Vísir - 19.11.1940, Side 1

Vísir - 19.11.1940, Side 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). 30. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 19. nóvember 1940. Ritstjóri Blaðamenn Sími: Aítglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Áfgreiðsla 268. tbl. Italir sprengja upp skot- færabirgðir sínar á undanhaldinu tírikkir liafa náð mikln liei*fang*i. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Fréttaritari United Press í Aþenuborg símar, að gríski herinn sé nú búinn að sigrast á öllum . herflokkum ítala frá Koritza til Erseka og búnir að korta sér örugglega fyrir á þessum stöðum. ítalir hafa gert mörg æðisgengin.áhlaup til að halda Koritza, en altaf verið hraktir til baka eftir mikið mann- fall. Grikkir halda uppi látlausri skothríð á eina veginn, sem frá Koritza liggur og er ekki enn í höndum þeirra. Gera þeir þetta bæði til þess að koma í veg fyrir að þær sveitir ítala, sem enn eru í Koritza, komist undan og líka til þess að koma í veg fyrir að hægt sé að færa þeim hjálp. Hafa Grikkir mjög góða aðstöðu til þessa, þar sem þeir hafa að heita má öll fjöllin í umhverfi borgarinnar á valdi sínu. í fregnum frá Grikklandi í gær er talaS um miklar loftárásir, sem Bretar hafa gert á ýmsar herstöðvar ítala í Albaniu, sumar inni í miðju landi. í fregnum frá Jugoslaviu er sagt frá loftbar- daga milli grískra og breskra flugvéla annars vegar og ítalskra sprengjuflugvéla hinsvegar. Réðu orustuflugvélarnar að sprengjufluvélunum. Um úrslit viðureignarinnar er ekki kunn- ugt. Yfirleitt hefir verið mikið um loftbardaga á vígstöðvunum í Grikklandi seinustu dægur. Á Koritzavígstöðvunum hafa ítal- ir gert gagnáhlaup í von um, að geta haldið Koritza, en Grikkir héldu í gær uppi skothríð á alla vegi, sem að bænum liggja. Fyrri fregnir um, að Koritza væri fallin í hendur Grikkja hafa ekki reynst réttar, en í gær bárust fregnir til London þess efnis, að gríska herstjórnin væri vongóð um, að geta tekið Koritza þá og þegar. í gærkveldi var tilkynt frá Aþenuborg, að hvarvetna væri nú barist á albanskri grundu. Eftir þessu að dæma hafa Grikkir nú hrakið Itali inn í Albaniu, einnig á Kalamasvígstöðvunum. Stað- festing herstjórnarinnar á þessari fregn hefir enn ekki fengist. ítalir hafa nú viðurkent, að það hafi verið flugvélar þeirra sem gerðu árás á Monastir í Júgóslaviu þ. 5. nóv. s. 1., en þar biðu þá 9 manns bana, en 21særðist. Afsökuðu ítalir árásina með því að segja, að hún hefði ekki verið gerð. af ásettu ráði, heldur hafi mistökum verið um að kenna. Síðan er þetta var hafa árásir á bæi í Jugoslaviu átt sér stað og er mikil gremja vaxandi út af því í Jugoslaviu. í seinustu skiftin hefir verið, skot- ið af loftvarnabyssum á flugvélarnar. Grikkir og Bretar neita því, að flugvélar þeirra hafi nokkuru sinni varpað sprengjum ÞOm FÞLLUR EKKI STAKFIÐ Ætla Þjóðverjar að fara að hjálpa ífölum? Boris í Berlin. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. etur eru nú að því leiddar, að Þjóðverjum þyki lljjK þörf á að fara að hjálpa ítölum gegn Grikkj- um, þrátt fyrir borginmannleg ummæliMússó- línis í gær, um að ítalir gæti sigrað Grikki einir og án aðstoðar. Það, sem hefir komið þessari skoðun af stað, er, að Boris, konungur Búlgara, hefir verið á ferð í Berlín og ræddi þá við Hitler drykklanga stund. Var þetta á sunnudaginn, og var farið mjög laumulega með ferð Boris. * Talsmenn þýsku stjórnarinnar