Vísir - 04.11.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 04.11.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). 30. ár. Reykjavík, mánudaginn 4. nóvember 1940. ' Ritstjóri Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 255. tbl. Bretar hafa nú flota-hafnir og flugstöðvar í Grikk- landi, bæði á meginland- inu og eyjunum EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Fregnir frá Aþenuborg herma, að breskt herlið hafi verið sett á land á Krít og að yfirmenn úr flota og flugliðL Breta séu komnir til Aþenuborgar hafi byrjað þar nána samvinnu við her- stjórn og flotastjórn Grikkja. Það er nú kunnugt, að Bretar hafa sett herlið á land á Krít og að þeir hafa þar herskip. Ennfremur hafa Bretar herskip við Krít og haf a þar flotastöð framvegis. Að því er United Press hefir fregnað er verið að koma upp flugstöðvum fyrir breska flugherinn á ýms- um eyjum Grikklands og á meginlandinu. Fregnir frá Grikklandi herma, að grískir flugmenn hafi skotið niður 6 ítalskar flugvélar í gær og eyðilagt níu ítalska skriðdreka á Epirus-vígstöðvunum. Þá er frá því skýrt, að Grikkir hafi hrundið árásum ítala á Janinavígstöðvunum. Fregnir frá Kremenica, á Iandamærum Jugoslaviu hermir, að Grikkir hafi tekið 1200 ítali til fanga á Koritzavígstöðvunum og þar sé heilt ítalskt herfylki í mikilli hættu og virðist svo sem Grikkir séu á góðum vegi með að umkringja það. í gær var orusta háð á þessum slóðum og gerðu ítalir gagnárásir á hendur Grikkjum til þess að ná aftur þeim stöðvum, sem Grikkir höfðu náð á sitt vald. Eftir seinustu fregnum að dæma frá Grikklandi er Koritza í Albaníu í hættu. Grikkir hafa komist á bátum yfir Presbavatn og kveikt í olíustöðvum ítala Albaníumegin vatnsins. Komust grísku hermenninrir, sem þetta gerðu, heilu og höldnu yfir vatn- ið aftur. Þá er sagt frá því í herstjórn- artilk. Grikkja, að Grikkir hafi náð á sitt vald aftur brú við Kalamasfljót, þar sem Italir hafa verið að sækja fram til Janina. Grikkir hafa gert gagn- áhlaup með góðum árangri víða á landamærunum. ítalir hafa haldið áfram lóft- árásum á Saloniki og segir í þýskum tilk., að Ciano greifi hafi stjórnað einni loftárásinni. Loks herma fréttastofufregn- ir, að sjóorusta hafi verið háð við Korfu og hafi kviknað í ít- ölsku herskipi, en nánari atvik eru ekki kunn. Synir Mussolini varpa sprengjum á Salonika. Mikil gremja yfir loftárásum ítala. EINKASKEYTI FRÁ U. P. — London í morgun. Italska blaðið Popolo di Roma hefir skýrt frá því, að synír Mussolini tveir hafi tekið þátt í loftárásunum á Saloniki. Hefir þessi fregn aukið á gremju Grikkja yfir loftárás- unum á grískar horgir, ,en Grikkir halda því fram, að ít- alskir flugmenn varpi sprengj- um sínum af liandahófi, enda hefir margt kvenna og bafna farist í loftárásum ítala á hátt á annað hundrað horga og þorpa í Grikklandi. Þá eru Grikldr mjög gramir yfir því, að ítalir mála flugvélar sínar eins og þær væri grískar, og varð ein slílc flugvél að nauð- lenda á einni af eyjum, Grikk- lands. Það vekur mikla ánægju og hrifni í Grikklandi hversu vel grisku flugmennirnir standa sig, en grískar sprengjuflug- ivélar hafa gert árásir á bælci- stöðvar ítala í Koritza í Alban- íu, þar sem flugvélar voru eyði- lagðar og eldur kom upp i olíu- geymslu, en annarsstaðar voru