Vísir - 09.11.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 09.11.1940, Blaðsíða 2
VÍSIR ✓ DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstraeti).. Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Samfylkingin. JlRIH fá líklega málið núna nafnarnir, Jónas Guð- mundsson og Jónas Jónsson. Þeir hafa verið að keppast um það síðustu misserin, hvor gæti útliúðað kommúnistum meira. Jónas Jónsson hefir skrifajð í Tímann, en nafni hans í Al- þýðuhlaðið. Hvorugur hefir verið neitt að skera utan af þvi, en þó hefir Jónas Guð- mundsson verið sýnu stór- höggvari. Báðir hafa kveðið upp þann sama dóm, að það væri dauðasynd að hafa nokk- ur mök við > kommúnista. Flokksmenn þeirra liafa ekki ráðið sér fyrir hrifningu yfir þessari postullegu djörfung og röggsemi nafnanna. Þeirra kvöld- og morgunvers hafa alt- af endað á orðunum: Engin mök við kommúnista! En svo þurfti Sigurður Jón- asson endilega að komast í nið- urjöfnunarnefndina og þá var öllu gleymt. Þá gengu Alþýðu- flokkurinn og Kommúnista- flokkurinn í eina sæng — með maddömu Framsókn á milli sín! Guð láli gott á vita. Er það kannske..ekki ánægjulegt að sjá þessa gömlu vini og samherja bindast trygðaböndum að nýju. Það eru eklvi nema einir 7—8 mánuðir þangað til kosningar eiga að fara fram — ekki i «iið- urjöfnunarnefndina i Reykja- vílc — heldur til Alþingis. Er ekki kominn tími til að byrja æfingar undir þá miklu leik- sýníngu? Hvað gerir það til þótt l’lfist sé milli kosninga, ef alt fellur í ljúfa löð þegar á þarf að halda? Það hefir sýnt sig að þessum þrem flokkum rennur altaf hlóðið til skyldunnar, þegar mikið liggur við. Við síðustu kosningar skipuðu kommúnist- ar flokksmönnum sínum út um land, að lcjósa frambjóðendur Framsóknarflokksins allstaðar þar, sem þeim var nokkur hætta húin. Kommúnistar telja sjálfir, að þessi fyrirmæli hafi horið þann áraugur, að þeir hafi komið að Framsóknar- mönnum í livorki meira né minna en 7 kjördæmum,. Og hvernig var það við síð- ustu bæjarstjórnarkosningar í Reykjavik?» Þá voru þeir á sama listanum, Stefán Jóhann, Einar Olgeirsson og Haraldur Guðmundsson. Því skyldi ekki sagan endur- taka síg í þessu efni eins og svo mörgum öðrum? Því skyldu ekki hollvinir taka höndum saman, þó að snurða hlaupi á þnáðinn? Það er ekki mjög Iangt siðan núverandi ritstjóri Al- þýðublaðsins var einn af fremstu forvigis.mönnum kommúnista liér á landi. Það er ennþá styttra síðan Sig- fús Sigurhjartarson var stjórn- málaritstjóri Alþýðublaðsins. I dag er 9. nóvember. Reyk- víkingar muna vel, hvað gerð- ist þennan dag fyrir 7 árum. Lögreglan í höfuðstaðnum kyntist þá hinni mildu hönd samfylkingárinnar. Árum sam- an hélt Aíþýðuflokkurinn þenn- an dag liátíðlegan, með Stefán Jóliann í broddi fylkingar. Þá var núverandi forsætisráðherra lögreglustjóri í Reykjavík. Framsókn reyndist uppvöðslu- mönnunum dyggilega. Þeim voru gefnar upp sakir. Þessir þrír flokkar eiga margs að minnast frá liðnum dögum. Nú nálgast þingkosn- ingarnar óðum. Er þá ekki ein- sætt, að slá striki yfir það sem á milli hefir borið síðustu miss- erin. Það er veltiár til sjávar og sveita. Hvenær mundi tilvald- ara að mynda „góðærisstjórn“? Það er trúlegt, að þeir nafn- arnir eigi eftir að hrista úr klaufunum enn um stund. Eu það gerir ekkert til. Sættirnar verða hara því hjarlnæmari og áhrifaríkari, sem meira hefir skorist í ®dda á undan. Þessir þrír flokkar liafa hingað til munað það við hverjar kosn- ingar/að „alt er betra en íhald- ið.