Vísir - 14.11.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 14.11.1940, Blaðsíða 1
 Ritstjóri: Kristj án Guðlaug Skrifstofur: sson Félagsp rentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaöamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 Hnur Afgreiðsla 30. ár. Reykjavík, fimtudaginn 14. nóvember 1940. 264. tbl. Bretar og Grikkir halda Moi©t©v uppi storkostlegum aras- um á bækistöðvar skipaflota Itala. og EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Alexander flotamálaráðherra Breta flutti útvarpsræðu í gærkveldi og minti á það, sem hann lofaði í ræðu fyrir skemstu, að floti Breta á Miðjarðarhafi myndi hér eftir ekkert tækifæri láta ónotað, til þess að gera árásir á flota- og flugstöðvar ítala. Svipað loforð gaf aðstoðarflugmálaráðherra Bretlands fyrir 2 -—3 dögum. Sagði hann, að nú yrði haldið uppi stöðugum loftárásum á bækistöðvar ítala. Alexander sagði, að nú væri byrjað að efna þessi loforð, og átti hann við árásina á flotastöðina í Taranto, sem annarstaðar er um getið. Alexander sagði, að breski flotinn hef ði gefið ítalska flotanum ótal tækif æri til þess að berjast, en þau tækif æri hefði aldrei verið notuð. ítalir hefði haft fleiri og stærri herskip en Bretar á Miðjarð- arhafi og mannfleira sjólið, en eftir árásina á Taranto væri þetta breytt. * • . En loforð það, sem aðstoðar flugmálaráðherrann gaf er líka haldið. Breskar sprengjuflugvélar hafa nú gert árás á Bari, eina mestu útflutningshöfn ítala við Adriahaf. Kom upp eldur þar í olíu- geymum og var eldurinn mjög að breiðast út, er flugvélarnar fóru. Margvíslegt tjón annað varð í Bari, á hafnarmannvirkjum, skipum o. s. frv. Þá hafa breskar sprengjuflugvélar gert nýjar árásir á Vallona og Durazzo, aðalhöfn Albaniu. Þar var varpað sprengjum á vöruskemmur og rafmagns- stöðina og varð tjón feikna mikið. Einnig varð stórt skip fyrir sprengju. Þá hafa grískar sprengju- flugvélar gert árás á flugstöð ftala við Koritza (Korca) í Albaniu og eyðilagt margar flugvélar fyrir ftölum. f grískum fregnum segir, að ítalir séu að hörfa undan á Epir- usvígstöðvunum og sumar hersveitirnar, sem voru komnar suður fyrir Kalamasfljót séu komnar norður fyrir fljótið aftur. Á Pindusvígstöðvunum gengur Grikkjum vel sem fyrrum og taka þeir þar f jölda fanga. — 500 fangar komu til Aþenu í gær og miklu fleiri eru á leiðinni þangað og til Albaníu. 6-7 ítölsk herskip eyðilögð í loftárás á Taranto. fleðal þeirra cru tvö orustuskip, 35.000 og a:i.GOO smálesta. Yfirlýsiiig Churchill s. Winston Churchill forsætisráðherra flutti ræðu í gær í neðri málstofu breska þingsins, til þess að skýra þingmönnum frá stórmikilvægum árangri loftárásar breskra flotaflugvéla á flotastöð ftala í Taranto á Suður-ítalíu. í árás þessari eyðilögð,- ust að mestu eða öllu eitt orustuskip, 35.000 smálesa, af svo- nefndum Littorio flokki, 23.600 smálesta skip af Cavour-flokk- inum, 2 beitiskip og 2 hjálpar-beitiskip. Sennilegt er, að þriðja orustuskipið hafi orðið fyrir miklum skemdum. Bretar lögðu að eins tvær flugvélar í sölurnar til þess að ná þessum mikla árangri. Það var tekið fram í breskum tilkynningum um ræðu Chur- chills, að það hefði verið óvana- lega létt yfir honum, er hann lýsti yfir þvi, að hann teldi rétt að skýra þingheimi þegar frá þessum mikla sigri, sem væri svo mikilvægur, að hann breytti styrkleikahlutföllunum milli ítalska og breska flotans á Mið- jarðárhafi. ftalir áttu í byrjun stríðsins tvö . 