Vísir - 13.11.1940, Blaðsíða 3

Vísir - 13.11.1940, Blaðsíða 3
VÍSIR FRÁ HÆSTARÉTTI: Þegar hafnarbáturinn sigldi á Skeljung. Baráttan ge^n lömiiiiarveikiiini. Nérfræðiug: rautar I Jþeirri grein. í gær var kveðinn upp dómr ur í málinu Hafnarstjórinn í Reykjavík f. h. \ hafnarsjóðs gegn H.f. Sliell á Islandi. Málsatvik eru þessi: I marsmánuði 1938 var m.s. Skeljungur, sem er eign H.f. Shell, á leið inn ytri höfnina í Reykjavík. Hafnsögumanns- báturinn, sem var á leið með hafnsögumann lil þess að sigla skipinu inn að Ingólfsgaj'ði, sigldi í þessum svifum móts við Skeljung og vildi þá svo til að báturinn rakst á stjórn- borðshlið Skeljungs að aftan, þannig að öldustokkur skipsins beiglaðist á allstóru svæði og bognuðu tvær stoðir að innan- verðu til muna. Kostnaður við viðgerðina nam kr. 900.00. H.f. Shell taldi, ,að hafnsögumanns- báturinn hefði átt alla sökina á árekstrinum og krafði því eiganda hans, hafnarsjóð, um greiðslu, og er greiðsla fékkst eigi, var mál þetta höfðað. Hafnarstjórinn f. h. hafnar- sjóðs krafðist sýknu og byggði þá kröfu sína fyrst og fremst á þvi, að útgerðarmaður skip.s, í þessu tilfelli h.f. Sliell, er bið- ur um aðstoð hafnsögumanns, beri ábyrgð á skaðabótaskyld-' um verknaði bafnsögumanns meðan hann er að vinna í þágu skipsins, en sú vinna telur hafnarstjóri að hefjist, er hafn- sögumannsbáturinn leggur af Þrjátíu smálög. Eftir Hallgrím Helgason. Óteljandi verk bíða íslenskra tónlistarmanna, ekki síst tón- skáldanna. Eitt þeirra er að semja hentugar kenslubækur við okltar hæfi. Ekki svo að skilja að ekki sé til nóg af af- bragðs kenslubókum erlendum, beldur er liitt nauðsynlegt að þjóðin skapi með sér sjálfstæða tónment og heyri sína eigin rödd. Hallgrímur Helgason liggur elcki á liði sínu. Fyrir nokkurum dögum kom út eftir liann hefti sem nefnist „30 smálög fyrir pianó“. Þótt lieftið sé litið fyrir- ferðar rúmar það furðu mikið. Þarna eru saman komin form polyfóniska tímabilsins, kanon Invention, passacaglia, fúga, prelúdía og toecata, enda hugs- ar höfundur sér heftið „sem eigskonar forskóla að pólýfón- um verkum barokk-tímabils- ins“ og þá auðvitað sér i lagi t. d. prelúdíum og inventionum J. S. Baclis. Þó lögin séu aðal- lega ætluð píanónemendum eru þau engu siður hæf til kenslu á orgel og harmóníum. Eins hygg eg að megi leika þau á tvö strokhljóðfæri, t. d. tvær fiðlur, fíðlu og lágfiðlu, eða fiðlu og celló; þyrfti þá að eins að flytja þau í aðrar tóntegundir. Enn- fremur eru lögin tilvalin dæmi stað í áttina til skipsins og öll sigling bátsins, undir stjórn liafnsögumannsins, sé þannig á ábyrgð úlgerðar skips þess, er leiðsagnarinnar nýtur. Y erði H.f. Sbell því sjálft að bera á- byrgð tjóns þess, er hlotist hafi af árekstri bátsins á Skeljung. Sjódómurinn taldi að útgerðin bæri að vísu ábyrgð á skaða- bótaskyldum verkum, er liafn- sögumaðurinn orsakaði meðan hann ynni í þágu skipsins, en kvað þá ábyrgð liinsvegar ekki hefjast fyrr en hafnsögumaður væri kominn um borð í lilut- aðeigandi skip. Var því þessi varnarástæða hafnarstjóra ekki tekin til greina. Að því er snerti sökina á á- rekstrinum komst sjódómurinn að þeirri niðurstöðu, að hafn- sögumannsbáturinn ætti að bera % liennar en Skeljungur % og dæmdi samkvæmt því liafnarsjóð til greiðslu á kr. 600.00 eða % hlutum tjónsins. Hafnarstjóri