Vísir


Vísir - 31.10.1940, Qupperneq 1

Vísir - 31.10.1940, Qupperneq 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn Sími: Augl/singar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 30. ár. Reykjavík, fimtudaginn 31. október 1940. 252. tbl. SENNILEGT, AÐ TYRKJUM VERÐI SETTIR ÚRSLITAKOSTIR. li§ii ekki af strædsia^nimim. Stjórnmálasambandi slitið milli Grikklands og Ítalíu. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London í morgun. Fregnir hafa borist um það frá Berlín, að opinber embættismaður hafi gefið í skyn, að möndul- veldin myndi setja Tyrkjum úrslitakosti. Jafn- framt hafa borist fregnir um, að von Papen, sendiherra Þýskalands í Ankara, höfuðborg Tyrklands, sé lagður af stað heimleiðis, til þess að ráðgast við Hitler. Formlegri styrjöld hefir ekki enn verið lýst yfir milli Grikk- lands og Ítalíu, en eins og kunnugt er, sagði Metaxas, er honum voru afhentir úrslitakostirnir að hann liti á þá sem stríðsyfir- lýsingu. Hófu svo Italir innrás sína, en ekki aðalsókn, að því er þeir sjálfir sögðu, og virtust þeir bíða eftir, að Grikkir áttuðu sig, að best væri að samþykkja kröfumar. En það varð ekki og nú hefir stjómmálasambandinu verið slitið, og þar með stígið seinasta skrefið til þess, að formlegri styrjöld verði yfir lýst. Sendiherra Grikkja í Rómaborg bað um vegabréf sitt í gær. Var svo tilkynt í Rómaborg, að ítalir myndi kalla heim sendiherra sinn í Aþenuborg. Fregnum ber ekki saman um hemaðaraðgerðir, en eftir fregn- um í gær að dæma, virðist ekki hafa verið mikill kraftur í sókn ítala, nema syðst á línunni, við Adriahaf, og tilkjnntu ítalir, að þeir hefði sótt þar fram 5 enskar mílur. I grískum tilkynningum er ekki gert mikið úr sókn ítala, sagt að þeir hafi ekki sótt fram, Grikkir haldi öllum sínum stöðvum, en herforingjaráðið gerir sér ljóst, að meginsókn þeirra sé ekki hafin. Italir voru í gær hvergi komnir að aðalvarnarlínu Grikkja við landamærin, eftir grískum fregnum að dæma. Ciano greifi kom til Tirana í gær. Þjóðverjar hafa lýst yfir, að þeir standi með ítölum á Balkanskaga. Það er viðurkent í fregnum grísku herstjórnarinnar, að Grikkir hafi hörfað undan úr fremslu varðstöðvum vestast á víglínunni, þar sem ítalir til- kyntu í gær, að þeir hefði sótt fram -5 milur. Annar staðar á vígstöðvunum er lítið harist. -— Grikkir hafa fengið 130 flug- vélar frá Rússum. Fyrstu ítölsku stríðsfangarn- ir eru komnir til Saloniki, 50 talsins. Loftárásir hafa verið gerðar á gríska bæi, m. a. á Patras. Hrundu hús og ítalir skutu af vélbyssum á fólkið á götunum. Uppreistin í Albaníu hefir nú færst til norðurhluta landsins. Berast stöðugt fregnir, sem henda til, að uppreistin sé víð- tæk, þrátt fyrir það, að ítalir segi, að alt sé með kyrrum kjörum í landinu. Fréttaíritari United Press í Aþenuborg símaði í gær, að þar liefði verið gripið til hinna víðtækustu ráðstafaná, til varnar gegn loftárásum. Ör- yggisráðstafanir hafa verið gerðar að breskri fyrirmynd, og öllum gluggum verslana getur að líta leiðbeiningar til almennings. Borginni hefir verið skift í hverfi og hafa loftvarnastjórar stjórn á hendi hver á sínu svæði. Um allar höfuðgötur fara fylkingar hermanna, sem hafa stálhjálma á höfði og eru að öllu leyti búnir til þátttöku í styrjöld. Hersveitir þessar eru á leið til vigstöðvanna. Hafa þær meðferðis fallbyssur, sem hægt er að taka sundur' og nota liersveitirnar