Vísir - 09.11.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri:
Kristján Guðlaugsson
Skrifstofur:
Féíagsprentsmiðjan (3. hæð).
Ritstjóri
Blaðamenn Sími:
Auglýsingar 1660
Gjaldkeri 5 línur
Afgreiðsla
30. ár.
Reykjavík, laugardaginn 9. nóvémber 1940.
260. tbl.
Við og við berast fregnir af árásum á kaupsýsluskipalestir, annaðhvort úti á Atlantshafi eða í Norðursjó. Hér birtist ein
mynd af slikri árás. Þrjú skip sjást á myndinni, tundurspillir og tvö kaupför. Tvær sprengjur hafa fallið í sjóinn rétt fyrir
afitan tundurspillinn og þar gjósa "upp feikna miklar vatnssúlur. Amerískur blaðaljósmyndari hefir tekið þessa mynd. Hún
er lekan af hæðunum hjá Dover.___________________________¦
Bretar fá helining a I Irn r lier-
g aguafranileiðslii í U. S. A.
EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. \
Roosevelt f orseti tilkynti í gær, að hann hef ði
komið pví til leiðar að Bretland og Kanada
fengi helming allrar hergagnaframleiðslu í
Bandaríkjunum. Hefir þetta hina stórkostlegustu þýð-
ingu, þar sem verið er að koma öllum ameríska iðnað-
inum í það horf, að megináhersla verður lögð á her-
gagnaframleiðslu. Sérstök athygli er leidd að því, að
Bretar f á mikið af ^prengjuf lugvélum, af stærstu gerð,
sem geta farið langar leiðir með f jölda margar sprengi-
kúlur. — Þá hefir og verið gengið frá því, að breska
stjórnin getur tafarlaust pantað 12.000 hernaðarflug-
vélar til viðbótar í Bandaríkjunum, og hafa þá Bretar
pantað þar samtals 26.000 flugvélar.
Roosevelt tilkynti einnig í gær, að lagt yrði fram
lagafrumvarp til breytinga á hlutleysislögunum, til
þess að greiða fyrir hergagnakaupum Breta.
Meðal hinna áformuðu breyt-
ínga á hlutleysislögum Banda-
rikjanna, að ameriskum skip-
um verð leyft að vera i förum
milli Bretlands og Bandarikj-
anna. Eins og nú er frá lögun-
um gengið, mega Bandarikja-
skip ekki vera í förum á sigl-
ingaleiðum, sem teljast styrj-
aldarsvæði. Þá er gert r&ð fyrir
þeirri breytingu, að Bretar fái
lán til þess að kattpt.hergögn og
landbúnaðarafurðir í Banda-
ríkjunum.
Roosevelt forseti tilkynt í
gær, að eftir 4 mánuði hefði
Bandaríkin miljónaher fullbú-
inn og æfðan.
r nyiur n i
að í gærkveldi, vegna þess, að
allar þýskar útvarpsstöðvar
urðu að hætta útsendingum
vegna árása breskra sprengju-
flugvéla.
Deutsches Nachrichten Bu-
reau segir, að Hitler hafi gert
grein fyrir afstöðu Þjóðvérja,
og hafi hann lýst yfir því, að
styrjöldinni yrði haldið áfram,
þar til sigur væri unninn. Hitler
fullyrti, að allir hernaðarleið-
togar Þjóðverja væri sannfærðir
um fullnaðarsigur.
Hitler fordæmdi nætur-loft-
árásir Breta og hótaði hörðum
ffasnráðstöfunum.'
Bretar varpa 5 siál.
ai sprengjom á Vallona.
London í morgun.
Bretar halda áfram að hjálpa Grikkjum með því að gera loft-
árásir á stöðvar Itala í Albaniu og ítaliu. — Breskar sprengju-
flugvélar hafa gert tvær loftárásir á Vallona, hafnarborg í
Italíu, þar sem Italir hafa flugstöð og miklar hergagnabirgðir. 1
síðari árásinni, sem var gerð á fimtudag var varpað 5 smálest-
um sprengikúlna á flugstöðina.
Grikkir hafa sótt nokkuð fram á norðurvígstöðvunum og
tekið um 150 fanga, þar á meðal nokkura yfirforingja og all-
mikið herfang. Ein ítölsk flugvél hefir verið skotin niður og
tvær breskar yfir Albaniu. —
EINKASKEYTI FRÁ U. P.
London í morgun.
Hitler flutti ræðu i Múnchen
i gær — í Ljónabjórkjallaranum
— til þess að minnast nasista-
uppreistarinnar 9. nóv. 1923.
