Vísir - 15.11.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 15.11.1940, Blaðsíða 2
VÍSIR m DAGBLAÐ Útgefándi: BLAÐAÚTGÁPAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti).. Símar 1 6 60 (5 línur). Ve,rð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Snæbirningar, ÍMINN, sem út kom, í gær, birtir hin meiðandi um- mæli Snæbjarnar Jónssonar um stjórnendur Vísis, og lætur þar fylgja alllangan eftirmála, sem beinist aðallega að ritstjóra Vis- is og lögfræðiþekkingu hans. Er niðurstaða blaðsins, varð- andi það, að ritlingar og blöð séu gerð upptæk, sú, er hér greinir: „I landi, þar sem rit- frelsi, er rikjandi, eru bækur og blöð ekki gerð upptæk, nenia það gc talin brýn nauðsyn vegna þagsmuna landsins. Til slíkra ráðsfafaar er því ekki gripið, pema ef opinber stjórnarvöld verða fyrir árásum, sem geta tahst landinu stórhættuleg(sic), eða ef ráðist er mjög hatram- lega á erlenda þjóðhöfðingja eða erlendar þjóðir. Einnig get- ur átt við að grípa til slíkraj'áð- stafana, ef um er að ræða mik- ilvægar upplýsingar, sem þarf að halda leyndum. Hinsvegar er ekki ætlast til, að beitt sé slíkum takmörkunum á ritfrelsinu vegna ádeilna á einstaldinga.“ Svo mörg eru þau orð! Ritstjóri Vísis hefir haldið þvi fram, að eðlilegt sé að rit- lingur Snæbjarnar yrði ger upp- tækuraf þeim sökum,að í fyrsta lagi brytu ummæli bans gegn lögum og velsæmi, í öðru lagi fælist í þeim hatröm árás á stjórnarvöld landsins og trún- aðarmenn, og í fjórða lagi gætu þau orðið bættuleg öryggi ein- stakra borgara, ef mark yrði á tekið. Á því leikur enginn efi að ummæli Snæbjarnar eru í fylsta máta meiðandi fyrir þá aðila, sem fyrir þeim verða, með því að dróttað er að þeim, að þeir séu alt annarár skoðunar, en þeir vilja sjálfir vera láta, en fyrsta skilyrði fyrir trausli hvers stjórnmálamanns er að hann sé stefnu sinni trúr. Hér á hlut að máli f jármálaráðherra landsins, Jakob Möller, enn- fremur Björn Ólafsson, sem á sæti í bresk-íslensku samn- inganefndinni, og hafa báðir þessir menn einhver hin mestu trúnaðarstörf með höndum fyrir þjpð sína, og þvi áríðandi að þéir njóti hins fylsta trausts, ekki ajðeins þjóðar sinnar, held- ur og breskra stjórnarvalda, sem við eigum í rauninni alt undir. Ásakanir Snæbjarnar bitna þvi fyrst og fremst á ein- um ráðherranna og trúnaðar- manni íslensku þjóðarinnar, og eru þá þau skilyrði uppfylt, sem Timinn telur eðlileg fyrir því, að rit séu gerð upptæk. Tíminn skal ennfremur á það mintur, að það er engin ný- lunda í íslensku þjóðlífi, að ís- lensk stjórnarvöld láti sig nokkru skifta hvað borið er á borð fyrir almenning i íslensk- um ritsmiðum. Nægir í því efni að minna á hið nærtæka dæmi, er „aazistar" komust yfir vasa- bók Eysteins Jónssonar, og birtu úr henni nokkur dæmi um málakunnáttu hans. Þvi til sönnunar að islensk stjómar- völd hafi látið sér sæma að gæta réttar einstaklinganna, nægir ennfremur að vekja at- hygli á því, að ekki alls fyrir löngu var smáblað eitt , gert upptækt, sem mun hafa verið lileinkað sérstaklega Jónasi Jónssyni, og ennfremur níð- kviðlingur o. fl., sem ósæmi- legt hefir talist á almennan mælikvarða. Um það skal ekki deilt hvort dómsmálaráðlierra liafi van- rækt skyldu sina vegna skrifa Þjóðviljans í garð Breta. Hann á þar einn sökina, ef uin sök er'að ræða, en Yísir sér enga ástæðu lil að „kasta steinum að þeim manni, sem, lengur hefir verið dómsmálaráðherra, en nokkur annár íslendingur“, svo orð Tíxnans séu noluð, — þeirra hluta