Vísir - 21.11.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 21.11.1940, Blaðsíða 2
*VlSIR DAGBLAÐ Útgef andi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti).. Símar 16 6 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. FélagsprentsmiSjan h/f. Fyrsta sporið. CAMFYLKINGIN, sem gerð var á dögunum jim kosn- ingu í niðurjöfnunarnefnd Reykjavíkur getur vel verið fyrirboði meiri tíðinda. Við megum, ekki gleyma því, að það éru ekki nema 7 mánuðir þang- að til almennar kosningar til Alþingis eiga að fara fram. Það er auðséð á öllu, að Framsókn ætlar ekki að vera óviðbúin þegar kosningadagurinn renn- ur. Forsætisráðherra var fyrir skemstu vestur í kjördæmi Thor Thors til þess að ræða við flokksmenn sína þar. Síðustu dagana hefir hann verið norð- ur á Akureyri í sömu erindum. Það er síður en svo ástæða til að áfella Framsóknarflokkinn fyrir þann mikla áhuga, sem hann sýnir í kosningaundirbún- ingnum. Aðrir flokkar hafa þvert á móti ástæðu til að taka hann sér til fyrirmyndar í þessu efni og fara að dæmi hans. En þegar litið er til þess, hversu kappsamlega Framsókn vinnur að því að efla fylgi sitt við næstu kosningar, geta menn tæplega látið sér á óvart koma, að afstaðan til kommúnista verði nokkuð önnur, en látið hefir verið uppi að undanförnu. Það er þess „vegna ¦ tæplega til- viljun ein, að fulltrúi Fram- sóknár í. bæjarstjórn Reykja- víkur gengst fyrir samfylkingu við kommúnista gegn Sjálf- stæðisflokknum. Eftir síðustu kosningar skrif- aði formaður Framsóknar- flokksins um það í blað sitt, að það væri undir árferðinu kom- ið, hvort þáverandi stjórnar- flokkar gætu haldið áfram að fara með völd. Ef síldarafli yrði góður þá um sumarið, mundi alt geta slarkast áfram í sama horfinu, En ef síldarafl- inn brygðist, hlyti að því að reka, að sjálfstæðismenn fengju meiri íhlutun um stjórn lands- ins en verið hefði. Menn muna það, að sumarið 1937 fór sam- an hátt verð á sild og góður afli. Afleiðingin varð sú, að Al- þýðuflokkurinn og Framsókn gátu tekið höndum saman um góðærisstjórn, alveg eins og Jónas Jónsson hafði gert ráð fyrir. Það þurfti ' aflabrestinn og verðfallið 1938 til að koma fyrverandi stjórnarflokkum á það spór, að kveðja sjálfstæð- ismenn til samstarfs. Framsóknarmenn gera sér það ljóst, að það var fjandsam- legt athæfi gagnvart samstarfs- flokki, að fara svo að ráði sínu, sem raun varð á fyrra fimtu- dag. Þeim er það líka ljóst, að flokksmenn þeirra út um land eru steini lostnir yfir þeirri bí- ræí'ni að gera bandalag við kommúnista, eftir alt sem á undan var gengið. En þeir láta þetta alt sem vind um eyrun þjóta. Framleiðslan til lands og sjávar hefir verið rekin með óvenjugóðum árangri. Aðstoð sjálfstæðismanna var ómiss- andi til þess að komast út úr vandræðunum. Þeir voru góðir til að mynda með þeim hallær- isstjórn. Nú er góðærið komið. Þá er best að þakka sjálfstæð- ismönnum góða viðkynningu, rétta þeim hendina í kveðju- skyni — og setja á stofn góð- ærisstjórn íneð fornum sam- herjum.. Þetta er það, sem ýmsir Framsóknarmenn hugsa sér eftir næslu kosningar. Til þess að hafa nokkra von um að geta