Vísir - 02.11.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 02.11.1940, Blaðsíða 1
 Ritstjóri: ^ Kristj án Guðlauc Skrifstofur: sson Félagsp rentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 30. ár. Reykjavík, laugardaginn 2. nóvember 1940. 254. tbl. Grikkir km inii komnir 5 í Albaníu. l^oítúvámv Á gvímJknv hovgsiv. EINKASKEYTT FRÁ UNITED PRESS. — London í morgun. Gríska herstjórnin tilkynti í morgun, að sókn ít- ala á Florinavígstöðvunum hafi mishepnast, og hafi Grikkir gert gagnárás og hersveitir þeirra farið yfir landmæri Albaniu og náð þár land- svæði á sitt vald. Eru Grikkir komnir fimm kílómetra inn i landið og hafa tekið þar f jall og nokkur þorp. Það er viðurkent i tilk.-jstjórnárinnar, að ekki hafi verið á- formað að ráðast inn i Albaníu, en þó var grisku her- sveitunum leyf t að gera það, er sýnt var, að Grikkir gætu bætt hernaðarlega aðstöðu sína þarna. Var og vart unt að halda aftur af grísku hermönnunum. 9 ítalskir yfir- foringjar og 153 hermenn aðrir voru teknir til fanga. Italir hafa, eins og getið var í fyrri fregnum, orðið að hægja á sér í sókninni til Janina. Þrátt fyrir það, að kom- ið er á sjötta dag styr jaldarinnar, hefir Itölum orðið sára lítið ágengt. Lof tárásir þeirra hafa ekki haft tilætl- uð áhrif á grísku þjóðina. Þær sameina hana og herða. Italir hafa látið flugmenn sína varpa niður áróðurs- miðum, með áskorunum til þjóðarinnar að gefast upp. Grikkir hafa skotið niður margar af þessum flugvélum. Vonir ítala um að taka Janina herskildi í gær rættust ekki. Virðast þeir ekki hafa komist lejpra en að Kalamasfljóti, um 9—10 enskar mílur frá landamærum Albaníu. 1 fyrstu var því borið við, að óhagstætt veður hamlaði herriaðaraðgerðum, en síðar, að framsóknin hefðí tafist vegna þess, að ítalir yrði að gera við brýr og vegí, sem Grikkir hef ði eyðilagt. Itölum varð því lítið ágengt í bardögum á landi, en í lofti hófu þeir sókn á grískar borgir, og varð einkanlega mikið manntjón í Saloniki. Var varpað sprengjum á miðhluta borgarinnar og varð þar sjúkrahús og fleiri byggingar fyrir skemdum, en mann- tjón varð nokkurt, 15 menn biðu bana en 50—60 særðust. Þriðja loftárásin var gerð á Patras, hafnarborgina við innsiglinguna til Korinþuflóa og varð þar manntjón og eigna. Aðvaranir um loftárásir voru gefnar í Aþenuborg, en ekki var varpað sprengj- um á borgina. Er talið, að ítalir séu hikandi, að varpa sprengj- um á borgina, þar sem þeir óttast, að árásir á hana yrðu endur- goldnar með árásum á Rómaborg. Afstaða Tyrkja. Inonu, forseti Tyrklands, flutti ræðu í gær, og sagði, að Tyrkir myndi ekki taka þátt í styrjöld- inni, eins og sakir stæði, en standa við allar skuldbindingar sínar gagnvart þeim þjóðum, sem þeir hefði gert vináttu- samninga við. Ræddi Inonu sérstaklega sambúð Tyrkja við Breta, Grikki og Rússa. Vináttu Breta og Tyrkja kvað hann standa á svo traustum grund- velli, að ekkert fengi haggað "henni. Hann fór einnig vinsam- legum orðum um Grikki og sagði, að því er Rússa snertir, að vinátta væri góð með Rúss- um og Tyrkjum, og gerði hann sér hinar bestu vonir um, að ekkert yrði til þess að spilla henni. t>að er talið, að Bretar muni aðallega hjálpa Grikkjum, með því