Vísir - 20.11.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 20.11.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðiaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). 30. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 20. nóvember 1940. Ritstjóri 1 Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri S línur Afgreiðsla J 269. tbl. Ný árás á Gpikkland yfirvofandi. Hitler sagður ætla'að hjálpa Itölum Tyrkip búast við styrjöld og hafa 22 herfylki reiðubúin í nánd við landamæri Búlgaríu. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Það liggur enn ekkert opinberlega fyrir um það, hvað rætt hefir verið á hinum mörgu við- ræðufundum Hitlers við stjórnmálamenn seinustu daga, en í Þýskalandi og annarstaðar búast menn við stórtíðindum bráðlega — jafnvel þegar i yfirstandandi viku. Það eitt vita menn nú um viðræðurnar að þær fjalla um hina nýju skipan í álfunni og aukin samtök gegn Bret- landi, og er þetta viðurkent í hlaði Görings, Essenener National Zeitung. Hvað sagði Hitler við Boris konung? Um það er spurt um alla álfuna, og það hafa komið fram getgátur, sem styðjast við sterk rök, að Hitler hafi sagt honum, að samvinna Búlgaríu við möndulveldin yrði að eflast, og ef Þjóð- verjar neyddist til að hjálpa ítölum í stríðinu við Grikki, myndi Þjóðverjar fara fram á að fá að fara með her manns inn í Búlgaríu til þess að sækja að Grikklandi þeim megin frá. En samkvæmt öðrum lieimildum er þetta alt saman talið hafa verið undirbúið fyrir löngu. Þjóð- verjar liafi viðhúnað til þess í Búlgaríu, að taka við miklu liði, og hefja sókn á hendur Grikkjum frá Búlgaríu. Það er vitað, að Boris konungur vill að Búlgaría verði hlutlaus í styrjöldinni, en vafa- samt er, að Búlgarar áræði að setja sig upp gegn gegn vilja Þjóðverja. Auk þess á konungur erfiða aðstöðu, vegna tengdanna við ítaliukonung, en hann er kvæntur dóttur hans. Þó er liætt við, að það ráði úrslitum, að Búlgarar treystist ekki til þess að varðveita hlutleysi stitt, og láti Þjóðverja fara sínu fram. En sumir spá því, að afleiðingin yrði deilur og uppreist innanlands. I Tyrklandi óttast menn mjög, að árás verði gerð á Grilck- land frá Búlgaríu. Tyrkir hafa búið sig undir að til slílcrar árásar muni koma, og ef marka má fullyrðingar þær, sem fram hafa verið bornar í hlöðum Tyrklands, munu Tyrkir fara Grikkjum til hjálpar, ef á þá verður ráðist. — Tyrkir hafa að sögn 22 herfylki í nánd við landamæri Búlgariu. ÓGURLEGA HARÐIR BARDAGAR VIÐ KORITZA. Fregnir berast stöðugt um hina hörðustu bardaga við Koritza. Grikkir hafa náð þar nýjum hæðum á sitt vald og ítalir hafa sennilega hörfað úr borginni með eitthvað af liði sínu, en borgin var þó enn í höndum ítala í morgun. Flýtja ítalir stöðugt nýjar hersveitir til vigstöðvanna, þvi að þeir líta svo á, að álits síns vegna og öryggis verði þeir að halda Koritza hvað sem það kost- ar. Það verður þó að telja mjög vafasamt, að þeim takist það. Seinustu fregnir. korb/.a nmkrmgd. Grikkir náðu á sitt vald í gær þorpi á þessum slóðum, sem er mjög mikilvægt frá liernaðarlegu sjónarmiði. Og fram að þessu héfir Grikkjum veitt miklu