Vísir - 25.10.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri:
Kristján Guðlaugsson
Skrifstofur:
Félagsprentsmiðjan (3. hæð).
Ritsíjóri
Blaðamenn Sími:
Auglýsingar 1660
Gjaldkeri 5 línur
Afgreiðsla
30. ár.
Reykjavík, föstudaginn 25. október 1940.
247. tbl.
PETAIN k FUNDI HITLERS.
Talið, *aH llitler teggri fast ad Pctain ad stydfa Þjoðverja í stríðÍHii, eu
líkur íiL að Frakklaud nciti að taka fiátt I stríðiim gegu Brctuiu.
Spánn fer ekki í stríðið.
EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun.
Það er búist við því, að frekari viðræður muni
fara fram í dag, milli Hitlers og Pétain mar-
skálks, f orsætisráðherra ' Frakklands. Þeir
ræddust við í gær, en ekkert hefir verið látið uppskátt
nm árangurinn af viðtalinu, en líklegt þykir, að Pétain
hafi hafnað ítrustu kröfum Hitlers, sem eru sagðar
vera þátttalía í styrjöldinni gegn Bretum, en jafnframt
eru getgátur á ferðinni um, að Hitler hafí lagt fram
vara-kröfur, og verði erfiðara fyrir Petain að hafna
þeim. Á fundimim í gær voru þeir einnig Laval og von
Hibberitrop.
"Þáð kom'í íjós í gær, að hafi það verið erindi Hitlers til landa-
mæra Spánar og Frakklands er hann ræddi við Franco, að fara
fram á þátttöku Spánar í styrjöldinni, þá hefir förin ekki borið
árangur, því að í gær var það haft eftir embættismanni í þýska
utanríkismalaraðuneytinu, að Spánn færi ekki í styrjöldina aö
svo stöddu. í Bretlandi er bent á, að svipaðar yfirlýsingar hafi
verið gefnar, eftir för Suners til Berlínar og Róm, en áð.ur en
hann fór eða "í það mund, hafi verið látið í veðri vaka, að þátt-
táka Spánar í styrjöldinni yrði brátt ákveðin.
Jafnframt hafa verið birtar
Lregnir ef tir amerískum frétta-
riturum, sem bera fyrir sig
þýskar heimildir, að Þjóðverj-
ar skilji vel erfiðleika Spánar,
sem hafa ekki enn náð sér eftir
borgarastyrjöldina, og skorti
m. a. oliu til þess að fara í styrj-
öld. Um þessa för Hitlers á fund
Franco er mikið rætt hvarvetna
og segja bresk blöð m. a., að
mikils hafi Hitlers þótt við
þurfa, er hann braut odd af of-
Iæti sinu og hélt alla Ieið til
spönsku landamæranna, til þess
að ræða við Franco, en Hitler
hefir lagt það i vana sinn, að
kveðja æðstu menn annara
þjóða á sinn fund, ef hann hefir
aðstöðu til og honum býður svo
við að horfa. I ríkisútvarpinu í
Tyrklandi er því haldið fram,
að óvænlega hljóti að horfa fyr-
ir Hitler í styrjöldinni við Breta,
þar sem hann leiti hófanna um
stuðning Frakklands og Spán-
ar.
Mikla athygli vekur, að eitt
Maðið í Vichy, aðsetursstað
frönsku stjórnarinnar, birtir
fregn um það, að svo mikill
glundroði og öngþveiti hafi or-
sakast af völdum árása breskra
sprengjuflugvéla á árásarhafn-
irnar, að öll áform Þjóðverja
um innrás i Bretland hafi mis-
hepnast.
Sumstaðar, m. a. í Bretlandi,
kemur fram sú skoðun, að Hitl-
er muni nú aðeins fara fram á
að fá bækistöðvar fyrir flugvél-
ar og kafbáta í spönskum og
f rönskum höfnum, en alt virðist
þetta á getgátum einum bygt.
