Vísir - 08.11.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 08.11.1940, Blaðsíða 2
VtSIR D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Iíristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti).. Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Eigum við að vera siglingaþjóð? CjTOFNUN Eimskipafélags ís- lands er einhver merkileg- asti athurðurinn, sem gerst lief- ir í sjálfstæðisbaráttu þjóðar- innar. Þetta fyrirtæki liefir nú starfað í aldarfjórðung. Það kom þegar í Ijós í hinni fyrri styrjöld, hver gæfumunur okk- ur var að því, að eiga okkar eigin skipaflota, þótt lítill væri. Síðan höfum við sótt fram. Eimskipafélagið er alþjóðar- fyrirtæki. Við stofnun þess varð þjóðarvakning á Islandi. Með sameiginlegu átaki allrar þjóð- arinnar var félagið stofnað. Hér var meira færst í fang, en áður hafði þekst. Við vorum orðnir svo vanir því, að útlendingar önnuðust- flutninga að og frá landinu og við landið, að sumir voru farnir að líta á það eins og sjálfsagðan lilut. Það þurfti að sigrast á gömlum hleypi- dómum og gamalli vantrú. Þetta tókst. Nú dettur engum ls- lendingi í hug, að þeir tímar eigi aftur að renna, að við séum að öllu leyti háðir öðrum þjóð- um um siglingar okkar. En þótt mikið hafi áunnist, þá er fjarri þvi að markinu sé náð. Það liggur í hlutárins eðli, að afskekt eyþjóð verður að vera siglingaþjóð. Við eigum því láni að fagna, að liafa á að skipa einhverri dugmestu sjómanna- stétt heimsins. Það á fyrst og fremst að vera takamark oklc- ar, að vera sjálfum okkur nóg- ir, hvað siglingar snertir. Enn sem, komið er vantar mikið á, að svo sé. Það er þessvegna sýnilegt, að enn verður að vinna kappsamlega að þvi að auka kaupskipaflotann, áður en hann nægir okkur sjálfum. F.n er ekki rétt af okkur að stefna hærra? Eigum við ekki að keppa að þvi, að vera ekki einungis sjálfum okkur nógir hvað siglingar. snertir, heldur einnig að' geta teldð áð okkur siglingar fyrir aðrar þjóðir? Það er sagt að norski fáninn þekkist í öllum höfnum heims- ins. Siglingarnar hafa manns- öldrum sanian verið mesta tekjulind þessarar nánustu frændþjóðar okkar. Hví skyld- um við ekki feta í þeirra fót- spor þegar timar líða! Á undanförnum árum hefir atvinnuleysið verið eitt okkar mesta niein. Þessa stundina ber hér minna á því en um sama leyti árs upp á síðkastið. Við vitum vel hvað veldur. Það liggur fyrir okkur að stríðinu loknu, að koma atvinnurekstr- inum svo á fót, að vinnufúsir menn á þessu landi þurfi ekki að lenda á vonarvöl. í því efni virðist engin Iausn eðlilegri og nærtækari en sú, að við eflum siglingarnar. Það má ekki koma fyrir, að vinnufærir menn þurfi að sitja auðum höndum mánuðum saman á ári hverju, samtimis því, að útlend- ingar sitji að atvinnunni við siglingar að og frá landinu. Það lítur út fyrir að sumir góðir menn hafi ekki fest nægi- lega auga ú þvi, hver nauðsyn ber til þess, að við íslendingar I Stefáo Júhann verður að af- sala sér utanríkismálnnum. Eftip Árna Jónsson, i. Það er ekki nema sjálfsagt að við Islendingar gerum okkur fulla grein fyrir þvi, að hernám . Breta hér á landi hefir fram til þessa átt lítið skylt við hernám nágrannaþjóða okkar. Það á að vera öllum hugsandi jnönnum keppikefli, að við fyrir okkar leyti vöndum, framkomu okkar og breytni svo í hvívetna, að ekki verði með réttu talið, að tilefni gefist til þess að ganga nær frelsi okkar en gert hefir verið. Hernámið lcom okkur að óvörum. Okkur fellur það illa. Við eigum því láni að fagna, að við getum látið uppi skoðan- ir okkar á því, sem okkur finst aflaga fara