myndað stjórn án þátttöku sjálfstæðismanna mega þeir ekki fyrirgera stuðningi komnir únista út um land. Eftir því sem kommúnistar segja sjálfir, riðu þeir baggamuninn í 7 Framsóknark j ördæmum við síðustu kosningar. Þótt þetta kunni að vera orðum aukið, er augljóst mál, að Framsókn má illa sjá af stuðningi kommún- ista, ef flokkurinn á að hafa von um að halda þingfylgi sínu óskertu, hvað þá heldur auka það. Með samfylkingu þeirri, sem Framsókn gekst fyrir við kosn- inguna í niðurjöfnunarnefnd var verið að þreifa fyrir sér, hvort kommúnistar fyrir sitt leyti væri ekki tilleiðanlegir til að gleyma þvi, sem á milli hef- ir borið að undanförnu. Og auðvitað stóð ekki á liðsinni þeirra. Þetta var ekki nema fyrsta sporið að nánara sam- komulagi undir þingkosning- arnar i vor. Enn koma ílóttamenn frá Noregi. f FYRRAKVÖLD komu hing- að sjö ungir Norðmenn, sem flúið höfðu frá Noregi á vélbát. Eru þeir allir á aldrinum 17— 24 ára. Þeir lögðu upp miðvikudag- inn annán er var frá Remfoy við Álasund. Sá er var foringi átti þriðjung bátsins.^ Förin hingað gekk vel, enda eru allir Norðmennirnir vaskir menn. Hinir ungu flóttamenn bera Þjóðverjum ekki vel söguna. Segja þeir það alveg víst, áð þegar líði á vetur, muni mat- arskortur gera mjög vart við. sig. Sé þegar farið að bera á honum i bæjunum og sé fólk þar tekið. upp á að flytja út í sveitirnar. María Hallgrímsdóttir læknir hefir opnaÖ lækningastofu í Austurstræti 4 og er þar til við- tals alla virka daga kl. 11—12. Undanfarin ár hefir hún dvalist er- lendis og sérstaklega kynt sér barnasjúkdóma. Von um ad íslending- arnip, sem fluttir voru til Bretlands, fáist framseldir. Askoruii til ríkisstjóriiariiiiiar. Litlar fregnir haf a borist af f arþegum þeim, með" Es.ju, sem fluttir voru til Englands, en þó er vitað að þeir munu hafa verið fluttir til London, hvört sem þeir kunna að dvelja þar nú eða ekki. Samkvæmt upplýs- ingum, er Vísir fékk í morgun hjá utanríkismálaráðu- neytinu vinnur ríkisstjórnin stöðugt að því að leysa mál þessara manna, og mun horfa freltar vænlega um af- greiðslu þess frá hendi breskra stjórnarvalda. Gera menn sér vonir um að, mennirnir verði fluttir aftur hingað til lands, þótt endanlegt svar liggi ekki fyrir. Svo sem kunnugt er tilkynti ríkisstjórnin, að gefin myndi út bráðabirgðalög er legði þung viðurlög við ótilhlýðilegri hegðun íslendinga gegn breska setuliðinu hér. Ættu slík lög að verða nokkur trygging fyrir því að íslenskir þegnar gættu skyldu sinn- ar í þessu efni og alls velsæmis, þannig að breskum stjórnar- völdum gæfist ekki ástæða til íhlutunar slíkrar sem orðið hefir að undanförnu, að því er sneftir islenska þegna. Auk þess, sem Læknafélag íslands hefir tekist á hendur sið- ferðilega ábyrgð vegna Bjaftia Jónssonar læknis, — en sú til- kynning var send ríkisstjórninni og gekk rétta boðleið til breskra stjórnarvalda, — hefir ríkisstjórninni borist svofeld áskorun nú nýlega: Vér undirritaðir íslenskir borgarar leyfum oss hér með að skora á hina hæstvirtu íslensku ríkisstjórn að hlutast til um það við bresku ríkisstjórnina, að rannsókn í máli þeirra ís- Iendinga, sem fluttir hafa verið til Bretlands, verði hraðað eftir föngum og þeir verði fluttir heim til ættlands síns að henni lokinni. Reykjavík, 26. október 1940. Árni Jónsson alþm. Guðm. Ásbjörnsson, Fjölnisv. 