“ a Minningarathöfn skipverjanna af »Braga(f. Minningarathöfnin um skip- verja á Braga og útför skip- stjórans fóru fram í gær. Athöfnin, sem öll var með mikilli viðhöfn, hófst með liús- kveðju á heimili skipstjórans, Öldugötu 4. Síðan var líkið flutt í Fríkirkjuna, þar sem aðalat- höfnin fór fram. Minningarathöfnin liófst á því, að tveir sálmar voru sungn- ir, en síðan flutti síra Árni Sig- urðsson mjög hugðnæma ræðu. Að lokinni ræðunni voru aft- ur sungnir tveir sálmar, en Daníel Þorsteinsson söng ein- söng, sálminn „Friðarins Guð“. Sönginn annaðist Karlakór Reykjavikur, undir stjórn Páls Isólfssonar. Kirkjan var mjög fagurlega skreytt. Skipstjórar báru kist- una í kirkju, en Oddfellowar út. lÚtgerðarmenn báru hana inn í kirkjugarðinn. Knattspyrnuþing ið hefst á morgun Knattspyrnuþingið hefst á morgun kl. 2 e. h. í Oddfellow- húsinu. Sitja það fulltrúar frá knattspymufélögunum hér í bænum. Aðalmálið, sem tekið verður fyrir að þessu sinni, er frum- varp um verksvið Knattspyrnu- ráðsins gagnvart knattspyrnu- félögunum. Er frumvarpið sam- ið af milliþinganefnd, sem kos- in var á knattspyrnuþinginu i fyrra. Aðalfundur Yíkings var hald- inn í gærkveldi. í stjórn félags- ins voru kosnir þessir menn: Guðjón Einarsson, endurkosinn formaður, og meðstjórnendur: Brandur Brynjólfsson, Jíreiðar Ágústsson, Ingvar Pálsson og Sig. Þrðarson. Jólaávextir. Innflutnings- og gjaldeyris- nefnd hefir samþykt að leyfa influtning þurkaðra ávaxta og epla fyrir jólin. Hefir staðið i samningum um þetta mál að undanförnu og koma ávextirnir að Iíkindum fyrir jól, ef samkomulag verð- ur um gjaldeyrishlið málsins. Þetta leyfi á innflutningnum er bundið vissum skilyrðum. % Viðtal við Jakofo Möller fjármálaráðherra: Hagur ríkissjóðs mun betri en ætlað var, er fjárlög voru samm. Ileimild til niðnriknrðar greiðsl- uin iini 20% ekki notnð. lagi. Á sama tíma var hagur hankanna um 21—22 milj. kr. betri en á sama tíma í fyrra, auk þess sem greiddar hafa ver- Frá bæfarstjorn: ið gjaldfallnar kröfur, utan bankareikninganna, fyrir all- verulegar upphæðir. Inneignir bankanna i Englandi munu nú nema um einni miljón sterlings- punda, og er að vonum allmikið um það rætt, hvernig þeim myndi best ráðstafað, og hafa í því sambandi verið uppi ráða- gerðir um að verja nokkurum hluta þeirra til greiðslu ríltis- skuldanna, en engin endanleg ákvörðun verið um það telcin.“ Jakob Möller fjármálaráðherra flutti nú um miðja vikuna er- indi um f jármálin á fundi í Varðarfélaginu, — afkomu ríkis- sjóðs eins og hún er nú og framtíðarhorfur að nokkru. Vísir hefir snúið sér til f jármálaráðherra og beðið hann um að láta blaðinu í té nokkrar upplýsingar í þessu efni og fer hér á eftir viðtal við ráðherrann. G9H§ Hvað er að segja um afkomu rikissjóðs það sem af er árinu? „Afkoman má eftir atvikum teljast sæmileg, og í rauninni hetri, en unt var að gera sér vonir um alt fram undir mitt ár. I júlílok voru þannig skatt- ar og tollar hálfri miljón krón- um lægri, en á sama tíma í fyrra, en síðan hefir þetta breyst þannig, að i september- lok voru sömu tekjur orðnar % úr miljón hærri en á sama tíma 1939, eða kr. 11.707 þús. á móti kr. 10.963 í fyrra. Má telja víst, að skatta- og tolltekj- ur verði mun hærri þetta ár en gert var ráð fyrir, er fjárlög voru samin.