Vísir - 01.11.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaug Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. sson hæð).
Ritstjóri
Blaðamenn Sími:
Auglýsingar 1660
Gjaldkeri 5 línur
Afgreiðsla
30. ár.
Reykjavík, föstudaginn 1. nóvember 1940.
253. tbl.
Italir segjast taka Janina hersktldi í dag.
herlið til €ri#ikklands.
EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London í morgun.
Samkvæmt fregnum, sem bárust í gærkveldi hafa
Italir aðallega lagt áherslu á, að sækja fram
frá landamærum Albaníu við Adríahaf, suður
á bóginn í áttina til Janina. Segjast Italir hafa sótt tals-
vert fram þarna og búast þeir við, að verða búnir að
hertaka borgina á morgun. Grikkir segja hinsvegar, að
Italir hafi hvergi sótt fram lengra en 5—6 mílur enskar,
og séu hvergi komnir að aðalvarnarlínu Grikkja. Grísk
herskip skutu í gær á hersveitir Itala, sem sóttu fram
ft strondinni við Adríahaf, og varð hvergi vart við ítölsk
herskíp á þeim slóðum.
Á öðrum hluta vígstöðvanna en í nánd við Janiria hef ir einnig
verið barist, en ekki hafa þar verið neinar stórorustur. Eitt-
hvað hafa þó Italir reynt að sækja fram í áttina til Florina.
Grikkir lágu þar í leyni fyrir tveimur ítölskum hersveitum og
gerðu á hana skyndiárás. Varð mikið manntjón í liði ftalg,
Þjóðverjar hafa haldið því
fram, að Grikkir myndi ekki
halda áfram vörninni, Og segja
bresk bliið, að markmið Þjóð-
verja og ítala hafi verið, að
knýja Grikki til þess að gefast
upp, eins og Dani, þ. e. fá kröf-
um sinum framgengt án þess til
styrjaldar kæmi. Breska upp-
lýsingamálaráðuneytið heldur
því jafnvel fram, að Þjóðverjar
og ítalir hafi verið alveg vissir
um, að Grikkir myndi gefast
upp, svo vissir, að Italir hafi
ekki verið fyllilega undir inn-
rásina búnir. Þá er þvi haldið
fram, að fyrrverandi grískur
ráðherra hafi étt að taka sér
sama hlutverk í Grikklandi og
Quisling hefir í Noregi. — Nú
litur hinsvégar út fyrir, segja
blöðin, að Þjóðverjar hafi sann-
færst um, að Grikkjum er ram-
asta alvara að verja land sitt.
Um leið og þær fregnir berast
herma fréttir frá Bukarest, að
þýskar herflutningalestir hafi
sést í suðurhluta Rúmeníu. Og
i Þýskalandi var boðað í gær, að
Þýskaland muni ekki segja
Grikklafidi stríð á hendur, nema
af hernaðarlegri nauðsyn. "
Rússar selja Grikkjum
130 flugvélar.
Nokkurir bardagar urðu við
Presbavatn, á. landamærum
Grikklands, Albaniu og Jugo-
slaviu. Var það stórskotalið, sem
þar áttist við.
Tass-fréttastofan rússneska
hefir borið til baka þá fregn, að
Rússar hafi selt Grikkjum 130
flugvélar, og væri þær komnar
til Grikklands.
Italir gerðu lof tárás í* gær á
Palras og tvær borgir aðrar við
Patrasflóa. Manntjón hefir tals-
vert orðið í lof tárásunum. Fund-
ist hafa á annáð hundrað lík
eftir fyrri loftárásir. Grikkir
saka ítalska flugmenn um að
skjóta af vélbyssum sínum á
varnarlaust fólk á götum bonga
og bæja.
I skeyti frá United Press, sem
barst í gærkveldi seint segir
svo:
Fregn send frá Jacovica á
landamærum Jugoslaviu og Al-
baniu, til Belgrad, hermir, að
Italir hafi hertekið gríska landa-
mærabæinn Breznica, að af-
staðinni fallbyssuskothríð sem
s!óð alla aðfaranótt fimtudags.