betur. Háir það og ítölum mjög, að óhemju skot- færa- og aðrar hergagnahirgð- ir hafa verið eyðilagðar fyrir þeim, t. d. í Vallona og Elsab- an. Flutningar allir eru erfiðir um fjöllin, og Grikkir hafa sýnt hvers þeir eru megandi í fjallahernaði, þótt við ofurefli sé að etja. Eftirtektarverð um- mæli hafa birst í þessa átt í blaðinu Rauða stjarnan i Moskva, þar sem þvi er hald- ið fram, að í byrjun styrjaldar- innar hafi gengið Itölum mjög í móti, og Grikkir liafi sýnt að þeir séu jafnokar bestu fjalla- hersveita ítala. En blaðið var- ar við of mikilli bjartsýni, vegna þess hversu liðsmunur sé gifurlegur. Það megi ekki búast við, að Grikkir geti var- ist ofureflinu til lengdar. Það kemur einnig fram sú skoðun hjá Grikkjum sjálfum, að ekki megi ala of mikla bjartsýni, vegna þess liversu vel hefir gengið að undanförnu. Hefir gríska stjórnin skorað á allar frjálsar þjóðir að hjálpa Grikkjum í baráttunni. Var því yfirlýst berum orðum, að Grikkir þyrftu lijálpar þeirra, og var eýikum skorað'á Banda- ríkin að veita Grikkjum alla aðstoð, sem unt væri að láta í té. Summner Welles, aðstoð- arutanríkisráðherra Banda- rikjanna tilkynti í gær, að gríska stjórnin hefðj snúið sér heint til Bandaríkjastjórnar og beðið um leyfi til þess að kaupa flugvélar og önnur her- ‘gögn. Hefir Summner Welles lýst yfir, að beiðnin verði tek- in til vinsamlegrar íhugunar. Útvarpsstöðin i Búdapest til- kynti í morgun, að Grikkir hefðu raunverulega umkringt Koritza, og væri eini vegurinn sem Italir gæti notað til und- anhalds, undir stöðugri stór- skotaliríð. Ellefu ítalskar flug- vélar voru skotnar niður í gær, en engin grísk. Fjöldi Itala hefir flúið til Júgóslavíu og voru þeir afvopnaðir þar og teknar af þeim 1200 vélbyssur og önnur vopn. Eregnir frá Aþenuborg herma, að Grikkir haldi áfram sókninni og styrki jafnframt þær stöðvar, sem þeir þegar hafa tekið, þrátt fyrir það, að ítalir geri alt sem í þeirra valdi stendur til þess að senda auk- inn liðsafla til Koritzavígstöðv- anna, en það verður æ meiri erfiðleikum bundið. Það vekur allmikla athygli, að Sir Stafford Cripps, sendi- Iierra Brela í Moskva, ræddi við aðstoðarutanríkisráðherra Sov- ét-RússIands í gær. Fregnir l\afa borist um það til London, að breskar flugvél- ar hafi skotið niður 9 ítalskar flugvélar í gær. Grikkir skutu niður 11 og mistu því Italin alls 20 flugvélar á vígstöðvunum í Albaníu í gær. Bretar og Grikk- ir urðu elcki fyrir neinu flug- vélatjóni. Italir nota nú mest steypi- flugvélar í vörninni. — Grikkir búa sig undir að gera árás á veginn, sem liggur til norðurs frá Koritza. Það er eina leiðin, sem Italir geta nú notað á und- anhaldinu. Grikkir hafa tekið Erseka, bæ í Albaníu, nokkuru fyrir norðan landamæri Grikklands. Bærinn er mikilvægur að þvi leyti, að um liann liggur vegur frá Koritza til sjávar. Breski sendiherrann i Istam- bul talaði við Sarajoglu utan- ríkisráðehrra Tyrklands í gær- lcveldi. Er talið að með viðræðu þessari liafi verið staðfest, að samvinna og vinátta Bretlands og Tyrklands hafi engum breyt- ingum tekið. Inonu Týrklands- forseti hefir einnig staðfest, að Tyrkir muni í öllu