Fréttaritari United Press í
Vichy skýrir svo frá, að Petain
hafi lagt af stað frá Viohy kl.
7 að morgni. Hann var í bláum
einkennisbúningi og - bar Ver¦"-
dun-heiðursmerkið og annað
heiðursmerki lítið. Petain fór í
bifreið frá Vichy og er talið, að
bifréiðin hafi farið krókaleiðir
til þess staðar, þar sem lest Hitl-
ers beið. Er staður þessi í hin-
um hernumda hluta Frakklands
og er það í fyrsta skifti, sem
Petain kemur til þess hluta
JFrakklands eftir hertökuna.
Viðræðurnar byrjuðu kl. 3 og
stóðu til kl. 5.
Að því er hermt er í opin-
berri franskri tilkynningu var
Petain sýndur fullur hernaðar-
legur sómi. Tekið er fram, að
framtíð Frakklands sé að miklu
leyti komin undir þeim viðræð-
um, sem fram fóru á þessum
sögulega mikilvæga fundi.
1 fregnum frá Svisslandi i
morgun er talið líklegt, að Peta-
in hafi verið til neyddur að f all-
ast á margar kröfur Hitlers, en
hann hafi getað sannfært Hitl-
er um, að óhyggilegt væri að
knýja Frakkland i strið gegn
Bretlandí. Kröfurnar, sem
Petain er talinn hafa gengið
að eru m. a. að Þjóðverjar fái
Elsass Lothringen, Italir Nizza
og Djibouti, og ennfremur að
Þjóðverjar og Italir fái yfirráð
yfir Sýrlandi og einhverju af
nýlendum Frakklands. Fransk-
ir herfangar verði látnir lausir
og Viohystjórnin fái aðsetur ná-
lægt París. Fregnir þessar eru
vitanlega óstaðfestar með öllu.
F j ór veldaráðstef na
um Dónármálin
hefst 28. okt.
London í morgun.
Tilkynt hefir verið í Moskva,
að fjórveldaráðstefna um Dón-
ármálin verði haldin 28. okt.
Ráðstefnaan verður haldin í
Bukarest. Ráðstefnuna sitja
f ulltrúar Þýskalands, Rúss-
lands, ítalíu og Rúmeníu.
Brelar segjast hafa komist
yfir vasabók þýsks flugmítnns.
sem sanni að margar þýskar
flugvélar, sem komist undan,
hafi orðið fyrir svo miklum
skemdum, að þær brotni. og
eyðileggist í lendingu.
•
Útvarpið i Moskva sagði frá
því í gær að málmskortur sé nú
orðinn svo mikill í Þýskalandi,
að sprengjur sé nú búnar til úr
steinsteypu þar í landi'.
U. 8. A.
KosiBiiig'iibaj'iiitsiBi.
Roosevelt telur horfurnar í Evrópu og [Rsíu
ískyggilegri en nokkuru sinni.
EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London í morgun.
Kosningabaráttan í Bandaríkjunum er nú að ná hámarki og
flytja þeir hverja ræðuna á fætur annari Roosevelt forseti og
Willkie, forsetaefni republikana. Mikla eftirtekt vakti í gær, að
Roosevelt lýsti yfir því, að hann gæti ekki farið lengra frá
Washington en svo, að hann kæmist heim aftur skjótlega, eða
á einu dægri, vegna þess hversu ískyggilegar alþjóðahorfurnar
væri. Jafnframt berast fregnir um mjög aukinn viðbúnað
Bandaríkjanria.
Roosevelt sagði í ræðu sinni
í gær, að stefna Bandaríkjanna
væri að tryggja landvarnir
allra Vesturálfurikja og sigl-
ingaleiðir á Kyrrahafi og At-
lantshafi, en þeim likti hann
við „þjóðvegi beggja megin-
landanna". I ræðu sinni fór
Roosevelt miklum aðdáunar-
orðum um Rreta, hina miklu
lýðræðisþjóð, sem nú yrði að
horfast í augu við meiri hættur
og raunir en nokkur lýðræðis-
þjóð fyrr eða síðar, en af vilja-
þreki og óbilandi kjarki og ró-
lyndi berðist fyrir frelsi sínu og
menningu.