Síðdegis á miðvikudag sótti
ílaJskt fótgönguíið, varið flug-
yéluni, fram til Breznika og her-
tók bæinn, þrátt fyrir öfluga
mótspyrnu Grikkja. Við Brézn-
ica eru vegamót Liggur þaðan
vegur norður á bóginn til Flor-
ina og til suðurs til Kastoria.
Italir skjóta
á Janina.
Þá er liermt í fregnum frá
landamærunum, að ítalir hafi
byrjað fallbyssuskothrið á Jan-
ina, en gríska herstjórnin neitar
því, að rétt sé, að Italir hafi knú-
ið Grikki til undanhalds 30 ensk-
ar mílur á Janinavigstöðvunum.
Fregnir frá Jacovica herma,
að 3000 vel, vopnaðir Albaníu-
menn geri stöðugt mikinn usla í
liði Italá. Halda þeir uppi leift-
urárásum á varðstöðvar Itala á
landmærum Albaníu og Grikk-
lands.
ítalir hafa reynt að koma af
stað almennri hervæðingu i Al-
baníu, en það befir algerlega
mistekist.
Frá Belgrad er símað, að
Grikkir séu í sókn nálægt Korca,
og hafi ítalir brugðið við og
sendi liðsaf la á þær slóðir.
Veður hefir verið slæmt um
gervalla Albaníu og hefir því
dregið mjög úr lofthernaðinum.
Landamærum Júgóslaviu og
Grikklands hefir verið lokað,
því að Grikkir hafa lagt hald á
alla járnbrautarvagna til her-
flutninga.
Fregnir frá Rómaborg berma
að Ciano greifi sé kominn til
Tirana, höfuðborgar Albaniu.
Þá er sagt, að Mussolini sé
kominn til Forli. Mun ætla að
halda kyrru fyrir i Rocca Del-
le Carminati, þar sem hann
hefir einkabústað. Hann mun
kanna herlið og heimsækja
flugstöðvar.
to IréoRir
AÞENUBORG:
Lágskýjað er og rigning á
öllum vígstöðvunum og engar
viðureignir eða bardagar í lofti
eiga sér stað, aðeins smáor-
ustur á landi.
Italskur flugbátur, er gerði
nýja tilraun til þess-að varpa
sprengjum á eina brúna, milli
Pelopones og Athica, var skot-
in niður i viðtireign við grísk-
ar orustuflugvélar.
Fregnir frá Belgrad herma,
samkvæmt Aþenufregnum, að
Grikkir hafi sent mikið lið til
landamæranna. Þá hafa borist
fregnir um það, að breskt her-
lið, sem lagði af stað frá Bret-
landi áleiðis til Egiptalands
fyrir hálfum mánuði, hafi ver-
ið sent til Aþenuborgar, og sé
það nú á leið þangað. Hafa
Bretar, að því er haldið er
frarh í frégnum þessum, þag-
að vendilega yf ir -þessu og bor-
ið allar fregnir um það til
baka, af hernaðarlegum ástæð-
um, svo og vegna afstöðu
Tyrkja.
RÓMABORG:
Fregnir frá Argorocostro síð-
degis i gær herma, að þar sem
veður hafi batnað i bili, hafi
ítalskar fótgönguliðssveitir get-
að sótt fram á Janinavigstöðv-
unurii, og varði stórskotalið
þær með ákafri skothrið. Ein
ítölsk hersveit fer í hálfhring
til suðausturs frá Íandamæra-
borginni Perat tíu mílur frá
Janina, en önnur stefnir beint
lil Janina frá Konisoli. Búíst er
við, að ítalir, segir í Bóma-
borgarfregnum, taki Janiná í
dag.
Fregn frá Ohrid á landa-
mærum Júgóslaviu og Albaniu
hermir, að Italir hafi tekið
landamæraþorpið Kastanini
fyrir sunnan Konisoli. Mót-
spyrna Grikkja var mjög öfl-
ug. —
Einnig bafa ítalir gert árás-
ir á Melisopetra við þjóðveg-
inn til Janina.
