Vísir - 25.10.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 25.10.1940, Blaðsíða 2
VtSIR D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Ivristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstrœti).. Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. FélagsprentsmiSjan h/f. • Lántaka Reykjavíkur. Q ÆJARSTJÓRN Reykjavíkur hefir hoðið út þriggja mil- jón króna skuldabréfalán til þess að greiða ósamningshundn- ar skuldir bæjarsjóðs. Lánsút- hoðið er í tvennu lagi: 1 miljón er boðin út til þriggja ára og 2 miljónir til 15 ára. Vextir af háðum lánunum eru 5% á ári. En sölugengi á 15 ára láninu 97% svo að raunverulegir vext- ir þess eru nálega 5 % % - Vextir af lengra láninu eru þamjig nokkuð hærri en af því skemra, og er ástæðan sú, að talið er að menn vilji síður binda fé sitt til langs tíma. Má að sönnu deila um þörfina á því, að hafa þenn- an vaxtamun, því auðvitað geta kaupendur gert sé reiðupén- inga úr þessum verðbréfum, hvort sem er með veðsetningu eða sölu, hvenær sem, er. Sala hréfanna byrjaði í gær og seldust þá samkvæmt upp- lýsingum frá borgarstjóra verð- bréf fyrir kr. 1.0-1Ú.500 og sýn- ist því horfa mjög vænlega um greiða sölu á þessurn verðbréf- um. Er engin furða þótt vel gangi, þar sem vextir á bréfum þessum eru 1 */•>—2% hærri en innlánsvextir banka eru nú. En þeir iiafa eins og' kunnugt er nýlega verið lækkaðir og alls ekki ólíklegt, að þeir verði lækkaðir enn meira. Hér er því gott tækifæri fyrir sparendur að ávaxta fé sitt á tryggan og arðvænan hátt. Það er því meiri ástæða til að benda á þelta, þar sem allur almenningur hér á landi er fremur óvanur að festa sparifé sitt í verðbréfum. En erlendis er slíkt alltitt og sala og gengi á verðbréfum hvorttveggja svo örugt, að menn hika ekki við að ráðstafa fé sínu. til slíkra kaupa. Öllum má vera það Ijóst, að þessi verðbréfakaup eru ekki einungis áhættulaus, heldur beinlínis mjög arðvænleg. En það á að vera Reykvíkingum aukih hvöt til þess að kaupa þessi bréf, að á þann hátt létta þeir bæjarfélagi sínu róðurinn við að koma fjármálum sinuai á hagkvæman og traustan grundvöll. Eins og kunnugt ér hefir rik- ið með löggjöf gefið öllum öðr- um bæjar- og sveitarfélögum á landinu kost á aðstoð til þess að rétta sig við eftir undanfar- in kreppuár. Reykjavík ein’hef- ir þar setið á hakanum, þótt síst væri ástæða til þess, þar sem erfiðleikarnir hafa einkum á henni mætt. En eins og lög- gjöf landsins er hátlað koma erfiðleikar atvinnulífsins þyngst niður á bæjar- og sveita- félögunum, vegna þess að þeim er gert að annast framfærslu þeirra, sem ekki geta séð sér farborða. Nú liefir rofað nokkuð til í atvinnulífinu. Kemur þá til á- lita, hvaða leið sé heppilegust til þess að hagnýta sér hina auknu velgengni. Einhverjum gæti ef lil vill hugkvæmst, að réttast væri að -láta greipar sópa um aultnar lekjur atvinnufyrir- tækja og einstaklinga með þvi að hækka útsvörin svo að unt væri að greiða hallann frá um- liðnum árum í einu vetfangi, t, d. einu eða tveimur árum. En nú hafa gjöldin þólt óbærilega há, en engu að síður margt ó- gert sem gera þarf, og virðist því eðlilegt að dreifa þeim halía, sem safnast hefir á mörg- um, árum á alllangt árabil. Al- menningi verður því tæplega bent á öllu eðlilegri ráðstöfun á sparifé sinu en að gera það tvent í senn, að afla sér arðvæn- legra og tryggra verðmæla og stuðla jafnframt að velgengni bæjarfélagsins. Eins og sagt hefir verið seld- ust þegar á fyrsta degi verðbréf fyrir kr. 1.010.500. Lítur þvi út fyrir að salan muni ganga að óskum. Enda er þess að vænta, að svo verði þegar saman fer hagur kaupenda bréfanna og bæjarfélagsins. Fimtugur í dag: Friðgeir Skúlasson. Friðgeir Skúlason