Vísir - 31.10.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 31.10.1940, Blaðsíða 2
VISIR DAGBL AÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti).. Símar 1 6 6 0 (5 iinur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðján h/f. Nazistagrýlan. Jjjngin af stórþjóðunum hefir gert sér meira far um að efla vinsamlegt menningarsam- band við íslendinga en Þjóð- verjar. Þýskir mentamenn liafa kynt sér sögu þjóðarinnar að fornu og nýju, tungu hennar hætti og menningu. Þýskar mentastofnanir liafa staðið okkur opnar og hefir fjöldi ungra Islendinga stundað nám þar í landi. Margir íslendingar eiga Þjóðverjum gott að launa. Þetta menningarsamband milli þjóðanna hófst löngu áður en nazisminn kom til skjalanna. Það er mjög eftirtektarvert, að þrátt 'fyrir þá vináttu í garð þýsku þjóðarinnar, sem verið hefir hér á landi, hefir nazism- inn óvíða átt örðugra uppdrátt- ar en einmitt liér. Englendingar vissu öilum þjóðum hetur, hvers þeir máttu vænta af naz- ismanum, en þó hafa nazistar iíklega verið engu færri þar í landi að tiltölu við fólksfjölda, fyi'ir stríð, en hér á landi. Fá- ejnir æsingabelgir hér, flestalt óþroskaðir unglingar, aðhyltust þessa stefnu fyrir nokkurum árum, mest til þess að geta verið á móti öllum. Flestir liafa með viti og þroska, vaxið frá þessu. Aðferðii' nazismans síðustu misserin .hafa síst verið til þess fallnar að hæna Islendinga að honum. Stefnusvikin og skoð- anaprangið, sem kom fram i makkinu við Stalin, og síðast en ekki síst kúgun nazismans á nánustu frændþjóðum okkar á Norðurlöndum — alt þetta veldur því að svo sárfáir, sem játendur nazismans voru hér á landi fyrir stríð, þá eru þeir þó enn þá færri í dag. Flestir ís- lendingar unna þýsku þjóðinni alls góðs, þar á meðal ekki síst þess, að hún geti losnað við þann miskunnarlausa kúgunar- anda og réttleysi, sem þar hefir ríkt á seinni árum. Það er tvent ólíkt að vera hlyntur þýsku þjóðinni og vera hlyntir nazisma. En þessu er því miður blandað saman. Ef íslendingar eru spurðir hvort þeir séu vinveittir Þjóðverjum, munu flestir í fullri einlægni svara þeirri spurningu játandi. Séu þeir hinsvegar spurðir hvort þeir séu hlyntir nazisma, munu þeir flestir svara þeirri spurn- ingu jafn einlæglega neitandi. Þótt hér væri alt með kyrrum kjörum væri mjög óheppilegt að rugla þessu tvennu saman: vináttu við þýsku þjóðina og fylgi við nazismann. Eins og nú er komið Iiögum olikar er það blátt áfram stórskaðlegt. Hér er erlend þjóð, sem leggur eyrun við því sem talað er. Og hér erli líka, þvi miður, íslenskar tung- ur, sem tala meira en holt er. Ef hver máður á íslandi, sem fyrr eða síðar hefir látið í Ijós samúð sína með þýsku þjóðinni, er umsvifalaust stimplaður naz- isti, þá gæti svo farið, að „svarti listinn“ slagaði liátt upp í mann- talsskrána. Því er á þétta minst, að jafn- vel blöð hinna „ábyrgu“ flokka gerast Iivað eftir annað sek um þá ófyrirgefanlegu léttúð, að brígsla forrium andstæðingum sínum um „nazisma“ hvenær, sem þeim býður svo við að horfa. Nazistagrýlunni liefir verið óspart hampað gegn Sjálfstæðisflokknum við undan- farnar kosningar. Þetta liefir ekki komið að sök, af því að all- ir hafa vitað að hér hefir að eins verið um ósvifinn kosninga- áróður að ræða. Eins og nú er komið högum okkar liorfir mál- ið öðruvísi við. Ef sú þjóð, sem liér hefir tékið sér stundarað- setur, legði trúnað á það, að stærsti stjónmálaflokkur lands- ins væri gegnsýrður af nazisma, gæti það haft hinar