Italir eru sagðir hafa sótt
fram um 7 kilómetra i áttina
til Janina frá Delvino i Alb-
aníu.
Fregnir frá Sofia herma, eft-
ir grískum stjórnmálamönn-
um, að framsókn ítala sé mjög
hæg. Hafi ítalir- hvergi sótt
fram meira en 15 kilómetrá.
FER MUSSOLINI
TIL ALBANÍU?
Lausafregnir herma, að
Mussolini muni fara til Alb-
aniu, áður en hann leggur af
stað heimleiðis. Mussolini er
væntanlegur til Rómaborgar
aftur í næstu viku og mun þá
ræða við Laval.
Allra seinustu fregnir herma,
að Grikkir hafi byrjað gagná-
rás fyrir norðan Jannina.
Háskólasafnið var opnað í
morgun.
Búið að raða 35.000 tbindum.
Bókasafn Háskólans var opnað í morgun kl. 11. Próf. Alex-
ander Jóhannesson, rektor, hélt ræðu við það tækifæri og skýrði
frá forsögu safnsins, gjöfum, sem því hef ði borist og fyrirkomu-
laginu, sem á því verður haft.
»Ðagens Nyhetercc
orðhvast í garð
þjóðverja,
Þýsk blöð hafa undanfarnar
vikur verið allharðorð í garð
Svía og borið yfirvöld þar þeim
sökum, að þau hef ði ekki nægar
gætur á flugumönnum Breta.
Hafa orðið brunar í nokkrum
sænskum verksmiðjum undan-
farið, og segja Þjóðverjar að
starfsmenn í leyniþjónustu
Breta sé valdir að þessum brun-
um.
„Dagens Nyheter", sem er
stærsla dagblað Norðurlanda,
hefir nú svarað árásum þesstim
með grein og beinir orðum sín-
Fer hér á eftir stuttur út-
dráttur úr ræðu rektors: Rekja
má sögu bókasafnsins til þeirra
skóla, sem runnu saman i eina
heild þegar Háskólinn var
stofnaður. Prestaskólinn, stofn-
aður 1847, eignaðist smám sam-
an merkilegt bókasafn, og
mundi það nú vera orðið mik-
ið, ef því hefði ekki verið farg-
að, en drjúgur hluti þess var
látinn i Landsbókasafnið.
Nokkrum hluta þess var þó
haldið eftir. Á likan hátt hafa
bækur Lagaskólans og Lækna-
skólans orðiðkjarninn í deilda-
söfnum lpga- og læknadeildar.
Heimspekideild erfði engar
bækur og varð að byrjtt með
tvær bendur tómar. Hún hefir
þó fengið margar góðar gjaí'ir,
svo sem bækur norska prests-
ins Sofusar Thormodsæters,
próf. Arvid Johansons í Man-
chester, safn próf. Finns Jóns-
sonar og safn dr. Ben. S. Þór-
arinssonar.
Flutningur bókanna fór fram
23. ág —18. sept., og var þeiíri
raðað upp samstundis. Mun
láta nærri, að búið sé að raða
35.000 bindum, en safn dr.
Benedikts hefir ekki enn verið
flutt i Háskólann.
Dr. Einar 01, Sveinsson veit-
ir safninu forstöðu, en hann
hefir og skrásett safn Finns
(Finnmörk) og nokkuð af öðr-
um bókum heimspekideildai.
Dr. Karl Kroner skráði læknis-
fræðina, en háskólaritari Pét-
ur Sigurðsson skráði heim-
speki og töluvert mikið úr öði-
um greinum.
