Vísir - 18.11.1940, Blaðsíða 4

Vísir - 18.11.1940, Blaðsíða 4
VÍSIR Gamla Bfó Verið þérsæiir hr. Chips (Goodbye Mr.Chips.) Heimsfræg Metro Gold- wyn Mlayer stórmynd, gerð eftir skáldsögu James Hilton, nýút- komin i ísl. þýðingu hr. Boga Ólafssonar. — RÖBERT DONAT hlaut amerísku heið- ursverðlaunin 1939 fyrir leik sinn í hlut- verki hr. Chips. Engin kvikmynd, gerð síð- ustu ár, hefir vakið ;jafn mikla athygli og þessi, enda verður hún ógleymanleg öllum, er hana sjá. Revýan 1940 ÁSTANDS-ÚTGÁFA verður leikið í Iðnó í kvöld kl. 8 V2 - Aðgöngumiðar í dag eftir kl. 1. — Sími 3191. Lækkað verð eftir kl. 3. NXTENS rafmagnsperur Odýrastar. Lýsa best. ----- Endast lengst. ------- Ilelgfi 91ag:ini§§oii €0. Fél^ Reykvíkinga 'heldur framhalds-stofnfund í Oddfellowhöllinni í lcvöld, kl. '8.30. Síra ÞórÖur Ólafsson, gamall og gegn Reykvíkingur, flytur erindi. Auk þess ver’Sa ýms félagsmál rædd. Athygli skal vakiu á þvi, að Reykmkirigar þeir, sem láta innrita sig á þcssum fundi, ent stofncndur félagsins, ásamt þeim, sem þegar hafa gerst félagsmenn. Útvarpið í kviild. Kl. 15.30—16.00 Mi'Ödegisútvarp. 18.30 Islenskukensla, 2. fl. 19.00 Þýskukensla, 2> fl. 19.25 Hljóm- plötur: Óperulög. 20.00 Fréttir. 20.30 Um dagin og veginn (Pálmi Hannesson rektor). 20.50 Hljóm- plötur: Cellólög (Cassado leikur); 21.00 Erindi: Æðri mentun kvenna (frú Lea Eggertsdóttir). 21.20 Út- varpshljómsveitin : Syrpa af íslensk- um alþýöulögum. — Einsöngur (Einar Markan) : , a) Franz Schu- bert: 1. Erstarrung. 2. Der Dop- pelgánger. b) Robert Franz: 1. Bitte. 2. Es hat die Rose sich be- klagt. c) Einar Markan: 1. Septi- mus keisari Severrur. 2. Japanskt ljóð. 3. Fyrir átta árum. Kvikmyndastjarnan (viS unn- instann) : Jæja — nú finst mér viö hafa talaS nógu lengi um þig, Immanúel! Og nú sting eg upp á því, aö viö .tölum ofurlítiS um 'eitt- hvaö skemtilegra. Hvernig líst þér •á nýju kápuna mírta? MILO er mín sápa. Fylgist meS kröfum tím- ans og notið MILO sápu. — 1! ’TÍUQWHm ÍÞAKA. Fundur annaS kvöld kl. 81/2. Spila- og skem.tikvöld. Kaffi. (400 TAKIÐ EFTIR VlKINGAR! íSökum viðgerSar á Templara- húsinu heldur stúkan Yíking- ur fund í kvöld í Baðstofu iðn- aðarmanna kl. 8(4. Inntaka. Erindi: Árni Óla. Upplestur: Þorl. Þorgrímss. Munið staðinn og tímann. Fjöl- mennið. — Æ. t. (402 ENGIR fundir i Góðiempl- arahúsinu niðri þessa viku, sök- um viðgerðar. (408 Itfi AUt Bað IsissskiB skipttal fTIUQTNNINfiARl TRtBOÐSVIKAN. Almenn » samkoma í húsi K.F.U.M. og K. kl. 8(4 i kvöld. Tveir ræðu- menn. Söngur, hljóðfæraslátt- ur. Allir velkomnir. (391 mmmM SKILTAGERÐIN August Há- kansson, Hverfisgötu 41, býr til allar tegundir af skiltum. (744 TEK MENN í þjónustu, einn- ig ræstingu á skrifstofum. A. v. á. (394 SENDISYEINN, röskur og duglegur, óskast strax