Vísir - 24.10.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 24.10.1940, Blaðsíða 2
 V í S I R DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Ilverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræli).. Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Þjóðrembingur og undirlægjuháttur M ‘þessar jmundir erum við Islendingar vafalaust að ýmsu betur settír en fles.tar aðr- ar smáþjóðir hér í álfu. Hagur , framleiðenda til sjávar og sveita hefir batnað, sjómennirnir hafa fengið óvenjumikið fé handa á milli, verkamenn hafa undan- farið haft mikla vinnu, fjárhag- urinn úl á við hefir farið batn- andi. Þótt ýmsar launastéttir standi liöllum fæti gagnvart erfiðleikum vaxandi dýrtíðar, verður því ekki neitað að þjóð- arhagurinn hefir stórbatnað síð- asta árið. Þeir sem frá útlönd- um koma liafa orð á þvi, að fólk sé hér með meiri gleðibrag en í nágrannalöndunum. Og vissulega er það gleðiefni út af fyrir sig, að upprof skuli verða í þeim langvinna kreppu-dumb- ungi, sem grúft hefir yfir. En við liöfum reynslu fyrir því, að stopull er stríðsgróði. Þess vegna eigum við að varast að láta stundarvelgengni glepja okkur sýn. Jafnvel- þó við vær- um svo bjartsýnir að treysta því, að kominn væri varanlegur bati í atvinnulífið, hefðum við samt ekki ástæðu til að vera allskostar áhyggjulausir um framtiðina. Við höfum treyst því lil skamms tíma, að fjár- hagslegt sjálfstæði þjóðar og einstaklinga væri fullkomin trygging hins stjórnarfarslega sjálfstæðis. Þeir atburðir hafa nú gerst, að hið fjárhagslega sjálfstæði út af fyrir sig, er ekki fullkomin trygging í þessum efnum. Þótt við treystum þvi, að sú þjóð, sem hefir hernumið landið, efni heit sín uín að hverfa héðan þegar að ófriðn- um Ioknum, heyrum við svo mikið úr annari átt um nýja skipun hér í álfu, að óvissa hlýtur að ríkja. Þó við þass vegna gleðjumst yfir afkom- unni þetta árið, gerum við okk- ur Ijóst, að því fer fjarri, að þar nieð sé alt fengið. ★ Það er óvíst hvort íslenska þjóðin hefir nokkurntíma lifað örlagarikari tímamót en nú. Hvað fjárhagsafkomuna snertir höfum við ekki ástæðu til að kvarta. En að hinu leytinu vofir yfir sú hætta, að fara kunni for- görðum ýms þau verðmæti, sem enginn frjáls maður og þjóð- hollur metur til fjár. Á slikum timum verður að vanda hvert spor, sem stigið er. Þótt við fá- um ekki ráðið okkar næturstað, frekar en aðrar umkomulitlar þjóðir, skulum við kappkosta að breyta svo, að sjálfsvirðing okkár verði ekki di^igin í efa. Ef við glötum virðingunni fyrir okkur sjálfum, getum við ekki búist við henni frá öðrum, Við skulum forðast jöfnum hönd- Um þjóðrembingínn og undir- lægjuháttinn. Hvorttveggja er ósamboðið mönnum, sem frjálsir vilja teljast, meira en að nafni. Ýms atvik gælu bent til þess, að okkur sé þörf á meira jafn- vægi, ef við eigum að hafa fulla von um að komast með öllu ó- skaddaðir úr þeirri eldraun, sem við nú erum í. íslenskur maður hefir leyft sér að birta í viðlesnu blaði þeirrar þjóðar, sem hernumið hefir land okk- ar, ósannar fregnír um sjálf- stæðishug íslendinga. Hér er um saknæmt athæfi að ræða, hvort sem það verður heimfært undir hegningarlög eða ekki. Félag ungra sjálfstæðismanna hefir skorað á