að veita þeim lið i lofti og á sjó. Breski flotinn fær bæki- stöðvar við Grikklandsstrendur og búist er við, að bráðlega geri breski flugflotinn árásir á hern- aðarstöðvar Itala, þær, sem næstar eru Grikklandi. Enn berast fregnir um, að Albanir baki ítölum mikla erf- iðleika. Tilkynt' var í morgun, að breskir sjóliðsforingjar væri komnir til Aþenuborgar og margra grísku eyjanna, til þess -að taka fullnaðarákvarðanir um samvinnu Grikkja og Breta. LOFTÁRÁSIR BRETA Á HERNAÐARSTÖÐVAR ÍTALA. Breskar sprengjuflugvélar gerðu loftárásir i gærmorgun á olíugeyma við Neapel. Er það í fyrsta skifti, sem þessi borg verour fyrir loftárás. Bretar segja, ,að eldur hafi komið upp, og tjón muni hafa orðið mikið. Þá hafa breskar sprengjuflug- vélar haldið uppi öflugum árás- um á hernaðarstöðvar Itala í Afríku og valdið þar miklu tjóni. Yfir Mersa Matroux skutu breskar orustuflugvélar niður 4 ítalskar flugvélar, 4 voru eyði- lagðar (á jörðu niðri), en marg- ar sem þátt tóku í orustunni munu hafa orðið fyrir skemd- um, og segir í tilk. frá Kairo^ að vafasamt sé, að þær hafi komist til bækistöðvar sinnar. — Ein bresk flugvél var skotin niður, en annarar er saknað. Lá Guardia, borgarstjóri í New York, sendi í "sumar, þrjá slökkviliðsmenn borgarinnar austur um haf, til Lundúna, til þess að kynna sér slökkviað- ferðir í loftárásvmum þar. Þess- ir slökkviliðsmenn eru nú komnir heim til New /York af t- ur og fara þeir miklu lofsorði um dugnað og starfsaðferðir slökkviliðsins í Londfrh. Gentilhomne, landstjórinn i franska Somalilandi er kominn til London og hefir gengið í lið með De Gaulle. Loftárásirnar á Bretland, London i morgun. Breska flugmálaráðuneytið tilkynti i morgun, að 5 þýskar flugvélar hefði verið skotnar niður i nótt — fleiri en nokk- uru sinni á einni nóttu. I gær voru skotnar niður 11 þýskar flugvélar og 7 breskar. Tveir breskir flugmenn komust lífs af. — I morgun sást til þýskra og ítalskra flugvéla yfir strönd- um Bretlands, en þær voru flestar hraktar á flótta. Loftárás á Berlin s. 1. nótt. London i morgun. Breskar sprengjuflugvélar gerðu loftárás á Berlin sl. nótt. Loftárásirnar byrjuðu snemma og voru ekki gefin merki um, að hættan væri liðin hjá fyrr en kl. 6 i morgun. Eldur kom upp i borginni og manntjón varð þar, en ekki er kunnugt um hve mikið. Þjóð- verfar segja að loftárás hafi verið gerð á Amsterdam, en Bretar tilkynna, að auk þess, sem loftárás var gerð á Berlín hafi verið varpað sprengjum á ýmsa hernaðarlega staði i Mið- og Vestur-Þýskalandi, einkanlega olíuvinslustöðvar. SIGRID UNDSET BANN- FÆRÐ í NOREGI. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. Quislirig-stjórnin í Noregi hefir gefið út tilskipun þar sem bannað er að gefa út og selja eða útbýta á annan hátt ritverkum Sigrid Undset, hins heimsfræga Nobelsverð- launahöfundar. Segir í tilskipaninni að rit- verk þessi sé hættuleg þjóð- ernistilfinningu manna. Sigrid Undset er nú í Bandaríkjunum. Hún mun | halda fyrirlestra víðsvegar um landið á næstunni. rð Dij EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London i morgun. Forsetakosningar fara fram i Bandaríkjunum næstkomandi þriðjudag og er ýmsu spáð um úrslitin. Forsetaefnin halda