Þá haf a verið samdar bráða-
birgðareglur fyrir safnið og
segir svo í þeim að síðustu:
Bókavörður getur leyft
mö'nnum, sem vinna að sér-
stökum vísindaverkum^aðgang
að sérlestrarstofu, og fylgja
þvi þessi hlunnindi: 1) Þeir fá
lykla að lestrarsal og sérlestr-
arstofu, svo þeir geti komist
inn á hvaða tima sem er, frá
kl. 8—22 á virkum dögum og
kl. 10—19 á helgum, enda er
þeim skylt að gæta þess vand-
lega, að loka jafnan, er þeir
ganga um, og óheimilt er þeim
að hleypa nokkrum óviðkom-
andi manni inn með sér. 2)
Þeir mega halda þeim bókum,
er þeir fá að láni i viku, en
þá verða þeir að skila þeim
eða endurnýja þær. Þeim er
heimilt afnot handbóka lestrar-
sals sem öðrum gestum, enda
hlíti þeir um þau sömu regl-
um. Bækur i sérlestrarstofu
séu þó tiltækar í lestrarsií, sé
þess þörf, og sé eigi verið að
nota þær þá stund.
Klukkan.
Aðra nótt .verður klukk-
unni seinkað aftur, sam-
kvæmt ákvörðun ríkisstjórn-
arinnar. Verður hún færð
aftur um eina klukkustund
þegar hún er tvö eftir mið-
nætti, þ. e. færð á eitt.
I sumar var annað sumarið
sem klukkunni var flýtt og
hefir öllum þótt það góð ráð-
stöfun.
Braga-slysið.
um til Stokkhólmsfréttaritara
„Völkischer Beobachters" blaðs
Hitlers. Ber blaðið á hann, að
hann hafi visvitandi falsað
staðreyndir og þar með stofnað
hlutleysi Sviþjóðar i hættu.
Greininni i „Dagens Nyheter"
lauk með þessum orðum:
„Ef þýskum blaðamönnum
helst uppi að gera Stokkhólm
að njósnamiðstöð, þá verður a.
m. k. að krefjast þess að þeir
misnoti ekki gestrisni okkar
svo, að þeir stofni hagsmumim
Svíþjóðar i hættu. Allir um-
ræddir brunar kviknuðu af
slysni, eins og sannast hefir."
Hljómleikar Tónlistar-
félagsins í Ganila Bíó
29. þ. m.
Hljóinsveit Reykjavikiír und-
ii' stjórn Dr. von Urbantschitsch
og Árni Kristjánsson píanó-
leikari höfðu allan veg og vanda i
af þessum fyrstu hljómleikum
félagsins á þessu starfsári.
Hljómsveitin hefir nú starfað í
15 ár. Aðalhvatamaðurinn að
stofnun hennar var Sigfús Ein-
arsson tónskáld, sem stjórnaði
henni fyrstu árin. Fyrst framan
af var hún þó ekki annað en,
vísir að hljómsveit eða „salon-
orkester", því að notast var við
slaghörpu og stofuorgel til upp-
fyllingar. En er Páll ísólfsson
gerðist stjórnandi hennar tók
hann upp það nýmæli í starfs-
aðferð, að æfa viðfangsefnin i
sinni upprunalegu mynd, en
kasta fyrir borð „salonorkest-
er"-raddfærslunum. Þetta var
spor stigið í rétta átt. Árið 1928
var Johannes Velden um tíma
til að þjálfa sveitina og reynd-
ist duglegur í starfinu. Haustið
1930 var Tónlistarskólinn stofn-
aður og með honum byrjaði
nýtt tímabil. Skólinn hefir veitt
greiðan aðgang að kenslu og
séð hljómsveitinni fyrir stjórn
kunnáttumanna. Kennarar
skólans, þeir Dr. Mixa og nú Dr.
von Urbantschitsch, hafa verið
stjórneridur hljómsveitarinnar
hvor eftir annan og reynst
prýðilega.
