns hann sprakk í loft iipp. Áður þaggaði Kimberley aiiður i 2 af 3 strandvirkjum. Kimberley varð fyrir skoti og dró það nokkuð úr ferð skips- ins. — H. M. S. Kimberley var einn þeirra tundursþilla, sem lóku þátt í síðari oruStunrii við ISíarvík er sjö skipum var sökt. Breskar sprengjuflugvélar gerðu og árás á ítölsk herskip og kom sprengja riiður á éitt jjeírra framanvert. Þá er sagt frá því i tilk. Breta, að sprengjuárás hafi verið gerð á 3000 smál. flutningaskip und- an Hollandsströndum. Lækkaði flugvélin flugið áður en sprengjunum var varpað og hæfðu þær í mark. Bretar hafa gert nýjar árás- ir á stöðvar Itala í Afríku, eink- anlega milli Bug Bug og Soll- um, þar sem sprengjum var varpað á herflutningalestir, bif- reiðir, skriðdreka o. s. frv., og á hernaðarstöðvar Itala í Erilreu. Loftopusta að liefjast. SSÍÍSSSÍSiSSSSSSSSSS;: ;S;SSS'SSSsS:S:SÍS;S;S:SS SS:SSSSÍ:;SSSíS;;jSSi PtÍIlll ^ugtá&!Ö.ýi&4- sMiijsss \ . \';-.;::.V- .Ssll *• ' }*".'- %::;;S5 SSS^SSSSSSSS; , , -,", '>• S:Ss:;:i:S,:S:SS; -SÍ'SSc^SS^wí:: :x;:S; S:;S:,.Sx- I fregn þeirri, sem komst á kreik í gær og svo mjög var umrædd, var talið, að Laval mundi fallast á: 1) Að mönduveldin fengi Els- ass-Lothringen og jafnvel Burgundy, Nizza, Tunis og Djibouti, en möndulveldin félli frá öðrum kröfum um lönd og borgir á hendur Frökkum. # 2) Frakkar tæki þátt í styrj- öldinni með möndulveld- unum. Að sjálfsögðu mun hafa verið gert ráð fyrir, að Þjóðverjar fengi Elsass-Lothringen, en It- alir hitt. Þá var því haldið fram i einni amerískri fregn, að möndulveldin hefði lofað Frökkum auknum nýlendum á kostnað Breta. Öllum þessum fregnum ber að sjálfsögðu að taka með var- úð, eins og stendur. En það er ekki ólíklegt, að sú tilgáta hafi við rök að styðjast, sem komið hefir fram, að Churchill hafi flutt ávarp sitt til frönsku þjóð- arinnar á þeim, tima, sem reyndin varð,-af því að breska stjórnin hafi vitað um eitthvað sem var í bigerð, hvort sem það var það, sem að framan greinir, eða aðeins eitthvað í þá átt. A. m. k. hefir hún talið heppilegt, að skora á Frakka nú að gera Bretum ekki erfitt fyrir á neinn hátt, og hvetja þá til þess að þrauka í trausti þess, að Bret- lárid sigraði um siðir. I fregnum í gær var að því vikið, að Petain vildi uppræta alla andúð i garð Þjóðvei-ja, en höfaðmarkmið Iians væri að hjálpa þjóð sinni á þeim erfið- leikatímum, sem nú eru, og forða henni frá frekari hörm- ungum. Fregnir berast stöðugt um mjög vaxandi andúð frönsku þjóðarinnar gegn Þjóð- verjum. Laval sjálfur er talinn efast um,, að hægt yrði að knýja landher, flugher og sjólið Frakka til þess að berjast með Þjóðverjum. I seinustu fregnum segir svo: Engar áreiðanlegar fregnir hafa borist um viðræður Hitlers og Lavals, en talið er, segir i fregn frá Vichy, að þær snúist um framlengingu vopnahlés- sáttmálans, en hann gildir þar til i dag. Talsmaður frönsku stjórnar- innar sagði í dag, að það væri hreinasta fjarstæða, sem komið hefði fram í fregnum, að Frakk- land mundi segja Bretum stríð á hendur. Ýmislegt er um þetta sagt í blöðum Bandarikjanna og telja þau, að Laval muni neyðast til að segja Hitler, að Petain sé al- gerlega mótfallinn þvi, að Bret- landi verði sagt stríð á hendur, enda mundi franska þjóðin aldrei fást til þátttöku í stríði gegn þeim, og væri slíkt skref hættulegast fyrir Þjóðverja sjálfa. Frakkar hafa tilkynt, að engin minningarathöfn verði haldin á vopnahlésdaginn, eins og venja er til, og muni þessi ráðstöfun hafa verið gerð vegna þess, að Vichy-sljórnin óttast afleiðingar þess, að fólk láti í ljós samúð með Bretum. Knox segir, að Bandaríkin styðji Bretland og Kína hvað sem Hitler segi. London í morgun. Knox flotamálaráðherra Bandaríkjanna sagði í gær, að Bandaríkin myndi veita Bretlandi og Kína allan stuðning sem unt væri, hvað sem Hitler og Japanir segði, og Bandaríkin munu safna feikna birgðum hergagna, til þess að verða við öllu búin. • Knox sagði einnig, að Bandaríkin þyrí'ti fleiri flug- og flota- stöðvar við Kyrrahaf