Vísir - 13.11.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 13.11.1940, Blaðsíða 1
 Ritstjóri: Kristj án Guðlaug Skrifstofur: sson Félagsp rentsmidjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn Auglýsingar Gjaldkeri Afgreiðsla Simi: 1660 5 línur 30. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 13. nóvember 1940. 263. tbl. Italskir foringjar reyna árangurslaust að stöðva flóttann. Uppreistin í Albaníu. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Fréttaritari United Press í Budapest simar, að gríska útyarpið, sem er eign ríkisins, haldi á- fram að skýra frá óförum Itala. Segir útvarp- ið, að undanhald ítaía haldi áfram á öllum vígstöðvum og fari ítölsku hermennirnir ekkert hægara yfir en áð ur. Létta þeir á sér á flóttanum með-því að varpa frá sér bakpokum og þess háttar. Liðsforingjar reyna árangurslaust að stöðva flótt- ann og tel.ja kjárk í hermennina. Þá mótmæla Grikkir þeim fregnum, sem borist hafa frá Júgóslavíu — sem skýrt er frá hér á eftir og komu í gærkveldi — að Italir hafi hafið sókn á Norðurvig- stöðvunum, hjá Koritza. Segja þeir það uppspuna, að Italir hafi sótt þar fram eftir mikla fallbyssuskothríð, heldur hafi grísku hersveitunum orðið vel ágengt þar sem annarsstaðar og sé þeir komnir að borginni Koritza. Muni hún falla í hendur Grikkja þá og þegar. Frá Ohrid í Jugoslaviu berast nú enn fregnir um uppreist í Albaniu. Segir í síðustu fregnum þaðan, að í Miridiri-héraði í Norður-Albaniu logi alt í uppreist. Þar norður frá hafa Italir lítið lið og hefir það engan hemil á uppreistarmönnunum. Annarsstaðar í landinu eru einnig uppreistir, en þar hafa Italir meira lið og er því Albönum erfiðara um vik þar. Fregn frá Bitolj í Júgóslavíu hermir, að ítalir hafi byrjað gagnsókn á Koritzavígstöðvunum kl. 10 á mánudagsmorgun. Hófst gagnsóknin með fallbyssuskothríð á stöðvar Grikkja þar sem þeir höfðu búist til varnar í fjöllunum. Neyddu ítalir Grikki til þess að hörfa frá nokkurum hæðum, sem allar eru hernaðarlega mikilvægar. Fregn frá Aþenu hermir, að Soddu, hinn nýi herforingi It- ala, hafi iyrirskipað , ítalska hernum á Epírusvígstöðvunum að hörfa undan sem hraðast, með endurskipan hans fyrir augum og til undirbúnings nýrri sókn. Hersveitir Itala, sem undan halda á Pindusvígstöðvunum, eru nú gertvístraðar. Halda þær undan, þar sem erfitt er yfir- ferðar, og hafa orðið að skilja ef tir megnið af hergögnum sín- um. Hermálasérfræðingar giska á, að Italir hafi sent 12.000 manna her inli í Grikkland, og átti hann að sækja yfir Pindus- fjöll til Metsavo. Það er staðfest af grískum framvörðum og ít- ölskum hermönnum, sem tekn- ir voru til fanga, að í þessum her var heilt herfylki (division) frá Feneyjum, ein herdeild úr svonefndu Juli-herfylki og tveir Berseglieri-herflokkar og ein herdeild fasista („Svörtu örv- arnar"). 9 skip ókomin fram úr skipaflotannm, sem ÞjóOverjar sðgðnst hafa ger-eyðilagt. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Breska flotamálaráðuneytið birti tilkynningu um það í gær- kveldi, að af 38 skipum úr flota, sem Þjóðverjar segðist hafa sökt í fyrri viku, væri að eins 9 ókomin fram, en ekki væri loku fyrir það skotið, að sum þessara skipa kæmi fram síðar. Það var þýskt herskip, senni- lega vasa-orustuskip, sem réðist á skipaflotann, og var hjálpar- beitiskipið „Jarvis Bay" í fylgd með flutningaskipunum. Breska hjálparbeitiskipið lagði til at- lögu við þýska herskipið, þótt það væri betur vopnum búið. Með því gafst flestum flutninga- skipunum tækifæri til þess að komast undan hulin revk. Við- ureignin milli Jaivis Bay og þýska herskpsins stóð í 2 klst. Hélt hjálparbeitiskipið áfram að verjast, þótt það yrði