Vísir - 01.11.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 01.11.1940, Blaðsíða 2
V I S I R DAGBL AÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstrœti).. Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Æskan og stjórn- málin. Ojálfstæðismenn komu , að 5 mönnum af 9 við kosn- ingarnar til stúdentaráðsins, sem fóru fram í fyrradag. Úrslit þessarar kosningar eru mjög eftirtektarverð.. Andstæðingar okkar hafa frá öndverðu hamr- að á því, að Sjálfstæðisflokkur- inn væri kyrrstæður og liug- sjónasnauður, áhugalaus um framfaramál, eða jafnvel and- vígur þeim með öllu. Það væri flokkur liinnar „öldruðu sveit- ar“. Fyrir nokkurum árum gat litið svo út, sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefði tæplega í fullu tré við andstæðingana. En nú hefir þetta snúist við. í öllum kaupstöðum landsins og víða i sveitum liafa verið stofnuð fé- lög ungra sjálfstæðismanna. Flest þessi félög starfa af mild- um áhuga. Stjórnmólanámskeið það, sem flokkurinn hefir liald- ið uppi síðustu árin hefir átt mikinn þátt í því að vekja unga sjálfslæðismenn til starfs og dáða. Það er þess vegna margt sem bendir til þess að æskan rétti Sjálfstæðisflokknum „örv- andi hönd“ fremur en nokkur- um hinna flokkanna. Að því er snertir liina nngu mentamenn er nú svo komið, að flokkurinn á í liópi þeirra mikinn meiri liluta fram yfir alla hina flokk- ana til samans. Arið stúdentakosninguna fengu sjálfstæðismenn að þessu sinni 137 atkvæði. Framsóknarmenn fengu með stuðningi Alþýðu- flokksmanna 56 atkvæði. Og kommúnistar fengu með stuðn- ingi Alþýðuflokksmanna 47 at- kvæði. í fyrra fengu sjálfstæð- ismenn 101 atkvæði, Framsókn —Alþýðufl. 55 atkvæði og Kommúnistar—Alþýðufl. 49 atkvæði. Andstæðingar sjálf- stæðismanna höfðu þannig í fyrrá 104 atkv. gegn 101. En nú 103 atkvæði gegn 137. Útkoman meðal liáskólaslúdenta er því sú, að andslæðingar sjálfstæðis- manna liafa tæplega staðið í stað, samtímis þvi, sem sjálf- stæðismenn auka fylgi sitt nokkuru meira en um þriðjung. Það ldýtur að vera öllum sjálfstæðismönnum gleðiefni, að sjá hina stórkostlegu fylgis- aukningu flokksins meðal ungra mentamanna. Hvað sem hver segir verður það ávalt svo, að þeir sem liafa góða og víð- tæka mentun, standa að öðru jöfnu betur að vigi til þess að láta að sér lcveða í þjóðlífinu. í hópi hinna ungu stúdenta eru vafalaust menn, sem eiga eftir að marka spor í sögu þjóðar- innar, þegar fram líða stundir. Það er ailðvilað ekki hægt að fullyrða áð flokkasldftingin við stúdentaráðskosninguna sé rétt spegilmynd af flokkaskifting- unni meðal æskumanna í land- inu yfirleitt. En þegar tekið er tillit til þess, að háskólastúdent- ar eru úr öllum stéttum þjóð- félagsinís og öllum landshlut- um, virðist ekki of djarft að álykta, að fylgi sjálfstæðis- manna muni vera í orum vexti meðal æskulýðsins. Sú kynslóð, sem nú hefir náð fullorðinsaldri hér'á landi, hef- ir séð hvernig togstreitan og stéttarigurinn hefir sundrað þjóðinni. Almenningur Iiefir fengið sig fullsaddan á þessu. Nýja kynslóðin vill láta sér víti hinnar eldri að varnaði verða. Hún hefir næma tilfinningu fyrir því, að harðvítug stétta- barátta leiðir til ófarnaðar þeg- ar til lengdar lætur. Sjálfstæð- isflokkurinn