“ Hvað er að segja um tekj- urnar af ríkisstofnununum? „Þær verða vafalaust mun meiri en áætlað er á f járlögum, t. d. eru innhorgaðar tekjur á- fengisverslunarinnar nú orðnar kr. 1.600 þús., en eru áætlaðar alt árið kr. 1.688 þús. Af tó- bakseinkasölunni hafa að vísu aðeins verið greiddar inn kr. 550 þús. af kr. 692 þús. tekjum áætluðum, en ágóðinn er þegar orðinn mun meiri, og má ætla að hann fari einnig fram úr á- ætlun. Þá eru símatekjurnar vitanlega allmiklum mun meiri en í fyrra.“ Hafa engir tekjuliðir brugð- ist á árinu? „Jú, að vísu verða þeir sum- ir allmikið undir áætlun, sér- staklega siglingatekjurnar, en þó má liinsvegar telja víst, að fjárhagsáætlunin í heild stand- ist sæmilega. En þar af leiðir þá lika, að ekki hefir verið talið fært að beita heimildinni til lækkunar á útgjöldum ríkis- sjóðs um 20%, sem gefin er í 22. gr. fjárlaga og bundin er þvi skilyrði, að lalið sé sýnilegt að tekjurnar hljóti að lækka verulega frá því, sem áætlað hefir verið, af völdum ófriðar- ins. Hafa þess vegna öll gjöld verið greidd affallalaust, enda verður ekki annað sagt, en að horfurnar um afkonxu ríkis- sjóðs séu sæmilegar, þrátt fyrir ]iað, að ýms ófyrirséð gjöld hafa komið til greiðslu, sem að sjálfsögðu var ekkert áætlað fyrir, og annað farið verulega fram úr áætlun.“ Hvað er að segja um þjóðar- liaginn í heild?- „Það liefir verið sagt frá því í blöðum, að í septembermán- aðarlok hafi verslunarjöfnuður- inn verið orðinn hagstæður um 40 miljónir króna, og má gera ráð fyrir að það sé ekki allfjarri SiUnrbrnðkaup. Þau lijónin eru bæði listelsk og eiga áreiðanlega stærsta og besta málverkasafn, sem er í einstaklingseign liér á landi. Þau hafa með þessu unnið hinni ungu íslensku list mikið gagn, og þar með menningu landsins í það lieila tekið. Hvort þetta verður skilið og þakkað að verð- leikum af nútimanum, það er efamál. Hitt er víst, að frárn- tíðin mun líta á þetta verk þeirra hjóna sem ómetanlegt og óeigingjarnt starf í þágu menn- ingarviðleitni þjóðarinnar. Þeir eru áreiðanlega margir, sem senda þeim hjónunum sin- ar bestu óskir, óskir um bjarta og gæfuríka framtíð. S. t Miðvikudaginn 6. þ. m. áttu þau hjónin frú Kfostín Andrés- dóttir og Markús tvarsson, vél- stjóri, silfurbrúðkaup. Þau eru með aflirigðum vinsæl, og þeir, sem þekkja þau, þekkja lílca á- stæðurnar til þess. Markús ívarsson er mjög duglegur maður, svo duglegur, að aðrir verða dugnaðarmenn af að vera með honum. Hann er og svo bjartsýnn, að um munar. Frú Kristín er lík manni sín- um, og heimili þeirra hjóna er staður, er maður geymir sem mjög kæra endurminningu í huga sínum, eftir að hafa verið þar. / Hitaveitan - Rafmagns- taxtarnir - Bátaliöfn - H llmörg mál voru til umræðu á fundi bæjarstjórn- ar í fyiTadag.. Meðal annars var gefin skýrsía um framkvæmdir við Hitaveituna, rætt um aukið skulda- bréfalán fyrir bæinn, breytingar gerðar á rafmagns- töxtunum, kosið í niðurjöfnunarnefnd og fleira. Kai Langvad, yfirverkfræð- ingur Hitaveitunnar, sendi ný- lega skýrslu um það, hversu langt Hitaveitan væri komin og ræddi Bjarni Benediktsson, borgarstjóri málið á fundi bæj- arstjórnar í fyrradag. Búið er að vinna að Hitaveit- unni fyrir um 2 milj. d. kr., að