dómsmálaráð- herrann að láta rannsaka mál- ið t'il hlítar. Það hefir farið rétta leið og löglega. En svo furðulega bregður við, að eitt af stuðningsblöðum stjórnarinnar verður til ]>ess að spilla fyrir framgangi þessarar réttmætu rannsóknarkröfu með því að gefa í sltyn að hér liafi verið um „hálfgerðan nazistafund“ að ræða. Ifeldur þetta blað, að sjájfstæðismálum okkar væri belur borgið, ef sú skoðun yrði ríkjandi, að engir nema „naz- istar“ létu sér ant um að komið væri i veg fyrir að íslendingar birtu fleiri „Spectatorgreinar“ í erlendum hlöðum? * Þess er að vænla, að dóms- málaráðherrann láti fara fram rannsókn í þessu máli. Það er hin rétta leið, en ekki hin, að fara að brjóta rúður fyrir Iiin- um ábyrgðarlausa greinarhöf- undi og lála þar við sitja. Félag ungra sjálfstæðismanna hefir tekið þetta mál til röggsamlegr- ar og löglegrar al'greiðslu. Það er því lakmarkalaus ósvifni að gefa því félagi nokkra sök á því ólöglega atliæfi, sem gerst hefir j þessu sambandi. En i þessu máli koma ein- mitt fram tvö hvumleiðustu einkennj í breytni oklcar. Ann- arsvegar þj óðrembingurinn, hinsvegar undirlægjuhátturinn. Annarsvegar ófyrirleitinn ofsi, hinsvegar auðvirðilegur vesæl- dómur. Það verður að hafa upp á rúðubrjótunum og láta þá sæta ábyrgð, en það verður ekki síður að hafa hendur í hári höfundar „Spectatorgreinar- innar“. Sá herra verður að láta sér skiljast, að liann hefir gerst sekur um alvarlegt brot, livort sem refsilögin ná til þess eða ekki. « Bæjar- írétfír I.O.O.F.5^122102481/^ ■máMSSf'- Revyan 1940. Forðum í Flosaporti verður leik- ið annað kvöld kl. 8.30 í Iðnó; og er það í fimta sinni í hinni nýju útgáfu og altaf hefir verið troð- fult hús. Leikfélag Reykjavíkur sýnir leikritið Loginn helgi kl. 8 í kvöld og hefst sala aðgöngumiða í dag. — Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Kristín Bárðardóttir og Ágúst Guðmundsson, formaður, Suðurgötu 26, Keflavík. Barnastúkurhar í Reykjavík hefja vetrarstarfsemi sína á sunnudaginn keniur, þ. 27. n.k. — Fundirnir verða haldnir í Templarahúsinu (sjá augl.). Anglia, félag enskumælandi manna, held- ur fund í kvöld kl. 8.30 í Odd- fellovvhúsinu. Mr. Howard Smith heldur fyrirlestur. IJpplraf að Sögfii Vestnrlilend' ingra kemnr ;i niarkaðiiin eftir nokkra daga. / Viðtal við Zopiianias Ttiorkelsson. Zophanias Thorkelsson,' verksmiðjueigandi frá Winnipeg, hefir dvalið hér í bænum frá því í haust, er hann kom úr ferðum sínum um Norðurland. Hefir hann haft með höndum eftirlit með útgáfu fyrsta bindis sögu Vestur-Islendinga, sem samið er af Þorsteini Þ. Þorsteinssyni, en útgáfan er kostuð af nokkurum Yestur-fslendingum. Vísir hefir hitt Zoplionías að máli og int hann eftir útgáf- unni. „Fyrir áO árum var fyrst vak- ið máls á því vestra, að nauð- syn bæri til að landnámssaga Vestur-lslendinga yrði skrásetl- Um þetta var rætt lengi vel manna á meðal, en fram- kvæmdir urðu engar. Fyrir all- löngu var Sigtryggi Jónassyni greitt nokkur hundruð doll- arar til söfnunar heimilda að slíku riti, en um árangur af vinnu hans er mér ekki knnn- ngt, og lagðist starf hans niður. Mun hann þó eiga nokkuð í fór- um sínum af heimildum, sem vænlanlega verður unnið úr við framhaldsútgáfu verksins. Nú