Vísir - 07.11.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri:
Kristján Guðlauc sson
Skrifstofur:
Félagsprentsmiðjan (3. hæð).
Ritstjóri 1
Blaðamenn Símt:
Auglýsingar , 1660
Gjaldkeri 5 línur
Afgreiðsla J
30. ár.
Reykjavík, fimtudaginn 7. nóvember 1940.
258. tbl.
Engir ítalskir hermenn,
nema fangar, á grískri
grUndj segja Grikkir við U. P.
EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun.
Fréttaritari United Press, sem staddur er í Saloniki, hefir átt tal við háttsettan
grískan herforingja um stöðu herjanna við albönsku landamærin. „Innan
landamæra Grikklands eru nú engir ítalskir hermenn, nema þeir hafi verið
teknir til fanga," svaraði hinn gríski hershöfðingi. Þegar fréttaritarinn spurði um
hvaða „stöðu" Alpahersveitin umkringda hefði að þessu leyti, svaraði hershöfðinginn
á þessa leið: „Þeir sem eru ekki þegar fallnir eða orðnir fangar, munu verða annað-
hvort næstu daga."
í nokkur ár
Einkaskeyti frá U. P.
London í morgun.
V UNDÚNABLAÐH) Daily
Mail segir frá því í
morgun, samkvæmt skeyti
frá fréttaritara sínum í Lissa-
bon, að Carol hafi skýrt frá
því í Madrid í gær, að hann
og Madame Lupescu hafi
verið gefin saman í hjóna-
bánd í London fyrir nokkr-
um árum.
Carol reyndi hvað eftir
annað í gær að ná tali af
Serrano Suner, utanríkis-
málaráðherra Spánar, til
þess að fá hann til að hafna
kröfum rúmensku stjórnar-
innar um að þau Lupescu
verði framseld. Suner var
aldrei við látinn.
Timosheiiko g;ef-
ar dagskipaii.
Einkaskeyti frá United Press.
London í morgun.
IfERMÁLARÁÐHERRA SoVi-
etríkjanna, Timoshenko, er
við tók af Voroshiloff, hefir
gefið út dagskipan til rauða
hersins í tilefni afmælis bylt-
ingarinnar. Dagskipanin er birt
í öllum blöðum Soviet-ríkjanna.
Timoshenko ræðir fyrst um
sigra Sovietríkjanna við Eystra-
salt og í Rúmeníu, en varar
jafnframt rauða herinn við að
vera of bjartsýfin um framtíð-
ina vegna þeirra.
„Á þeim, óróatímum, sem nú
eru, þegar hver óvænti atburð-
urinn gerist á fætur öðrum,
vei-ðum við að vera vel á verði.
Þjóðin verður að vera hervædd
i sifellu og viðbúin árás fjand-
manna, svo að þeir geti aldrei
komið okkur að óvörum. Rauði
herinn á altaf að vera reiðubú-
inn til þess að brjóta á bak aft-
ur hvern þann, sem dirfist a'ð
skerða hin heilögu landamæri
sósíalistaríkisins."
I\r ý lof tárás á
Neapel.
Breskar sprengjuflugvélar
hafa gert nýja loftárás á Nea-
pel. Var árás þessi gerð á mánu-
dagskvöld. Sprengjum var
varpað á járnbrautarstöð og
fleiri staði, sem teljast hernað-
arlega mikilvægir. Engin bresk
flugvél glataðist.
12.000 manna ítalskt einvalalið
umkringt í f jöllunum í Grikklandi
r -. .....,' ••
. T talir virðast hafa verið gjörsamlega óundirbúnir
'", í Albaniu. Eftir stutta framsókn þeirra fyrstu
tvo til þrjá dagana, eru þeir nú hvarvetna á undanhaldi
og ein 12.000 manna herdeild hefir verið umkringd,
svo að henni er ekki undankomu auðið.
Norðurher Grikkja hefir farið yfir Devoli-fljótið og sækir
hratt fram eftir aðalveginum milli Biklistat og Koritza. ítalir
halda undan og er mesti glundroði og ringulreiið í liði þeirra.
Grískt stórskotalið heldur enn uppi látlausri skothrið á Koritza
og eru allir ibúarnir flúnir þaðan.
Fréttir þær sem yfirherstjórninni i Aþenu hafa borist, segja
áð í sveit þeirri, sem umkringd er, sé fleiri menn, en fyrst var
ætlað. Eru i henni 12000 manns, einvalalið frá Alpafjöllum.
Grikkir skjóta mjög ákaft á Italina og hafa þegar tekið margt
fanga og mikið af hei-gögnUm.
Alpahersveitin er umkringd í fjöllunum milli Kanitza og
Metzovo. Kanitza er 60—70 km. frá Janina. Metzovo er all-
miklu austar en Kanitza.
km.
Óvenju hörð loít-
árás á London.
Einkaskeyti frá U. P.
London í morgun.
TT in venjulega næturheim-
sókn Þjoðverja hófst fyr
en nokkuru sinni í gærkveldi og
loftárásin í nótt var harðari en
margar undanfarnar "vikur.