9. Bjarni Benediktsson, settur borgarstjóri. Bjarni Jónsson, dómkirkjupr. F. Hallgrímsson, prófastur. Árni Pétursson, læknir. Valtýr Stefánsson, ritstjóri. Guðrún Jónasson, bæjarfulltr. Matth. Einarsson, læknir. A. Claessen, Laufásvegi 40. Helgi Tómasson, læknir. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri. Ásta Magnúsdóttir ríkisféhirðir. H. Benediktsson, Fjólugötu 1. Ásgeir Þorsteinss., Fjölnisv. 12. Ólafur Briem, skrifstofustjóri. Emil Jónsson, vitamálastjóri. Helgi Sigurðsson, verkfr. Ragnhildur Guðmundsdóttir hjúkrunarkona. Egill Guttormsson, FJólug. 21. Ólafur Daníelsson, dr. phil. Agnar Kofoed Hansen. G. Vilhjálmsson, framkv.stj. Baldvin Einarsson, fulltrúi. Tómas Tómasson, Bjarkarg. 2. Bergur Jónsson, alþm. Vilm. Jónsson, alþm. Sigurgeir Sigurðsson, biskup. Kristján Guðlaugsson, ritstjóri. Niels Dungal, próf. Jón Hj. Sigurðsson, prófessor. Sigurjón Á. Ólafsson, alþm. Stefán Pétursson, ritstj. Alþbl. Jón Kjartansson, ritstjóri. Guðm. Hannesson f.v. prófessor Scheving Thorsteinsson, lyfsali. Halldór Hansen, læknir. Sig. Pétursson, skipstjóri, Pálsbæ, Seltjarnarnesi. Ásgeir Sigurðsson, skipstjóri m.s. Esju. Friðjón Skarphéðinsson, bæjarstjóri, Hafnarfirði . Bogi Ólafsson, yfirkennari, Tjarnargötu 39. Jakob Gíslason, verkfræðingur, Tjarnargötu, 39. Sveinn M. Sveinsson, Tjarn. 36. María P. Maack, hjúkrunark. Þórður Sveinsson, læknir. "Páll Steingrímsson, ritstjóri, Tjarnargötu 3 B. K:j,Zimsen, Bjarkargötu 6. Brynj. Stefánsson, Mararg. 3. Arni Sigurðsson, fríkirkjupr, Haraldur Árnason. Kindakjöt flutt út, nautakjöt flutt inn. Vísir hafði í morgun tal af Páli Zophoníassyni form. Kjöt- verðlagsnefndar og spurði hann um markaðshorfur á kjöti hér heima og erlendis. Hann sagði, að nú þegar væri búið að flytja út til Englands um 800 tonn af kindakjöti og taldi víst að meira yrði sent þangað á næstunni. Um verðlag á þessu kjöti væri þó alt í óvissu sem stæði, af því að ensk-ís- Ienska nefndin, sem semur um þessi mál, hefir ekki gengið endanlega frá samningum. Líkur eru til að breska setu- liðið hér á landi kaupi álíka magn af kindakjöti og áður var sent héðan til Noregs. En ef það kaupir samsvarandi kjötihagn og áður var flutt til Noregs og ef kjötneysla okkar íslendinga verður áþekk og áður, þarf að flytja héðan um 2000 tonn af kjöti á' erlendan markað. Um nautakjötið er það að segja, að breska setuliðið fær nautakjöt sent hingað til lands, af þeirri ástæðu sennilega, að því líkar ekki nautakjötið, sem það fær hér. tslenska ^nauta- kjötið verður því eftir sem áður aðeins selt til Islendinga sjálfra. Sigurðui* Þopsteinsson skipstjóri. Þýsk flugvél aítur í könnunarleiðangri. Vísir hefir frétt það frá ýms- um heimildum, að, þýsk flugvél hafi verið á flugi austan f jalls á sunnudaginn. Um það bil, sem flugvéhn sást þar —¦ hún flaug mjög lágt —¦, var kafaldsbylur hér í bæ og alt austur að Ölfusá. Flugvélin fór