Vísir - 04.11.1940, Blaðsíða 3

Vísir - 04.11.1940, Blaðsíða 3
0 VISIR - -■ - . . —■___—..— ._ _. ._ . -.-_.:-.. . „NORMANDIE1 notar yingöngu WALL ROPE kaðla og tó. Um allan heim er WALL ROPE viðurkent fyrir styrkleika og endingu, enda er WALL ROPE verksmiðjan yfir 100 ára gömul. Utgerðarmenn og sjómenn! Hví ekki að nota það besta, þegar K.F.U.K. A. D. Fundur annað kvöld kl. 8V2- Allar konur yngri og eldri, velkomnar. — Cand. theol. Sigurbjörn A. Gísla- son flytur rœðu. VÍSIS KAFFIÐ gérir alla glaða. Iþróttaæflngar félagsins verða sem liér segir í vetur: Fimleikaflokkur kvenna (úrval): Mánud. kl. 8.30, Miðhæjarskólinn Fimtud. kl. 8.30, Miðbæjarskólinn Föstud. kl. 8.30, Miðbæjarskólinn Fimleikaflokkur kvenna (1. fl.): Miðvikud. kl. 7.45, Miðbæjarsk. Laugard. kl. 8, Miðhæjarskólinn Fimleikaflokkur karla (1. f 1.): Mánud. kl. 8.30, Austurbæjarsk. Miðvikud. kl. 8.30, Austurbæjarsk. Föstud. kl. 10, Miðbæjarskólinn. Fimleikaflokkur karla (2. fl.): Mánud. kl. 7.30, Austurbæjarsk. Miðvikucl. kl. 7.30, Austurbæjarsk. Skíðamenn: Þriðjud. kl. 8.30, Miðbæjarskólinn Föstud. kl. 7.45, Miðbæjarskólinn Utiíþróttamenn: Mánud. kl. 9.20, Miðbæjarskólinn Fimtud. kl. 9.20, Miðbæjarskólinn Knattspyrnumenn (Meistara- flokkur og 1. flokkur): Mánud. kl. 10, Miðbæjarskólinn Miðvikud. kl. 8.30, Miðbæjarsk. Karlaflokkur (fimleikar): Miðvikud. kl. 9.30, Miðbæjarsk. Æfingatafla þessi gengur þeg- ar í gildi. Kennarar félagsins eru þessir: Benedikt Jakobsson kennir fim- leika kvenna, iþróttaleikfimi, skíðaleikfimi og handknattleiki. Vignir Andrésson kennir fim- leika 1. og 2. fl. karla. Jón Ingi Guðmundsson kennir sund og verða æfingar á sama tíma og undanfarið. Nánari upplýsingar viðvikjandi æfingum félagsins gefur Benedikt Jakobsson, sími 5047. Klippið töflu þessa vúr blaðinu til ntinnis. K.R.-ingar! Sækið vel iþrótta- æfingar félagsins. STJÓRN K.R. Atvinna Duglegur sölumaður og 2 laghentir verkamenn óskast til iðnaðar- og verslunarfyr- irtækis sem er að stækka rekstur sinn. Að öðru jöfnu verða þeir látnir sitja fyrir, sem geta lánað gegn góðri tryggingu eða lagt fram sem hlutafé 5—10 þúsund krónur. Tilboð með upplýsingum, merkt: „Framlíð“, sendist af- greiðslu Visis strax. Frönskun mskeið Alliance Francaise í Háskóla íslands hef jast næstu aaga. Kennari verður Magnús G. Jónsson, konsúlsritari. Kent verður í byrjunardeild og fram- lialdsdeild. Námskeiðið (nóv.—jan.) 20 kenslustundir, kostar 30 krónur og greiðist fyrirfram. Námskeið fyrir börn hefsl um líkt leyti. Kennari verður Hjör- dis Pétursdóttir og'fer kenslan fram í bókasal félagsins (Franska konsúlatið). Námskeið (nóv.