múlasna til þess að flytja hergögnin í fjalllend- inu. Mikill mannfjöldi er á öll- um gangstéttum og liyllir her- mennina, er þeir ganga fram hjá í fyllcingum. ítalski sendiherrann hefir flutt í bústað þýska sendiherr- ans, og þar liafa leitað hælis fjölda margir Italir, sem bíða lieimferðar. Er þar öflugur hervörður. ÓIvYRÐIN 1 ALBANÍU. Fregnir, sem 'borist hafa til Belgrad í Jugoslavíu frá landa- mærum Albaníu, að um ger- valla Suður-Albaníu séu bylt- ingartilraunir gerðar. Uppreist- arflokkar, sem höfðu leitað upp í fjöllin, hafa sameinast og vinna mörg skemdarverk, símalínur eru slitnar, spreng- ingar verða í byggingum og skotið ér á ítali út um glugga. Sagt er, að sprengja liafi vald- ið miklu ,tJóni í innanríkis- ráðuneytinu í Tirana. Biðu þar tveir menn bana. Albanir neita að ganga í herinn, sem ítalir voru að skipuleggja. Hafa til- raunir ítala til þess að koma upp lier undir sinni stjórn al- gerlega mistekist. Fre’gn frá Belgrad hermir, að 20 ítalir hafi verið drepnir og 60 særst, er lirundið var á- rás ítalskrar hersveitar í gríska landamæraþorpinu Dipalica. Fregnir frá Ohrid herma, að sjö ítölsk herflutningaskip séu komin til Sante Quaranti í Al- baníu, og sést liafi til 13 ann- ara. Fregnir frá Róm herma, að ítalir hafi sett lið á land á Korfu, en því er neitað, að Bretar hafi sett þar lið á land. Fyrri fregnir hermdu, að Bretar liefði sett þar lið á land og komið liefði til átaka milli þess og ítala. Bretar neita þvi, að þetta sé rétt. Fregnir um sjóorustu við Korfu bárust til Bandaríkj- anna í gær. Bandaríkin mesta flugveldi heims - - Bretar liafa pantað 30.000 flug- vélar í Baodarfkjunuiii. FINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. Roosevelt Bandarílcjaforseti flutti ræðu i gær og gerði að um- talsefni landvarnafyrirætlanir Bandaríkjanna og vígbúnað og hjálpina í garð Bretlands. Tvent vakti mesta athygli i ræðu Roosevelts: Bretar hafa pantað 12.000 flugvélar til viðbótar í Bandaríkj- unum, og — Bandaríkin ætla að lcoma sér upp svo öflugum flugflota, að þau verði mesta flugveldi heims. Roosevelt kvaðst hafa mælt með því við nefnd þá, sem ræður að hve miklu leyti Bandarikin sjálf skuli ganga fyrir, að þvi er framleiðslu flugvéla snertir og hergagna, að beiðni Breta verði tekin til vinsamlegrar áthugunar. Þeg- ar þetta er komið í gegn, sagði forsetinn, hafa Bretar pantað 26.000 flugvélar í Bandaríkjun- um. I yfirstandandi mánuði liafa þeir fengið 500 flugvélar frá Bandaríkjunum, en í des- ember verður útflutningur flugvéla frá Bandaríkjunum til Bretlands kominn upp í 800. Yegna aukins útflutnings á flugvélum þaðan, gela Bretar meðfram þsflckað það, að þeir hafa nú sterkari fl'ugher, en þegar sóknin mikla í lofti (leifturstyrjöldin) á Bretland hyrj aði. Roosevelt sagði, að flug- og flotastöðvar þær, sem Banda- ríkjamenn hafa leigt, yrði brátt tilbúnar. Fastaher Banda- rikjanna hefir þegar verið auk- inn um helming og það er unn- ið dag og nótt að því, sagði (forsetinn, að flugher Banda- ríkjanna fái samtals 50.000 flugvélar. Fiskafli er nú óvenju mikill á Austfjörðum, og gengur fiskur- inn grunt á mið. Allir bátar, smáir og stórir stunda veiðar af kappi, enda hafa gæftir verið góðar að undanförnu. Nokkurir erfiðleikar hafa verið á því að flytja fiskinn á markað, en hef- ir þó eitlhvað greiðst úí upp á síðkastið. Chamherlain sagði eitt sinn, að Hitler „liefði mist