alvarlegustu afleiðingarfyrirsjálfstæði lands- ins. Vilja „ábyrg“ blöð balda uppteknum hætti í þessum efn- um, eftir að þau liafa íhugað málið frá þessari hlið? Þeir sem þekkja þjóðareðli ís- lendinga, uppruna og sögu, skilja vel að nazisminn hefir átt örðugra uppdráttar hér en víð- asthvar annarsstaðar, jafnvel i sjálfu Bretlandi. Þeir skilja líka að þýska þjóðin á hér vini í öll- um flokkum og öllum stéttum. Það er óþarft af okkur að blanda þessu tvennu saman: vináttu við þýsku þjóðina og fylgi við nazismann. Eins og á stendur er það hættulegt. a Stúdentaráðskosningin: C-listinn — listi lýðræðissinn- aðra stúdenta — fékk mikinn meirihluta í stúdentaráðskosn- ingunum í gær. — Hlaut listinn 137 atkvæði og 5 fulltrúa af níu. Hafa lýðræðissinnar þannig hætt við sig 36 atkvæðum frá því í kosningunum í fyrra. Þá fengu hinir listarnir 104 atkv. samanlagt, en nú 103 atkv. Að þessu sinni fékk A-Iistinn — framsóknarmenn með stuðn- ingi sósíálista — 56 atkv., einu meira en í fyrra. Tveir fulltrúar voru kosnir af A-lista. B-Iistinn — kommúnistar — ldaut 47 atkv. — tveim færri en í fyrra. Þá nutu kommúnistar stuðnings sósíalista og virðast þeir því hafa týnt tölunni á leiðinni yfir í herbúðir fram- sóknarmanna. Þessir eru fulltrúar lýðræðis- sinna í stúdentaráðinu: Þorgeir Gestsson stud. med. Ármann V. Snævarr stud. jur. Gunnar Gíslason, stud. theol. Einar Ingimundarson, stud. jur. Gisli Ólafsson, stud. med. Af A-lista: j Benedikt Bjarklind, stud. jur. Bergþór Smári, stud. med. Af B-lista: Ólafur Sv. Björnsson, stud. jur. Skúli Thoroddsen, stud. med. nilM j Uppsagnir launasamninga. Ýms verkalýðsfélög, víðsveg- ar á landinu, hafa sagt upp kaupsamningum frá áramótum Sjómannafélag Reykjavikur hefir Iátið fara fram atkvæða- greiðslu meðal meðlima sinna og tóku 523 þátt í henni. Af þeim vildu 473 segja upp samn- ingunum, 37 vildu ekki segja þeim upp en 13 skiluðu auðum seðlum. Þá samþykti félag bifvéla- virkja i gærkveldi að segja upp öllum kaupsamningum frá ára- mótum. Þrjú verkalýðsfélög úti á landi hafa líka samþykt nýlega að segja upp samningum. Það eru þessi félög: Verklýðsfélag Norðfjarðar, Verkamannafélag- ið Drífandi í Vestmannaeyjum og Verkamannafélag Akureyr- ar. •mœ §li«£a$tjóri 1 Magnús Helgason var fædd- ur í Birtingaholti í Árnessýslu 12. nóv. 1857, og var sonur Helga Magnússonar bónda og Guðrúnar Guðmundsdóttur. Var Magnús næst-elslur fjórtán systkina. Komust tíu þeirra á legg, og urðu j>au, sem uipp komust, mörg þjóðkunn. Magnús Helgason var ungur settur til menta, fór i latínu- skólann og útskrifaðist þaðan árið 1877 með hárri einkunn. Næstu veturna tvo var hann lieima í Birtingaholti og kendi systkinum sínum. Síðan fór hann í prestaskólann, lauk þar .námi á tveim árum og tók em- bættispróf með glæsilegri ein- kunn. Þá stundaði hann kenslu- störf enn í tvo vetur. Vorið 1882 gekk liann að eiga Steinunni Skúladóttur Thorarensen, lækn- is á Móeiðarhvoli, ágæta konu. Á livítasunnu 1883 vígðist hann prestur að Breiðabólstað á Skógarströnd, en ekki dvaldi hann þar nema í 2 ár. Þá tók hann við Torfastöðum í Bisk- upstungum og þjónaði því prestakalli þar til hann lét af prestskap árið 1904 og gerðist kennari við Flensborgarskólann í Iiafnarfirði. Þaðan fór hann þegar kennaraskólinn var stofn- aður í Reykjavík, tók við stjórn hans og stýrði honum þangað til 1929, en þá lét hann af störf- um. Það er uppi liaft um Gissur biskup ísleifsson i Skálholti, að gera hefði mátt úr honum þrjá menn