meðtöldu efni. Hér er fyrfr- liggjandi ónotað efni fyrir 750.000 d. kr., en í tryggingar, vexti o. s. frv hefir verið varið 450 þús. d. kr. Er því alls búið að verja 3.2 milj. d. kr. til Hita- veitunnar. Þá liggur í Khöfn efni, sem er um 2% milj. kr. virði. Enn standa jdir samningar um að fá leyfi til að flytja efnið liingaö, svo að enn getur málið leyst á heilladrjúgan liátt. RAFMAGNIÐ. Rafmagnstaxtarnir voru til 2. urnræðu og er borgarstjóri hafði mælt nokkur orð, fór frarn alkvæðagreiðsla um þá. Frá því að 1. umræða fór frarn, lief- ir sú breyting á orðið, að lagt hefir verið til, að ljósarafmagn- ið Iiækki ekki í 48 au, en verði 46 au. Er þar um smávegis lækkun að ræða, því að Ijósa- taxtinn hefir verið rúml. 46 au. Breytingar þessar á raf- magnstöxtunum eru gerðar vegna aukins kostnaðar við starfsmannahald Rafmagns- veitunnar af dýrtíðaruppbót á laun þeirra. NIÐURJÖFNUNAR- NEFND. Kosnir voru fjórir menn i niðurjöfnunarnefndina í fyrra- dag og gengu framsóknarmenn, kommúnistar og sósíalistar í bandalag. Á lista Sjálfstæðisflokksins voru sömu menn og í fyrra, Sig-. urbjörn Þorkelsson, Gunnar Viðar og Gunnar Thoroddsen og fékk sá listi 9 atkvæði. Á hinum listanum var Ingimar .Tónsson efstur, en Sigurður Jónasson annar. Þar eð sá listi fékk 6 atkv., varð að varpa hlut- kesti milli Gunnars Thorodd- sen og Sigurðar. Kom upp hlut- Ur Sigurðar. BÁTÁHÖFN. J. A. Pétursson bar fram til- lögu um, að þess væri farið á leit við útgerðai’menn, að þeir legði fram sem svaraði 20 þús. kr. á hvern togara, til viðbótar útsvarinu 1939 og yrði fénu varið til að koma upp sérstakri hátaliöfn. Sagði Jón að útgerð- in greiddi nú lítið til bæjarsjóðs, en þörfin fyrir bátaliöfn færi vaxandi. y Borgarstjóri svaraði þessu. Kvað liann þessa leið lítt færa, nema skatta- og útsvarsmálum útgerðarinnar væri komið á fastan grundvöll. Lagði hann lil að málinu yrði vísað til bæj- arráðs og var það samþykt. SKULDABRÉFA- LÁNIÐ. Lítillega var minst á skulda- hréfalánið, en áður liafði verið i-ætt um að taka stærra lán, en 3 miljónir króna. Er það mál enn til athugunar. Borgarstjóri fór nokkurum orðum um þetta mál. Sagði hann að liann teldi lieppilegast, ef þetta yrði gert, að þá yrði þau skuldabréf notuð til að greiða þeim sjóðum bæjarins, sem bæjarsjóður hefði fengið fé að láni úr. Ákvörðun var engin tekin um. þetta á fundinum. Uppboð. Opinbert uppboð verður haldið við Amarhvol, mánu- daginn 11. nóv. n. k. kl. 2 e. h. og verða þar seldir bif- reiðarnar: R. 11, 822, 919 og 1082. — Þá verða seldir ýms- ir húsmunir: Skrifborð, stofuborð, klukkur og fleira. Greiðsla fari fram við ham- arshögg. LÖGMAÐURINN í REYKJAVÍK. K. F.-U. M. Á morgun: Kl. 10 f.li. Sunnudagaskólinn. — 1^/2 e. li. Y. D. og V. D. — 5Mj Unglingadeildin. — Fer mingardren g j ahátið. — 8^ Samkoma. Bænavikan hefst. Ástráður Sigurstein- dórsson cand. tlieol. talar. — Allir velkomnir. Bíll. Litill, 4—5 manna bíll ósk- ast nú þegar. Tilboð um verð, tegund og aldur sendist afgr. Vísis fyrir mánudags- kvöld, merkt: „4—5“. Stnlka vön eldhússtörfum óskast strax á Hótel ísland. — Uppl. milli kl. 4 og 6, ekki i síma. Húseign við SKÓLAVÖRÐUSTÍG, framtíðar verslunarstaður, er til sölu nú þegar. Ólafur Þorgrímsson, hæstaréttarmálafl.maður. Austurstr. 14. — Sími 5332.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.