í Bakarí- ið Laugavegi 5. Ekld svarað í síma. (389 HÚSSTÖRF ELDHÚSSTÚLKU vantar á Hótel Vík nú þegar. — Uppl. á skrifstofunni. (396 STÚLKA óskast í vist um sluttan tíma. Uppl. í síma 1529 1________________(398 STÚLKU til húsverka vantar mig nú þegar hálfan eða allan daginn. Guðrún Arngrímsdótt- ir, Bankastræti 11, sími 2725. (386 ktlCISNÆ-SllÉ ENSK kona óskar eftir 1 her- bergi með eldliúsi eða aðgangi að eldhúsi. Uppl. síma 9088. — _______________ (409 LÍTIÐ herbergi, helst með húsgögnum, óskast. — A. v. á. (384 SJÓMAÐUR óskar eftir litlu herbergi. Uppl. i síma 2311, milli kl. 7—8 í kvöld. (388 Ktensla' STÚDENTAR taka að sér kenslu í skólum, einkatímum og heimiliskenslu. — Upplýsinga- skrifstofa stúdenta, Amtmanns- stíg 1, opin virka daga, nema laugardaga, kl. 3—6 sd. Sími 5780. (294 Félagslíf SKEMTIFUND heldur Knattsp.fél. FRAM i Bindindis- höllinni í kvöld lclukkan 8,30 fyrir 1. og 2. flokk og meistaraflokk. Félagsmál (formaður). Söngur. Bobspil, spil og tafl. Félagar fjölmennið. — Nefndin. (406 -- ÆFINGAR í DAG: Frúaflokkur lil. 2—3 Old Boys ... — 6—7 Kvennaflokkur .— 8—9 Karlaflokkur ...— 9-10 (387 F ARFU GL AFUNDUR fyrir alla ungmennafélaga verður haldinn þriðjudaginn 19. þ. m. í Kaupþingssalnum kl. 9. Þar talar Þorsteinn Jósefsson og sýnir skuggamyndir, einnig verður þar upplestur og fleiva til skemtunar. (393 HAI^f(IND»l KVENARMBANDSÚR tapað- ist í gærmorgun á leiðinni frá Hljómskálanum að dómkirkj- uni. Finnandi beðinn að hringja í síma 3361. (408 VESKI með kvittunum í fyr- ir áskriftagjöldum að blaðinu hefir tapast. Finnandi er góð- fúslega beðinn að skila þvi á afgr. Vísis. (382 FUNDIÐ á Arnarhóli: Ferm- ingarkjóll, bolur, sokkar, vasa- ldútur og smokingskyrta og flibbi. A. v. á. (401 DÖKT KVENVESKI mé» skömtunarseðlum, 10 kr. í pen- ingum o. fl. tapaðist í gær frá Laugavegi 49 að Suðurpól. — Fundarlaun, Afgr. vísar á. (392 HRÓI HÖTTUR OG MEN'N HANS. Nýja JBíó Gæfustjarnan (My Lucky Star) Amerísk skemtimynd, fyndin og fjörug frá hyrjun til enda. Aðalhlutverkið leikur skautadrotningin lieimsfræga SONJA IIEAfiE og kvennagullið RICHARD GREENE. Aukamynd: Fiskveiðar á ófriðartímum. (Sailors without uniforms). Breskir botnvörpungar stunda veiðar á hættusvæðunum. Sýnd kl. 7 og 9. SKJALATASKA, svört, tap- aðist síðastliðið mánudags- kvöld. Finnandi vinsamlegast geri aðvart í síma 1425. Fund- arlaun. (380 TAPAST hefir upphlutsbelti með stjörnum og pörum. Skil- ist á Hringbraut 186 gegn fundarlaunum. (381 LYKLAR og bensintankslolc hefir tapast i miðbænum.'Skil- ist á Aðalstöðina, gegn fundar- Iaunum. (395 ’WSmmSi VÖRUR ALLSKONAR KAUPUM kanínuskinn. Verk- smiðjan Magni, Þinglioltsstræti 23. Sími 5677 og 2088. (205 HNAPPAMÖT, margar stæi'ð- ir. Húlsaumur. Pliseringar. — Harpa, Lækjargötu 6. (336 Hin vandláta húsmóðir notar BLITS i stórþvottinn. BLANKO fægir alt. — Sjálfsagt á livert lieimili. VEL trygt og arðgefandi skuldabréf að upphæð kr. 4800,00, til sölu. Tilboð merkt: ,.G. H.