Vísir - 05.11.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 05.11.1940, Blaðsíða 2
VÍSIR DAGBL AÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR II/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst;: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti).. Símar 1 G 6 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Vinnufriður. JJÉR í blaðinu birtist fyrir iielgina tvær greinar, er fjölluðu um þær ráðstafanir, sem frændþjóðir okkar á Norð- urlöndum befðu gert til þess að kotna á vinnufriði, og tyyggja heppilega lausn deilumála, er upp kunna að koma, og varða kaup og kjör verkamanna. Fyr- ir okkur íslendinga er hvorki ástæðulaust né ótímabært að hefja umræður um þessi mál, ef ske kynni, að þær mættu leiða til alvarlegrar viðleitni, er miðaði að þvi að tryggja vinnu- friðinn í landinu. Hér standa nú sakir þannig, að verkalýðs- félögin hafa öll sagt upp vinnu- samningum þeim, sem gilt liafa lil þessa, frá áramótum að telja, og ekki er annað sýni- legt en að alslierjar vinnu- stöðvun verði, ef eldii verður að gert i tíma. Til þess að leysa málið eru tvær leiðir: Önnur sú að ríkis- valdið láti málið til sín taka, hin að atvinnuveitendur og verkamenn leysi það með sam- komulagi sín í millum. Allir munu telja það æskilegra, að samningar takist, án þess að af- skifti ríkisivaldsins komi til. Hitt sýnist jafn auðsætt, að ef samningar' takast ekki verður ríkisvaldið nauðugt viljugt að hefja afskifti af málunum. Yinnuveitendaféiag Islands hefir sent Alþýðusambandinu tilmæli um að þau taki upp samningaumleitanir í þeim til- gangi að komist verði svo sem unt er hjá því, að truflun verði á vinnufriði í landinu. Á fundi stjórnar Alþýðusambandsins var erindi þetta tekið til um- ræðu og svofeld ályktun gerð: „tJt af bréfi Vinnuiveitendafé- lagsins ákveður Sambands- stjórn að tilkynna stjórn fé- _ lagsins, að Sambandsstjórn liafi ekkert umboð til þess að gera néina allsherjarsamninga, auk þess sem sambandsþing er nú að koma samaif og væntam lega 'tekur til athugunar samn- inga um kaup og kjör. Hins- vegar telur Sambandsstjórn rétt að fela framkvæmdastjóra og erindreka að afla nánari upplýsinga um það frá Vinnu- veitendafélaginu, livað fyrir því vaki í þessu máli.“ Að lokum óskaði svo Sambandsstjórnin eftir þvi, að umræðufundur verði ákveðinn í samráði við framkvæmdastjóra sambands- ins, og má því ætla, að þessir tveir aðilar taki upp vinsam- legar umræður um þessi mál, hver sem árangur kann að að verða af þeim. Hér er livorki timi né rúm til þess að ræða einstök atriði væntanlegra samninga, heldur aðeins viðhorf þjóðfélagsins til þessara tveggja slerku aðila, sem hafa það verkefni með höndupi að skapa vinnufrið í landinu. Eins og nú er ástatt má segja, að íslenska þjóðin hafi aldrei horfst í augu við al- varlegri erfiðleika, og alt velt- ur á því, að hún mæti þeim ó- skift og ósundruð. Hver veila í samheldninni getur leitt til margskyns böls, sem seint verður bætt, og því er það þjóðarnauðsyn að skynsemi og fullur skilningur á þörfum þjóðfélagsins verði ríkjandi við samningaborð vinnuveitenda og verkamanna, en ekki blind togstreita um hagsmuni þess- ara aðila, sem miðast aðeins við stundargróða en ekki var- anlega velferð stélta þessara og þjóðfélagsins í heild. Ilver þjóðbollur Islendingur mun láta sig mál þetta miklu sldfta, og hætl er við að hinir geri það einnig, sem lítinn skilning bafa á þörfum og nauðsyn þjóðarinnar. Komm- únistar bafa þegar sýnt, að fyr- ir þeim vakir það eitt, nú sem endranær, að efna til æsinga og torvelda alla samningagerð. Af- staða þeirra mótast fyrst og fremst af því, að nú fara kosn- ingar í liönd, og þá er um að gera fyrir kommúnistana að hafa komið á sem mestu öng- þveiti á