kaupmað- ur hér í bæ á fimtugsafmæli í dag. Hann er fæddur 25. old. 1890 í Dæli i Fnjóskadal. For- eldrar hans voru þau merkis- lijón Skúli Olgeirsson bóndi og smiður og kona hans Snjólaug Sigurðardóltir. Hann er af góðu bergi brotinn; fer eg ekki út i það að rekja ætt hans, hún'er alkunn hin svokallaða Reykja- hlíðarætt. Ungur misti hann móður sína, aðeins 3 ára að aldri, yngstur af 7 systkinum. Eftir að faðir hans brá búskap ólst hann upp hjá vandalausu fólki, sitt á hverjum slað, urðu því bernskuárin hon- um all hrakningssöm. ' Nokkru eftir fermingu gekk hann í Verslunarskólann og út- skrifaðist þaðan 1910. Að af- loknu námi vann hanri við verslunarstörf, aðallega á Vopnafirði og Siglufirði. Vorið 1915 réðist hann til Eimskipa- félags Islands í Kaupmanna- höfn, sem yfirbókhaldari, auk þess gengdi liann ýmsum öðrum trúnaðarstörfum í þágu félags- ins. Eftir 3 ára starf lijá Eim- skipafélaginu slofnaði hann heildverslun er siðar gekk und- ir nafninu O. Friðgeirsson & Skúlason. Starfrækti hann versl- unina til 1926 með miklum dugnaði, og ávann sér traust allra er hann átti skifti við. Virt- ist hamingjastjarna hans skina í heiði á þeim árum. Eftir slríðslokin 1918 urðu margvís- legar sveiflur á viðskiftalífi þjóðanna; kendi margur kaup- sýslumaður liart á þeim, meðal þeirra var F. Skúlason. Einriig sannaðist þar gamla máltækið: „Enginn er annars bróðir í leik“. Skal ekki farið lengra út í það mál hér. Árið 1927 kom hann heim til íslands og hefir dvalið hér síð- an, og stundað skrifstofustörf og nú nýlega sett á stofn smá- verslun. Þótt F. Skúlason hafi i fylsta skilningi reynt fallvaltleik hinna svokölluðu lífsgæða er hann samt sama lipurmennið 1 sjón og raun, þó hann eigi nú fimmtíu ár að baki sér. Hann er SPECTATOR, 20. SEPT: ísland og stríðið. Eftír Siurhjörn Jön§§on. Óhætt mun að fullyrða, að engin grein hefir vakið meira umtal manna á meðal upp á síðkastið, cn grein Snæbjarnar Jónssonar, sem birtist nýlega i Spectator. Vísir hefir látið snara greininni á íslenska tungu, og birtist hún hér, þannig, ctð almenningi gefist kostur á að dæma um hana af eigin sjón og raun. Missagnir skulu ekki leiðréttar að þessu sinni, en þó er rétt að taka fram, að m. a. hinn 27. mars í fyrra mótmælti Vísir tillögum Héðins Valdimarssonar, sem drep- ið er á i greininni. (Leturbreytingar eru vorar). ísland flytur út meginið af framleiðsluvörum sínum og flytur inn niest af því, sem neytt er í landinu. Þannig er viðskifta- veltan hlutfallslega miklu meiri en liin lága íbúatala. Landið beið þess vegna sérslak- lega mikinn hnekki af völdum þeirra alþj óða viðskif tahaf ta, sem torvelduðu svo mjög sam- vinnu þjóða i milli, síðasta ára^ tuginn fyrir stríðið. Við urðum þannig að flytja inn vefnaðar- vörur og málmvörur, sem áður höfðu verið keyptar í Englandi, frá Italíu og Þýskalandi — lak- ari vörur á hærra verði af því að þessi lönd tóku allálitlegan hluta af útflutningsvöru okkar. I raun og veru var að mestu leyti um vöruskiftaverslun að ræða. Öll áhersla var nú lögð á að efla fiskveiðar til útflutnings. Flest skipin fluttu veiði sina til Stóra-Bretlands, en sum fóru til Þýskalands þar sem geypiverð fékst fyrir fiskinn. Til allrar óhamingju fyrir okkur tóku Þjóðverjar upp hernaðaraðferð- ir, sem neyddu Breta til að koma á algeru hafnbanni og lokaðist þýski markaðurinn þar með. Samt sem áðúr hefir breski markaðurinn hæglega tekið við öllum fiskf, sem veiðst hefir og hefir verðið oftast verið gott og stundum mjög hátt. Afli á ver- tíðinni var með eindæmum og enn er því allmikið af sild óselt. En von er um, að takast megi að selja þetta. I maímánuði var landið her- numið af Bretum og breytti það miklu, svo að