standa við skuldbindingar sínar gagnvart Grikkjum. Tyrknesk blöð taka því illa, að von Papen hefir að- varað Tyrki — sagt þeim að þeir yrði að taka afleiðingum þess, ef þeir vildi ekki hafa sam- vinnu við möndulveldin, og gaf liann þeim jafnframt bendingu um að slita samvinnunni við Breta. Ef Tyrkir fallast á sam- vinnu við möndulveldin er Tyrkjum lofað því, að þeir verði látnir í friði og yfirráð þeirra yfir Dardanellasundi trygð. Tyrknesku blöðin segja, að sú stefna Tyrlcja hafi alt af verið kunn, að þeir myndi aldrei láta af hendi Dardanellasund. Einn- ig kemur ]>að greinilega i Ijós i tyrkneskum blöðum, að þau treysta ekki loforðum möndul- veldanna, því að Tyrki grunar að innrás Itala hafi átt að vera upphaf allsherjar sóknar mönd- ulveldanna til landanna við austanvert Miðjarðarhaf. — I Tyrklandi og víðar er búist við, að aukin áhersla verði nú lögð á það, að fá Júgoslaviu til þess að aðhyllast hina nýju skipan, en þar í landi og jafnvel í Bútg- aríu er aukinn áhugi fyrir að varðveita lilutleysið, og i sum- um fregnum er því lialdið fram, að vafasamt sé að Boris kon- ungur hafi lofað Hitler nokk- uru. Fyrsti árangur Yínarráðstefn- unnar. — Ungverjaland aðili að Þríveldabandalaginu. Fyrsti árangur Vínarráðstefn- unnar er sá, að Ungverjaland hefir gerst aðili að bandalaginu milli Þýskalands, Italíu og Japan. Þetta er ekki talið til stórtiðinda i London, þar sem alt af var við þessu búist. I Lon- don líta menn svo á, að Hitler hafi smalað stjórnmálamönn- um frá ýmsum löndum til Vín- ar, til þess að koma á laggirnar einhverju samkomulagi, svo að álitið yrði út í frá, að megin- landsríkin og Japan stæði sam- einuð gegn Bretlandi. Þetta sé tilraun til þess að liressa við baráttukjarkinn beima fyrir, en þó er gert ráð fyrir, að Hitler neyðist til þess að láta til skar- ar skriða og liefjast lianda Itöl- um til hjálpar. Loftárás á Berlin í nótt. — 9 klst. árás á Midlands. London í morgun. Það var tilkynt í morgun í London, að breskar sprengju- flugvélar hefði gert árásir á Berlín og Potsdam í nótt sem, leið. I tilk. flugmálaráðuneytisins, sem birt var í gær, segir, að feikna skemdir liafi orðið á Kruppverksmiðjunum í Essen. Hafi framleiðslan minkað uni helming og hafi sprengjur kom- ist alla leið niður i neðanjarð- arverksmiðjur, sem þar eru. I Hannover og' Gelsenkirchen liafa orðið feikna skemdir í ol- íuvinslustöðvum, og einnig í Leunaverksmiðjunum, þar sem Þjóðverjar framleiða bensín úr kolum o. fl. I seinustu loftárás á Bremen varð skipið Europa, sem er þar í þurkvi, fyrir skemdum. Kom sprengja niður á það mitt. — Europa er systurskip Bremen og er 49.000 smálesta skip. Nokkurar sprengjuárásir voru gerðar á London í gær eft- ir að skyggja tók. Þessar árásir voru ekki miklar miðað við það sem, verið hefir. Árásir voru gerðar á ýmsa aðra staði í Bret- landi, en harðastar voru árás- irnar á iðnaðarborgirnar í Mid- lands, og stóðu þær í samfleytt 9 klst. Manntjón er talið minna en við mátti búast. I heimavarnarliði Breta eru nú liundruð þúsunda manna. Á myndinni sjást menn úr skriðdrekasveitunum bresku vera að skoða vélbyssur, sem heimavarnarliðið