vill taka jafnt til- lit til allra stélta þjóðfélagsins. Á þann eina hátt verður friður- inn trygðu'r. Okkur hefir aldrei verið. meiri þörf á víðsýnni og sanngj arnri stjórnmálastefnu en einmitt nú. Þeirrar stefnu er ekki að leita meðal harðvítugra stéttaflokka. Þetta sér æskulýð- urinn. Þetta er skýringin á því að sjálfstæðismenn auka fylgi sitt meðal liinna ungu stúdenta, svo sem raun er á, samtímis því, sem stéttaflokkarnir geta ekki einu sinni staðið i stað. • a Fimtugur í dag: Ólaíur Sveinsson vélsetjari i Félagsprentsmiðj- unni á fimtugsafmæli i dag, og má þykja allolíldegt, því að hann hefir lítið breyst í útliti frá því að sá, sem þetta ritar, sá liann fyrst, en síðan eru liðin nær þrjátíu ár. Það er oft sagt um vel gefna menn, sem lagt hafa iðn fyrir sig, að þeir hafi lent á rangri h'illu, hefði átt að fá notið full- kominnar mentunar o. s. frv. Það mætti kannske segja það um Ólaf, því að eg efast ekki um, að hefði hann orðið sér- fræðingur í einhverri grein, þá hefði hann einheitt sér og kom- ist langt. En atvikin höguðu því svo, að hann varð prentari og hefir verið stétt sinni til mikils sóma frá því fyrsta. Ólafur lióf prentnám í Isa- foldarprentsmiðju, en lauk þvi í 'Félagsprentsmiðjunni árið 1908 og hefir verið nær óslitið starfsmaður þeirrar prent- smiðju siðan. Hann er með þeim fyrstu, sem nam vélsetn- ingu og setti sig mjög inn í leyndardóma setjaravélarinnar og er mikill afkastamaður í vélsetningu. Iþróttir hafa verið eitt aðal- áhugamál Ólafs fjöldamörg ár. Hann var ágætur hlaupari og var fyrstur tvívegis í víðavangs- hlaupi hér, tók og mikinn þátt í frjálsum íþróttum með góðum árangri. Hann er manna fróð- aslur um alt, er að íþróttum lýt- ur og hefir ritað mikið um þau mál í blöð og tímarit. Hann hef- ir tvívegis verið sendur á Olympíuleikina; til Antwerpen 1920 og til Berlin 1936. Ólafur er fjöllesinn og íætur sér eigi nægja hálfa þekkingu í þeim efnum, sem hann liefir á- huga fyrir. Hann er sjálfment- aður svo sem best má verða. Hann er vinsæll meðal sam- starfsmanna og annara, sem hann þekkja. Annað kvökl heldur Starfs- mannafélag Félagsprentsmiðj- unnar Ólafi samsæti í Odd- fellowliúsinu. H. H. Heimdallur. Hlutaveltan hefst kl. 5 í dag. Öll í Varðarhúsið. Verður vinnuíriður trygður í land- inu með samningum vinnuveitenda- félagsins og Alþýðusambandsins ? Vinsiiiveitendlafélagid tiefir þegar senf Alþýðusamband- imi filmæli er ganga í þá áft Vinnuveitendafélag íslands hefir nýlega sent Alþýðu- sambandi íslands fyrirspurn varðandi það hvort sam- bandið sé reiðubúið til að taka upp samninga við Vinnu- veitendafélagið til þess að tryggja vinnufrið í landinu og forðast þær truflanir, sem af vinnustöðvun hlýtur að leiða. Svar mun enn ekki hafa borist frá Alþýðusam bandinu. Vinnuveitendafélagið ræðir þessi mál í blaði sínu „Vinnuveit- andinn“, 1. tbl. 2. árg., en þar segir svo m. a.: „Með lagaákvæðum vinnukaups í landinu, sem sett hefir verið fyrst með lögum 4. apríl 1939 og síðar lögum 5. jan. 1940, hefir eins og lög þessi ætluðust til, að heita má komist á vinnufriður í landinu, og eiga lögin að gilda í þessu efni til 1. janúar næst- komandi. Um framlenging laganna verður ekkert sagt að svo stöddu, en