byggingariðnað- urinn einn varð fyrir linekki. (Á ensku: Then in May came tlie British occupation, xvhich changed mucli, so that only tlie building trade suffered). Flytja þarf inn alt byggingarefni og auðvitað er það ógerlegt nú sém stendur. Því að breski herinn liefir veitt mikla atvinnu, sum- part beint, en miklu meira ó- beint. Hernámíð hefir, a. m. k. i bili, verið stórkoslleg efna- hagsleg blessun fyrir ísland. Það er óhrekjandi staðreynd — staðreynd, sem allir reka augun í. Það eru einu áhrifin, sem það hefir haft á landið fram að þessu, Því að þeirri stefnu hefir verið haldið éit i æsar, að hafa enga íhlutun um málefni landsmanna. Og að svo miklu leyti, sem um nokkurt samneyti hefir verið að ræða milli setuliðsins — sem dreift er víðsvegar um landið — og innfæddra manna, hefir það einn þeirra manna sem ekki bindur bagga sina með öðrum. I þjóðmáluin hefir hann ætíð fylgt ákveðinni stefnu og ekki hirt um, þó eiginhagsmunir hafi beðið við það hnekki. — Hann er hæfileikamaður svo af ber og stórhuga og drengur hirin besti. Eg veit að á þessum tímamótum ævi hans, berast honum margar hlýjar óskir. Eg oska honum að síðdegisgeisl- arnir, sem ávalt eru hinir fég- urstu, beri birtu sannrar ham- ingju yfir líf hans og starf á ókomnum árum. Kunnugur. verið mjög vinsamlegt og það hefir ekki komið til neinna á- rekstra. Hafi upprunalega verið nokkur tillmeiging til tor- trygni í garð „innrásarmann- anna“, þá hvarf sú tortrygni fljótlega. En þótt það væri vill- andi að segja hlöðin fjandsam- leg, þá verður þvi ekki neitað, að uppliaflega fóru þau undan- tekningarlaust ógælilega að ráði sínu (eommitted indiscre- tions), og stundum fremur ö- vingjarnlega. En samhliða þess- um mistökum (sem nú sjást ekki lengur), mátti frá upphafi sjá merki þess, að brugðist væri við ástandinu á mjög greindar-- legan hátt. Það er augljóst mál, að ís- land verður, meðan á styrjöld- inni stendur, mjög.háð vinsam- legri afstöðu Stóra-Bretlands, sem er nú nálega eini kaupandi að útflutningsvorum okkar. En liér er ekki einungis að ræða um efnaliagslega, lieldur einnig stjórnarfarslega framtíð Is- lands. Samkvæmt Sambands- lögunum frá 1918 hefir ísland síðan verið fullvalda riki, aðeins lengt Danmörku með sameigin- legum konungi og samningi um að Danir fari í orði kveðnu með Litanríkismál Islands, þótt Is- lendingar hefðu að nokkuru leyti tekið þau í eigin hendur. Sambandinu átti að vera lokið árið 1943 og allir stjórnmála- flokkarnir á Alþingi höfðu hvað eftir annað lýst yfir þeirri á- kvörðun 'sinni að þvi skyldi verða lokið. Þá kom þýska inn- rásin í Danmörku i apríl siðast- liðnum og næsta dag lýsti ísland því yfir, af augljósum ástæðum, að slitið væri þeim pólitísku tengslum, sem þangað til höfðu sameinað þessi tvö Iþnd. Að vísu er þetta orðað svo í yfir- lýsingu Alþingis að þessi skiln- aður sé að eins „ að svo stöddu“, en allir vita að þetta var þann- ig orðað, að eins fyrir kurteisis- sakir. Sambandsslitin eiga tví- mælalaust að vera endanleg (definite) og hvað sem skeður, verða þau endanleg. Tveir frægir 1 amerískir lög- fræðingar, báðir íslenskir að uppruna, hafa rætt núverandi stöðu íslands, mjög skilmerki- lega í júníhefti American Bar Association Journal, bæði frá sjónarmiði alþjóðaréttar og með sögulegri hliðsjón (historical hackground). Hver maður, sem hefir einlægan áhuga á þessu efni ætti að lesa þessa lærðu rit- gerð. Með því bráðabirgða fyrir- komulagi, sem nú er, er fram- kvæmdavaldið, sem áður var í höndum konungs, nú í höndum islensku rikisstjórnarinnar og ísland er nú de facto lýðveldi með konungsbundinni stjórnar- skrá. Það er augljóst mál, að hér er um að ræða ólieppilegt og ófullnægjandi fyrirkomulag, jafnvel