Allmiklum f jölda stórsprengja
og ikveikjusprengja var varpað
á Lpndon, en þegar komið var
jiokkuð fram yfir miðnætti dró
úr íárásinni. Við og við heyrðist
þó hreyflaskröltið í flugvélum,
sem flugu lágt og jafnframt
byrjuðu loftvarnabyssurnar að
skjóta, þess á milli var kyrð.
Hertzog lætur af
flokksformensku. «
EINKASKEYTI TIL VÍSIS.
London í morgun.
Hertzog, leiðtogi stjórnarand-
stæðinga í Suður-Afríku, hefir
sagt af sér flokksformenskunni,
vegna ágreinings innan flokks-
ins. Eins og kunnUgt er samein-
uðust stjórnarandstæðingar í
einn flokk í seinustu kosning-
um undir forystu Hertzogs.
ítalir nota
blökkumenn.
í sókn sinni undanfarna daga
hafa Grikkir tekið hátt á annað
þúsund fanga. Meðal þeirra eru
margir blökkumenn —- Askari-
hermenn — sem ítalir beittu
fyrir sig í styrjöldinni i Abess-
iniu.
Askari-hermennirnir hafa
ekki reynst eins vel nú og þegar
þeir börðust við frændur sína i
Afríku. Það á lika nokkurn þátt
i óförum þeirra, að snjóað hefir
sumstaðar i fjöll þar sýðra, svo
að kuldi er allmikill.
Grikkir komnir 30
km. inn í Albaniu.
Síðustu fregnir herma, að
Grikkir sé komnir 30 km. inn í
Albaniu, fast að Koritza.
Frá Bitolj (Monastir) i Jugo-
slaviu berast þær fregnir, að
bardagar harðni óðum á Korca-
vigstöðvunum. Grikkir flytja
þangað aukið lið og þjarma
mjög að ítölum. Eru þeir sterk-
ari á landi, en Italir hafa f jölda
f lu^véla á að skipa. Eru f lugvél-
ar þeirra i sífellu á lofti yfir vig-
völlunum, bæði til að kanna að-
stöðuna og til þess að varpa
sprengjum á lið Grikkja og
skjóta á það úr vélbyssum.
Roosevelt fékk yfir 25 milj.
kjósendaatkvæða - - 4 milj.
umfram Willkie.
Hikill fögriiuðiir yíir koNiiinga-
lírsBUeBiBiim í Snður-Ameríkii.
EINKASKEYTI frá United Press.
London i morgun.
Fullnaðarúrslit í kosningunum eru ekki kunn enn
sem komið er, en Roosevelt er búinn að fá yfir 25 mil-
jónir kjósendaatkvæða, en Willkie um 21 milj. Hefir
því Roosevelt um 4 milj. kjósendaatkvæða umfram
Willkie. Líkur eru til, að Roosevelt fái 468 kjörmanna
af 531.
Paderewski kominn
til New York.
EINKASKEYTI TIL VÍSIS.
London í morgun.
Paderewski píanósnillingur-
inn heimsfrægi, fyrsti forseti
Póllands, kom til New York í
gær. Hann sagði í viðtali við
blaðamenn, er hann kom, að
100 miljónir kúgaðra manna í
Ýmsir kunnustu menn
Bandaríkjanna hafa gert kosn-
ingaúrslitin að umtalsefni, og
þeim ber samari um, að nú
skuli allar deilur falla, og unn-
ið að einingu þjóðarinnar og
eflingu landvarnanna. Willkie
hefir haldið ræðu og sent
Roosevelt skeyti og óskað hon-
um til hamingju. Jafnframt lét
hann í ljós ósk um, að forset-
inn mætti njgta sem bestrar
heilsu. Roosevelt sendi Willkie
þakkarskeyti.
Þeir, sem töpuðu í kosning-
unum hafa bundist samtökum,
og myndað félagsskap, „mann-
anna, sem kunna að tapa", og
margir1 fylgism.enn Willkies
báru einkennishnapp þessa fé-
Evrópu væri Bandarikjamönn-
um þakklátir fyrir þá hjálp,
sem Bandaríkin léti Bretlandi í
té. — x
„Hjálpið Bretlandi. Bjargið
heiminum," sagði Paderewski.
lagsskapar þegar í gær. Willkie
sagði í ræðu sinni, að hann ætl-
aði að vinna af kappi að þvi,
að Bretum yrði veitt öll sú
hjálp,. sem auðið væri, því að
undir þvi væri það komið, að
lýðræðið héldi velh í heiminum.
Úrslitin hafa vakið óhemju
fögnuð í Suður-Ameríku, þar
sem víða er litið á Roosevelt
sem leiðtoga allra þeirra þjóða,
sem Vesturálfu byggja.