Það var tilkynt í Washington
í gær, að flugher Bandaríkj-
anna yrði aukinri um helming
og fær hann til umráða 13.000
flugvélar og 18.000 til vara, en
ekki verður búið að koma þessu
til leiðar fyrr en 1942. Hinsveg-
ar verður unnið af hinu mesta
kappi að* efla flugherinn þegar
í stað, og mikið landsvæði hefir
verið tekið til afnota i Kaliforn-
iu, þar sem flugmenn verða
æfðir. Gert er ráð fyrir, að
nokkur hluti flughersins verði
ávalt til táks, til varnar ríkjun-
um sunnan Bandaríkjanna.
Flugvélaframleiðslan verður
aukin gífurlega en ekki dregið
neitt úr flugvélaútflutningnum
til Bretlands. Er talið að Banda-
ríkin muni brátt geta lagt Bx-et-
um til mörg hundruð flugvélar
á mánuði hverjum, enda sagði
Joubert flugmarskálkur í ræðu,
sem hann flutti i Bretlandi i
gær, að vegna aukinnar flug-
vélaframleiðslu Breta og stór-
aukins innflutnings flugvéla frá
Bandaríkjunum, gæti Bretar
þegar næsta vor endurgoldið
Þjóðverjum alt það, sem þeir
hefði orðið að þola af völdum
loftárása þeirra, tvöfalt og
meira til.
30.000 menn af þeim, sem
skrásettir voru á dögunum,
verða kvaddir til heræfinga i
Bandaríkjunum 29. okt. Roose-
velt „dregur" fyrsta nafnið.
Það vekur mikla athygli, að
% alls útflutnings Bandaríkj-
anna fer nú til Bretlands, og
sýnir það, að Bretum hefir tek-
ist að halda siglingaleiðum opn-
um yfir Atlantshaf og flytja
hergögn og annað óhindrað frá
Bandaríkjunum, til Bretlands.
Þá segir í fregnum að vestan,
að Kanada sé nú orðið þriðja
mesta útflutningsland heims
næst á eftir Bandaríkjunum og
Bretlandi, en Þýskaland var áð-
ur þriðja mesta útflutnings-
landið.
Belgíumenn enn
bandamenn Breta.
Tveir belgiskir íiáðherrar
fluttu ræður í London í gær.
Fjármálaráðherrann lýsti yfir
því, að belgiska stjórnin í Lon-
don ynni i samráði við bresku
stjórnina, og öll belgiska þjóðin
hefði samhug með Bretum. Við
erum sama þjóðin, sem 1914—
1918 barðist við hlið Breta.*
Leopold konungur er enn fangi,
sagði ráðherrann, og vér vinn-
um að því, að belgiska þjóðin
og konungurinn verði frelsisins
aðnjótandi.
Nýlendumálaráðherrann belg-
iski sagði í ræðu, að Belgía væri
löglega og raunverulega í striði
við Þýskaland.
Belgiski herinn í Kongo er
reiðubúinn, sagði hann, ef til
árásar á Belgiska Kongo kemur.
Belgiskar hersveitir í Bretlandi
liafa fengið tiltekið landsvæði til
að verja í Bretlandi, ef til inn-
rásar kemur, og Pólverjar ann-
að (í Skotlandi).
Loftstríðið.
Einkaskeyti frá United Press.
London i morgun.
Árásir á Bretland voru íneð
minna. móti i gær, en i gær-
kveldi varð vart við allmargar
þýskar flugvélar yfir London,
Liverpool og fleiri bæjum.