f. li. hafnar- sjóðs vildi ekki una þessum málalokum og áfrýjaði málinu til hæstaréttar. Urðu úrslit máls þessa þau, að dómur sjó- dómsins var staðfeslur og H.f. Shell tildæmdur málskostnaður fyrir hæstarétti kr. 300.00. Hnn,. Guðmundur I. Guð- mundsson flutti málið af hálfu hafnarsjóðs en hrm. Jón Ás- björnsson af bálfu H.f. Shell. við kenslu i tónsmiði (kontra- punkt). Þetta er því hin þarf- asta bók í alla staði, og væri æskilegt að fá næst íslensk þjóðlög í einföldum en viðeig- andi búningi, Iagrænum og hljómrænum, handa byrjönd- um. Gæli það verið forskóli að þessu hefti. Beini eg hér með þeirri áskorun til islenskra tón- smiða, að þeir taki sér það vandasama verkefni á hendur. Hefti Hallgrims er þegar komið í hendur nemenda minna við Tónlistarskólann, og vil eg mæla með því við alla þá, sem við kenslu fást. Hafi höfundur þakkir fyrir. Árni Kristjánsson. Aukning slökkviliðs- tækja bæjarins. Á fundi brunamálanefndar, sem haldinn var í síðasta mán- uði, var meðal annars rætt um aukningu á slökkvitækjum bæj- arins, veg-na hernaðarhættu. Slökkviliðsstjóra var faliu rannsókn málsins, en hann hafði þá fyrir alllöngu gert fyr- irspurnir til Englands og Ame- riku viðvíkjandi slökkvitæki, en flest svörin voru ókomin. Þá skýrði slökkviliðsstjóri og frá því, að þegar í maí hafi hann gert ráðstafanir til þess að auka slökkviliðið með sjálf- boðaliðum og komið upp stöðv- um á 4 stöðum í bænum, þar sem geymd eru slökkvitæki, ef á þarf að halda. Næturakstur. Bifreiðastöð Islands, Hafnarstr., sími 1540, hefir opið í nótt. Kristján Guðlaugsson hæstaréttarmálaflutningsmaður. Skrifstofutími 10—12 og 1—6 Hverfisgata 12 — Sími 3400 VÍSIS KAFFIÐ gerir alla glaSa. Fyrir skönmiu var stofnaður liér i bæ félagsskapur til styrkt- ar lömunarveikissjúklingum. Við fáa sjúkdóma slær eins iniklum óliug á almenning eins og þá er lömunarveikin gengur yfir. Enginn getur vitað sig ör- uggan. Börn og ungt fóllc í blóma lífsins verður oft barð- ast úti. Margir þeirra, sem lifa af þennan hættulega sjúkdóm, vakna aftur til lifsins meira eða minna lamaðir. Oft hverfa lam* anirnar að nokkuru leyti, en oft er það líka að lamanirnar liald- ast og þannigtverða þessir sjúk- lingar, sem annars eru alger- lega frískir og andlega vakandi, líkt og fangar i sínum eigin ó- sjálfbjarga líkama. Um allan heim hafa læknar lagt sig fram við að finna ráð bæði við sjúkdómnum og þá ekkþ síst við það, að finna ráð til að gefa hinum lömuðu vöðv- um líf og kraft aftur, eða ef ekki var kostur á því, þá með skurðaðgerðum, að láta annan vöðva taka við starfsemi þess er lamaður varð. — Þetta er hin svokallaða „vöðvaplastik“ eða vöðvaflutningur. Slíkar að- gerðir útheimta alt það besta, sem skurðlæknir getur veitt. Eins og nærri má geta verður sá læknir, sem ætlar að lielga slikri starfsemi krafta sína, að leggja á sig bæði langt og kosln- aðarsamt sérnám erlendis, en þar eru sérstakir spítalar ætl- aðir fyrir sjúldinga fatlaða af lömunarveiki og öðrum orsök- um. Nú vill svo til að 3 árum áð- ur en stofnað er Félag til styrkt- ar lömunarveikissj úklingum, befir íslenskur læknir bj'rjað nám i þessari grein. Hefir hann stundað nám við ágæta spítala erlendis. Þessi læknir lauk námi sínu í haust og kom hingað til lands- ins fullur af starfslöngun og trú á mátt sinn lil