atvinnusiviðinu, sér til fylgisauka og framdráttar. Að þessu sinni ber nauðsyn til að varlega sé fárið í allar sakir og vel sé á málum hald- ið. Atvinnustöðvun má ekki lcoma til greina. Hún myndi leiða til óvenjulegs ófarnaðar fyrir þjóðina. Það er því eðli- legt og sjálfsagt, að deiluaðilj- ar fari að dæmi annara Norð- urlandaþjóða og Icomi sér sam- an um þá lausn, sem líklegust er til að skapa hér vinnufrið, styrkja samheldni jjjóðarinnar og efla sjálfstæði hennar út á við sem inn á við. FRÁ HÆSTARÉTTI: Málsmeðferð ómerkt í héraði. I gær var í hæstarétti kveðinn upp dómur i málinu Egill Jón- asson gegn Albert Bjarnasyni. Urðu úrslit málsins þau, að meðferð þess i héraði og dómur var ómerkt og málinu vísað frá liéraðsdómi og segir svo í for- sendum hæstaréttardómsins. „Þann 25. niars 1939 lét stefndi hér fyrir dómi, Albert Bjarnason, kveðja Einar Jóns- son, þann er í héraðsdómi getur, á sáttafund til þess að fá hann fyrir hönd eiganda nefndrar bifreiðár (þ. e. G. K. 113) og blu taðeigandi vátrvggingarfé- lags lil að greiða kr. 2399.00. Sáttatilraun varð árangurslaus. Einar Jónsson skorti umboð til sáttagerðar fyrir eiganda og vá- tryggjanda bifreiðarinnar, og var sáttatilraun þessi því ólög- mæt. Málið þannig undirbúið V9i’ §íðan Ingt til dóms j Kefjo- vík þann 3. maí s. á. Tók áfrýj- andi, Egill Jónsson, eigandi téðrar bifreiðar, þá við vörn þess, og samdist þá svo með að- iljum, að málið skyldi flytja í Hafnarfirði. Með framlialds- stefnu 25. ágúst 1939 var áfrýj- ainla síðan stefnt til aukaréttar Gullbringu- og Kjósarsýslu, er halda skyldi i Hafnarfirði, og var dómkrafan þá kr. 5212.60. Sátla var ekki leitað um þessa kröfu, livorki fyrir sáttanefnd né.dómi. Vegna þessara galla á málatilbúnaði verður* að ó- merkja ex officio alla málsmeð- ferð í héraði og héraðsdóminn og vísa málinu frá héraðsdómi.“ Hrm. Theodór B. Líndal flutti málið af liálfu áfrýjanda en hrm. Sveinbjörn Jónsson flutti málið af hálfu* stefnda. Næturlæknir. Pétur Jakobsson, Leifsgötu 9, sími 2735. Næturverðir í Ingólfs apóteki og Laugavegs apóteki. Stríðsspilið „SÓKNIN MIKLA“ kemur á morgun. Af§taða og* Itala á og: við Miðjarðahaf Eftir major-genera1 Sir Charles Gwynne. Vegna uppgjafar Frakka i Sýrlandi og Tunis, hefir breski herinn í næslu löndum orðið, fyrst um sinn að minsta kosti, að fara í varnarstöðu. Hann hefir hörfað undan sókn ítala austur yfir landamæri Egiptalands og Libyu. Aðalverkefni liersins er að verja Egiptaland gegn innrás Ilala og þar með að vernda bækistöðvar breska flotans í austurbluta Miðjarðarliafsins, bækistöðvar flughersins og Suez-skurðinn. Samvinna allra þriggja deilda1 hersins, land-, loft- og sjóliers er mjög veigamikil þarna. Flot- inn stofnar samgöngum milli Italíu og Libyu i hættu og getur lialdið uppi stórskotahríð á veg- inn meðfram Libyu, sem er aðalsamgönguæðin að austur- landamærunum. Hann hefir lika varið kaupskipaflota, sem kom með hergögn og lið frá Englandi. Flugliðið, sem mjög er notað til árása á bækistöðvar Itala styrkir mjög varnarstöðu land- hersins Verkefni landhersins. Auk þess sem landhernum er ætlað að verja Egiplaland og þar með raunverulega að einangra Austur-Afríkulönd ítala, eru honum ætluð önnur verkefni. Ilann ber ábyrgð á öryggi Gyðingalands og vörn stranda þess gegn árásum ítala, sem gætu stofnað Haifa, og þar með olíuleiðslunni frá írak, i liættu. Atburðir í Sýrlandi og annað, sem gæti haft áhrif á sáttmál- ana við Grikki og Tyrki, gæti einnig skapað honum ný verk- efni, Til þess að fásl við öll þessi raunverulegu og - mögulegu verkefni treystir herinn á bæki- stöðvar sínar í Egiptalandi. Ef þær væri tapaðar, yrði að end- urskoða allar varnarráðagerðir þar austur frá. Það er þó mögu- legt, að bægt væri