vegna. Það á ráðherrann fyrst og fremst að gera upp við eigin réttarmeðvitund og Breta. Eins og þegar hefir verið get- ið hér í blaðinu, var athygli dómsmálaráðherra vakin á hin- um furðulegu skrifum flokks- bróður hans, til J>ess að ganga úr skugga um hvað ráðherrann teldi forsvaranlegt að prenta á ensku og íslensku og varðaði sérstaklega hagsmuni þjóðar- innar og einstaklinganna. Ráð- herrann hefir kveðið upp úr- skurð sinn, og við það verður að sitja. Iljtt má Tíminn vita, að ó- viðí'eídið er ítf blaðinu að prenta meiðyrðaklaiisuna upp úr samg eíntakinu og rítstjóri Yísis gaf dómsmálaráðherra, og mun ráðherrann síst vaxa af þeim verknaði í augum almennings. Ritstjóri Vísis hafði þegar, áð- ur en hann ræddi við dóms- málaráðuneytið gert allar aðr- ar ráðstafanir gegn Snæbirni Jónssyni, sem nauðsynlegar gátu talist, til þess að koma fram ábyrgð á hendur honum fyrir dómstólum, og mun ekki hvika frá því, hver sem í hlut á, að fram skal það, sem fram veit, meðan rétt veit. Loftárásin á Berlin. London í morgun. I loftárásinni á Berlín s. 1. nótt tóku fjölda margar flug- vélar þátt, að því er fregnir hlutlausra fréttaritara segja. Tunglskin var og flugskilyrði góð. Árásin byrjaði snemma og voru þrengslin mikil i öllum loftvarnabyrgjnm. Merki um að hættan væri liðin hjá voru ekki gefin fyrr en kl. 2 i nótt. Það er kunnugt, að eldur kom upp á nokkrum stöðum 1 borg- inni, og Þjóðverjar viðurkenna að þetta hafi verið mesta lofl- árásin á Berlin til þessa, en i London hefir að eins verið birt fáorð tilkynning um árásina enn sem komið er. Að vanda er beð- ið eftir skýrslum flugmanna. Mikil árás á borg í Midlands. London í morgun. Síðastliðna nótt var gerð óg- urleg árás á borg eina i Mid- lands. Kom þar upp eldur á fjölda mörgum stöðum og hús lirundu, en manntjón vaið mik- ið. Árásir voru gerðar á fleiri borgir í Midlands. I borg þeirri, sem áður er getið, og ekki er nafngreind,urðu kirkjur,sjúkra- hús og loftvamabyrgi fyrir skemdum. — 1 London og mjög mörgum borgum öðram urðu skemdir á húsum og nokkurt manntjón varð. Einnig. í Lon- don urðu sjúkrahús fyrir sprengjum. Flugvélarnar 15, sem skotnar voru niður yfir Dover í gær, voru allar Junkers 87, en þær flugvélar eru orðnar úreltar, og vekur það nokkura furðu, að Þjóðverjar skuli senda slikar flugvélar, þar sem vænta má árása Hurricane og Spitfire- flugvéla. Lúðrasveitin SVANUR verður 10 ára á morgun. Karl ö. Runólfsson. Viðtal við Hreiðar Ólafsson. Á morgun á Lúðrasveitin „Svanur“ 10 ára afmæli. í tilefni af því snéri Vísir sér til Hreiðars Ólafssonar ritara í „Svan“, og spurði hann um starf undanfarinna ára. „Aðalhvatamaður þess, að Lúðrasveitin „Svanur“ var stofnuð, var Hallgrímur Þofr- steinsson söngkennari. Ifann fékk nokkura unga menn í lið með sér og þeir stofnuðu svo „Svan“ 16. nóv. 1930.“ „Hófust æfingar strax?“ „Já. Félagarnir útveguðu sér hljóðfæri og tóku þegar að æfa. Það liefir altaf verið æft þrisv- ar í viku — eða annan livern rúmhelgan dag upp frá þyí, nema sérstaklegg hafj §taðið á. Þegar þess er gætt, að |>etta eru alt störf áhugamanna, sem pkkert kaup fá fyrir leik sinn, mæíti mönnum é. í. v. verða Ijóst hvílíkur brennandi áhugi liggur þarna á bak við.“ „Hvaða kennara hafið þið haft?“ „Hallgrímur var sjálfur leið- læinandi og stjórnandi fyrstu árin, en fyrir þrem árum réði „Svanur“ Karl O. Runólfsson fyrir kennara og stjórnanda, og undir hans leiðsögn hafa mus- iklegar framfarir orðið feyki- lega miklar.