fyrir skot- um. Logaði það þá stafna á milli. Varð loks sprenging í skipinu og mun það hafa sokkið. Nánari upplýsingar um or- ustu þessa og skipin, sem fórust, verður gefin síðar. Það hefir verið tilkynt opin- berlega í Washington, að Uru- guay hafi fallist á að láta Banda- ríkin fá afnot af flota- og flug- höfnum sínum. Jafnframt fá öll önnur ríki í Ameriku að nota þessar bækistÖðvar. - Antonescu fer líka til Berlinar. London í morgun. Samkvæmt fregn frá Bukar- est í morgun er talið líklegt, að Antonescu* herforingi, forsætis- ráðherra Búmeniu, sem nú er kominn til Bómaborgar, fari að heimsókn sinni þar lokinni til Berlínar, til viðræðna við Hitler. Loftárásirnir á London. London i morgun. Loftárásirnar á London voru ákafar í gærkveldi, en þvi lengur sem leið iá kvöldið því meira dró úr þeim, og eftir miðnætti heyrðist vart skothríð úr loft- varnabyssu. Var þó fult tungl og flugskilyrði hin bestu, að því er virtist. Breskar sprengjuflu%vélar gerðu árásir á marga staði í Þýskalandi og hernumdu lönd- unum í nótt sem leið, en ítarleg- ar fregnir vantar. London i morgun. Franski flugmálaráðherrann kominn heim úr eftirlits- ferðalagi. Bergeret, franski flugmála- ráðherrann, er kominn heim úr eftirlits-flugferðalagi til flug- stöðva Frakka i Vestur- og Norður-Afríku. I Algier átti hann viðræður við Weygand marskálk. Bretar fá fljúg- andi virki frá U. S. A. EINKASKEYTI FRÁ U. P. — London, í morgun. Það var tilkynt í Washington í gær, að Bretar myndi fá all- margar sprengjuflugvélar frá Bandaríkjunum af stærstu gerð í yfirstandandi mánuði. Þetta eru mestu sprengjuflugvélar, sem gerðar hafa verið, og hafa nýlega verið gerðar á þeim ýms- ar endurbætur. - Sprengjuflug- vélar þessaf, sem vanalega eru kallaðir „fljúgandi virki" (fly- ing fortresses) geta farið 4000 enskar mílur með fulla hleðslu af sprengikúlum. Jafnskjótt og orustuflug- élarnar lenda eftir viður- eign eru geymar þeirra fyltir bensíni og bætt á þær skot- færum. Snör handtök eru fyrir öllu, svo að flugvélin geti sem fyrst flogið upp aftur. Flugmennirnir gefa aér oft ekki tíma til að teygja úr „skönkunum", meðan verið er að þessu, eins og sá sem sést hér á myndinni. — 2 eOa 22? Einkaskeyti frá U. P. London, i morgön. Þjóðverjar tilkyntu í gær, að i loftbardaganum Yfir Thames- árósum í fyrradag hefði ítalskir flugmenn skotið niður 7 bresk- ar flugvélar, en alls hefði verið skotnar niður fyrir Bretum .22 flugvélar í þessum bardaga. — Bretar segjast að eins hafa mist tvær flugvélar. Manntjón í Englandi minna í október en september. London, í morgun 6336 manns f órust af völdum loftárasa í Bretlandi í október, en 8695 særðust. Er þetta all- miklum mun minna en í sept. (6954 og 9615). Bretar neita því algerlega, að nokkurt skip ^hafi farist í sprengjuárás þýskra og ítalskra flugvéla í fyrradag. Tvö skip löskuðust. LANDVARNIR VESTUR- ÁLFU. FLOTASTÖÐVAR 1 URUGUAY. Fregn frá Montevido hermir að ríkisstjórnin hafi til með- ferðar áform um að koma upp flotastöðvum, sem öll lýðveldi Vesturálfu geti notað. Er þetta eitt af mörgum áformum, sem Vesturálfuríkin hafa á prjónun- um, til þess sameiginlega að efla landvarnirnar. Hermdarverk í Bandaríkjunum ? London, i morgun. I gær varð sprenging mikil i sprengiefnaverksmiðju i Wood- bridge, New Jersey. Gereyði- lögðust 14 af 15 verksmiðju- byggingum. Var sprengingin hin ógurlegasta.Einnig urðu spreng- ingar í púður- og sprengiefna- verksmiðjum i Edinburgh, Pensylvania, og Alantown í sama fylki. A. m. k. 20 menn fórusf. Rannsókn er hafin út af sprengingum þessum með að- stoð rikis-leynilögreglunnar (G-manna), þar sem grunað er, að hér sé um'skemdarverk að ræða. Á heimsstyrjaldarárun- um