aldrei lengra vestur en að bylnum og sneri þar við. Má telja nokkurnveginn víst, að hún hefði flogið til Beykjavíkur, ef v.eður hefði ekki hindrað. Vísir átti í morgun tal við Wise, höfuðsmann, um þessa flugvél. Kvað hann ekki hafa borist aðrar fregnir um hana en frá bændum þarna eystra". Kvaðst Wise gera ráð fyrir að flugvélin hafi annaðhvort verið að villast, eða verið send til að gá "til veðurs. Hún hefði síðan horfið til suðurs. T DAG verður borinn til mold- ar Sigurður Þorsteinsson, skipstjóri frá Steinabæ. Hann var fæddur á Lambastöðum á Seltjarnarnesi 24. febr. 1882. Enfjögurraára gamallvar hann lekinn í fóstur að Brimnesi í Skagafirði og ólst þar upp til sextán ára aldurs. Þá fluttist hann aftur hingað suður, að Oddgeirsbæ og átti þar heima, þangað til 1911. . Sigurður kvæntist Gróu Þórðardóttur frá Oddgeirsbæ 1. des. 1906. Eignuðust þau 11 börn, fimm drengi^og sex stúlk- ur og eru þau öll á lífi. Sigurður lauk skipstjóra- prófi við Stýrimannaskólann Bazar heldur Blindrafélagið í GóÖ- templarahúsinu uppi i dag og hefst kl. 33^2. Margt ágætustu muna er á bazarnum. Enginn, sem þangáð kemur, fer þaÖan fátækari. árið 1901. Hann fluttist til ísa- fjarðar árið 1911 og dvaldi þar í sex ár. Arin 1917—20 var hann skipstjóri á vélskipinu Regin. Var skip þetta i strand- ferðum við Austurland á sumr- in og frá þeim tíma er okkar kynning. Sigurður var fram úr skar- andi ötull skipstjóri, og er mér óhætt að fullyrða, að allir þeir, sem kyntust honum þar eystra, minnast hans með þakklæti og hlýjum hug. Sigurður Þorsteinsson keypti einna fyrstur manna hér í Reykjavík trillubát. Hann varð líka fyrstur manna til þess að nota botnvörpu-útbúnað á mó-, torbátum. Hann var fjörmaður mikill og allra manna hressilegastur í bragði. Hann andaðis* 13. nóv- ember eftir s^utt legu. Á. J. Gullbrúðkaup eiga á morgun heiSurshjónin frú Magdaíená og Sæmundur 'Híall- dórsson, kaupmaður í Stykkis- hólmi. «*.*• Þjóverjar neita því, að hungurs- neyð sé fyrir dyrum - - Eftir RICHARD C. HOTTELET, fréttariíara U. P. í Berlín. Þjóðverjar segja,'að það sé engin hætta á hungurs- neyð í þeim lönduín, sem þeir hafa yfir að ráða. Þeir neita því harðlega, að Þ jóðverjar hafi rænt matvæla- birgðum í þeim löndum", sem þeir hafa lagt undir sig. Þeir segja að matarbirgðir þeirra hafi verið meiri í sept- ember þessa?annars,árs stríðsins, en í september í fyrra. Hlutlausra þjóða menn, sem eru þessum. málum kunnugir, hallást að því, að hungursneyð sé ekki líkleg. Vetrarhörkurnar 1939—40 ollu tjóni á uppsker- unni — um það eru allir sam- mála — en ekki svo mjög, að» hætta sé á matarskorti. Upp- skera þessa árs nálgast ekld uppskeru síðasta árs, en er samt fyrir ofan meðallag. Þjóðverjar og hlutlausir eru sammála um að brauðkorn og fóðurkorn, sem ræktað er i Þýskalandi, þýska hluta Pól- lands, Bæheimi og Mæri, nægi til að fullnægja kröfunum, sem til þeirra verður gert. Þar að auki se hægt að safna birgðum með innflutningi, frá Balkan- Iöndunum. Loks eiga Þjóðverj- ar að fá eina miljóh smálesta af fóðri og korni frá Rússlandi. Enginn lætur sér þó til hugar koma, að meginland