“ sendist Vísi sem fyrst. (385 NOTAÐIR MUNIR ÓSKAST KEYPTIR: HREINAR LÉREFTSTUSK- UR kaupir Félagsprentsmiðjan h.f. hæsta verði. (905 KAUPI notaðar pergament skermagrindur, húsgögn, bækur og margt fleira. — Fornsalan, Hvei’fisgötu 16. (323 KAUPUM FLÖSIÍUR, stórar og smáar, whiskypela, glös og bóndósir. Flöskubúðin, Berg- staðastræti 10. Sími 5395. — Sækjum. — Opið allan daginn. (1668 KOPAR keyptur í Lands- smiðjunni. (14 ORGEL óskast til kaups. — Merkúr, Laugavegi 12, kl. 10— 12.______________________(399 UPPHLUTUR óskast. Uppl. i síma 5164. ___________ (383 NOTAÐfinBBffiT" TIL SÖLU GÓÐ, sligín saumavél til sölu Laugavegi 7, uppi. (397 LJÓS vetrarfrakki til sölu Bergstaðas træli * 67 kjallaran- iim. Sími 4147. (403 NÝ FÖT á meðalmann til sölu. Povl Ammendrup, klæð- skeri, Grettisgötu 2. (404 KJÓLFÖT, sem ný, og kápa til sölu á Smiðjustíg 4. (405 BIRKIMÁLUÐ svefnherberg- ishúsgögn, með marmara, til sölu. Sími 5013. (407 NÝR, íallegur ballkjóll til sölu á saumastofu Dýrleifar Ármann, Tjarnargötu 10. (390 VÍSIS KAFFIÐ gerir alla glaða. 603. LEITAÐ AÐ SEBERT. — Jæja, Tuck, fylgja menn okkar ræningjunum eftir? — Já, þeir láta þá ekki hverfa sér úr augsýn. — Tuck og RauÖstakkur, flýtið ykkur eftir Sebert. Eg vil a'Ö hann hitti andstæðing sinn. — En cg sá Sebert lávarð með eig- in augum! — Þá lifir svikarinn, sem rændi gulli krossfaranna. — Þa'ð má engum tíma eyða í kjaftæði. — Við köllum riddarana saman til þess að komast að sann- leikanum. ÍE. PHTLLIPS OPPENHEIM: AÐ TJALDABAKI. ræðum. Ef þér byðuð mér út myndu menn ætla, að þér væruð genginn af göflpnum.“ „Sei, sei nei, farið nú ekki út i neinar öfgar,“ sagði liann 11111 leið og liann stöðvaði bilinn. „Mig langar til þess að bjóða yður eitthvað, ef yður langar til þess að koma. Eg liætti á að fara með yður hvert sem er, þrált fyrir kjólinn, og við förum á einhvern kyrlátan stað.“ „Gotl og vel,“ sagði hún og gat ekki dulið að hún var allæst. „Ef þér liættið á það, því skyldi eg þá ekki gera það.“ Hann sat liugsi um stund. „Fg er sjaldan viss urn hvenær eg á frístund og livenær ekki,“ sagði hann, „síðan er eg varð nokkurskonar husköttur hjá sendiherranum, — ef það vantar mann að matborði eða spila- borði verð eg að vera þar. En í kvöld á eg frí. Eigum við að fara eitthvað í kvöld.“ „Eg fæ þá elcki mikinn tíma til þess að bæta fataræflana,“ sagði hún kát. „Við gefum borðað seint. I leikhúsið getum við farið einlivern tíman seinna.“ „Já, eg vildi heldur fara í einhvern gildaskála og horfa á fólkið.“ Klukkuna vantar nú kortér i sjö,“ sagði liann og leit á úrið. „Eg kem og sæki yður klukkan hálfníu.