gerðar árásir á fótgöngulið og vélahersveitir. Grikkir tóku þátt í loftárás á Tirana, höfuð- borg Alhaníu, með Bretum. Grískur flugmaður, sem var orðinn skotfæralaus, rendi flug- vél sinni á ítalska sprengju- flugvél, yfir Saloniki, og hrap- aði hún til jarðar, og voru ít- ölsku flugmennirnir handtekn- ir. Gríska flugmanninum tókst að lenda heilu og höldnu. Þrjár ítalskar flugvélar hafa lent í Grikklandi og voru flugmenn- irnir handteknir, en gríski her- inn tók við flugvélunum. Flug- . vélarnar voru í lagi og ein flug- vélin var ekki einu sinni ben- sínlaus. Loftorustan yfir Mersa Matroux. Það var tilkynt í London í gærkveldi, að í loftorustu, sem nýlega var háð yfir Mersa Mat- roux, voru 8 ítalskar flugvélar skotnar niður, en 4 urðu fyrir skemdum. Fórust þar 30 ílalsk- ir flugmenn, en aðeins 1 komst lífs af. I fyrradag skutu Grikkir nið- ur 4 flugvélar fyrir Itölum, en mistu tvær sjálfir. Forsetakosn- ingarnar í U. S. A. Forsetakosningarnar i Banda- ríkjunum fara fram á morgun og þykja líkurnar enn fremur þær, að Roosevelt verði endur- kosinn. — La Guardia, horgarstjóri í New York, sem er af ítölskum ættum, hefir skorað á alla Itali i Bandaríkjunum að kjósa Roosevelt. La Guardia nýtur mikils álits meðal Itala vestra áem annara. Menn af ítölskum ættum eru í miljóna tali í Bandaríkjunum og í New York einni eru 750.000 kjósendur af ítölskum uppruna. Þeir Roosevelt forseti og Wendell L. Willkie flytja sein- ustu kosningaræður sínar í kvöld og verður þeim útvarpað um öll Bandaríkin. Allra seinustu fregnir herma, að menn ætli að Roosevelt muni sigra. Hann hefir ekki getað beitt sér eins í kosningabarátt- unni og Willkie, sem hefir farið um 32 fylkjanna og haldið f jölda margar ræður, og er sagt, að á yfirstandandi öld hafi ekkert forstaefni lagt eins hart að sér í kosningabaráttu sem hann. Roosevelt hefir ekki getað farið langt frá Washington, vegna þess hve horfur eru stöðugt ískyggilegar, en þó hefir hann haldið ræður í New York í Cleve- land og Boston og í Columbus í Ohio eigi alls fyrir löngu. FRIÐARTILLÖGUR VÆNTANLEGAR. Lundúnablöðin birta fregnir um, að Hitler ætli að fara á stúf- ana með friðartilboð innan skamms, og eitt sunnudagsblað- anna sagði, að hann mundi senda sérstakan erindreka vest- ur um haf til þess að vinna að því, að tillögur hans næði fram að gariga. — Orðrómur er stöð- ugt í Washington um, að friðar- tillögur séu væntanlegar, og þar hafi heyrst, að þýska ríkisþingið verði kvatt saman á fund, og geri Hitler þá grein fyrir tillög- unum. ÍTALIR HAFA MIST FJÓRÐA HLUTA KAFBÁTAFLOTA SÍNS. London í morgun. Það var tilkynt í London í gær, að Bretar hefði sökt 29 kafbátum fyrir ítölum, eða um það hil % hluta lcafbátaflota þeirra, og er þá miðað við kaf- hátaeign Itala í stríðsbyrjun, en ekki er lalið, að þeir hafi hætt við sig kafbátum síðan, a. m. k. ekki nema örfáum. Bresk herskip eltu stóran ítalskan kafbát upp undir Tang- er í gær og leitaði hann þar liælis. LsftvirBibeliflr viiiir skeaiii á Lixirvirkj- iiiiii oo simaieiisfoi. * 0 Sást reka á haf út frá Vestmannaeyjum. Fréttarítari Vísis í Vest- mannaeyjum símar hlaðinu, að þar hafi í gær sést til ferða loftvarnabelgs eins mikils, og safnaðist fjöldi fólks sarnan á Eiðinu til þess að fylgjast með ferðum hans. Barst belgurinn