af strætisvagninum“. Hcr sést strætisvagn, sem Hitler eða flugmenn lians hafa ekki mist af. Myntiin er tekin í nánd við Croydon-flugstöðina. TOGARINN BRAGI FERST AF ÁREKSTRI Þrír menn af áliöfniiini bjai*gr- ast en tín inenn fórnsi. Geir Thorsteinsson útgerðarmaður fékk í gær skeyti frá Bretlandi, þar sem hon- um voru tilkynt þau hörmulegu tíðindi að togarinn Bragi hefði farist snemma í gærmorgun, sennilega við Englandsstrendur, en ekki er tilkynt neitt um það hvar þessi atburður hafi átt sér stað. Skipið fórst við árekstur við skipið Duke of York, og það svo snögglega, að ekki varð mannbjörg við komið, og fórust 10 menn af þrettán manna skipshöfn, sem var á Braga. Þessir skipverjar fórust: Ingvar Ág. Bjarnason, skip- stjóri, Öldugötu 4. Hann lætur eftir sig konu og 5 börn, það elsta 17 ára. Fæddur 3. ágúst 1892. Sigurmann Eiríksson, 1. stýrimaður, fæddur 17. okt. 1898. Hann lætur eftir sig konu og tvö börn. Hann var til heim- ilis á Barónsstíg 43. Ingvar Guðmundsson, 2. vél- stjóri, fæddur 26. júli 1898. Hann lætur eftir sig konu og 5 börn. Hann bjó á Spílalastíg 5. Þorbjöm Bjömsson, mat- sveinn, fæddur 11. okt. 1902. Lætur eftir sig konu og 2 börn. Bjó á Laugavegi 20 B. Ingimar Sölvason, loftskeyta- maður, Njálsgötu 84, fæddur 20. des. 1910. Hann lætur eftir sig konu og eitt barn. Sveinbjöm Guðmundsson, háseti, Njálsgötu 50, fæddur 23. april 1901. Hann lætur eftir sig konu og barn. Lárus Guðnason, háseti, Kára- stíg 11, fæddur 16. júlí 1895. Lætur eftir sig konu og 2 börn. Elías Loftsson, báseti, Skóla- vörðustig 35, fæddur 29. ágúst 1907. Hann átti konu og eitt barn. Ingimar Kristinsson, frá Hafnarfirði, fæddur 6. mars 1900. Mann var ókvæntur og bjó með föður sínum fjörgömlum. Stefán Einarsson, háseti, Sól- vallagötu 21, fæddur 13. jan. 1911. Hann lætur eftir sig konu og 3 börn. Þessir þrír menn komust lifs af: Þórður Sigurðsson, 2. stýri- maður. Guðmundur Einarsson, 1. vélstjóri. Oddur Stefán Ólason, kynd- ari. Togarinn Bragi var bygður i Glasgow árið 1918, úr stáli, 321 brt. smálest að stærð. Var hann keyptur til Færeyja og nefndist þar Grímur Kamban, en árið 1928 keypti Geir Thorsteinsson hann og lét flytja liingað til lands og skrásetja hér og nefnd- ist hann Bragi eftir það og lilaut einkennisstafina RE 275. Duke of York, skip það, sem rakst á Braga, er bygt árið 1935, og er að stærð 3743 brt. smál., en eigendur þess er fé- lagið London Midland and Scottisch Raihvays, Lancaster. Brottflutningur Bjarna Jónssonar og afstaða Læknafélags íslands. Læknafélag íslands. Rvík, 31 .okt. 1940. Yegna nokkurra missagna í blöðum og umtals í bænum þykir stjórn L. R. rétt að birta bréf hennar til ríkisstjórnar- innar út af brottflntningi Bjarna Jónssonar læknis. Var það svolátandi: „Rvík, 28. okt. 1940. Stjórn Læknafélags íslands leyfir sér hérmeð að óska þess, að hæstvirt ríkisstjórn íslánds beri fram mótmæli félagsins gegn meðferð þeirri, er félagi vor, Bjarni Jónsson læknir, hefir verið beittur af hinum bresku hernaðaryfirvöldum hér á landi. Þessi félagi vor, sem öllum er kunnur að háttprýði og samviskusemi, hefir verið flutt- ur af landi burt, án þess, svo vitanlegt sé, að vera borinn nokkrum sökum öðrum en þeim, sem felast kunna í sögu- burði einhverra íslendinga i eyru bresku hernaðaryfirvald- anna hér, enda honum enginn Frh. á bls. 2.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.