hafa sagt í viðtali við United Press, að þeir geti ekkert um þetta mál sagt að svo stöddu. í Berlín er hinsvegar talið líklegt, að þetta verði til þess, að Þjóðverjar sendi her inn í Búlgaríu og er þá hægt um vik að hjálpa ítölum. Antonescu mun fara til Berlínar á föstudaginn og ræða við Hitler. —..Ungversku ráðherrarnir Czaky og Teleki komu til Vínarborgar ímorgun. Þarbyrjafundir á morgun. Ráðherrarnir munu ræða við Hitler. Skemtun Fjölnis að Heimalandi undir Eyjaíjöllum. a bæi í Jugoslaviu. Grikkir tókú nokkra fanga í gær, en herfangið, sem, þeir náðu, ýar mjög mikils virði. Þeir náðu í gær 33 skriðdreka- byssum, 10 fallbyssum, 16 sprengjukösturum (mortars) og miklu af öðrum, skotfærum. ítalir gátu þó eyðilagt miklu meira, en Grikkir náðu. Ilafa þeir sprengt upp ógrynni af fallbyssu- og riffilkúlum og bandsprengjum, þegár séð varð, að engin leið var að koma því undan á flóttanum. Breskar sprengjuflugvélar bafa gert árásir á Elbason í AI- baníu, fyrir sunnan Tirana, böfuðborgina. I Elbason bafa Italir miklar bergagnabirgðir. Mikill eldur kom upp í birgða- stöðvum ítala þar. — Grískar sprengjuflugvélar liafa gert á- rás á Argyro Castro, eina höf- uðflugstöð ítala í Albaníu. Soddu í heimsókn. Mussolini sagði frá því í gær í ræðu sinni, að bonum Iiefði borist skeyti frá Soddu, hinum nýja yfirhershöfðingja í Alban- íu. Segist Soddu bafa verið í beimsókn Iijá júlíönsku ber- 'deildinni, sem Grikkir bafa — að eigin sögn — eyðilagt í Pin- dusfjöllum. Iívað Soddu í skeytinu engan fót fyrir þessari fregn Grikkja, því að herdeildin væri tilbúin til að leggja til bardaga þá og þegar. Flugvélar stríðsaðila hafa bvað eftir annað flogið inn yf- ir jugoslaviskt land undanfarna daga. í gær var bresk sprengju- flugvél skotin niður bjá Dani- lovgrad. Fjórir menn voru i flugvélinni og biðu þeir allir bana. Skipatjónið vikuna, sem endaði 1*1. nóv. London í morgun. Það var tilkynt í London í morgun, að vikuna, sem end- aði 11. nóv., var sökt 10 bresk- um skipum, samfals 61.202 smál., 2 skipum hlutlausra þjóða 8.617 smál. og 1 skipi, sem bandamenn Breta eiga, 1.930 smál. Þjóðverjar segja skipatjónið lielmingi rneira en Bretar. Lofíárásímar á Þýskaland. Sprengjum aðallega varpað á olíustöðvar London í morgun. Tilkyn t var i London i morg- un, að breskar sprengjuflugvél- ar hefðu gert árásir i nótt sem leið á olíustöðvar í Mið-Þýska- landi. Nánari tilkynningar verða birtar siðar í dag. í fyrrinótt var varpað sprengjum á olíuvinslustöðvar í nánd við Gelsenkirclien og olíustöð innan borgarinnar. Ennfremur á olíustöð í nokk- urri fjarlægð frá Gelsenkirchen. Mikill eldur kom upp á árása- svæðunum'. Spreng j uárá s i r voru gerðar á marga aðra staði, svo sem við Hamm, Duisburg og Dusseldorf, á járnbrautar- stöðvar, flugstöðvar o. s. frv. — Auk þess, sem sprengikúlum var varpað á olíuvinslustöðina við Gelsenkircben, var varpað á«bana 1000 íkveikjusprengjum, og 500 ikveikjusprengjum var varpað á aðra olíustöð. Á ein- um stað kom upp eldur, sem náði yfir fjórðung úr ferhyrn- ingsmílu. 