að hjálpa, því hann vissi að hér heima voru sjúklingar, sem biðu konm hans með eftirvæntingu og vongleði. En ekki er sopið kálið þó i aus- una sé komið. Þessi Ungi læknir komst að vísu til íslands, en „Fýkur yfir hæðir-“ Hið alkunna lag við þetta kvæði Jónasar Hallgrímssonar birtist fyrst á prenti í Organ- tónum og var liöfundarins ekki getið að öðru en því, að bók stafurinn Þ með punktum fyr- ir aftan stóð við lagið (Þ ....). Höfundurinn var svo liæversk- ur, að liann vildi ekki láta nafns síns getið. Útvarpið hefir rang- lega talið ehihvern Þorkel Þor- kelsson höfund að þessu vin- sæla lagi; þannig hefir þetta veríð tilkynt í útvarpinu hvað eftir annað, þegar lagið hefir verið sungið og eins liefír þetta verið prentað í dagskrána og blöðin. Þar sem útvarpið virðist ekki þekkja liið rétta nafn liöf- undarins, tel eg rétt að leiðrétta þetta opinberlega og gera öllum kunnugt hver hann er. Það er Þorkell Þorláksson stjórnar- ráðsritari, bróðir Brynjólfs org- anista, sem hefir samið lagið. Línur þessar eru vinsamleg bending til réttra lilutaðeigenda hjá útvarpinu, að þeir taki leið- réttingu þessa til greina og fari eflirleiðis rétt með nafn höfund- arins að þessu hugþekka lagi, sem er fyrir löngu orðið eitt af vinsælustu alþýðulögunum okk- ar. Baldur Andrésson. heldur ekki lengra. Svo að segja fyrir augunum á þeim, sem þurflu hjálpar hans mest með, var liann tekinn og fluttur til Englands og hvenær eða yfir- leitt hvort honum verður aftur- kvæmt, er ekki vitað. Engar sakir eru á hann bornar. Hann er fluttur utan til „rannsóknar“. Félag til styrktar lömunarveik- issjúklingum hefir við þennan atburð fengið sitt fyrsta verk- efni: þ. e. að beita sér fyrir því, að færa íslenskumJ lömunar- veikissjúklingum heim aftur þann lækni, sem undanfarin ár hefir starfað sleitulausl að því að geta orðið þeim,.sem lömun- arveikin hefir leikið harðast, að liði. Lömunarveikissjúklingur. 1 íslandsk Forretningsmand í Norræna félaginu í Oddfellow- húsinu í morgun, fimtud. 14. nóv., kl. 8.30.’ DAGSKRÁ: 1. FinnUr Jónsson alþm. talar um ástand og horfur á Norð- urlöndum. 2. Kvikmynd frá stríðinu í Finnlandi í fyrravetur. 3. Lárus Pálsson leikari les upp. 4. DAN S. Aðgöngumiðar fyrir félaga og gesti þeirra hjá Eymundsen, Bókaverslun Isafoldarprent- smiðju og við innganginn. STJÓRNIN. AMERÍSKT PLÖTUTÓBAK (MUNNNTðbAK) COURAGE PLUG nýkomið. Verð í smásölu kr. 15.00 pr. enskt pund. Tóbakseinkasala Rikisins. HLUTAVELTA * í dag verður HLUTAVELTU KVENNADEILDAR SLYSAVARNAFÉLAGSINS haldið áfram í VARÐAR- HÚSINU og hefst kl. 5 e. h. — Aðgangur ókeypis. — Dráttur í hlutaveltuhappdrættinu fer fram fimtudag- inn 14. þ. mán. NEFNDIN. Erindi og Túnleikar í dómkirkjunni miðvikudaginn 13. þ. m. kl. 8*4 að til- hlutun kirkjunefndar kvenna. EFNI: Sigurgeir Sigurðsson, biskup, flytur .erindi. Einsöngur: Guðrún Ágústsdóttir. Celloleikur: Dr. Edelstein. Kórsöngur: Dómkirkjukórinn. Orgelleikur: Páll ísólfsson. Aðgöngumiðar á 1 krónu fást hjá Sigríði Helgadóttur, Sigfúsi Eymundssyni og við innganginn. NITENS raímagnsperur Ódýrastar. -- Lýsa besl ---- Endast lengst. --- llelgri 91a^mís§on ét Co. Modeileir 1 Ölluill liilllll MÁLARINN. Dettifoss Burtför skipsins er frestað til kl. 6 á morgun síðdegis (fimtudag).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.