og allá ágæta, konung, víkingaforingja og biskup. Elcki gafst honum kostur þess að reyna sig í öðru af þessu þrennu en biskupsstarfinu, en þar sann- aði hann ummælin. Nokkuð svipað mátti segja um séra Magnús Helgason. Hann mátti jafnt verða bænda- höfðingi, prestur og kennari,.en sá var þó munur á, að honum gafst færi á að sýna ágæti sitt í þessum hlutverkum öllum, og sannaði það. Meðan liann stundaði prest- skap, rak hann búskap af mik- illi rausn og dugnaði. Á Torfa- stöðum liúsaði hann staðinn upp, reisti nýja kirkju, réðst í stórfeldar jarðabætur og gerðist forystumaður sveitar sinnar í margvíslegum búnaðarfram- kvæmdum. Sýndi hann í þess- um athöfnum, að lionum var ekki í ætt skotið, en hann rakti kyn sitt til bænda fimtán ætt- liði í beinan legg. Sennilega hefðu svo umfangsmikil bús- umsvif orðið til þess hjá ein- hverjum öðrum, að minni alúð væri lögð við prestskapinn, en svo fór honum þó ekki. Það var títt, að prestar voru að nokkuð miklu leyti metnir eftir því, hve gildir höfðingjar þeir voru á veraldarvísu, en til þess tók ekki um séra Magnús. Ástsældir sín- ar meðal sóknarbarnanna, og þær voru mlklar, hlaut hann fyrst og fremst sem kennimað- ur i öllum skilningi. Hann var ræðumaður ágætur og hafði fiestum betra lag á því, að tala til hjartna áheyrenda sinna, en ekki voru „prédikanirnar á stéttunum“ áhrifaminni, fx-am- koman og eftirdæmið. Þeklci eg aldx-aða konu, fyrrverandi sókn- arbarn lxans, sem finst að hún hafi í raun og veru engan sálu- sorgara haft síðan leiðir þeirra skildu. En þótt séra Magnús ætti miklu láni og gengi að fagna bæði sem prestur og bóndi, full- nægði það ekki þeirri hneigð- inni, sem x'ilcust mun hafa ver- ið í eðli lians, að vera leiðtogi og fræðari ungra manna. Kenn- arahneigð hans hafði þegar Magnús Helgason komið fram i því, meðan liann var prestur á Torfastöðum, að hann safnaði öðru hverju að sér á Toi'fastöðum unglingum sveitarinnar, sem komnir voru yfir fermingaraldur, ræddi við þá um ýms efni og fræddi þá, auðvitað ókeypis. Og svo bar gest að gai’ði á Torfastöðum einn góðan veðui'- dag. Það var Jón Þórarinsson, þávei'andi skólastjóri í Flens- borg, síðar fi'æðslumálastjói’i, og var hann kominn í þeim erind- um að fá séra Magnús til þess að taka við lcennarastöðu við skóla sinn. Það fylgdi. og þess- um tilmælum, að ef liann tæki þessu, skyldi liann verða for- stöðumaður kennai'askóla, ef liann yrði stofnaður. Einar H. Ivvai-an segir fx'á því í inngangi þeim, er hann í'itaði með ræðasafni séra Magnúsar, Kvöldræður í Kennai-askólan- um, að Jón gisti í þessai'i ferð á Toi'fastöðum, en daginn eftir fylgdi prestur lionum lil Geys- is. Þar skildu leiðir þeirra. Jón lxélt heimleiðis, en séra Magnús lagði leið sína upp á Laugar- fjall, til þess að hugsa sig þar um. Lýsir þetta honunx skemti- lega vel. Og þannig fór, að hann hvarf frá búi og prestskap og tók kennax-astarfið. Kennarinn varð klerkinum yfirsterkari. Var þó ekki fyrir fé að gangast, því að launin voru ekki nema 1600 krónur, en frá góðu húi að hverfa. Upp frá þessu var kensla og skólastjórn ævistarf séra Magn- úsar. Þegar hann lét af stöi'f- um árið 1929, liafði hann stund- að kenslu meira eða minna i 50 ár, en veitt Kennaraskólan- um foi'stöðu í 20 ár. í Kennaraskólanum hefst sá þáttur i ævistai'fi séra Magnús- ai’, sem hefir gert hann kurm- astan og mai’kað dýpst spor í fræðslumálum alþýðu þessa lands. Og þann má liiklaust telja meginþáttinn, þótt alt sé vel um aðra. En liin