sitt á hvað. Við get- um gert það illindalaust. Ef okkur þykir ástæða til að ætla að valdinu sé ekki beitt með nægilegri varúð, eigum við að henda á það. Bretar liafa lýst því yfir, að þeir vilji að her- námið sé okkur sem ótilfinnan- legast. Þeim er því nauðsyn ó að vita, hvernig ráðstafanir þeirra snerta okkur i hverju einstöku tilfelli. Þeir geta ekki ætlast til að við segjum já og amen við öllu, sem þeir vilja vera láta í það og það skiftið. Það er fjarri þvi, að þeir liafi þverskallast við öllum óskum íslendinga. Þeir hafa þvert á móti hvað eftir annað lálið af fyrirætlunum sínum fyrir for- tölur af okkar hálfu. Nægir í þvi sambandi að minna á loft- skeytatækin á skipaflotanum. Það var vel og röggsamlega á því máli haldið af okkar hálfu, og því aðeins fékst sú lausn, sem raun varð á. En ef það mál hefði verið óleyst, er ekki ann- að sýnna, en að siglingar okkar til Bretlands hefðu stöðvast. Af- leiðingar þess hefðu orðið geig- vænlegar fyrir atvinnulíf okkar og afkomú. Bæði Tíminn og Alþýðublað- ið hafa verið að fræða almenn- ing á afstöðu einstakra ráðherra í ríkisstjórninni til sumra mála, sem upp hafa komið. T. d. hefir Ólafur Thors verið sakaður um það, að hann hafi beitt sér gegn því, að gefin væri út bráða- birgðalög um eftirlit með farm- gjöldum Eimskipafélags Is- lands. |Úr því þessi blöð eru að flytja fregnir af því, sem gerist á fundum, ríkisstjómarinnar, mætti ef til vill spyrja, hvers- vegna þau segi þá ekki líka frá því, hver hafi átt mestan þátt í því, að leysa loftskeytamálið og ýms önnur vandamál, sem eflum siglingar stórlega frá þvi sem nú er. Það er víst alveg ó- þarft að sjá ofsjónum yfir gróða Eimsjíipafélags íslands. Félagið er ekki rekið sem gróða- fyrirtæki. Ef svo væri mundi það geta haft miklu meira upp ur skipum sínum en nú er. Það má ekki greiða meira en 4% í arð til hluthafa. Velgengni þess er hagsmunamál • alþjóðar. Reksturshagnaður þess gengur til þess að búa okkur undir að geta verið óháðir öðrum hvað siglingarnar snertir. Hér er í senn um að ræða sameiginlegt hagsmuna og metnaðarmál allrar íslensku þjóðarinnar. Við þurfum að efla siglingarnar. Sú þörf verður að sitja í fyrirrúmi, þegar rætt er um starfsemi Eimskipafélags- ins. a komið liafa upp í sambúðinni við Breta. II. Við höfum tekið utanríkis- málin alveg að okkur. Eins og nú standa sakir fara nálega öll viðskifti okkar um hendur Breta á einn og annan hátt. Okkur er því hin mesta nauðsyn á, að hafa í ríkisstjórninni mann, sem hefir þekkingu, röggsemi og málakunnáttu til þess að standa fyrir málum okkar. Sá maður, sem nú fer með utanríkismálin, valdist til þess starfs áður en núverandi ástand kom til greina. Það er ekkert á hann hallað, þótt sagt sé, að hann hefði ekki megn- að að leysa ýms þau vandamál, sem upp liafa komið. Að svo hefir úr rætst, sem raun er á, er þvi að þakka, að innan ríkis- stjórnarinnar hefir verið hæfari starfskröftum á að skipa. Þetta viðurkenna allir, sem til þelckja. Um leið og við tókum utan- rikismálin í okkar hendur fór Sjálfslæðisflokkurinn fram á að sér yrði falin meðferð þeirra. Þessi krafa var einkar eðlileg. Embætti utanríkisráðherrans er allsstaðar talið meðal þýðingar- mestu starfanna í ráðuneytum. Þar sem svo stendur á, að tveir sterkir flokkar vinna saman, hefir tíðkast í nágrannalöndun- um að annar tilnefni forsætis- ráðlierrann en hinn utanríkis- ráðherrann. Þessi ósk Sjálfstæð- isflokksins var þvi í alla staði eðlileg. En þó fékst lienni ekki framgengt. Átökin um Jietla mál fóru fram í þinglokin í vor, eða nokkrum vikum fyrir