4 loftárásamerki í London í nótt. Nóttin samt óvenju- lega róleg. i Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. I* nótt voru fjórum sinnum gefin merki um að loftárás væri yfirvofandi í London, en merki voru líka fljótlega gefin um að hættan væri liðin hjá. Var tvisvar tilkynt fyrir m,ið- nætti, að öllu væri óhætt. Nóttin var óvenjulega róleg. Nokkur skolhríð úr loftvarna- byssum var eftir miðnætti, en mestan hluta næturinnar heyrð- ist ekki einu sinni í flugvéla- breyflum. Verðir á búsaþökum kváðust þó liafa séð blossa af skothríð langt fyrir utan borgina. Vincent Massey, fulltrúi Kan- ada i London, flutti útvarps- ræðu í gærkveldi. Ilann skýrði frá því, að Kanadamenn liefði nú næstum því eins marga menn undir vopnum og i Heimsstyrjöldinni, og Kanada befði þegar varið meira fé til styrjaldarþarfa en öll Heims- styrjaldarárin. Massey ræddi einnig mikið styrjaldarundir- búninginn í Kanada, sem væri hinn stórkostlegasti og breska Mynd þessi er gefin út í Ber- lin og sýnir franska stríðs- fanga vera að hlaða stanga- járni á lest, einhversstaðar í Frakklandi. Járnið verður flutt til Þýskalands og þar verður því breytt í kúlur, er sendar eru Bretum. Frakk- arnir virðast ekki flýta sér ýkjamikið, að því er best verður séð. alrikislierinn, er verið er að æfa í Kanada, en þangað flykkjast nú að flugmannaefni úr öllum löndum Bretaveldis til fullnað- arþjálfunar. Massey sagði, að Þjóðverjar hefði aldrei getað skilið það, að breskar þjóðir myndi standa sameinaðar og einhuga jafnt i friði sem i styrj- öld, en þetta bygðist á því, að , sú skipun, sem er rikjandi i Bretaveldi, er algerlega frjáls, en sú skipan, sem Hitler vill koma á, byggist á harðstjörn og kúgun, og verður því aldrei til frambúðar. f STUTTXJ MÁLI De Gaulle, bershöfðingi, bef- ir tekið hafnarborgina Port Gentil, án þess að nokkuru skoti væri hleypt af. Nokkur hluti setuliðsins var áður á móti þvi að ganga i lið með de Gaulle. Vikuna, sem endaði á mið- nætti 16. þ. m. segjast Bretar bafa skotið niður 65 þýskar og 13 ítalskar flugvélar. Á sama tima mistu Bretar 6 flugvélar og 3 flugmenn. Stokkhólmsfréttaritari Times símar blaði sinu að lögreglu- stjórinn í Oslo hafi bannað ípönnum að breyta peningum, sem á er skjaldamerki Noregs, i brjóstnælur. - . i Skemdarverk hefir verið framið í þýska skipinu Orinoko, sem komið er aftur til Tampico. Skipið reyndi að komast undan, en varð að snúa aftur vegna bil- unar, er það fékk í hafi. Bilunin var verk bermdarverkamanna. A laugardaginn var liélt fé- lagið Fjölnir i Rangárvallasýslu aðalfund sinn að Heimalandi undir Eyjafjöllum, en á eftir fundinum var skemtun lialdin. í stjórn félagsins voru kosn- ir: Bogi Nikulásson frá Sáms- stöðum formaður, Magnús Guð- mundsson frá Mykjunesi gjald- lceri og Sigurður Sigurðsson frá Skammbeinsstöðum ritari. Jóliann Ilafstein erindreki sótti fundinn og með honum hinir ungu menn, seni sækja stjórnmálaskóla Sjálfstæðis- flokksins að þessu sinni. Mikið fjölmenni var þarna saman komið, og 'var talið að um 500 menn hefðu sótt skemt- unina. Ræður margar voru fluttar og tóku til máls: Ingólf- ur Jónsson kaupfélagsstjóri, Jó- bann Ilafstein, Ragnar Jónsson frá Ilellu, Björn Loftsson frá Bakka og Þorkell Þórðarson frá Eystra-Hóli. Kvartett söng og Lárus Ing- ólfsson söng gamanvísur, en því næst var dansað fram eftir nóttu. Handtökur í U. S. R. , London í morgun. í Cliicago og New York hafa verið gerðar húsrannsóknir í ýmsum bækistöðvum Þjóð- verja og Itala og voru skjöl og annað gert upptækt. Grunur livílir á, að fjölda margir menn starfi fyrir Þjóðverja og ítali, og óttast Bandarikjamenn, að liermdarverk verði unnin. Öll skjöl, sem fundust í bækistöðv- unum, voru fengin Dies-rann- sóknarnefndinni til athugunar.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.