35.000 smálesta orustuskip, ný og hraðskreið, og 4 önnur, sem voru endur- bygð. Nú er % eða ef til vill helmingur orustuskipanna ó- nýtur. Þvi að breskar flugvélar flugu yfir Taranto eftir árásina og voru teknar ljósmyndir, sem sýna, að þessi skip öll mara á hálfu kafi eða hefir verið rent á land. Ef til vill kann að vera unt að gera við þau en það tekur marga mánuði. Auk þess skýrði Churchill frá því, að breskur kafbátur hefði nýlega sökt 3000 smálesta beitiskipi og valdið skemdum á öðru. Floti ítala, sagði Churchill var voldugri en breski Miðjarð- arhafsflotinn — á pappírnum, en þrátt fyrir mörg'tækifæri, hafi ítalir aldrei viljað leggja i orustu við bresku herskipin, heldur haldið til hafnar sem skjótast, er til þeirra sást, eða legið í skjóli strandvirkjá. — Churchill kvaðst ekki hafa vilj- að draga að skýra neðri mál- stofunni frá hinum glæsilega sigri, sem hér hefði verið unn- inn, sem sé flugmönnum flotans til hins mesta heiðurs. Áhrifa þessa sigurs mun gæta um heim allan, sagði Churchill enn- fremur. AFREK JARVIS BAY. Churchill kvað dugnað og hugrekki og hæfileika breskra sjóliða einrílg hafa komið glæsi- lega í Ijós, er Jarvis Bay, 14.000 smálesta/ vopnað kaupfar, sem var skipaflota til verndar, lagði til orustu við stórt, nýtísku þýskt herskip, til verndar skipa- flotanum, eftir að hafa myndað reykský til þess að hylja und- anhald flutningaskipanna. Her- skipið hafði byrjað skothríð á flotann úr mikilli fjarlægð. Sendi þá Jarvis Bay f rá sér reyk- ský og lagði til atlögu við þýska herskipið og var barist i 2 klst. Gafst þannig skipunum tæki- færi til þess að komast undan. Sldp, sem voru 150.000 smál. komust undan, — 28 skip alls, en 10 eru ókomin fram, og af þeim kunna sum enn að vera ofansjávar. Skytturnar iá Jarvis Bay héldu áfram skothriðinni, er skip þeirra logaði stafna milli og var farið'að hallast. Um 65 þeirra björguðust í eina björg- unarbát skipsins, sem heill var. Eitt kaupskipanna, sem undan hélt, sigldi á sömu slóðir aftur, til þess að bjarga þeim. — Þeir, sem björguðust, voru settir á land í höfn i Kanada. — Sltip- stjórinn á Jarvis Bay féll i or- ustunni. Hann hélt áfram stjórninni með sundurtættan handlegg og stjórnpallurinn stórskemdist af skoti færði hann sig á annan stað, til þess að stjórna mönnum sínum þaðan. — % áhafnarinnar voru sjó- menn af flutningaskipum og aldrei tekið þátt í sjóorustu fyrr. Fór Churchill virðingarorðum um^frammistöðu þeirra og sjó- liðanna. Breski fáninn á Jarvis Bay var skotinn niður, en skip- verji einn kleif upp á sigluna og negldi á hana breskt flagg. lieiiii. Loftárás á Berlin í gærkveldit London i morgun. Molotov lagði af stað heim- leiðis í morgun og var tilkynt í Berlín,. að vinsamlegar um- ræður um hagsmunamál Þjóð- verja og Bússa hefði farið fram. Molotov ræddi tvivegis við Hitl- er i gær og við Göring. 1 gær- kveldi hélt Molotov þýskum iðjuhöldum veislu. Molotov og þeir, sem með honum voru, hafa nú fengið smjörþefinn af þvi hvernig er að vera í Berlín, þegar breskar sprengjuflugvélar gera árás á borgina. — Komu þær svo snemma, að f ólk var enn i leik- húsuin, og þusti það í loft- varnabyrgin i miðjum klíðum og hafðist þar við mikinn hluta nætur. Þjóðverjar viðurkenna, sím- ar fréttaritari United Press, að eldur hafi kviknað í úthverfun- um á nokkurum stöðum, en þvi er neitað, að flugvélarnar hafi komist inn yfir miðhluta borg- arinnar. Af þvi tilefni taka Bretar fram, að flugvélarnar hafi ekki átt að varpa sprengj- um nema a hernaðarstöðvar, svo sem hergagnaverksmiðjur og rafmagnsstöðvar, en þær séu ekki í miðhluta borgarinn- ar. — Árás á kaupskipa- floía við Albaníu. Á mánudagskvöld, sama kvöldið sem árásin var gerð á flotastöðina i Táranto, réðust breskir tundurspillar á kaup- skipaflota ítalskan við Albaniu- strendur. f flota þessum voru 4 flutningaskip og fylgdu þeim tundurspillar. Lögðu þeir á flótta og huldu sig með reyk- skýjum. Einu flutningaskipinu var sökt, en i öðrum tveimur kviknaði, og er tahð i tilkynn- ingu Breta, að þau hafi sokkið. Þá hefir verið sökt ítölsku flutn- ingaskipi á leið til Libyu, en annað varð fyrir skemdum. FRETTIR I STUTTU MÁLI Frá þvi hefir verið skýrt, að eftir að flugvélar frá Ark Boyal höfðu gert árásina á Cagliari á Sardiniu, hafi italskar flugvél- ar gert árás á flugvélastöðvar- skipið. Var varpað á það 60 sprengjum, sem féllu i sjóinn alt rkringum skipið, en engin hæfði það. A. m. k. tvær italsk- ar flugvélar voru skotnar niður. Fréttaritari spænska blaðs- ins „Arriba" í Aþenu, símar