menn munu vera sammála um að hér sé að eins um bráðabirgðaástand að ræða, og að afskifti löggjafarvaldsins af upphæð kaupgjalds muni yfir höfuð hvérfa þegar hinar sérstöku aðstæður núverandi tíma eru eigi lengur til staðar. Það virðist því réit að nota þetta vinnufriðartímabil til þess að athuga hvorf eigi verður kornið á samningum milli aðalfélaga vinnuveitenda og verkalýðs um ýms fyrirkomulagsatriði í innbyrðis viðskift- um þeirra, sem gætu leitt til aukins öryggis vinnufriðar í landinu þegar að því kemur að fult frjálsræði verður um vinnudeilur og þau baráttuvopn, sem þar að lúta frá báðum hliðum, sérstak- lega verksviftingar (Lockout) og verkföll (Strike).“ Til undirbúnings viðræðna u m þetta mikilvæga mál, skýr- ir blaðið því næst frá skipan þeirri, sem bræðraþjóðirnar á Norðurlöndum hafa komið á hjá sér, og er þar aðallega um að ræða Danmörku og Svíþjóð. Danmörk. Vinnuiveitendafélag Dana (Dansk Arbejdsgiverforening) og Verkalýðssambandið í Dan- mörku (De Samvirkende Fag- forbund i Danmark) gjörðu með sér samningu um við- skiftareglur („Forhandlings- regler“ og „Regler for Over- enskomstforhandlinger*1;) 6. apríl 1936, og er þessi samning- ur nokkurs konar framhald af hinni alkunnu Septembersætt milli téðra aðalfélaga dags. 5. sept. 1899, sem er grundvöllur allra þessara mála á Norður- löndum. Samkvæm l) 'Sep tembersæ tt- inni skyldi uppsagnarfrestur milli vinnuveitenda og verka- Iýðsfélaga vera minst 3 mán- uðir, en félögunum var frjálst að ákveða h'venær á árinu samningur skyldi ganga úr gildi. Þessu er breytt i hinum nýju viðskiftareglum nefndra aðalfé- laga. í þeim eru meðal annars ákvæðí þau, sem hér skal skýrt frá: 1) Engir sanmingar milli vinnuveitenda og verkalýðsfé- laga mega falla úr gildi á öðr- um degi árs en 1. mars. Þar með er deilumálum á vinnu- málasviðinu safnað saman til sama tíma árs til sameiginlegr- ar úrlausnar. Er þetta mikil trygging fyrir friðsamlegri lausn málanna, og gjörir sátta- semjara auðveklara sáttastarfið, sérstaldega í því tilliti að ákveða að miðlunartillögur viðvíkjandi fleiri en einni atvinnugrein skuli teljast ein heild og úr- slcurður um hvort miðlunartil- lögur teljist samþyktar, fari eft- ir samanlögðum tölum greiddra atkvæða og atkvæðisbærra fé- laga í báðum eða öllum at- vinnugreinum, - sem teljast skulu heild i þessu efni. 2) Aðalfélögin Iofa að vinna að þvi, að samningar milli vinnuveitenda og verkalýðsfé- laga verði gjörðir til lengri tíma en eins árs, en þó þannig, að hækki eða lækki dýrtíðar- , vísitala um einhverja ákveðna hundraðstölu, þá skuli heimiít ( að segja upp samningi frá hvorri hlið um sig, þó ekki nema frá 1. mars árs hvers að I telja. j 3) Aðalfélögin lofa að styðja að því við deilur sínar, að þeg- ar ný tegund vinnu kemur fram, eða nýjar vinnuaðferðir, þá skuli skera úr liér að lút- andi málefnum með gjörðar- dómi. 4) Reglunni í Septembersætt- I hini um þriggja mánaða upp- : sagnarfrest á samningum milli | vinnuveitenda og verkalýðsfé- laga, er breytt á þessa leið: a) Uppsagnarfresturinn sjálf- ur er styttur niður í 14 daga. b) Sá aðilji, sem óskar breyt- inga á gildandi samningi skal, í síðasta lagi 3 mánuðum áður en samningurinn á að ganga úr gildi, senda