fyrir rúmum 20 árum er Þjóðræknisfélag Vestur-lslend- inga var stofnað í Winnipeg, var mál þetta tekið til umræðu og máls befir verið vakið á þessu nauðsynjaverki á hverju einasta þingi félagsins, sem haldið er síðari hluta febrúar- mánaðar á ári hverju, með full- trúum deilda úr flestum Islend- ingabygðum. Margra hluta vegna gat þó ekkert orðið úr framkvæmdum, en aðallega fanst okkur standa í vegi, að við áttum ekki völ á manni, sem hefði tíma og liæfileika lil að vinna þetta verk. Þegar skáldið og rithöfundur- inn Þorsteinn Þ. Þorsteinsson kom vestur eftir dvöl nokkra á íslandi, fanst ýmsum að nú hefði okkur borist maður upp í hendurnar, sem væri prýðis- vel fallinn til verksins, og eng- um faslastarfa bundinn, og varð það að samkomulagi nokkurra manna, að reyna að hrinda máli þessu í framkvæmd. Var málið því næst undirbúið fyrir næsta þjóðræknisþing, en það fékk þá ekki eins góðar undirtektir og þeir liefðu kosið, sem að þessari hugmynd stóðu, en þó var meiri hluti framkvæmdanefndar þingsins og stjórnarinnar hlynt- ur því„ að veita þeim mönnum aðstoð, sem höfðu beitt sér fyr- ir málinu. Um fjármálalegan styrk var ekki að ræða frá þeirra hálfu. Leit þá svo út í bili, sem enn myndi þetta verk stöðvast, en þó rættist fram úr því, þannig að nefndinni liepn- aðist að fá bankalán með á- byrgð eins mannsins, sem var þess livetjandi, að nú lok»ins yrði fyrir alvöru hafist lianda. Þorsteinn var því ráðinn og greidd föst laun fyrir að semja söguna frá 1. apríl 1939, og hef- ir nú skilað handriti í fyrsta lieftið, eftir 14 mánaða vinnuv og frá því er hann lauk við það hefir hann undirbúið næsta hefti, sem við gerum okkur von- ir um að út geti komið á næsta ári. Ætlunin með ritverki þessu var fyrst og fremst sú, að rekja heildarsögu landnáms Vestur- Islendinga, en því næst sögu einstakra bygðarlaga, og ef út- gáfan gengur að óskum, vænt- um við þess, að unt reynist að rekja að nokkru sögu þeirra Is- lendinga, sem hafa haft raun- veruleg áhrif í íslenska þjóðlif- ið fyrir vestan, og einnig áhrif á þjóðlíf kanadisku þjóðarinn- ar, en Islendingar hafa komið á ýmsan hátt við sögu landsins, sérstaklega á síðustu 25 árun- um. Við Vestur-íslendingar höf- um altaf óskað þess, að við gæt- um reist okkur einhvern minn- isvarða, er geymdi sögu þeirra um líf og starf þeirra komandi kynslóðum, og væri þvi vel, ef verlc þelta gæti .telcist sæmilega- Yrðu þá nokkrir fróðleiks- molar varðveittir fyrir íslend- inga liér lieima varðandi landa þeirra, sem alið liafa aldnr sinn vestan hafs. Vitanlega lilýtur að reka að því einliverntíma, að íslenska þjóðarbrolið vestra samlagist canadisku þjóðinni, og að móðurmálið gleymist niðjunum fyrir vestan. Við lít- um svo á, Vestur-íslendingar allfleslil•, að þessi útgáfa sé liið mesta nauðsynjaverk, sem við getum int af hendi, og liinn ó- brotgjarnasti minnisvarði, sem við eigurn tök á að reisa okkur. En því miður er kröftum okkar nú þannig farið, að við erum naumast einfærir um að hrinda þessu verki í framkvæmd, vegna hinnar geysilegu fækkun- ar íslenskumælandi manna, sem á sér stað árlega, þar eð aldraða kynslóðin fellur frá, en ný kyn- slóð kemur í staðinn, sem i mörgnm tilfellum er málið ekki eins