sem stundarráðstöfun; og auðvitað deltur engum i hug að það verði varanlegt. Tveir hlutir, sem fyrir stríðið voru augljósir hinum takmark- aða fjölda manna, sem liafa op- in augu (en að eins þeim) liggja nú öllum í augum uppi: Þ.e.a.s. að á styrjaldartímum er ekki hægt að telja landfræðilega legu íslands einangraða og veít- ir hún því landinu ekkert ör- vggi af þeim ástæðum né heldur er nein vernd í yfirlýsingunni um ævarandi hlutleysi. Síðan þessar staðreyndir fengu almenna viðurkenningu hefir að eins ver- ið bentá tvent tilverndar: Stóra- Bretland og Bandaríki N.-Amc- ríku, þ. e. a. s. að Monroe-kenn- ingin skuli skýrð svo, að liún nái einnig til íslands, eins og liún gæti, landfræðilega skoðað. Fvrir stríðið heyrðist liér há- vært en barnalegt tal um þá vernd, sem Norðurlönd gæti veitt okkur, ef á þyrfti að halda. Það er óþarft að geta þes, að þessi vitleysa heyrist ekki leng- ur. Að þvi er snertir vernd Ameríku, þá er það í fyrsta lagi mjög vafasamt, hvort hún feng- ist, þótt þörf væri á: Enginn er svo skyni skroppinn, að lialda þvi fram, að liún hefði fengist síðastliðið liaust, þótt leitað hefði verið eindregið eftir. Og í öðru lagi hefir hreska hernámið á íslandi átt jiátt í ]>vi, að menn hafa sannfærst um, liver vera myndi besli vörður frelsis Is- lendinga og öryggis landsins. Hinum greindari mönnum ís- lenska ríkisins hefir lengi verið ])etla ljóst og fyrir þremur árum var því opinberlega lýst yfir (án þess að mótmælum væri hreyft) af herra Jónasi Jónssyni, fyrr- um, dómsmálaráðherra, • að við gætum að eins litið til Stóra- Bretlands um verrid í framtíð- inni — alveg eins og þáð á um- liðnum tímum, hefði veitt okk- ur þá einu vernd, sem þekst hefði í sögu íslands (þ. e. a. s. í Napóleonsstyrjöldinni og lveiins- styrjöldinni 1914—18). Því sama liefir í aðalatriðum verið haldið fast fram i timaritinu Eimreiðin. Það er líklega rétt, að íslenska þjóðin liefir ekki enn sem kom- ið er, komið sér niður á óskir sínar viðvíkjandi pólitískri framtíð landsins. Það getur ver- ið að hinir háfleygari og óraun- særri menn hugsi sér ennþá lýðveldi án nokkurs pólitísks sambands við nokkurt erlent riki og verndað af ævarandi lá- deyðu hins yfirlýsta ldutleysis. En það er samt sæmilega örugt að segja, að yrði tilraun gerð með þessum hætti, hlyti að verða 1‘rá lienni horfið af raun- hæfum ástæðum. Þeir sem hugsa skýrar mundu óska þess, að ísland yrði fullvalda þátt- takandi í breska þjóðaríkinu. Rökin fyrir þessu hafa best ver- ið borin fram af Héðni Valdi- marssyni, alþingismanni, í greinaflokk, sem hann skrif- aði í blað sitt „Nýtt land“ síð- astliðið vor. Þessar greinar byrjuðu að koma út nokkurum vikum áður en Þýskaland tók Danmörku, svo að sá atburður kom þeim hvorki af stað né hafði áhrif á þær. Það er eftir- tektarvert, að ekki hefir verið gerð ein einasta tilraun til þess að hnekkja röksemdum Héðins Valdimarssonar og af því verð- ur óhjákvæmilega að álykta, að bæði blöðin og stjórnmála- mennirnir hafi talið þær óhrekj- anlegar. Það er leitt til þess að vita, að þessar greinar eru ekki fáanlegar í enskri þýðingu, því að fyr eða seinna rekur að því, að breskir stjórnmálamenn verða að taka þessa uppástungu til meðferðar og almenningur í Bretlandi að taka afstöðu til hennar, með eða á móti. Þetta er eina leiðin, sem sumir okkar íslendinga sjá til þess að tryggja frelsi íslands. Það þykir ekki mikið, og kostnaðinn telja menn ekki eftir sér. En vitið þér, að fyrir þá peninga, sem 5 cigarettur á dag kosta, getið þér eignast og átt 5—10 þúsund króna líf- tryggingu. Þér hafið ráð á að vera líftryggður. — SjóvátrgqqiSgllÍaq Islands ,!» >f ♦

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.