voru gerðar margar tilraun- ir til þess að spfengja i loft upp hergagnaverksmiðjur i Banda- ríkjunlim og óttast menn, að nú eigi að fara að leika sama leik- inn og þá. Hefir Hitler lofað Rússum Dardanellasundi, Irak og Iran fyrir liðveislu við möndulveldin? EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Eftir fregnum að dæma, sem birtar eru í Bandaríkjunum og Svisslandi, samkvæmt upplýsingum frá Berlínar-fréttariturum frá þessum löndum, ætla menn, að Hitler muni leggja fast að Molotov, að ganga til frekari samvinnu við Þjóðverja, til þess að koma hinni nýju skipan á í heiminum. Ætla margir, að, sá verði endir á, að Rússar gerist aðili að f jórveldabandalagi í þessu skyni með Þjóðverjum, ítölum og Japönum. Aðrir draga þetta þó í ef a, og benda á, að í rússneskum blöðum sé þyí haldið fram, að engin breyting verði gerð á þeirri stefnu, að Rússar verði hlutlausir í styrjöld þeirri, sem nú geysar. En hinir ætla, að Hitler sé við því búinn, að lofa Molotov Dardanellasundi og olíulindunum í Iran og írak fyrir stuðning við stefnu möndul- veldanna. Þegar Molotov kom til landa- mæra. Austur-Prússlands .var þar fyrir opinber nefnd til þess að taka á móti honum og föru- neyti hans, en það hefir vakið nokkura furðu, að Molotov „hélt ekki innreið" sína í Berlín um aðalstöðina" í austurhluta Berlínar, en hefði hann gert þáð mundi honum hafa verið ekið um frægustu götu Berlínar, Unter den Linden, til Kanslara- hallarinnar, en þess í stað var lestin látin taka á-sig kr^ók og kom hún í Anhalterstöðina í Suður-Berlín, og var Molotov ekið um sum hin ófegurri hverfi borgarinnar. í breskum fréttum er bent á, að þessu muni hafa verið hagað svo, vegna þess, að aðalstöðin i Austur-Berlin er ekki sérlega aðlaðandi um þess- ar mundir eða síðan er breskar sprengjuflugvélar gerðu árás á hana í byrjun yfirstandandi mánaðar. Þeir von Ribbentrop og von Keitel herforingi tóku á móti Molotov/'sem síðar ræddi langa stund við von Ribbentrop, og enn síðar við Hitler ríkisleiðtoga og stóð viðræða þeirra, en hún fór fram í Kanslarahöllinni, í hálfa þriðju klukkustund. Miklar skemdir á ólíulindasvæðinu í Rúmeníu. London í morgun. Það var opinberlega tilkynt i morgun að mestar skemdir hefði orðið af völdum land- skjálftanna i Prahiva-dalnum, þar sem aðal olíulindirnar eru. Miklar skemdir urðu iborginni Galatz og er engin leið að gera sér f ulla grein fyrir skemdunum enn sem komið er. Það er tekið fram, að olíubrunnarnir sjálfir hafi ekki orðið fyrir miklum skemdum, en miklar skemdir urðu á oliuvinslustöðvum á gei'- völlu svæðinu. Knattspyrnn- þing^ið. Eins og Vísir gat um á laug- ardag, hófst Knattspyrnuþingið í Oddfellowhúsinu 8.1. sunnu- dag. Guðmundur Ólafsson, form. K.R.R., setti þingið, en síðan var Pétur Sigurðsson. háskólaritari kosinn forseti þess, Guðm. 01- afsson gaf síðan munrilega skýrslu um störf ráðsins á ár- inu og urðu nokkrar umræður um skýrsluna. Siðan lagði Hans Kragh, gjaldkeri ráðsins, frám reikninga þess. Hagur þess er góður. Þá tilkynti forseti Í.S.Í., að Pétur Sigurðsson l%fði verið skipaður formaður K.R.R. og vék hann því úr forsetastóli á þlnginu, en í staðinn kom Er- lendur 0. Pétursson. Aðalmálið, sem fyrir þinginu lá, var að breyta lögum, K.R.R. Á þinginu i fyrra var skipuð nefnd, sem nú lagði fram til- lögur sínar. Þá var rætt um fyrirkomulag mótanna og framkvæmd K.R.R. á tillögum síðasta knattspyrnu- þings. Nefnd var skipuð i þetta mál og skili hún áliti á næsta fundi. Sá fundur verður þ. 24. þ. m. Næturlæknir. Alfred Gíslason, Brávallagötu 22, sími 389^4. NæturvörÖur í Lyf ja- búÖinni Iounni og Reykjavíkur apóteki.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.