Lýðveldisforsetar og þing
hafa sent Roosevelt heillaskeyti
og sumstaðar hefir fólk safnast
saman til þess að láta fögnuð
sinn í Ijós. Það er nú talið víst,
að samvinna komist á um land-
varnir milli allra Suður-Ame-
ríkuríkja og Bandaríkjanna, og
Bandarikin fái afnot af flug-
og flotahöfnum þeirra, en leigi
þær ekki. Bandaríkin leggja
Suður-Amerikuríkjum til flug-
vélar o. fl. og senda sérfræð-
inga suður þangað, Suður-Ame-
ríkumönnum til leiðbeiningar.
Samkvæmt seinustu fregnum
Það er eins og Churchill hafi komið auga á einhvern innrás-
armann og ætli að fara að veita honum heitar móttökur. Hann
er að reyna ameríska „Tommy"-hríðskotabyssu.
má telja fullvíst, að Roosevelt
verði kjöririn með 668 kjör-
mannaatkvæðum, en Wilk-ie fái
að eins 63.
. Dempkratar hafa unnið 22
ný sæti i fulltrúadeild sambands
þingsins, en republikanar 4 í
öldungadeildinni. Demokratar
hafa þar þó að líkindum 60 sæti
af 92. Hafa þeir því yfirgnæf-
andi meiri hluta atkvæða í^báð-
u m þingdeildum.
I Bandaríkjunum er lögð á-
hersla á það, af stuðingsmönn-
um Roosevelts, að ef Willkie
liefði náð kosningu hefði afleið-
ingarnar getað orðið hættuleg-
ar að þvi leyti, að Roosevelt
hefði raunverulega orðið valda-
laus forseti þar til í janúar, en
þá hefði Willkie tekið við.
Þennan tima hefði undirróðurs-
menn möndulveldanna getað
notað sér til truflunar á marg-
an hátt. Undirróðursmenn nas-
ista kölluðu Willkie manninn,
sem vildi frið umfram alt, en
Roosevelt, sem vildi leiða Banda-
ríkin inn á vettvang styrjaldar-
innar. Er greinilegt, að möndul-
veldin vildu sigur Willkies.
Roosevelt er nú lagður af stað
til Washington.
Loftstyrjöldin.
Árásir á skipasmíða-
stöðvar Þjóðverja.
London í morgun.
Það er talið, að mikið tjón
hafi orðið í árásum þeim, sem
breskar sprengjuflugvélar gerðu
á skipasmíðastöðvar í nánd við
Bremen, Bremerhaven og Ham-
borg á aðfaranótt þriðjudags. M.
a. var varpað sprengjum iá stöð,
þar sem Þjóðverjar smíða kaf-
báta. Eldur kom upp í mörgum
skipasmíðastöðvum og einnig í
nánd við orkuver í Hamborg.
— í nánd við Emden kom upp
cldur í mörgum stöðum. —
Einnig voru gerðar árásir á inn-
rásarbækistöðvarnar: Boulogne,
Dunkirk, Calais, Le Havre
o. fl. Kom upp eldur viða í hafn-
arborgum þessum.
8 NÍllVUMil
lillir isleiliiin.
Ludvig Andersen aðalræðis-
maður Finna ^ Islandi hefir
sent Vísi eftirfarandi bréf til
birtingar, er honum hafði bor-
ist frá Finsku hjálparnefndinni
(Finlands Folkhjalp). I bréfinu
er íslendingum þakkað fyrir
gjafirnar, sem héðan voru send-
ar til Finnlands í fyrravetur.
Bréfið er skrifað 11. maí s.l., en
barst ekki hingað fyr en nú
fyrir skemstu:
AðalræðismatSur
Ludvig Andersen,
Reykjavík.
Fihska hjálparnefndin (Fin-
lands Folklijálp) biður yður,
herra aðalræðismaður, að færa
íslensku þjóðinni innilegustu
þakkir sinar fyrir þá hjálpar-
starfsemi, er hafin var á Islandi
til þess að hjálpa alþýðu manna
í Finnlandi, sem orðið hefir að
þola þungbærar raunir, bæði i
styrjöldinni og er friður var
saminn. Hundruð þúsundir
manna hafa mist alt sitt, heim-
ili sín, eignir og atvinnu. Það
hefir reynst örðugra starf en
orð fá lýst, að hjálpa þessu
fólki að rétta við aftur, en
Finsku hjálparnefndinni hefir
tekist að veita þvi að minsta
kosti noklcra aðstoð, Þetta er að
þakka þeim höfðinglegu gjöf-
um, peningum og vörum, sem
oss hafa borist frá öllum lönd-
um. Öllum þeim, sem oss hafa
veitt, kunnum vér hugheilar
þakkir. Þakklæti vort, < og þar
með finsku þjóðarinnar allrar,
verður ekki i orðum tjáð, en
vér viljum þó láta i Ijós, hve
mikils vér metum þessa hjálp.
Þess vegna biðjum vér yður
að reyna á einhvern hátt að tjá
þakkir vorar öllum þeim, sem
á íslandi hafa unnið að því að
hjálpa þjóð vorri.
Fyrir hönd
Finsku hjálparnefndarinnar
Á. K. Cajander
(sign.)