og myndu fá þær. 100.000 sjóliðum verður bætt i herskipaflota Bandaríkjanna. Bandaríkjastjórn hefir lágt hald á 110 flugvélar sem Svíar höf ðu samið um kaup á. Loítárásir á Bret- land með minsta móti. EINKASIŒYTI TIL VÍSIS. Bretar hafa gripið til nýrra ráðstafana til þess að hnekkja loftárásum Þjóðverja á London. Hefir nýjum tegundum loft- varnabyssa verið komið fyrir í nokkurri fjarlægð frá London og fleiri árásarflugvélar hafðar í ýmsum stöðvum í nálæð borg- arinnar og einnig allfjam, til þess að knýja sem flestar spi*engjuflugvélarnar á flótta áður en þær komast í námunda við borgina. Árásarf lugvélar þessar hafa nýjan útbúnað. Þoka hefir verið í nótt yfir Doversundi. Voru loftárásartil- raunir því í minni stíl í nótt sem leið en tíðar áður og hefir svo verið undangegnar þrjár nætur. Árásir voru þó gerðar á nokkura staði i borginni og er þetta 46. nóttin i röð, sem borg- in verður fyrir loftárásum. En aðvaranir stóðu skemur en vanalega og fyrir miðnætti fór að draga mjög úr •árásunum. Það var jafnvel tilkynt fyrir miðnætti, að hættan væri liðin hjá. Síðar var gefin ný aðvörun, en hún stóð að eins í klukku- stund. Löngu fyrir birtingu var búið^ að gefa merki á ný um, að hættan væri liðin hjá. Liverpool og borgir í Mid- lands hafa orðið harðast úti i seinustu loftárásum. . Þrjár þýskar flugvélar voru skotnar niður i gær og 6 breskar. Tveir breskir flugníenn björguðust. Árásirnar á Burmabrautina. Lítill árangur. London, i morgun. Fregn fm Bangoon hermir, að Suðvestur-flutningafélagið svonefnda, sem sér um flutn- inga til Kína eftir Burmabraut- inni, hafi fengið tilkynningu um, að Japönum hafi ekki tek- ist að eyðileggja brúna yfir Meking-fljót. —_ Sextíu vöru- flutningabifreiðar fóru yfir brúna, eftir að japanskar flug- vélar höfðu leitast við að gera árás á brúna, en skothríðin úr kínyersku loftvarnabyssunum var svo áköf, að japönsku flug- vélarnar lögðu á f lótta. Brúin er 60 mílur frá landamærunum.— Frengir frá Lashio herma, að þangað berist stöðugt mikið af hverskonar birgðum, sem fara eiga til Kína. Blaðamenn frá Ameríku, sem fylgjast með loftárásum Þjóð- verja á Englanð, hafa flestir bækistöð sina á „Shakespeare- höfða" við Dover, en þar í nánd sækja þýsku flugvélarnar jafn- an yfir ströndina. Fyrir United Press er þar Edward Beattie, sem kunnur er lesendum Visis frá því að hann' sendi blaðinu skeyti frá Finnlandsstyrjöldinni i vetur. — Á myndinni, sem er tekin á Shakespcare-höfða, sjást breskar orustuflugvélar (Brit- ish fighters) vera að leggja til orustu við tvihreyfla Me-110 sprengju- og orustuflugvélar (Fimhter-Bombers) og Ju-87 steypiflugvélar (Dive-Bombers) Flutningaörðugleikar hafa neytt ítali til að flytja burtu all- mikið af herliði því, sem þeir hafa haft í breska Somalilandi. Veldur það þeim miklum erfið- leikum að sjá hernum fyrir vistum, A'egna þess að sjóleiðin er teppt og Bretar halda uppi látlausum loftárásum á flutn- ingalestir á landi. Háskólafyrirlestrar á sænslu. Annar háskólafyrirlestur fil. mag. Önnu Z. Osterman verður íluttur í kvöld kl. 8. Efni: „Váld ár icke landsrátt". Öllum heimill aðgangur. Beck ofursti handtekinn. London í morgun. I fregn frá Bukarest segir, að yfirvöldin i Búmeniu hafi stað- fest fregn Deutsche Nach- richten Bureau, að Beck ofursti, fyrrverandi utanríkisráðherra Póllands, hafi verið handtekinn, er hann ætlaði að flýja frá Rúm- eníu. Hann var handtekinn á fcmdamærunum og er nú hafður í haldi. í nótt var brotin rúða í einum af sýningargluggum bókaverslunar Snæbjarnar Jónssonar. Var rúðan brotiu með steinkasti, en skilið eftir bréflappi í sýningargluggan- um. Var þetta skrifað a lapp- ann: Föðurlandssvikarinn mun deyja. Níðingjsverk hans mun lifa til varnar (svo) bornum og óbornum íslend- ingum. Hér er ekki um neitt að villast hvað við er átt. Það er grein sú, sem Snæbjörn Jóns- son ritaði í enska blaðið „Spectator" i síðasta mánuði og fordæmd er af öllutn landsmönnum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.