Ræðan var flutt fyrir luktum
dyrum, tekin á plötu, og verð-
ur henni útvarpað í dag.
Sagði Hitler, að enginn vafi
væri á þvi, að Þjóðverjar sigr-
uðu, allir menn þeirra, sem vit
hefði á hernaði, væri á þeirri
skoðun.
Ræðu Hitlers var ekki útvarp-
Loftárásunum á ítalíu
haldið áfram.
EINKASKEYTI PRÁ U. P.
London í morgun.
Það var tilkynt í London
snemma í morgun, að breskar
sprengjuflugvélar hefði gert á-
rásir á hernaðarstöðvar á Italíu
í nótt sem leið. Nánari tilkynn-
ingar eru væntanlega síðar í
dag.
Samkvæmt seinustu fregnum
flugu breskar sprengjuflugvél-
ar yfir Milanó og Túrín i nótt
sem leið. Var varpað sprengjum
á hergagnaverksmiðjur og
flugvélaverksmiðjur og kom
þar.upp eldur á mörgum stöð-
um. — Fregnir hafa borist um,
að feikna tjón hafi orðið af
völdum loftárásanna á Brindisi.
Þvi er nú neitað í Aþenuborg, '
að ítalir hafi sótt fram á Epírus-
vígstöðvunum og komist lengst
23 mílur enskar inn i landið.
Tilk. var i Aþenuborg í gær- |
kveldi,- að tundurduflum hefði
verið lagt i Salonikiflóa, og á J
tveimur öðrum stöðum við |
Grikklandsstrendur.
Samkvæmt upplýsingum frá
ábyrgum embættismanni i
Saloniki er komist svo að orði, |
að i hvert einasta skifti, sem |
Grikkir hafi sett sér markmið .
í yfirstandandi styrjöld, hafi í
þeim tekist að ná því. Italir hafa j
hyergi hafið ánás á aðalvarnar- i
línu Grikkja. Þar sem til mikilla í
átaka hefir komið hafa Grikkir |
hrundið öllum árásum. Embætt-
ismaður þessi sagði, að Bretar
veittu Grikkjum alla þá hjálp,
sem þeir þyrftu á að halda.
Lausafregnir herma að Bado-
glio marskálki hafi verið falin
herstjórnin í Albaníu, en hers-
höfðingja þeim, sem stjórnaði
innrásinni, verið vikið frá. Hef-
ir komið fram megn óánægja
út af því á ítalíu, hversu illa
innrásin hefir gengið, og er
þess nú vænst, að greiðara
gangi.
í gær var getið um nokkura
framsókn Itala vestast á Epir-
us-vigstöðvunum.
Lausafregnir herma, að Þjóð-
verjar auki mjög liðflutninga
sína um Ungvexjaland til Rú-
meniu. Telja Bretar, að Þjóð-
verjar skerði hlutleysi Ung-
verjalands með þessum lið-
flutningum og hafa mótmælt
þeim við ungversku stjórnina.
Metaxas herforingi átti tal við
sendiherra Bandaríkjanna í
Aþenu i gær. Viðtalið fjallaði
um hjálparstarfsemi Banda-
ríkjanna Grikklandi til handa.
Það er nú kunnugt orðið, að
morgun þann, sem Metaxas
hafnaði úrslitakostum ítafa, og
hersveitum Itala á landamær-
um Albaníu var sagt að gera
innnás i Grikkland, var þeim
sagt, að ekkert væri að óttast,
því að Grikkir hefði fallist á, að
ítalski herinn tæki við hernað-
arstöðvum þeim, sem krafist
var. Kom það þvi ítölsku her-
mönnunum mjög á óvart, er
viðnám var veitt. Þetta hefir
vitnast við yfirheyrslur yfir
ítölskum föngum í Grikklandi.
Austur-
fækka hrossum til að
reisa við f járstofninn --
Viðtal við Guðjón Hallgpímsson
bónda á Marðaraúpi.
Austur-Húnvetningar hafa rekið tvo hópa stóðhrossa til
Rejrkjavíkur í haust og selt hrossin hér til slátrunar.
Vísir hitti Guðjón Hallgrímsson bónda að Marðarnúpi í
Vatnsdal að máli í gær og spurði hann nánar um þessa óvenju-
lega stóðrekstra suður heiðar svo síðla hausts.