“ „Þið liafið leikið oft opinber- Iega?“ „Já, svo oft, að ekki verður lölu á komið í fljótu liasti. Við höfum leikið ókeypis fyrir ýms félög og stofnanir sem safnað liafa fé í góðgerðaskyni, og við liöfum líka leikið oft opipber- lega fyrir bæjarbúa undir beru Iofti, án endurgjalds.“ „Hvar æfið þið ?“ „Við eigum ekkert trygt húsaskjól, við höfum orðið að flækjast stað úr stað og þessi flækingur hefir háð lúðrasveit- inni mjög að undanförnu og staðið henni fyrir þrifum.“ „Eru félagar lúðrasveitarinn- ar margir?“ „Við erum tæplega 20 sem stendur; annars er það nokkuð misjafnt. Það eru aðeins tveir af stofnendum, sem hafa leikið með frá upphafi, þeir Jón Jó- hannesson og Ríkard Runólfss., og eg vil gjarna geta þeirra hér með sérstöku þakklæti fyrir fórnfúst og vel unnið starf í þágu „Svans“.“ Annað kvöld minnist Lúðra- sveitin „Svanur“ afmælis síns með því að leika fyrir alþjóð í útvarpið. Þar á meðal leika þeir i nýjan mars eftir Karl Ó. Run- j ólfsson, sem hann liefir til- einkað „Svönum“. Vísir vill að lokum þakka Svönum fyrir tíu ára vel unn- ið starf og fórnfúst, sem hefir orðið flestum eða öllum Reyk- vikingum til ánægju og skemt- unar, og á vonandi eftir að verða það enn um ókomna tíma. Lúðrasveitin Svanur verður að standa straum af kaupi kennara og stjómanda, þeir leika á gömul hljóðfæri og þurfa að fá sér ný — en geta það ekki vegna fjárskorts. Framtíðarmál þeirra er að koma sér upp eigin húsnæði, svo þeir þurfi ekki að Iifa eins- konar flökkulífi með hljóðfær- in og flytja sig stað úr stað. Það væri því ekki úr vegi að þeir nytu einhvers styrks af hálfu hins opinbera, og að þeim yrði þannig að einhverju laun- Hreiðar Ólafsson. uð sú ánægja og gleði, sem þeir þegar hafa veitt okkur um tíu ára skeið. Stjórn „Svana“ skipa nú: Sveinn Sigurðsson formaður, Elías Valgeirsson gjaldkeri og Hreiðar Ólafsson ritari. Þau biðu úti fyrir - London, i morgun. Það var tilkynt í London í dag, að bresk flotadeild liafi verið á vakki milli „hæls og tá- ar“ á Suður-Italíu, er árásin var gerð á Taranto. Bjuggust Bretar við, að herskip ítala myndi koma og leggja til orustu, en þær vonir brugðust sem fyrri daginn, og eftir sólarhrings bið héldu bresku herskipin á brott. Kínverjar í sókn. London, í morgun. Japanir tilkynna, að þeir hafi liorfið á brott með alt herlið sitt frá austur héruðum Kína, næst franska Indó-Kína. — Kinverj- um hefir orðið mikið ágengt á þessum slóðum að undanfömu og hafa þeir náð mörgum bæj- um ó sitt vald. Þ. 5. júli tók breski togarinn Moonstone ítalskan kafbát til fanga í Rauðahafi. Bátsmaður togarans átti mestan þátt í töku kafbátsins og hefir honum nú verið boðið að ganga á sjóliðs- foringjaskóla að launum fyrir afrekið. * Lúðrasveitin Svanur 1940. FRÁ HÆSTARÉTTI: Dómur í innbrotsþjófii' adarmáli á f dag var kveðinn upp dómur í hæstarétti í málinu Réttvísin gegn Pétri Jónssyni. Ákærður var í hæstarétti dæmdur í 3 mán- aða fangelsi og segir svo í forsendum hæstaréttardómsins: „Samkvæmt prófun málsins brutust nokkrir drengir þann 6. febr. þ. á. inn í hús Guðmundar Sigfússonar í Neskaupstað, þar sem Verslun Sigfúsar Sveins- sonar liafði útibú, með þeim hætti, að brjóta gluggarúðu, opna síðan gluggann og fara inn um hann. Iföfðu drengirnir þá ýmsar vörur á burt með sér. Er ekki upplýst, að ákærði hafi tekið þátt i þessum þjófnaði, eða verið i vitorði með drengj- unum. Hinsvegar er sannað, að ákærði stóð á verði, er þjófnað- ur var á ný framinn af drengj- um í sama húsi þann 8. febrú- ar þ. á. ld. 6 lil 7 síðd., og einn- ig var liann þátttakandi í þjófn- aði úr sömu verslun með drengjum kl. 11 til 12 síðdegis sama dag, og fór hann þá inn um gluggann til þess að fremja þjófnaðinn. Með þessum verknaði liefir ákærði gerst sekur við 7. gr. laga nr. 51/1938, sbr. 4. lið 231. gr. almennra liegningarlaga frá 25. júní 1869. Ber nú að refsa fyrir brot þetta eftir 2. málsgr. 