að verjast í Gyðingaladi einu, m. a. við Ak- aba-fló^nn hjá Sinai-skaganum og þaðan mætti þá loka syðri enda skurðsins. Eins og nú slanda sakir er Egiptaland aðalvirkið. Það er því sérstaklega nauðsynlegt að athuga hættuna, sem stafar frá Libyu. Möguleikar ítala. Það er ekki rétt að vanmeta herstyrk Itala. Kostir hans eru auðvilað mismunandi, en að nokkuru leyti að minsta kosti er þar 11111 góða hermenn að ræða, bæði livíta og dökka. Foringj- arnir eru reyndir í styrjöldum og eru góðum stjórnendakost- um búnir. Tölulega er styrkur ítala miklu meiri en Breta og Egipta, enda þótt vopn hans séu gömul og úrelt, sérstaklega livað við- kemur loftvarnabyssum og brynvörðum farartækjum. En ef hægt er að beita herstyrk ítala öllum, þá er þar um alvai’- lega hættu að ræða. Þó má telja nokkurnveginn vafalaust, að ekki sé hægt að beita styrknum öllum, -nema hann geti brotist til þeirra héraða Egiptaiands, þar sem vatn er nægilegt. Áður en þangað er komið, þarf að fara yfir um 500 km. breiða eyðimörk, þar sem barist yrði um hvert hinna fáu og smáu vatnsbóla. Eina sóknin, sem þarna getur komið til mála, að hafi von um sigur, er með fjölda sterkra brynsveita með aðstoð flugvela. Landslagið leyfir slíka sókn með ströndinni, en þegar lengra dregur inn í landið, er sandurinn svo laus i sér, jafnframt þvi sem vatn er næsta ófáanlegt, að þar má hún heila óframkvæm- anleg. Hjálp frá Þjóðverjjum. Italski herinn er ekki velút- búinn til slíkrar herferðar, en þar gæti Þjóðverjar hjálpað. Breski flotinn gerir auðvitað skipaferðir milli Italíu og Libyu hættulegar, en það er ekki hægt i að ætlast til þess að hann stöðvi þær algjörlega. Auk þess eru ; margar hafnir í Libyu svo fjarri ! landbækistöðvum flughersins, ! að ekki er liægt að senda flug- vélar í sprengjuleiðangra þang- | að. i vegna þess hversu hraðskreiður hann er, dreift breska flotanum. Ef ítalir gerðu árás á Grikki, eða Þjóðverjar sækti suður á Balkanskaga í átlina til Tyrk- lands, myndi það mjpg dreifa kröftum Breta. Ef Þjóðverjar hinsvegar tæki þá ákvörðun að veita Itölum lið í Libyu, myndi það verða með þeiin vélahersveitum, sem ekki eru taldar nauðsynlegar i inn- rásinni í England. Meðan Þjóð- verjar halda uppi loftárásum sínum á Bretland, er ólíldegt að þeir geti látið ítölum í té flug- vélar. Fari hinsvegar svo, að Þjóð- verjar hætti við innrás í Bret- land, þá mega þeir vel sjá af flugvélum þeim, sem mundu vart verða nolaðar gegn Bretlandi, nema sem undanfari innrásar, til að orsaka ringul- reið til að gera það auðveldara, að koma þvi liði á land, sem flutt yrði sjóleiðis, Sókn með fallhlífarhermönnum. I Egiptalandi, þar sem allur aðalflutningar og samgöngur fara fram með járnbrautum og ólíklegt er að heimavarnalið, eins og í Brellandi, sé til, hefir sókn með fallhlífarhermönnum mikla möguleika til að ganga vel. Yfirleitt má segja, að aðal- hæltan stafi frá Libyu, enda þótt ár ’.s á Grikki frá Albaniu my 1 !i neyða Breta lil að fara þar til hjálpar og dreifa þannig kröft- unum, Þýsk sókn suður Balkan- skaga til Tyrklands er ólikleg. Hún myndi áreiðanlega ganga seint vegna erfiðra slaðhátta og ekki hafa nein endanleg úrslit, sem fjárhagur möndulveldanna gerir kröfur til. Þar við bætist, að afstaða Rússa er aldt ei örugg. Það má því gera ráð fyrir, að Þjóðveij- um sé heillavænlegast að beita aðeins stjórnmálavaldi en ekki vopnum við þjóðirnar á Balk- anskaga. En þó að staða Breta hafi mjög versnað við að Frakkar gengu úr skaftinu, hefir það þó 1 orðið henni ómetanlegur styrk- | ur, að breski flotinn ræður lög- um og lofum á Miðjarðarhafi. Það lið, sem sjá má af frá Bretlandi, getur farið um þetta liaf, sem Mussolini ætlaði flota sínum að loka. Liðsaukar frá Indfandi og Ástralíu geta