blaði sínu, að Bretar veiti Grikkjum afar mikla hjálp. Þá segir hann að aðstaða Breta við austanvert Miðjarðarhaf hafi stórum batnað síðan ítalir hófu árásina á Grikki. Bandaríkin eru nú farin að | koma sér upp flota- og flugstöð við Placentia-flóa á Nýfundna- landi. Herstjórnin i Kanada hefir pantað 6000 skiði handa her sínum. Á að æfa hermennina i skíðagöngum. Eftir seinustu fregnum að dæma, var 3 af flutihgaskipun- um sökt, en það 4. varð fyrir skemdum. Annar tundurspillanna, sem fylgdi þeim, várð fyrir skemd- um. Af 38 skipum, sem þýska herskipið réðist á eru nú 8 ó- komin' fram, segir í seinustu fregnum. — 90 manns af 4 skipum, sem þýska herskipið sökti, hafa verið settir á land í St. Johns á Newfoundlandi. í sumar náðu Bretar itölsku virki á landamærum Egipta- lands og Libyu. ítalir urðu að skilja eftir mikið af skotfærum, m. a. fjölda loftvarnabyssa, sem hér sjást á myndinni. Þær eru mjög gamlar og til lítils hæfar. Jarðskjálftaspáddm- tir §em rættist. "^ 28. febrúar síðastliðinn birti Vísir smágrein, sem *^" nefndist „Jarðskjálftaspádómar". Hún fjallaði um mann einn, Edgar C. Thrupp að nafni i Vancouver i Kanada, sem kvaðst hafa „endurskoðað" þyngdar- lögmál Newtons og gæti með þessu nýja lögmáli sagt fyrir hvenær væri hætta á jarðskjálftum. Konunglega stjörnufræðifé- lagið í Kanada hafði nánar gæt. ur á spádómum Tlirupps, þvi að hann ritaði félaginu bréf um þá i júni 1939. I bréfi þessu spáði Thrupp 24 jarðskjálftum og hræringum, viðsvegar um heim. Tlirupp spáði þvi meðal ann- ars að dagana 8.—20. nóv. 1939 myndi verða jarðskjálftar mjög víða. Það stóð heima. Varð vart hræringa i Japan, Bandarikjun- um, Alaska, Nicaragua og Tyrklandi dagana 7., 12., 14., 20. og 23. nóvember. Þá spáði Thrupp jarðskjálft- um 25. des. 1939 til 10. jan. 1940 og rættust spádómar hans aftur. Ægilegir jarðskjálftar hófust í Tyrklandi þ. 27. des. síðastliðinn og fórust þúsundir manna í þeim. Hafði Thrupp spáð því, að þessir jarðskjálft- ar yrði á borð við jarðskjálft- ana í Chile i janúar 1939. Loks var frá því skýrt í grein- inni, að 20. okt. til 10. nóv. á þessu ári myndi verða hættu- tími. Stóð svo i greininni: „20. okt. til 10. nóv. er aftur hætt við miklum jarðskjálftum. Að- alkippirnir munu verða kl. 11 —1 að nóttu (ísl. tími)." Samkvæmt fregnum frá Zii- rich hefir Kaupisch, hershöfð- ingi, ritaði grein i Kölnischer Zeitupg, þar sem hann segir að Bretland verði ekki sigrað með f lugher einum saman, s heldur verði að koma her á land þar, til þess að sigra Breta. • Stjómin í Vichy hefir leyst upp verkalýðssambandið (con- federation Generale du Travo- il), að því er Daily Herald skýr- ir frá. Þessi spádómur hefir einnig ræst. Aðfaranótt þ. 10. nóvem- ber hófust hinir ægilegu jarð- skjálftar í Búmeníu. Jafnframt var skýrt frá því i skeytum, að fyrsti kippurinn hafi byrjað um kl. 4 um morguninn eftir rúm- enskum tíma, en það er jafnt og kl. 1 eftir islenskum tima. 1 síðasta spádómnum lá við að Tlirupp skeikaði dálítið, en svo fór þó ekki. Spádómar þessir, sem að of- an, greinir, hafa vakið mikla at- hygli og ekki síst vegna þess, að kenning Thrupps fer í bága við þyngdarlögmál Newtons, Kartöflur frá Bandaríkjunum. Allmikið hefir verið rætt og ritað um kartöflur þær, sem keyptar hafa verið frá Banda- ríkjunum. Hafa ýmsir talið að þeim myndi fylgja bjalla nokkur, sam tahn er allalgeng vestan hafs og valdið þeim miklu tjóni, sem kartöflurækt stunda. Tíðindamaður Vísis spurðist fyrir um þessar kartöflur hjá forstjóra Grænmetisverslunar ríkisins. Kvað hann kartöflurnar alveg heilbrigðar og hefði þeim fylgt heilbrigðisvottorð frá seljend- um í Bandaríkjunum. Kartöflur þessar, sem hér um ræðir, eru mjög fallegar útlits. Gunnar J. Cortes, læknir, hefir opnað lækningastofu í Ing- ólfsstræti 14. Viðtalstími daglega kl. 3—4. Gunnar er nýkominn heim frá Danmörku, þar sem hann var í 3^2 ár og lagði stund á almenn- ar skurðlækningar og „ortopedi".

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.