—jan.) 20 kenslustundir kosta 20 krónur og greiðist fyrirfram. Væntanlegir þátltakendur í öllum þessum námskeiðum gefi sig fram á skrifstofu forseta félagsins i Garðastræti 17, sími 2012 sem allra fyrst. Mjólkurmál. í>ví er mjög haddið á lofti þessa dagana, að mjólkin hafi komist upjj í 1 kr. literinn árið 1919. Eru það Framsóknar- menn og þeirra nóíar, sem þessu halda fram, til að rétt- læta hið háa mjólkurverð. En sú, sem þelta ritar og var liús- móðir um þetta leyti, man ekki eftir að liafa gefið svo hátt verð fyrir nokkurn mjólkurpott. Hef eg borið þetta undir ýmsar kon- ur, sem voru húsmæður í þá daga og man engin þeirra til þess heldur, en liitt er okkur öllum minnisstætt, að mjólkin var næstum þvi ófáanleg. Það er þvi ekki ósennilegt, að ein- hverjir, sem aðþrengdir voru og hinsvegar i sæmilegum efn- um, hafi neyðst til að kaupa mjólkina þessu afar verði, en það er áreiðanlegt, að alment var það ekki. Þetta umrædda ár var grasbrestur og urðu margir að lóga skepnum sínum, svo að hér var vissulega um neyðar- ástand að ræða, og ennfremur voru það ekki nema nærsveit- irnar, sem þá fluttu mjóllc til bæjarins, þvi að þá var mjólk ekki flutt nema á hestvögnum ‘og bátum. Eg var ein þeirra, sem keypti mjólk lijá fólki í hænum, enda gerðu það flest- ir, því mjólkurútsölur voru þá ^ fáar til. En þá vildi Svo til, að dóttir konu þeirrar, sem eg skifti við, kom frá útlöndum með hörn sin og misti eg þá mjólkina ög var þá ómögulegt fyrir mig að fá mjólk, fyr en tveim, þrem mánuðum seinna, enda þótl eg ætti ungbarn og gæti vel borgað; er því eklci að undra þótt mjólkin kæmist í- hátt verð, þegar svona var á- statt. En að miða beri við það ástand, sem þá var eða að það sé til eftirbreytni, þvi neita eg og býst eg ekki við, að neinn geti haldið því fram, að svo sé, nema þeir menn, sem altaf þurfa að „viðra“ flónsku sína, i hvert sinn, sem þeir geta kom- ið því við. En liitt var aftur til eftirbreytni, að mjólkin var alt- af ný, þegar hún kom til neyt- enda í þá daga, en aldrei „for- legin“, eða þriggja eða fjögra daga gömul. Kona. hins íslenska bók- l> mentafélags eru nýlega komin út. Ber þar fyrst að nefna tímaritið Sldrni, er hefir inni að lialda margar ágætar greinar og^ljóð. Ber þar að nefna hinn minnisstæða fyr- irlestur Sigurðar próf. Nordals um Einar Benediktsson, er liann flutti í ríkisútvarpið 31. okt. 1939, en hefir nú aukið og end- urbætt. Guðfinna frá Hömrum: Ptokkhljóð .(ljóð). Guðni Jóns- son: Sannfræði islenskra þjóð- sagira, mikið rit. Guðmundur G. Hagalín: Bleikur (saga). Snæbjörn Jónsson: Thomas Hardy, aldarminning (ljóð). Baldur Bjarnason: Mexílcó. Ól- afur Lárpsson próf.: Eyðing Þjórsárdals, mjög fræðileg rit- gerð, þar sem leiddar eru mjög sterkar líkur að því, að Þjórs- árdalur, eða réttara sagt Foss- árdalur, hafi eyðst löngu fyrr en alment hefir verið talið, eða rétt eftir landnámið, á sjálfri gullöld íslendinga, i stað 14. ald- ar. — Guðmundur Friðjónsson: Veislugleði, sextug endurminn- ing. Vilhjálmur Stefánsson: Hvernig eyddist bygð Islend- inga á Grænlandi? Sigurjón Jónsson: Heilbrigðismálaskipun og lieilbrigðisástand hér á landi fyrir 100 árum, og að lokum rit- fregnir um fjölda bóka. Þá eru „Annálar“ 1400— 1800, að þessu sinni Selbergs- annáll Gísla Þorkelssonar, með löngum formála og skýringum, er Jón Jóhannesson mag. hefir ritað. Að lokum er rit dr. Einars Ól. Sveinssonar: Um íslenskar þjóðsögur, útgefið á kostnað sjóðs Margrétar Lehmann- Filhes. Rit þetta er mikið og vandað og myndum prýtt. Verð- ur þess getið síð_ar. E F ÞÉR H AFIÐ liúsnæði til leigu eítthvaö að selja tapað einhverju, Þá er best að setja smáauglýsingu í Sími 1660. CSOCCOtiOOíiQOtiCOOÍiCÍXÍtSOOKOtÍCOOÍÍQÍÍtíCÍXlíÍQOiíOOOÍÍÍSOÍÍOOOOQOCX 8 % « Eg þcikka hjartanlega alla vinsQmd og virðingu mér « A Sj g sýnda i tilefni af fimtugsafmæli minu 1. þ. m. a « « . « j; O l a f u r S v e i n s s o n. 8 8 g OCOOOtSOOtÍOOtiOOOClOOOtStSOtSOtSOOOGOOtSOOOCOOOOtSOOtSOtSOOOOtSOtÍÍ Silfui'rcfaikiiin Nokkur falleg silfurrefaskinn til sölu, einnig kraga- skinn. — HEILDVERSLUN ÞÓRODDS JÓNSSONAR, Hafnarstræti 15. i I Hallbjörg Bjarnadóttir NÆTUR- JAZZHLJÓMLEIKAR MEÐ HLJÓMSVEIT. Stjórnandi Jóhann Tryggvason. MIÐVIKUDAGSKVÖLD KL.1V/Z í GAMLA BÍÓ. Aðgönguraiðasalan er h.já Eymundsen og í Hljóð- færahúsinu.- Nýlega kom út bók eftir m Frú Jóhönnu Sigurðsson: Höndin min og höndin þín Kaflarnir í bókinni eru meðal annara þessir; Forð- ist dáleiðsluna — Kennarinn og barnið — Heimsstyrj- öldin — Hver skrifaði falsbréfið? Fæst í bókaverslunum. Síðasti fyrirlestur frú Jóhönnu Sigurðsson er kom- inn út prentaður. Verð kr. 1.25. Fæst í bókaverslunum. Dextrin Harpix Verslun O. Ellingsen hi. Tilkynning: frá loft- vnrnoiicfiKliiini í Ifeykjavík. Að gefnu tilefni skal þess getið að allar raf- flautur bæjarins voru í lagi s. 1. sunnudag, en voru ekki settar í gang þar sem loftvarna- nefndinni ekki barst nein tilkynning um yfir- vofandi hættu. Það skal ennfremur tekið fram að loftvarnanefndin hefir ekki umráð yfir atbugunarstöðvum þeim, sem til eru víðs- vegar um landið og hefir ekki heldur aðstöðu til að dæma um hvort um æfingar eða árásar- flugvélar er að ræða, hefir það því verið á- kveðið að setja rafflautur bæjarins tafarlaust í gang er tilkynning berst frá breska setulið- inu, um yfirvofandi hættu. Loftiarnanefuil. Það tilkynnist vinUm og vandamönnum, að maðurinn minn og faðir okkar, Ólafur Gunnlaugsson járnsmiður, verður jarðsunginn þriðjudaginn 5. nóv. frá fríkirkjunni og liefst athöfnin með húskveðju á heimili hans, Víðimel 60, kl. 1% síðd. — Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum. Fyrir hönd aðstandenda. Vilborg V. Jónsdóttir. Gunnlaugur Ólafsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.