hernám Breta. Þá varð ekki vitað í hvaða farveg utanrikismál okk- ar mundu lenda. Það er alveg óvíst, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði sætt sig við að vera synj- að um meðferð utanríkismál- anna, ef menn hefðu séð fyrir þá atburði, sem í aðsigi voru. Þá hefði Sjálfstæðisflokkurinn vafalaust staðið faslar á kröf- unni og þá eru einnig likindi til að samstarfsflokkarnir hefðu tekið henni með meiri sann- girni. Nú er fengin reynsla i þess- 4im efnum. Og reynslan hefir skorið úr um það, að það er ekki einungis eðlileg krafa af hálfu Sjálfstæðisflokksins, að honum verði falin utanrikis- málin, heldur blátt áfram svo augljós nauðsyn, að þvi verður tæplega staðið í gegn til Iengd- ar. III. Okkur hefir aldrei verið ineiri þörf en nú að hafa rétta menn á réttum stað. Það skal ekki gert litið úr hæfileikum núver- andi utanríkismálaráðherra al- ment skoðað. Hinu skal slegið föstu, að hann er ekki hæfasti maðurinn innan ríkisstjórnar- innar til að fara með utanrikis- málin eins og nú standa sakir. Og úr því að svo er ekki, þá er ekkert álitamál, að hann á að skifta um störf við þann, sem hæfari er. * Það virðist vera alveg á- stæðulaust að Ieyna því, að ut- anríkismálin hafa mætt mjög á Ólafi Thors. Ólafur Thors er forinaður í langstærsta stjórn- málaflokknum á landinu. Það væri eðlilegt að utanríkismálin heyrðu undir hann, úr því for- sætisráðherrann er úr öðrum flokki. En án þess farið sé i neinn mannjöfnuð, mun það viðurkent, einnig af andstæð- ingum, að innan rikisstjórnar- innar sé ekki völ á hæfari manni til að annast utanríkis- málin, að minsta kosti eins og sakir standa. Það koma daglega fyrir mál í sambúðinni við Breta, sem halda verður á jöfnum höndum af lægni og festu. Núverandi ut- anríkismálaráðlierra er að ýmsu leyti sæmilega gefinn, en það munu ajlir játa, sem til þekkja, að hann sé fremur lin- gerður maður. Og þó hann sé vafalaust slarkfær í Norður- landamálum, fer því fjarri að liann tali ensku svo viðundandi sé. Það út af fyrir sig er í raun- i inni nægilegt til að sýna, að hann er ekki fær um að gegna þessu starfi. IV. Hér er ekki ætlunin að gera neinn „eldhúsdag“ að núver- andi utanríkisráðherra. Þó verður ekki hjá því komist að benda á það, að hann hefir lát- ið blaði sinu lialdast uppi að fará með róg um stærsta stjórn- málaflokkinn í landinU. Al- þýðublaðið liefir brigslað sjálf- stæðismönnum um, að þeir lialdi uppi undirróðri fyrir þýska nazismann, hafi jafnvel „ekki hikað við að gera sig lík- lega til að reka hér njósnir fyr- ir þýska nazismann", starfi hér sem „fimta herdeild, og ýmis- legt annað af líku tagi álíka vingjarnlegt. Þar sem núverandi utanrílds- ráðherra er formaður þess flökks, sem, gefur út Alþýðu- blaði^ getur hann ekki skorast undan ábyrgð á þessum skrif- um, einkum þegar svo stendur á, að brigslin hafa verið endur- tekin, eftir að blaðinu hafði verið vinsamlega á það bent, liversu óviðurkvæmilegt athæfi liér væri um að ræða. Það ætti engum manni að standa nær en utanrikisráðherr- anum, að bera blak af löndum sínum. En í skjóli hans eru bornar fram svo magnaðar á- kærur, að fjöldi sjálfstæðis- manna ætti að vera við því bú- inn, að dvelja í breskum fanga- búðum það sem eftir er stríðs- ins, væri þær á rökum reistar, — ef þeir væri þá ekki skotnir umsvifalaust! Ef gert væri ráð fyrir því, að Bretar legðu trúnað á þessar furðulegu staðhæfingar, er aug- ljóst mál, að það gæti haft hin- ar alvarlegustu afleiðingar. En sé liinsvegar gert ráð fyrir því, sem trúlegra er, að Bretar taki þessum ásökunum með fyrir- vara, þá