ríku áhrif hans á fræðslumálin voru ekki fyrir afskifti af lagasetningu eða ytri formum skólakerfisins fyi'St og fremst, heldur miklu fremur fyrir hið andlega upp- eldi, er hann veitti j>eiin fjölda kennax-aefna, sem nutu fræðslu hans og handleiðslu. Hygg eg víst, að engum sé gert rangt með því, þó að fullyrt sé, að séra Magnús Iielgason hafi verið hinn besti fræðari og ágætasti leiðtogi ungra manna á landi hér á meðan hans naut við. Bar margt til þess. Honum var það rik, andleg þörf að fræða aðra, miðla þeim af þekkingu sinni, veita þeim nýja útsýn, nýjan skilning. Þekking hans var milcil í mörg- um greinum, ekki síst á ís- lenski'i tungu og íslenskri sögu, en hitt mun liafa borið frá, hve staðgóð hún var. Hann lagði ekki stund á að viða að sér sem flestum fræðamolum, sínum úr hverri áttinni, heldur að vinna úr því, sem hann kyntist af skoðunum og kenningum ann- arra, meta það og vega og ým- ist samhæfa eigin skoðunum eða varpa á bug. Hann' liafði óvenjulega fi'á- sagnargáfu, og honum lá á lungu lieillandi mál, auðugt og einfalt. Efalaust hefir málsnilli hans að miklu leyti mótast af fornritum vorurn, en þeim var hann þaulkunnugur, elskaði þau og dáði, en þó að hann Iæx;ði af hinum ókunnu meisturum, höf- undum íslendingasagna, gerði hann þeii'ra mál að sínu, lifandi, lireinu og litríku alþýðunxáli, eins og það gerist bezt. Og loks var það maðurinn sjálfur, persónuleikinn, skap- gerðin, hjartað, sem undir sló, sem laðaði menn og heillaði, og þá mest, sem kyntust honum best. Margar kenslustundir séra Magnúsar hygg eg að seint muni fyi'nast okkur nemendum hans, en minnisstæðastar munu þó verða kvöldvökustundimar, sem liann hafði oft með okkur í skólanum, og flutti þá ræð- ur og ei'indi. Þá var hann laus af hömlum námsgreinanna og gat valið þau unxræðuefni, sem honum voru hugleiknust og lijartfólgnust, og einmitt fjTÍr þá sök kyntumst við honum best á þessum stundum. Megineinkennin á umræðu- efnum hans voru skýr og aug- Ijós. Gildi og verðmæti trúar og siðgæðis voru lionum ávalt rík- ust í huga. „Hvoi’ki fátækt né sjúkdómar held eg að séu vei-stu mein mannkynsins“, sagði hann einu sinni. „Það lield eg sé illskan, eigingirnin, skortur á kærleika, bróðui’hug, fórnfýsi.“ Ljúft var honunx og tamt að tala um islenska afhragðsmenn liðinna alda, enda var saga eft- ii'lætis kenslugrein hans. En þó að honum þætti gott að ræða um harðfengi Gunnlaugs orms- tungu, er kvaðst mundu ganga óhaltur þrátt fyrir fótarmeinið, ineðan báðir fætur væru jafn- langir, eða um Þormóð Kol- brúnarskáld, „er örina úr und- inni dró hann og orti, og brós- andi dó hann“, þá dáði hann þó miklu meira drenglund Kol- skeggs, þegar hann vildi ekki á því níðast, sem lionum var til ti'úað, og farandbiskuptinn, Guðmund góða, er hann spai-aði jafnvel ekki liundunum blessun sína, þegar enginn máttur ann- •ar en góðleikurjnn gat sefað æði þeii’ra. Spyi'ja mætti, hvort séra Magnús hafi sjálfur verið að tiltölu eins auðugur að siðferð- isþreki, drenglund og góðleik og hann mat þessar dygðir mikils hjá öðrum og bxýndi þær fyrir nemendum sínum. Kunnugum þarf ekki að svara þessu, þeir vita það. Eg Iæt mér nægja að benda öðruxn á það, að í tutt- ugu ár stýrði hann skóla sínum svo, að því var líkast að enginn vissi af húsbóndarétti hans, og hef eg engan annan skóla þekt, þar sem sambúð nemenda og skólastjói’a líktist eins mikið fyi'ii'inyndarbrag á stóru heim- ili, þar sem virðing fólksins og aðdáun á húsbóndanum er vald hans. Þó