Tilkynt hefir verið í London,
að kunnugt sé að mikill árang-
ur hafi orðið af völdum loftárás-
arinnar á Berlin og marga aði'a
þyska bæi í fyrrinótt. Lof tárásiu
á Berlin stóð i 2 klst. Gerðar
voru árásir á Emden, Frank-
furt am Oder o. f 1. borgir,
fjölda margar flugstöðvar i
Hollandi og Þýskalandi, og ráð-
ist á skipaflota við Hollands-
strendur. Sökt var 4000 smá-
lesta flutningaskipi og 2000
smálesta skip var að sökkva, er
flugvélarnar flugu á brott.
Flæddi þá sjór yfir þilfarið.
Nóttin sem leið var fimta
h' iii iii ) i iii I imiiiiwil BWWP—WIWj—I
Verdui5 hann vapaforseti?
Kosningabaráttan í Bandaríkjunum er að nálgast hámarkið,
n sjálfar fara kosningarnar fram 5. nóvemBer* Það er óþarfi að
birta hér mynd af Roosevell og því er sá, sem hann valdi sem
varamann sinn, sýndur hér. Hann er Henry A. Wallace, land-
búnaðarráðhérra í'rá Iowa-fylki. Wallace var áður republikani
(alveg eins og Willkie var til skamms tima demokrati). Flokks-
þing demokiala kaus Wallace fyrir varaforsetaefní, samkvæmt
uþpástungu og ósk Roosevelts. Wallace er 51 árs að aldri.
It^iaa b f,%Ti*rsi€ls3§»'.
Forsetabikarinn, er íslensku
skákmennirnir unnu með hinni
ágætu frammistöðu sinni í Bue-
nos Aires í fyrrasumar, kom til
landsins í fyrradag'.
Bikarinn er tvímælalaust
stærsti verðlaunabikar, sem ís-
lendingar hafa hlotið í laun fyr-
ir frammistöðu sína heima og
erlendis. Hann er 62 cni. hár
með fótstallinum, sem hann
stendur á, en bikarskálin sjálf
er 34 cm. i þvermál.
TORNEO DE LAS NACIONES
COPA
ARGENTINA -
BUENOS AIRES
1939
GANADOR
EQUIPO DE ÍSLANDIA
í íslenskri þýðingu: Alþjóöa
kappmót. — Bikar Argentinu
Buenos Aires 1939. — Sigur-
vegarar kapplið íslendinga.
Bikarinn var ekki tilbúinn í
fyrra, þegar skákmennirnir
fóru heim, að því leyti að það
var ekki búið að grafa á hann.
En drátturinn, sem varð á því,
að hann kæmist heim, stafaði
aðallega af völdum ófriðarins.
Á skálina eru þessi orð graf-
m:
nóttin, sem London slapp við
harðar loftávásir, en loftárásir
voru harðari en vanalega i Mid-
lands, á Liverpool og Wales.
Einkanlega, voru árásirnar á
Midlands harðar.
Aðvaranir um loftárásir voru
gefnar í Berlín í nótt sem leið.
Bæjarlánið:
Sala bréfanna
gengur ágætlega
J GÆR, á fyrsta útboðsdegi
skuldabréfaláns Reykjavík-
urbæjar, skrifuðu menn sig fyr-
ir rúmum helmingi — kr.
1.040.500 — 15 ára lánsins, en
flestir settu það skilyrði, að fá
álíka upphæð í 3ja ára láninu.
Þá vildu og margir kaupa
skuldabréf 3ja ára lánsins að-
eins, en þeir sem kaupa bréf
lengra lánsins sitja fyrir um
það. Mun ~því sala á öllum
skuldabréfum styttra lánsins
örugg.
Sala skuldabréfa heldur á-
fram i dag. Bréfin eru seld í
skrifstofu bæjarins, bönkunum,
Sparisjóði Reykjavíkur og nk-
grerinis og hjá hæstaréttarmála-
flutningsmönnum.