er jafn sýnilegt, að sá utanríkismálaráðherra, sem læt- ur svona háskalegt fleipur við- gangast í sínu eigin málgagni, getur ekki gert kröfu til þeirrar virðingar og þess trausts, sem stöðu hans ber. V. „ Við höfum tekið utanríkis- málin í okkar liendur. Við verð- um að sýna að við séum þeim vanda vaxnir. Sjálfstæðisflokk- urinn á eðlilega kröfu á að fara með þessi mál. Sjálfstæðisflokk- urinn á í sínum hópi hæfasta manninn, sem völ er á innan ríkisstjórnarinnar lil að annast þessi mál. Þetta eru nægileg rök fyrir því, að meðferð utanríkis- málanna skifti um hendur. En þar við bætist að núver- andi utanríkismálaráðherra er af mörgum ástæðum illa til þess fallinn, að standa fyrir málum okkar gagnvart þeirri þjóð, sem við höfum langmest skifti við. Og loks hefir hann lálið það viðgangast, að blað hans hefir borið fram svo liáskalegar ásakanir á liendur stærsta stjórnmálaflokknum í landinu, að þær gætu liaft hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir alla framtíð þjóðarinnar. Þetta alt veldur því, livað með öðru, að Stefán Jóhann Stefánsson verður tafarlaust að afsala sér utanríkismálunum. Hann getur tekið að sér ýms önnur störf í ríkisstjórninni, sem betur eru við hans hæfi. Á. J. Hafstein Glunta, Lárus Ingólfsson leikari syngur gamanvísur, og að lokum verður stiginn dans. At5- göngumiðar verða seldir á afgr. Morgunblaðsins í dag frá kl. 5—7. BœtOP J fréffír Stúkan Freyja heldur hlutaveltu í góðtemplara- húsinu kl. 6 í dág. Sjáið auglýsingu á öðrum stað í blaðinu. Hlutavelta Heimdallar. Þeir, sem eiga ávísanir á kol frá 1 hlutaveltu Heimdallar s.l. föstudag, eru beðnir að hringja í síma 5866 kl. 7—8 í dag. og tilkynna þar heimilisfang sitt. Verða þá kolin send viðkomandi mönnum eftir helgina. Skemtun heldur Heimdallur annað kvöld í Oddfellowhúsinu kl. g síðd. Þar syngja Ágúst Bjarnason og Jakob Forðum í Flosaporti. Þessi gr'mfulla revya verður sýnd í kvöld kl. 8jú. Á myndinni: Emilía Borg og Gunnar Bjarnason. Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt hefir ákveðið að halda hazar í næsta mánuði til ágóða tyrir starf- semi sína. Skorar félagið á allar konur, sem fylgja Sjálfstæðis- flokknum að málum, að gefa muni til bazarsins, og vekur athygli á, að best komi sér tilbúnar fííkur á smábörn, hvort sem þær eru prjón- aðar eða saumaðar. Er þess að vænta, að konur bregðist vel við til- mælum þessum, þannig að bazar- inn verði sem best úr garði gerður. Næturakstur. Aðalstöðin, Lækjartorgi, sími 1383, hefir opið í nótt. Næturlæknir. Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturverðir. i Ing- ólfs apóteki og Laugavegs apóteki. Útvarpið í kvöld. Kl. 15.30 Miðdegisútvarp. 18.30 Dönskukensla, 1. fl. 19.00 Þýsku- kensla, 1. fl. 19.25 Hljómplötur: Tataralög. 20.00 Fréttir. 20.30 Er- indi: Frá Vínarborg til Versala, 3 : Töframaðurinn* í Friedrichsruhe (Sverrir Kristjánsson sagnfræðing- ur). 20.55 Hljómplötur: Létt lög. 21.00 Útvarpssagan: „Kristín Laf- ransdótfir", eftir Sigrid Undset. 21.30 Strokkvartett útvarpsins: Kvartett, op. 76, nr. 2, eftir Haydn. lilífll Klæðist hlýum og smekklegum ullarfötum. / Það ertískal og öryggi gegn kvefi og kulda. Langitvcg: lO. VERSLUNARMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR. Skeinli- fundur með dansi. verður haldinn annað kvöld kl. 10 að félagsheimili V. R. Mætum stundvíslega. STJÓRNEN. Revýan 1940 loiioi.i llosapoili ÁSTANDS-OTGÁFA leikin í Iðnó í kvöld kl. 81/2. Aðgöngumiðasala hefst kl. 1 — Sími 3191. Lækkað verð eftir kl. 3.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.