farið til Egiptalands með enn minni hættu. Leiftursókn frá Libyu. Meðan Egiplaland er ósigrað er öllu óhætt, en bækistöðvarn- ar eru svo veigamiklar, að það Á þessum vetri hefir háskól- inn tekið upp þá ágætu -ný- breytni að liáskólakennarar munu á sunnudögum lialda»fyr- irlestra fyrir almenning um vísindaleg efni, en í alþýðlegum búningi. Verða þessir fyrirlestr- ar 6 i vetur, eða þó öllu lieldur 7, ef með er talinn Ilaralds Ní- elssonar fyrirlestur sá, ér pró- fessor Sigurður Nordal flytur. Var fyrsti fyrirlesturinn fluttur í gær. Rektor háskólans, próf. Alexander Jóliannesson, gerði á undan með nokkurum orðum grein fyrir fyrirlestra- starfsemi þessari, og því næst tók prófessor Ágúst Bjarnason til máls og flutti erindi um verð- mæti mannlegs lífs. Titill erindisins, sagði próf. Ágúst í upphafi erindisins, væri tvíræður, því það væri ekki verðgildi lífsins, sem væri að vísu mikið, en þó misjafnt, sem liann ætlaði áð tala um, heldur um þau verðmæti, sem mann- fólkið ætti ráð á meðan það væri lífs, verðmæti þau, sem menn sækjast eftir. Menn spyrðu sjálfa sig til hvers væri að lifa og til livers að fæðast. Svörin væru mörg, en misjafnlega góð. Sumt væru svör fullkominnar léttúðar. Þá svaraði og heimspeki og trú. T. d. kallaði hinn enski siðfræð- ingur og sagnaritari Carlyle manninn hinn himinsenda í riti sínu Sartor resartus og segði hann koma og fara frá guði til guðs. Að þessu vildi fyrirlesar- inn ekki hallast, heldur kvað liann verða að sækja svarið til þróunarkenningarinnar. Maður- er skiljanlegt að andstæðing- arnir vilji ná þeim og það verð- ur að verja þær af öllum mætti. Löng sókn er ólíkleg, því að lierinn yrði að treysta á birgðir, sem safnað var saman áður en Italir fóru i striðið. Líklegt er að þær sé svo litlar, að þær leyfi einungis leiftursókn. v; ítölsku herirnir í Austur- Afríku liafa litla þýðingu og taka breska Somalilands þar þeim til einskis gagns. Aden er ekki í neinni hættu. Það þarf ekki að óttast stórfelda inni'ás í Kenya, vegna þess hve varnir eru þar sterkar. Innrás í Súdan frá Kassale er möguleg. Þangað má flytja liðs- auka frá Egiptalandi, t. d. ind- versTfar hersveitir. Það styrkir þó aðstöðuna í Súdan, að frönsku nýlendurnar þar liafa gengið De Gaulle á hönd. inn hefði í öndverðu verið eitt af dýrum merkurinnar, sem hefði barist við önnur dýr, en síðan liefði hann þokast fram eftir menningarbrautinni, uns liann væri kominn á það stig, sem hann er nú á og berst við sína líka, en tilgangurinn væri að ná enn meiri þroska, uns mannlégri fullkomnun væri náð, og mennirnir berðust þá ekki lengur við neina heldur leystu deilumál sín i bróðerni. Allur heimurinn væri eitt liagsmuna- kerfi og menn myndu að lokum finna ný verðmæti og fyrir lil- stilli þeirra myndu allir úm siðir fá lifað við allsnægtir. Það mætti flokka verðmætí lífsins i þrjá aðalflolcka. Væri fyrst tíminn —- hin líðandi stund — hann væri i raun og veru aleiga manna, hann væri uppgönguauga alls og þvi yrði að nota hann vel, annars færi illa. Þá væru tækifærin sem byðust um dagana, þau mætti eklci láta ónotuð. Mönnum hætti við að sjá ekki líðandi stund fyrir áhuganum á að fullnægja þeirri alkunnu löngun manna að skygnast inn í framtiðina, en ménn verða að líta sér nær og kynnast því, sem er í kringum þá og meta það. Menn verða að lifa og starfa, líða og njóta í lið- andi stund, aðallega starfa, því starf þroskar. Fáeinar atvika- keðjur skapa lífsástæour vorar, og þvi verðum við að gefa þess- um atvikum gaum og nota tækifærin. Þá eru persónuverð- ' mætin. Menn þekkjast yfir höf- uð of lítið, veita hvor öðrum of litla atliygli og greina því ekki JFyrsti almenni háskólafyrirlesstur. %

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.