hinum samningsað- ilja tillögur til þeirra breytinga á samningnum, sem hann vill fá framgengt. Ef slikar tillögur eru ekki sendar innan nefnds tíma, lieldur samningurinn gildi sínu óbreyttúr í eitt ár. c) Þegar öðrum samningsað- ilja berast frá hinum tillögur til breytinga á gildandi samningi (sbr. b-lið) skal tafarlaust hefja samningaumleitanir milli hlut- aðeigandi félagsdeilda og skal þeim lokið í síðasta lagi innan 6 vikna. Gjört er ráð fyrir að félags- deildir láti gjörðardóma skera úr að meira eða minna leyti, | ágreiningsatriðum um kaup og , kjör, en þó skal leita staðfest- ingar aðalfélaganna um þau málsatriði, þar sem málsaðilar . þurfa samþykkis aðalfélags síns innan félag'sdeilda og'áðalfélag- anna. Þegar lokið er samningaum- leitunum félagsdeilda, skulu þær senda aðalfélögum sínum nákvæmar skýrslur um: 1) gildandi samninga, 2) þau atriði viðvíkjandi breytingum á giklandi samn- ingum, sem félagsdeildirnar liafa komið sér saman um eða ákveðin liafa verið með gjörð- ardómum, 3) þau atriði, sem eigi hefir fengist úrlausn á, og skulu fylgja eftirrit af tillögum bg öðrum skilríkjum, sem farið hafa milli aðilja i sambandi rfð samningaumleitanirnar. d) Að loknum samningaum- leitunum félagsdeilda (sbr. c- lið) skulu aðalfélögin byrja sanminga um þau mál, sem ekki liefir náðst samkomulag um milli félagsdeildanna. Skal kveðja umhoðsmenn deildanna til þeirra sanmingaumleitana, sem fára fram milli aðalfélag- anna. Er gjört ráð fyrir að aðal- félögin leggi deiluatriði að meira eða minna leyli undir úr- skurð gjörðardóma. Sanmingsumleitunum, milli aðalfélaganna skal lokið svo snemma, að sanmingsaðili geti að þeim loknum sagt upp samningi með þeim 14 daga fyrirvara, sem ræðir um í a- lið liér að framan. Samningi þessum milli Vinnuveitendafélags Dana og Verkalýðssambandsins í Dan- mörku mátti segja upp með sex mánaða fyrirvara, þó ekki fyr en frá 1. júlí 1940 að telja. (Það liefir verið venja síðan framritaðar viðskiftareglur komust á, að sáttasemjari hef- ir ekki látið deilumálin til sín taka fyr en eftir að samninga- umleitanir aðalfélaganna liafa orðið árangurslausar. En á fundi 10. febr. f. á. “samþykti Verkalýðssambandið að bera fram þá ósk*við Vinnuveitenda- félagið, að viðskiftareglunum yrði breytt í þá átt, að sátta- semjari fái tækifæri til þess að fylgjast með sanmingaumleit- unum þegar frá byrjun lijá fé- Iagsdeildunum (sbr. 4. lið c liér að framan). Er þetta auðvitað gjört til þess að auka öryggi vinnufriðarins). 1 júlímánuði 1937 bar for- maður Vinnuveitendafélags Dana, Julius Madsen, sem nú er látinn, fram tillögur til fram- haldssanxnings við Verkalýðs- sambandið í Danmörku. Innihald þessara tillagna var meðal annars á þá leið, sem nú slcal greina. Julius Madsen lagði áherslu á, hversu mikilvægt það væri í samningum um kaup og kjör verkalýðsins, að menn hefðu sem réttast yfirlit yfir grund- völl þann, sem slíkir samning- ar ættu að byggjast á samkv. aðstöðu allri á hverjum tíma, annarsvegar að því er snerti af- komu atvinnuvega landsins og afstöðu þeirra í samkepni við önnur Iönd og hinsvegar dýrtíð í landinu sjálfu. Hann lagði þvi til, að aðalfélögin skyldu setja á stofn 6 manna fastanefnd. Átti livort félagið áð tilnefna 3 nefndarmenn og auk þess hag- fræðing til aðstoðar nefndinni. Hlutverk nefndarinnar skyldi vera það, að safna öllum, upp- lýsingum, utan lands og innan, sem að gagni mættu verða fyrir aðalfélögin við sanminga um kaup og kjör verkalýðsins. Skyldi nefndin gefa aðalfélög- unum skýrslu um þessi málefni 1. nóvember árs hyers. 