ofan af landi úr norðaustri til suðvesturs, fram hjá Eyjum og á haf út. Vírar miklir hengu niður úr belgnum. * I gær slitnaði rafspennulínan frá Laxárvirkjuninni til Akur- eyrar í gi-end við Grenjaðar- staði og einnig símalina á sömu slóðum. Ekki er vitað með vissu af hverju bilun þessi staf- ar, en menn telja sennilegt að um loftvarnarbelg liafi verið að ræða, og getur það vel liafa verið belgur sá, er sást í gær frá Vestmannaeyjum og hefir þannig lagt leið sína þvert yfir landið. Við bilun þá, er varð á Lax- árvirkjuninni var gerl á skömmum tíma, þannig að hún kom ekki .verulega að sök. Auk þess sem loftvarnar- belgir þessir gera hinn mesta usla víða þar, sem þá ber yfir, geta þeir að sögn baft mikla hættu í för með sér, ef farið er með eld of nálægt þeim. Stafar það af gasinu, sem í þeim ér, ogfjfefir lieyrst að slys liafi orð- ið víða erlendis af þeim sökum, að kviknað liafi í gasinu. Þetta ættu menn að hafa í huga, ef þeir lenda í kasti við loftvarnarbelgi, sem virðast vera víða á ferð á þessum slóð- um. Samkvæmt verslunarskýrsl- um Bandaríkjanna fyrir ágúst, keyptu Breta þann mánuð 95% af öllum flugvélum og flugvéla- hlutum, sem flutt var úr landi og 90% af öllum byssum, skot- færum og sprengiefnum. • Pólska herstjórnin í Eng- landi hefir tilkynt, að pólskir flugmenn hefði þangað til í gær skotið niður rúnflega 200 þýsk- ar flugvélar. Mikil umferð. Menn ræða nú mjög um hina auknu umferÖ i bænum og í ná- grenni hans, enda ekki ástæðulaust. Til sönnunar því, hvað umferðin hefir aukist gífurlega, hefir greina- góður maður sagt Vísi frá j)ví, að einu sinni í síÖustu vjku, hafi hvorki meira en minna "én 53 bílar ekið í óslitinni röð niður Banka- stræti. Dýraverndarinn. Októberheftið er nýútkomið, og eru í jtví þessar greinar: Bréfi svarað. Týrus, gftir Steingrím Da- víðsson. Fagurlitur fugl og vitur, eftir Jón Pálsson. Þytur, hestavísa, eftir síra Jón á Bægisá. Fjárrekstr- ar. Hugleiðing, eftir Örninn unga. Úlfhundar og Draumur um kisu, eftir Guðríði Eyjólfsdóttur, Vest- urgötu'5i. Dýraverndarinn er vand- aður að efni og frágangi að venju. Þýsk ílugvél He- 111 yfir Reykjavík í gærmorgun kvað óvenju- mikið að skothríð hér í nágrenni bæjarins, en ýmsir hugðu að hér væri aðeins um æfingu hins breska setuliðs að ræða. 1 þessu sambandi hefir breska setuliðsstjómin- tilkynt eftir- farandi: í gærmorgun flaug þýsk könnunarflugvél yfir Reykja- vík, en var hrakin á haf út í vesturátt af fallbyssuskothríð og breskum flugvélum. Það skal fram tekið, að til- kynningin er hér birt efnislega rétt, en ekki orðrétt. Frá Vestmannaeyjum símaði fréttaritari Vísis að þar hefði hin þýska flugvél flogið yfir í gærmorgun, og hélt hún sig í mjög mikilli hæð. Kom flugvél- in úr austri, og má telja víst að hún hafi komið frá Noregi. Ekki sást frekar til ferða flugvélar þessarar frá Vestmanneyjum. Vísir hafði í morgun tal af Agnari Kofoed-Hansen, lög- reglustjóra. Sá hann þýsku flugvélina, er bann var staddur Eftirfarandi grein birtist í enska blaðinu „Daily Mail“ 23. f. m.: „Frosinn fiskur verður nýti góðgæti, sem bresku hús- mæðiu-nar geta bætt við á borðið bjá sér komandi vetr- armánuði. — Matvælaráðu- neytið mun mjög bráðlega skýra frá ráðagerð, sem það hefir um aðflutning á frosn- um fiski svo miljónum tonna