hverja ræðuna á fætur annari og hefir kosningabaráttan nú náð hámarki. Yfirleitt eru taldar meiri lík- ur til, að Roosevelt beri sigur úr býtum. Því til sönnunar er vitn- að í prófkosningar og veðmál. Willkie er af möi'gum talinn hafa bætt aðstöðu sína. I Wall Street voru veðmálahlutföll 5:4 Roosevelt i hag í gær. Roosevelt sagði í viðtali við blaðamenn i gær, að hann hefði velt þvi fyrir sér fyrir einum mánuði, hverjar líkur væri til, að hann yrði endurkosinn. Kvaðst hann hafa gert þetta á ný nú, og væri hann jafn vongóður um endurkosningu nú og' áður. Roosevelt ræddi einnig við blaðamenn áform Bandaríkja- stjórnar um framleiðslu 50.000 flugvéla handa her og flota. Loftvarnabelgi rekur inn yfis» landið. Þrív hafa verid „tekniv úr umferd". Nú í vikunni hafa verið talsverð brögð að því, að loftvarna- belgi hafi rekið inn yfir landið og þeir valdið tjóni á símalínum. Vita menn með vissu um eina sex belgi, en þrjá þeirra tókst að „taka úr umferð". Hina rak á sjo út aftur. Hvor slgrar? Mainí-fylki er hin poíítish loftvog. Willkie er þar í miklum meirihluta. Báðir aðilar i forsetakosningunum í Bandarikjunum eru vissir um að sigra og á þriðjudaginn ákveður þjóðin hvern hún vill gera að æðsta manni þjóðarinnar næstu fjögur ár. Það er gamalt máltæki í Bandaríkjunum, að ríkis- stjórakosningarnar í Máine segi nákvæmlega fyrir um bað, hvernig forsetakosningarnar fari. Sá fíokkur sem sigri í ríkisstjórakosningunni sigri í forsetakosningun- um. (As Maine goes so goes the nation). Þetta hefir þó ekki reynst rétt að öllu leyti. Árin 1912,1016 og 1936 fóru forsetakosningar öðruvísi en úrslitin i Maine gáfu bendingu urn. Kosningasérfræðingar hafa sett saman þessar reglur um kosningarnar: 1) Sigri republikanar i Maine með yfirgnæfandi meirihluta, verður forsetinn úr flokki þeirra. 2) Sigri demokratar, þó að- eins sé með óverulegum meiri- hluta, verður forsetinn úr þeirra flokki. 3) Sigri republikanar i Maine með litlum meirihuta, verður forsetinn demokrati. Ríkisstjórakosningin í Maine fer altaf fram í byrjun sept- ember, að þessu sinni þann ní- unda þess mánaðar. Samkvæmt frásögnum i blöðum Islendinga vestan hafs sigruðu republik- anar með miklum meirihluta. Hér sést hvernig kosningarn- ar i Maine og öllum Bandarík.j- unum hafa farið í nokkrum síð- ustu kosningum: Ma íne Bandaríkin Rep. Dem. Rep. Dem. 1936 168.823 126.333 16.679.583 27.476.673 1932 118.800 121.158 15.761.841 22.821.857 1928 148.053 65.572 - 21.392.190 15.016.443 1924 145.281 108.626 15.725.016 8.385.586 1920 135.393 70.047 16.152.200 9.147.353 1916 81.760 67.930 8.538.221 9.129.606 1912 70.931 67.702 3.483.922 6.286.214 Kröfur í Englandi um há- marksverð á ísfiski. i V Á fimtudag rak einn belg yf- ii Langanes og sveif hann til jarðar hjá einum bænum þar, Hóli. Sá belgur var um 20 m. á lengd. Þá hefir sést til tveggja belgja frá Arngerðareyri við Isafjarð- ardjúp. Sleit annar símalínur á 200 m. svæði, hjá Eyri í Gufu- dalssveit. Hinn sást og frá Snæ- fellsnesi og sleit þar símann milli Ólafsvíkur og Stykkis- hólms. í gær var einn belgur „tek- inn • úr umferð" skamt ,frá Sauðafelli í Dölum. Vírarnir, sem héngu úr þessum belgjum, slitu símann milli Borðeyrar og