1 öðru lagi var það efni þess- ara tillagna, að aðalfélögin skyldu stofnsetja gjörðardóm, 7 manna. Aðalfélögin áttu að til- nefna 3 ínenn hvort í gjörðar- dóm. Skyldu 2 þeirra vera fast- ii dómendur, kosnir til 3 ára í senn, en einn dómari frá hvorri hlið tilnefndur fyrir hvert ein- stakt mál. Sjöundi maður dómsins skyldi vera formaður, tilnefndur nxeðal hæstaréttar- dómara. Ef ekki yrði sam- komulag um formann, átti hæstiréttur að tilnefna liann. Þegar nú það kæmi fyrir, að félögin gætu ekki komið sér saman um samninga um kaup og kjör verkamanna, þrátt fyr- ir áðurgreindar sanmingatil- raunir samkvæmt ofanrituðum viðskiftareglum frá 1936, þá skyldi leggja ágreiningsatriðin undir úrskurð framannefnds 7 manna gjörðardóms, og átti gjörðardónxurinn að liafa end- anlegt úrskurðarvald um öll slík mál. Verkalýðssambandið í Dan- mörku vildi ekki samþykkja þessar tillögur frá Vinnuveit- endafélagi Dana um framhalds- samning til viðbótar ofan- greindum viðskiftareglum þess- ara félaga frá 6. apríl 1936. En það út af fyrir sig að slíkar til- lögur liafa verið bornar fram sýnir talsverða stefnubreyting í þessum málum. Virðist hugs- unarháttur manna vera að breytast nokkuð í þá átt að gjöra eins mikinn mun og áð- ur á því tvennu: livort um er að ræða réttar-ágreining eða hagsmuna-ágreining milli vinnuveitenda og verkalýðs. Eins og nánar er skýrt i fyr- gréindum tillögum viðvíkjandi vinnumálalöggjöf íslands, bls. 112—114, er það nefndur rétt- ar-ágreiningur þegar deilt er um hvort vinnuveitendur eða verkamenn liafi brotið gegn gjörðum samningi milli verka- lýðsfélags annarsvegar og vinnuveitanda eða vinnuveit- endafélags hinsvegar, en hags- muna-ágreiningur þegar deilt er um hver skuli verða kjör verkamanns samkvæmt nýjum samningi, sem gjöra skal, ann- aðhvort vegna þess að enginn samningur hefir áður legið fyr- ir á því sviði eða eldri samn- ingur er útrunninn. Niðurlag. í gær barst Ásgeiri Stefáns- syni, framkvæmdastj. í Hafnar- firði, skeyti frá Fleetwood, þar sem skýrt var frá því, að mat- sveinninn á Maí hefði druknað í höfninni þar. Matsveinninn á Mai hét Guð- laugur Ásgeirsson. Hann var húse'ttur í Hafnarfirði, var kvæntur og átl fjögur börn i ómegð. 120 kærur á tveim dögum. Það hefir borið óvenju mik- ið á þvi undanfarna daga hvað hifreiðir og þó einkum reiðhjól hafa verið ljóslaus í notlcun. — H.efir lögreglan ekið um bæinn í þeim tilgangi að liafa nánara eftirlit með því, að kveikt væri á bifreiðum og reiðhjólum á réttum tíma. Hefir hún síðast- hðna tvo daga sent um 60 kær- ur hvom dag út af þessum trassahætli þeirra, sem í lilut eiga. Virðist það ekki einungis vera algert þarfleysi að kveikja ekki á ljóstækjum reiðlijóla og ökutækja eftir að dimmir á kvöldin, heldur einnig blátt á- fram hættulegt eins og umferð er nú orðin mikil eftir götum bæjarins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.