skiflir. Fiskbirgðir þessar, sem veiddar eru á bestu fiskimiðum heims af kana- diskum og olckar eigin sjó- mönnum siðastliðið sumar, hafa verið teknar til geymslu í frystihúsum, til þess að hæta úr vöntun á nýjum fiski i vetur. Miljónir manna hvarvetna í landinu mundu verða án fiskjar í vetur, ef ekki væru til þessar miklu birgðir af fiski í frystihús- unum. Tilætlun ráðuneytis- ins er sú að allir geta fengið fisk fyrir talsvert lægra verð en nýr fiskur kostar nú. Þessi frosni fiskur, sem er af ýmsum tegundum, svo sem sild, New-Foundland- lax, lúða, koli, ýsa og þorslc- ur, mun að likindum koma á markaðinn í næsta mánuði (nóvember). Lítilsháttar af frosnum fiski verður til sölu í mörgum liinna stærri borga seinnihluta þessarar viku og verður hann seldur á 1 shill- ings 3 pence hvert enskt pund á móti 2/- til 2/6 hvert enskt pund af nýjum fiski, eins og hann er seldur nú, gert er því ráð fyrir að fros- inn fiskur muni verða alt að helmingi ódýrari en nýr fiskur. rétt hérna megin við Sandskeið- ið á leið frá hænum. Agnari sagðist svo frá: „Eg var á leið upp að Sand- skeiði og var næstum, kominn þangað, er eg kom auga á tví- lireyfla flugvél, sem kom úr áttinni austan frá Ölfusi. Flaug flugvélin mjög lágt. Eg liélt í fyrstu að hér væri um enska flugvél að ræða og var að velta þvi fyrir mér, hvaða tvihreyfla flugvélar Bretar myndu hafa hér. Þegar flugvélin kom nær, sá eg að hún var af þýskri gerð. Var hér um Heinkel-vél að ræða, He-111. Þegar flugvéhn kom niður undir Lögberg, fór hún að hækka flugið óðum og var komin allhátt, þegar hún var komin yfir bæinn. Þá var strax hafin skothríð á hana.“ Vísir spurðist og fyrir um það, hversvegna loftárásamerki voru ekki gefin i hænum. Vís- aði lögreglustjórinn um það mál til yfirlýsingar þeirrar frá loftvarnarnefnd, sem birt er annarsstaðar í blaðinu . Ciano greifi íer til Þýskalands á ný. Einkaskeyti frá U. P. London í morgun. Samkvæm t áreiðanlegum heimildum í Rómaborg ætlaþeir von Ribbentrop og Ciano greifi að gera uppkast að sáttmála við Sovét-Rússland, varðandi af- stöðu þeirra til Grikklands og Tyrklands, vegna hins breytta viðhorfs, eftir að lil styrjaldar köm milli Itala og Grikltja. London í morgun. Fregnir frá Ítalíu í gær hermdu, að Ciano greifi væri á förum til Þýskalands, en þar ræðir hann við von Ribbentrop, utanríkismálaráðherra Þýska- lands. Ymsum getum er að þvi leitt, hvert viðræðuefnið muni vera, en alment er talið, að það sé svipað og á fundum þýskra, ítalskra og franskra stjórn- málamanna að undanförnu. — Fregnir frá Spáni lierma, að blaðið Ariba segi, að Ciano greifi og von Ribbentrop eig'i að taka á móti Laval, sem, liefir verið að þinga við þýska stjórn- málamenn að undanförnu. — Einn af embættismönnum þýska utanríkismálaráðuneytis- ins var spurður að því í morg- un, hvort rétt væri, að Ciano greifi og von Ribhentrop ætl- uðu að hittast, og kvaðst liann hafa heyrt það, en vildi ekki viðurkenna það beinlínis. Stjórnmálaviöræður í Madrid. Einkaskeyti frá U. P. London í morgun. Frá Madrid er símað, að Serr- ano Suner, liinn nýi utanrikis- ráðlierra Spánar hafi rætt við sendiherra Þýskalands í gær. 1 gærkveldi muri Suner liafa rætt við sendiherra Breta í Madrid, Sir Samuel Hoare.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.