„Ástæðan fyrir þvi, að bænd-
ur úr Austur-Húnavatnssýslu
fækka svo miklu stóði í haust,
er fyrst og fremst það, að við
ætlum að koma upp sauðfjár-
stofni á ný, enda þótt mæðiveik-
in sé ennþá að drepa hjá okk-
ur. Bæði i haust og fyrrahaust
settu bændur í Ásahreppi á 50
lömb til jafnaðar á hverju
heimili, eða nær öll gimbrar-
lömb, sem þeir áttu. Til þess
að forðast skuldir á meðan þeir
eru að koma sauðfjárstofninum
upp aftur, fækka þeir hrossun-
um."
„Fækkar hrossum til muna i
sýslunni við þessa sölu?"
„Eg held ekki, viðkoman er
mikil og það eru til heimili i
mínum hreppi, sem eiga á ann-
að hundrað hrossa. Þar sér ekki
högg á vatni, þó seld séu nokk-
ur tryppi.
„Hvað voru hrossin mörg,
sem Austur-Húnvetningar ráku
hingað í haust?"
„Samtals um 270 í báðum
hópunum. Tæp 200 voru seld
til Iíron og fyrir þau fengust
kr. 190,00 fyrir hvert hross til
jafnaðar. Um sölu hinna hross-
anna veit eg ekki, en alls hygg
eg að um 40—50 þús. kr. hafi
fengist inn i sýsluna fyrir þessa
hrossasölu."
„Hvenær lögðuð þið af
stað?"
„Síðasta sumardag með
seinni hópinn. Við rákum suður
Grímstunguheiði og gistum
fyrstu nóttina við Arnarvatn
stóra. Þá var myrkursþoka á,
og við þorðum ekki annað en
vaka yfir stóðinu. Annan dag-
inn fórum við að Kalmans-
tungu, þriðja daginn i Þing-
vallasveit og þann fjórða til
Rvikur."
„Gekk ferðin að óskum?"
„Svo má það heita. Ókkur
gekk að vísu seint suður Grims-
tunguheiði, vegna þess að heið-
in var frosin og það tafði vegna
hálku. Frost var svo mikið, að
Arnarvatn stóra var lagt held-
um ís. Annars er það mikilli
áhættu bundið, að leggja með
stóra rékstra upp á heiðar
svona seint á haustin. Á þvi
fengu Reynistaðabræður að
kenna forðum, og eg hefijafn-
vel um miðjan september feng-
ið svo slæma hríð norður á
Grímstungulieiði, að þær gerast
ekki verri um miðjan vetur."
„Hvernig hefir tiðarfarið ver-
ið i Vatnsdalnum að undan-
förnu?"
„Ágæt haustveðrátta, en sum-
arið með afbrigðum votviðra-
samt. Þrátt fyrir það hefir hey-
fengur- dalbúa orðið i meðal-
lagi mikill, sem stafaði af því,
að útengi var með fádæmum
vel sprottið í sumar."
Þýsk herskip og flugvélar tóku þátt
i árásinni.
Þjóðverjar tilkyntu í gær, að þýsk herskip hefði ráð-
ist á flutningaskipaflota á Norður-Atlantshafi. Árás
þessi var gerð 1600 km. austur af Newfoundland. —
Þjóðverjar segjast hafa sökt skipum, sem vom samtals
86.000 smálestir. Talið er, að 15 skip hafi verið í flota
þessum.
Engin staðfesting hefir fengist á því í London, að
staðhæfingar Þjóðverja séu réttar.
I fregnum frá Bandaríkjunum segir, að herskip hafi
verið í fylgd með skipaflotanum.
öll' svissnesk blöð, nema
Basler Nachrichten og Neue
Zurcher Zeitung, hafa verið
bönnuð i Italíu. Ástæðan fyrir
banninu er sú, að blöðin hafa
farið háðulegum, orðum um
frammistöðu Itala í Grikklandi.
Smjörlílcisframleiðslan i
Bretlandi hefir verið svo mikil
að undanförnu, samkvæmt
upplýsingum i ræðu, sem
Woolton, lávarður, birgðamála-
ráðherra, hélt i gær, að tekist
hefir að safna allmiklum birgð-
um.
íbúarnir í Lambarene-virkis-
þorpinu í Gaboon i Mið-Afríku
Frakka hafa sent skeyti til De
Gaulle lím að þeir gangi hon-
um á hönd.
Slys.
EINKASKEYTI.
Akureyri i morgun.
í gærdag vildi það slys til
við orkustöðina við Laxá, að
Sigþór Jóhannsson, vélamaður,
er var að hreinsa klaka af trjám
við stífluna, féll i ána og tók
straumurinn hann þegar.
Eftir nokkra leit fanst Uk
hans neðan við brúna hjá
Grenjaðarstað, um 1500 metr-
um fyrir neðan stiflu. Lifgun-
artilraunir urðu árangurslaus-
ar. Job.