“ „Ef yður snýst ekki liugur komið upp — á , efstu hæð. Þér sjáið nafnspjaldið mitt á hurð- inni.“ „Eg kem beint upp,“ sagði liann ákveðinn, „og liafið engar áhyggjur þótt eg verði að bíða nokkrar mínútur. Eg kem við í Ciro og panta borð.“ Hún sneri sér við skyndilega, en á þrepinu féll ljósið iieint í andlit henni, og honum til mik- illar furðu sá hann, að tár hrundu niður kinn- ar hennar. En karlmenn furða sig alt af á því, er konur gráta. 13. KAPITULI. Mark varð alveg forviða, er hann leiddi ung- frú Moreland inn í Ciro gildaskálann, að'horði því, sém hann liafði pantað handa þeim. Kjóll hennar var ekki nýr af nálinni, en hann fór henni prýðilega, og það kom nú betur í ljós en áður hversu gröim hún var og vel vaxin. Hún bar enga skartgripi og greiddi liár sitt þannig, að hún virtist alvarlegri á svip en ella. Hár hennar var fagurt og framkoma hennar var öll virðuleg. „Eg vona, að yður líki vel að sitja hérna,“ sagði hann. „Eg trúði þessu, sem þér sögðuð um kjólinn — svona hálft í liyerju, og hélt, að þér vilduð kannske sitja á ekki alt of áberandi stað. En nú sé eg að þér liafið verið að skopast að mér.“ Hún brosti þakldátlega til hans. „Mér líkar prýðilega að vera hér,“ sagði hún, „hér getur maður fylgst með öllu og þarf ekki að óttast, að aðrir stari á sig. En kjóllinn minn er sjö ára gamall hvort sem þér trúið þvi eða ekki. Það er samt eins og eg hafi hepnina með mér, því að hann er i þann veginn að verða „móðins“ aftur og eg hefi ekki liaft tækifæri til þess að vera í honum oft.“ „Og nú —- hvað eigum við að biðja um,“ sagði liann og rétti henni matseðilinn. .„Eg hefi aldrei komið í slíkan stað,“ sagði hún. „Þér verðið að velja réttina. Mér þykir alt gott.“ Hann bað um tvo „cocktail“ til að skerpa matarlystina, flösku af Pommeryvíni frá 1911 og hina ágætustu rétti og talaði við hana um hvern einn. Þau drukku vínið liægt og litu i kringum sig. Og svo fóru þau að rabba saman, eins og kunningjar, þótt það væri kannske í byrjun dálítið erfiðara við þessar kringum- stæður. „Þér voruð einkaritari mikils stjómmála- manns í lok styrjaldarinnar," sagði hann. Hún kinkaði kolli. „Já, eg var með honum i París'. En eg hafði ekki mikla ánægju af því. Eg þekti varla nokk- urn þar. Eg kom mér eklci sérlega vel við fólk- ið, sem eg liafði mest saman við að sælda. Það átti sína vini, eins og gengur, og hvernig sem á því stóð var eins og eg væri alt af skilin út undan.“ „Eg skil það alls el^ki“ sagði liann hreinskiln- islega. Hún hrosti til hans og liann veitti því eftir- tekt hversu fallegar tennur hennar voru og hversu fögur hún var, þegar liún brosti, og hann skildi enn síður í, að liún skyldi liafa orðið útundan i Paris.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.