Hljómsveitin hefir jafnan
verið skipuð áhugamönnum að
miklu leyti, en þó hafa ávalt
verið atvinnuspilarar í henni um
leið og hafa þeir verið traust-
ustu stoðirnar. Eg býst við, að
það verði ekki fyr en Reykja-
vík er komin í stórborgartölu,
að við eignumst fullkomna
hljómsveit skipaða atvinnuspil-
urum eingöngu. En hvað sem
þvi líður, þá dylst engum manni,
sem rennir augunum yfir starfs-
feril sveitarinnar, að um jafna
og stöðuga þróun hefir verið að
ræða. Hljómsveitin er merki-
legt menningarfyrirbrigði, sem
þvi opinbera ber að styrkja og
hlúa að. Það væri ekki vansa-
laust fyrir höfuðstaðinn að hafa
ekki hljómsveit.
Á þessum hljómleikum voru
leikin verk eftir rússneska tón-
skáldið Tchaikowsky (f. 1840),
pólska tónskáldið Chopin og
Það var Stefán Einarsson kynd-
ari sem bjargaðist.
ÍWEGNA óljóss orðalags í
skeyti til Geirs Thorsteins-
sonar útgerðarmanns, var ó-
vissa um það, hvor þeirra Guð-
mundur Einarsson 1. vélstjóri
eða Stefán Einarsson kyndari,
það var, sem bjargaðist. Sam-
kvæmt skeyti, sem Geir barst í
morgun, er full vissa fengin
fyrir því, að það var Stefán, er
bjargaðist, en Guðmundur
^r'Jknaði.
Ii skeytinu segir ennfremur,
að vonast sé til þess, að menn-
irnir, sem björguðust, komist
Iteím nJ&U í;Hatikariesinu"..
Með þvi mun einnig Íík skip-
stjórans verða sent heim.
tékkneska tónskáldið Dvorak (f.
1841). Hljómleikarnir voru
haldnir til minningar um 100
ára afmæli rússneska og tékk-
neska tónskáldsins. Fyrst lék
strengjasveit „Serenade op. 48"
eftir" Tschaikowsky, sem er
undurfagurt verk og bjartara
en flest önnur verk þessa höf-
undar, sem eru mjög þung-
lyndisleg. Strengirnir eru vafa-
laust þjálfaðasti og besti kafl-
inn i hljómsveitinni, enda var
verkið fallegá spilað og naut sín
vel. Hinsvegar kom það í Vjós i
slavnesku dönsunum eftir Dvo-'
rak, þar sem öll hljómsveitin
lék, að blásararnir og „batter-
íð" var ekki laust við tauga-
óstyrk, enda engir atvinnuspib
arar í þeim herbúðum. Slav-
nesku dansarnir eftir Dvorak
eru mynd-ir úr þjóðlífinu; i
sama laginu birtist stundum
ofsakæti, viðkvæmni og sárs-
auki. Þannig eru Tékkarnir.
Veigamesta verkið var píanó-
konsertinn í f-moll eftir Chop-
in, sem Árni Kristjánsson spil-
aði með undirleik hljómsveit-
arinnar. Er þetta fagurt verk og
skrautlegt og ekki heiglum hent
að gera því full skil. Árni er af-
bragðs Chopinspilari, sem leið-
ir í ljós fegurð tónsmiðanna.
Þegar Chopinverk eru spiluð,
verða skáldin að haldast í hend-
ur. Annars finnur maður ekki
ilminn af blómunum. Árni hef-
ir ljóðræna æð. Þess vegna er
Chopin hans maður. Það er ekki
tiltökumál, þótt hljómsveitin
hafi ekki megnað að gefa verk-
inu þann glæsileik, sem það
heimtar.
Dr. von Urbantschitsch hefir
sýnt það of t áður eins og nú, að
hann er ágætur stjórnandi. Eg
býst við að hann sé besti hljóm-
sveitarstjórinn, sem við höfum
haft hérna. Hann er fjölhæfur
tónlistarmaður, ágætur píanó-
leikari og orgelleikari. Fried-
mann heyrði hann stjórna
hljómsveitinni síðast þegar
hann var hér i Reykjavik og
sagði síðan: „Þarna hafið þið
fengið góðan mann". B. A.
•n
'»; :^m
¦¦Vi