Evrópu verði eitthvert Gósenland. — Hveiti-, rúg- og bygguppskeran varð fyrir skemdum, eins og áður getur. Vorleysingar og það hvað seint hlýnaði í veðri dró líka úr uppskerunni. Á- vaxtauppskera Þýskalands mun verða brot úr meðallagi og grænmetisframleiðslan var ekki í meðallagi. Belgia hefir^orðið verst úti. Styrjaldarástandið kom i veg fyrir innflutning hennar, en hún flutti inn 70% af öllum matvælum, sem neytt var i land- inu. Ástandið er „mjög alvar- legt", hefir háttsettur Þjóðverji sagt við mig, „en Þýskaland mun forða Belgíu frá hungurs- neyð". En Belgir verða að komast af á eigin spýtur, eftir bestu getu. Einn Þjóðverji hefir lýst þessu fyrir mér á eftirfarandi hátt: „Belgía átti litlar birgðir. Þjóðin var alveg óviðbúin. Þýskaland er samt ekki skyld- ugt til að fæða hana eða neina aðra þjóð, sem það ræður yfir. Bretar eiga alla sökina. Við munum því ætlast til þess, að Belgir reyni fyrst^sjálfir að afla sér matvæla, þegar fer að ganga á birgðirnar. Takist það ekki, vegna þess að þeir fá ekki lán- að, eða Bretar leyfa ekki slíkan innflutning, munum við kpma til hjálpar. En Belgíiimenn verða fyrst að beita öllum ráðum til þess að reyna að komast af hjálpar- laust." Það kemur sér lika afar illa fyrir Dani, að innflutningsleiðir eru lokaðar. Vegna fóðurskorts hafa þeir neyðst til að skera nið- ur mikið af húsdýrum sínum, en það hefir aftur haft í för með sér mjög minkaða framleiðslu á eggjum, mjólk o. þ. h. Uppskeran í' N.-Frakklandi varð „sæmileg" að sögn Þjóð- verja og Hollendingar eiga að geta komist af hjálparlaust, þótt þeir hafi áður orðið að flytja nokkuð inn. Norðmenn vantar korn, en Þjóðverjar segja, að það sé ekki meira en svo, að þeir geti látið þá hafa það. v Líknarfélög Bandaríkjanna — Rauði Rrossinn og samband kvekara — hjálpa fólki þar sem þeir geta. Þau sendu mikið af lyfjavörum og fatnaði til Pól- lands og nokkuð af matvælum. Auk þess var send sérstök fæða handa börnum og sjúkum í sama landi. Þessi f élög haf a þó ekkj nægi- legt fé til þess að geta fætt íjölda fólks, þdtt hægt væri a'ð afla matvælanna. (Síðan þett^a var ritað hafa Bretar neitað að hleypa matvælum í gegnum hafnbannið, til þeirra landa, sem Þjóðverjar ráða). Þýskaland sjálft mun komast vel af, segja þýsk yfirvöld. Sykurrófna- og kartöfluupp- skerurnar voru ágætar, svo að hægt er að setja fleiri húsdýr á, en áður. Hafa bændur fengið fyrirmæli um að f jölga gyltum, því að fóður verði nægilegt. Þó segjast Þjóðverjar. ekki geta hjálpað Dönum eða Hollending- um um fóður. Skortur á vinnuafli i sveitum Þýskalands var ekki eins mikill í haust og undanfarið, enda þótt 4 miljónir manna væri undir vopnum, þvi að um ein miljón erlendra manna starfaði á þýsk- um sveitabæjum. Þeir voru pólskir verkamenn, franskir og pólskir fangar, auk nokkurra þúsunda Itala. Hlutlausir menn giska á, að Þjóðverjar eigi um 7.000.000 smál. af brauðkorni — sem nægir til eins árs og auk þess sögðu Þjóðverjar, að birgðir þeirra af kjöti, eggjum, smjöri o. þ. h., hefði verið í september meira nú en á sahia tíma í fyrra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.