tamt. Við vonum því að útgáfu þessari verði vel tekið af heimaþjóðinni. Með því veitist okkur sá styrkur, sem við þörfnumst, elcki einungis fjár- liagslega, lieldur myndi það einnig verða okkur frekari hvatning til að hrinda verkinu í framkvæmd. Efnið er ótæm- andi og treystum við þvi, að aðrir komi síðar í þeirra stað, sem hvatt liafa að þessu sinni til framkvæmda, og lialdi útgáf- unni uppi. , Blaðamenn frá Ameriku, sem eru í Vicliy, síma þaðan, að þeg- ar fréttist um ræðu Cliurchills liafi fólk safnast saman á opin- bernm stöðum til þess að lilýða á liana. • Caixlenas forseti í Mexikó liefir af turkallað leyfi til Japana til að rannsaka olíusvæði, sem þeir höfðu á leigu lijá Vera Cruz. Svæði þetta er 247.000 ekrur að stærð. Þá hefir Car- denas og bannað útflutning á 18.000 smál. á brotajárni, sem Japanir höfðu keypt. Bretar hverfa úr íbúðum, sem þeir höfðu á leigu. Uianríkismálaráðherra ritaði fyrir nokkuru bréf til sendiherra Breta, Mr. Howard Smith, vegna húsnæðis- leysis þess, sem skapast hafði við að breskir hermenn hafa tekið íbúðir eða herbergi á leigu. Hefir nú borist svar frá sendiherranum, bar sem málaleitan utanríkis- málaráðuneytisins er vel tekið. Segir í ofangreindu bréfi, að Bretar muni liverfa úr ibúðum þeim, sem ]>eir liafa tekið á leigu, eigi siðar en 15. nóvem- ber. Þó mun ekki vera liægt að losa þær íbúðir, sem herstjórn- in eða einstakar deildir liersins Iiafa tekið á leigu, því að þær eru bundnar með samningum. Þó mun verða reynt að rýma einnig úr þeim íbúðum, ef unt er. — Vísir átti í morgun tal um þetta mál við Guðmund R. Oddsson, framkvæmdarstjóra, en liann á sæti í húsaleigunefnd. Sagði hann, að nefndin væri einmitt um þessar mundir að láta fara fram aðra rannsókn á því, hversu margar fjölskyldur vantaði íhúðir og þar til því væri lokið, væri ekki hægt að segja með vissu, um hversu margt fólk er að ræða. Þó mætti ætla að hér væri um sem næst 40 fjölskyldur að ræða. Um 30 fjölskyldur hafa getað aflað sér íbúða, án þess að nefndin þyrfti að taka neina í- búð leigunámi. Flestir þeirra, sem hafa gelað aflað sér hús- næðis án aðstoðar nefndarinnar, hafa svo vanrækt að láta liana vita það. Gerir það nefndinni erfiðara fyrir um öflun húsnæð- is, að liún veit ekki raunveru- lega liversu mikið húsnæði vantar. og kommúnisma. Guðmundur Guðmundsson og Óttar Möller töluðu einnig um þetta mál. Þá voru og kosnir fulltrúar í fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavik og hlutu jiessir kosningu: Einar Ingimundar- son, Ivar Guðmundsson, Jón G. Halldórsson, Gisli Ólafsson,- Björgvin Sigurðsson, Magnús Jónsson, Emil Magnússon, S veinb j örn Þorb j örnsson, Sveinn Jónasson, Laufey Tlior- arensen, Ragnheiður Hafstein, Baldur Jónsson, Þórður Þor- steinsson, Anna Þorláksson og Sveinn Zoega. Loks var eftirfarandi vfirlýs- ing, frá stjórn félagsins, sam- þykt: Fundur í Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, haldinn^ 22. okt. 1940, lýsir yfir eftirfarandi: Fundurinn átelur harðlega ó- sæmileg og óþjóðholl skrif hr. bóksala Snæbjarnar Jónssonar í enska blaðinu „Spectator", er dagblöð bæjarins hafa að und- anförnu gerf að umtalsefni. Beinir fundurinn þeirri áskorun lil dómsmálaráðherra, að það sé athugað lil hlítar, hvort með slíkri framkomu sé ekki brotið gegn ákvæðum 88. gr. refsilaganna um landráð, þar sem lagt er alt að því 6 ára fangelsi við þvi að mæla fram með því opinberlega í ræðu eða riti, eða valdi bersýnilega hættu á, að erlent rílci hlutist til um málefni íslenska ríkisins.