244. gr. almennra hegningar- laga nr. 19. frá 1940, sbr. 2. gr. þeirra laga. Þykir refsing á- kærða hæfilega ákveðin þriggja mánaða fangelsi. Iðgjöld verða ekki dæmd i máli þessu, þar sem eklci fir greinilega upplýst, hverju var stohð úr versluninni þann 6. febr. þ. á. og liverju í þáu skifti, er ákærði tók þátt 1 þjófnaðin- um, né heldur hverju hefir ver- ið skilað af livoru þýfi fyrir sig, og ennfremur hefir hvorki eig- andi þýfisins verið látinn stað- festa fyrir rétti skýrslu sína um þýfið, né skýrslan verið nægi- lega undir ákærða borin.“ Skipaður sækjandi málsins var hrm. Lárus Jóliannesson, en skipaður verjandi hrm. Th. B. Líndal. Bv. Sindri dæmdur fyrir landbelgisbrot, í dag var I hæstarétti kveð- inn upp dómur í málinu vald- stjórnin gegn Adolf Kristni Ár- sæh Jóhannssyni skipstjóra á togaranum Sindra frá Akranesi. Kærði var í ágústmánuði s.l. staðinn að veiðum i landhelgi i Patreksfjarðarflóa. í lögreglu- rétti Barðastrandarsýslu var hann dæmdur til þess að greiða 29.500 króna sekt í landhelgis- sjóð íslands. Þá var og allur afli og veiðarfæri gerð upptæk til sama sjóðs. Var dómur þessi staðféstur i hæstarétti. Skipaður sækjandi málsins var lirm. Pétur Magnússon, en skipaður verjandi hrm. Gunnar Þorsteinsson. Hjörtur Björnsson frá Skála- brekku: SUMAR Á FJÖLL- UM. Útgefandi ísafoldar- prentsmiðja h.f. — ReyKja- vík 1940. Bók þessi ræðir að mestu um fjállgöngur og ferðalög í ó- bygðum. Höf. var mikill göngu- garpur meðan hann naut fullrar heilsu og fór víða um fjöll og firnindi. Fyrstu þættirnir segja frá ýmsu í sanlbandi við vega- bótastarf liöf. og tveggja annara manna á Uxahryggjum, Arnar- vatnsheiði (Grímstungulieiði) og Kili sumarið 1920. Voru þeir félagar ráðnir til þess, að ryðja og varða leiðir á þessurn slóð- um og unnu að því nauðsynja- starfi fi’á Jónsmessu til rétta. Er inn í þætti þessa fléttað ýmis- um, frásögnum, m. a. um afdrif Reynistaðarbræðra o. fl. Aðrir þættir bókarinnar ræða nær eingöngu um ferðalög höf. í ó- bygðum landsins. Þeir eru þess- ir: Að fjallabaki, Hjá eyðibýl- um og veiðivötnum, Á afrétti Hreppamanna og öskjuferð sumarið 1936. — Bókin er fróð- leg um margt og leggur höf. mikla stund á að segja skil- merkilega friá þvi, er liann tek- ur sér fyrir hendur að lýsa. Hann er eftirtektarsamur og æðir elcki eða anar blindandi um landið, eins og sumum virð- ist nú hætta til, því miður. Lýs- ingar hans á því, sem fyrir augu ber, eru yfirleitt góðar og sum- ar blæríkar, en stundum er dvalið um of við smávægileg atriði. Hjörtur er auðsjáanlega fróðleiksgjam maður og virðist kunna nokkur skil á sumum greinum náttúrufræðinnar, ea þess fróðleiks mun hann liafa aflað sér tilsagnarlaust að mestu eða öllu. Hann er sagður prýði- lega greindur maður, en hefir ekki notið sín til fulls hin siðari ár, sakir heilsubrests. Málið á bókinni er nokkuð misjafnt og þó í betra lagi, eftir því sem nú gerist. Sumir kafl- arnir mega teljast ágætlega rit- aðir. Hinsvegar er stafsetning í lakasta lagi. — Sumstaðar hefir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.