á að æfa sig á. Bretar (á 30 tondorspilla til, frá Bandarikjnnim - EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Fregn frá Washington henmir, að líklegt sé, að Bretland fái innan skamms 30 tundurspilla frá Bandaríkjupum. — Eins og kunnugt er fengu Bretar fyrir nokkuru 50 tundurspilla frá Bandaríkjunum, og fái þeir nú 30 til, hafa þeir fengið til við- bótar tundurspillaflota sínum fast að því eins marga tundur- spilla og sum stórveldin eiga. Reynist þessi fregn rétt sýnir hún best hversu Bandaríkin telja mikilvægt að hjálpa Bret- um. Það er kunnugt, að Bretar hafa nú orðið í svo mörg horn að líta, að þeir hafa orðið að dreifa flota sínum svo mjög að þeir hafa ekki getað látið flutn- ingaskipaflota sína fá eins öfl- uga herskipavemd og æskilegt væri, og er áþreifanlegasta dæmið um afleiðingu þess er Jarvis Bay var sökt, en þetta vopnaða kaupfar var eitt til verndar 38 flutningaskipum. Komu mál þessi nýlega til um- ræðu í neðri málstofunni og sagði Alexander flotamálaráð- herra, að alt væri gert sem hægt væri til verndar flutningaskip- unum, en benti á hversu víða flotans væri þörf. Þrátt fyrir það tjón sem ítölum var bakað í Taranto munu Bretar vart kalla heim herskip af Miðjarð- arhafi eins og sakir standa. Þessi aukna hjálp frá Banda- ríkjunum, ef til kemur, er þeim því ómetanleg. Á 2. hundrað loft- árása á viku. Eikaskeyti til Yísis. London í morgun. Vikuna, sem lauk við sólar- upprás 15. nóv., hindruðu slæm veður Breta í að gera loftárásir á jafnmarga staði og áður. Þó voru gerðar árásir á staði á mjög stóru svæði og afar harð- ar margar þeirra. Helstu staðirnir, sem ráðist var á, voru þessir: Járnbrautar- stöðvar í Múnchen, bifreiða- og rafþráðávei'ksmiðjur í Milano og Torino, járnbrautarstöðvar i Neapel, járnbrauta- crg raf- magnsstöðvar í Berlín tvær næt- ur í röð, olíubreinsunarstöðvar í Gelsenkirchen, járnbrautar- stöðvar i Danzig, kafbátalægi i Lorient og flugvöllinn i Sfav- anger. Alls voru gerðar 28 árásir á Nigfraði 70 Myndin hér að ofan er af A. W. (Billy) Bisliop, flugmarskálki. Hann var einna mesti flugkappi Kanadamanna i Héimsstyrjöld- inni og skaut þá niður 70 þýsk- ar flugvélar. Bisliop var sæmd- ur Viktoríukrossinum og fjölda annara heiðursmerkja. Bisliop er nú einn af aðalmönnunum í flugliði Breta og hefir eftirlit með kenslu kanadiskra flug- manna. járnbrautir o. þ. u. 1., 14 á oliu- stöðvar, 20 á verksmiðjur og 1 iðjuver, 4 á rafmagnsstöðvar, rúmlega 70 á flugstöðvar og 22 ! á liafnarmannvirki og skip. | 1 þessum ferðum fórust 18 breskar flugvélar, en jafnframt voru 8 þýskar flugvélar eyði- lagðar. Ný bók. Fyrra bindi af heildarsafni Jó- hanns Sigurjónssonar skálds kom út í dag hjá Máli og menningu. Þetta bindi er 20 arkir að stærS og hið síSara verður jafn stórt. Félag Reykvikinga. 1 frásögn blaðsins í gær um fund- inn í Félagi Reykvikinga, féll af ( vangá niður nafn eins meðlimsins í fundanefnd. Var það nafn Gunn- þórunnar Halldórsdóttur. Næturlæknir. Kristján Hannesson, Mímisvegi 6, sími 3836. Næturvörður í Ing- ólfs apóteki og Laugavegs apóteki.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.