“ Ileiiiiflaillargiimlririiiii: 99 manns gengu í félagið. Spectator-grein Snæbj. Jónssonar fordæmd. Þing Sambands ungra sjálf- stæðismanna verður haldið 9. og 10. nóvember. Heimdallur hélt fund í fyrradag og voru þar kosnir fulltrúar félagsins á þinginu. Áður en fundur hófst gengu 99 nýir meðlimir í félag- ið. Fulltrúarnft- eru þessir (en auk þeirra eiga sæti á þinginu stjórn Heimdallar og þeir með- limir félagsins, sem eiga sæti í stjórn sambandsins): Gunnar Thoroddsen, Lárus Guðbjartsson, Gísli Ólafsson, Björvin Sigurðsson, Marino Ólafsson, Magnús Jónsson, Ól. J. Ólafsson, Emil Magnússon, Sveinb j örn Þorbj arnarson, Sveinn .Tónasson, Margrét Tlior- oddsen, Laufey Tliorarensen, Hjörtur Hjartarson, Anna Þor- láksson, Ragnheiður Hafstein, Sveinn Zoéga, Viktoria Jóns- dóttir, Elín Jónsdóttir, Kjartan Guðmundsson, Sveinn Sveins- son, Guðm. Guðmundsson, Baldur Jónsson, Þórður Þor- steinsson, Einar Guðjónsson og Guðm. Ólafsson. Jóh. Hafstein, form. félagsins, talaði því næst um þjóðrækni fithyglisverð leiksýning. Leikfélagið sýnir um þessar mundir hið fræga leikrit „Log- inn helgi“ (The Sacred Flame) eftir stórskáldið W. Somersett Maugham. Eg hefi liorft á flesfar Ieik- sýningar hér í bæ síðastliðin 10—15 ár, þar á meðal margar mjög góðar, aðrar aftur síðri. Án þess að vilja lialla á noklcura af öllum þessum leiksýningum held eg að þessi síðasta sýning Leikfélags Reykjavikur taki þeim öllum fram. Ber þar aðal- lega tvent til: snildar leikrit, hæði að efni til og formi og sam- stiltari og öruggari heildarleik- ur leikenda, en eg hefi áður séð. Það er með sanni liægt að segja, að allir leikendur leysi hlutverk sín mjög vel af hendi, sem ein- staklingar, og sumir með mikl- um ágætum, en það, sem mér þólti mesl um vert var Iiinn frá- bæri samleikur, sem gaf áliorf- ; 'endum þá þægilegu öryggis- lcend, sem því miður, svo oft hefir verið saknað. Eg hefi ekki ætlað að rita neinn leikdóm, eins og kallað er, en eg get ekki stilt mig um að rita þessar línur til að þakka Leikfélaginu fyrir framúrskar- andi góða skemtun. Eg vil jafn- framt nola tækifærið til að benda samborgurum minum á þessa leiksýningu, hún er sann- arlega þess verð áð henni sé ganmur gefinn, enda þykir mér ótrúlegt annað en að bæjarbúar fjölmenni í Icikhúsið á ]>essa sýningu, ekki síður en Revíuna og Stundum og stundum ekki, að þeim ólöstuðum. Það væri í sannleika ófagur vitnisburður um bókmenta- og listasmekk bæjarbúa, ef slíkar leiksýningar sem þessi væru ekki vel sóttar. Vona eg að Leikfélagið mæti þeim skilningi þegar það velur slík ágætis verk til sýninga, að ]>að sjái sér fært að lialda áfram á þeirri braut, að minsta kosti jöfnum höndum við skopleik- ina. Eg er ekki einn þeirra sem eru altaf að ámast við slcopleikj- unum, en horfa svo ef til vill ekki á annað sjálfir. Þvert á móti, eg liefi mikla ánægju af.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.