Búðardals. Þá sást og í gær til belgs frá Hvammstanga. Fóru menn í bíl á eftir honum og tókst loks að skjóta hann niður, er ekki var hægt að ná honum á annan hátt. Loks sást til sjötta loftbelgs- ins frá Kollafirði á Ströndum. Sveif hann í vestur og hvarf út á sjó frá Gilsfirði. Vísir hefir fengið eftirfarandi tilkynningu frá Landssímanum um bilanirnar: Skemdir urðu aðallega á þessum stöðum: Á Barðaströnd DeggJa megin við stöðina Eyri, i Fróðárdal á Snæfellsnesi, í Strandasýslu milli stöðvanna Grafar og Litla Fjarðarhorns, á Laxárdalsheiði milli Hrúta- f jarðar og Búðardals og norður undir Arngerðareyri við ísa- 'fjarðardjúp. Vírar slitnuðu á þessum stöðvum og einangrar brotn- uðu. Á einum stað, hjá Eyri, varð 60—70 m. virlengd úr lín- ,unni uppnumin, en vírflækja úr loftbelgnum skilin eftir í staðinn á einum staurnum. 'ÍSI hefir borist breska vikublaðið „Fishing News", sem er málgagn fiskiðnaðarins breska. I ritinu er m. a. grein um f iskverðið og er í henni minst á fisksölu íslensku togaranna. Þar sem búast má við að Islendingar hafi áhuga fyrir að kynnast grein þessari birtir Vísir hér með lauslega þýddan útdrátt úr henni: „Andstaðan gegn hinu óeðli- lega háa fiskverði eykst hægt og bítandi um alt landið. Það er óskiljanlegt, hversu það er vanrækt að verja menn gegn þessum svivirðilega gróða. .... Finst mönnum það ekki dálítið kynlegt, að eina matvar-: an, sem ekki er háð eftirliti, skuli að næstum öllu leyti — 95% — koma frá löndum utan heimsveldisins og allur hagnað- urinn fer í vasa útlendinga, vegna þess að eftirlit er sama og ekkert .... .... Það er ljóst, að það verður að setja 50 sh. hámarks- verð á kit við skipshlið, fyrir allan langan fisk, þvi að ann- ars verða þeir, sem selja steikt- Cardenas, Mexico-forseti, sagði blaðamönnum frá þvi i gær, að það væi-i í undirbúningi að láta Bandarikin fá flota- og flugstöðvar þar i landi. Ronald Cross, siglingamala- ráðherra Breta, hefir haldið ræðu, þar sem hann skýrði frá því, að síðan í júní-lok hefði Bretar flutt hundruð þúsunda smálesta af flugvéluni) skot- færum o. þ. h. til landanna við austanvert _Miðjarðarhaf. an fisk að hætta starfsemi sinni eða breyta henni. Menn mega ekki gleyma því, að það er á- ætlað, að þeir sem selja steikt- an fisk kaupi a. m. k. 70% af öllum fisk, sem er landaður. Við í Hull vitum um og skilj- um kröfurnar frá þessari hlið.. .... Einn þektur fiskkaup- maður í Hull, sem, verslaði á venjulegum timum með alt að 100 smál. af fiski á viku, hefir sent Woolton, láyarði, eftirfar- andi bréf: „Hvefs vegna hefir birgða- málaráðuneytið ekki eftirlit með fiskverðinu, þegar 95% af iðnaðinu krefst þess, til þess að koma í veg fyrir að hinir is- lensku togaraeigendur græði of fjár á okkur? Þrír til fjórir íslenskir togar- ar landa daglega í Fleetwood og selja að meðaltali fyrir 6000— 8000 pund (2500 pund mundu vera kappnóg). Alt þetta fé kemur frá emásölum og nej^t- endum i landinu. Þorskur, ýsa o. þ. 1. fiskur eru nú 700% dýr- ari en fyrir stríð og fiskur er eina matvaran, sem ekki er undir eftirliti. 'Hver einasta fiskbúð i landinu niun verða lokuð i vetur, ef ekkert er að gert"."

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.