að séra Magnús dveldi í Reykjavík yfir þrjátíu ár og ynni þar merkasta hlutann af ævistarfi sínu, þótti honum á- valt sem hann væri þar gestur. Á æskustöðvunum, í Birtinga- holti, fanst honum ávalt vera hið eiginlega heimili sitt. Og þegar hann var að mestu horf- inn samtið sinni siðustu æviár- in og móða ellirinar hafði sljófgað vitund hans, þá fanst honum hann jafnan vera á ferð þangað, vera að hverfa heim, lieim til æskustöðvanna. Þeirri ferð er nú lokið. Göfugur maður er til moldar genginn, þar sem^éra Magnús er. Yæri óskandi, að sá undir- straumur, sem eftirmaður hans, Fikt við Ijós getur haft alvarlegar afleiðingar U M ellefuleytið í fyrraltvöld var 17 ára dóttir þeirra Hall- dórs Þorsteinssonar og Ragn- hildar Pétursdóttur að fikta við að slökkva og kveikja ljósið í svefnherbergi sínu. Ekki var dregið fyrir glugg- ann, og breskum hermönnum, sem sáu þetta, þótti það grun- samlegt. Þótt stúlkan kurini ekki að „morsa“, kváðust lier- mennirnir hafa getað lesið morsestafi út úr ljósunum. Við rannsókn málsins í gærmorg- un kom í ljós, að liér var að- eins um barnaskap að ræða. Vísi hefir borist tilkynning um þetta mál frá bresku her- stjórninni. Telur hún að um lirekkjabrögð Iiafi verið að ræða sem gerð hafi verið af kjána- skap. Segir svo að lokum í til- kynningunni: „Breska herstjómin hefir reynt að sýna rnesta þolgæði í málum sem þessu og taka vægilega á slikum ungæðis- legum kjánaskap, en hún tekur það skýrt fram, að þetta er óþolandi framveg- is og næst verður tekið stranglega á slíku broti, öðrum til varnaðar.“ BRÉF LÆKNAFÉLAGSINS. Frh. af bls. 1. kostur gefinn þess, að koma nokkurri vörn fyrir sig. Þann- ig er oss að minsta kosti frá þessu máli skýrt af þeim, sem best eiga um það að vita, aðr- ir en embættismenn Breta hér. Þessum félaga vorum virðist þannig án reglulegrar ákæru eða dóms ekki einungis stefnt að óþörfu í lífshættu, lieldur og' á liann settur blettur öðr- um fremur, er verða mætti honum til álitshnekkis og tjóns í framtíðarstarfi hans hér á landj. Vér viljum og taka það fram, að þrá'tt fyrir stjórnmálaskoð- anir þær, sem Bjarni læknir kann áður að Iiafa haft, þá er liann oss svo kunnur að dreng- skap og öðrum mannkostum, að oss þykir fjarri öllum sanni að nokkrar líkur séu til þess, að hjá honum finnist nolckur- ar sakir eða fyrirætlanir, sem geri hann hættulegan breska setuliðinu liér á landi eða ör- yggi þess, enda erum vér fús- ir til að takast á hendur sið- ferðilega ábyrgð á hegðun hans gagnvart því og Breta- veldi meðan ísland er hernum- ið af Bretum. Leyfum vér oss því að vænta þess, að hin hæstvirta ríkis- stjórn ísland beri fram þessi mótmæli vor og jafnframt, liér eftir sem hingað til, geri sitt ítrasta til þess að Bjarni Jónsson læknir fái sem allra fyrst leiðrétting mála sinna og heimfararleyfi. F. h. Læknafélags Islands. Magnús Pétursson, p.t. form. Páll Sigurðsson p.t. ritari.“ Þá skal þess og getið, að ut- anríkismálaráðuneytið hefir tjáð félagsstjórninni, að það hafi þegar, í tilefni bréfsins, á ný ritað breska sendiherran- u,m um málið og muni láta liana vita, þegar svar liefir borist frá sendiherranum. f. h. stjórnar L. I. Magnús Pétursson, p.t. form. Freysteinn skólastjóri Gunnars- son, telur að mestu hafi ráðið um lifsstefnu hans, ástin á ætt- jörðinni, traustið á þjóðinni og trúin á guð, megi vaka sem við- ast og vara sem lengst í starfi hinria mörgu nemenda hans. Guðjón Guðjónsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.