Vísir - 21.11.1940, Blaðsíða 4

Vísir - 21.11.1940, Blaðsíða 4
VlSIR H Gamla Bíó H Verið þér sælir hr. Chips Goodbye Mr. Chips). Aðalhlutverkin leika: ROBERT DONAT OG GREER GARSON — Sýnd kl. 7 og 9. — TILLÖGUR Á ALÞÝDUSAMBANDSÞINGINU Frh. af 3. síðu. samningi þess félags, sem hæst hefir kaupgjald. 5. Þingið felur sambands- stjórn að vinna að framgangi þeirra tillagna um verklýðs- mál, er samþyktar hafa verið á undanförnum þingum sam- bandsins, en ekki hafa enn þá náð fram að ganga." ________________________L Bæjar frettír I.O.O.F. 5 = 122H218V2 = E. St. 9" Verkakvennafélagið Framsókn heldur afmælisfagnað sinn í Alr þýðuhúsinu við Hverfisgötu n.k. laugardag. Rafmagnsbilunin í gær stafaði af bilun, sem varð á háspennulínu við horn Hring- brautar og Njálsgötu. Varð allur bærinn rafmagnslaus um tíma í 'gær, en fljótlega lagaðist í öllum hverfum nema austast í Austur- bænum, Kleppsholti og Laugaholti. Næturlæknir. Theodór Skúlason, Vesturvalla- götu 6, sími 3374. Næturvörður í Ingólfs apóteki og Laugavegs apó- teki. Leikfélag Reykjavíkur biður blaðið að vekja athygli leikhúsgesta á því, að frumsýning- in á sjónleiknum Öldur eftir séra Jakob Jónsson verður annað kvöld og byrjar sýningin kl. 8J^, eins og venja er til. ÍJtvarpið í kvöld. Kl. 15.30 Miðdegisútvarp. 18.30 Dönskukensla, 1. fl. 19.00 Ensku- kensla, 2. fl. 19.25 Hljómplötur: Gamanlög. 20.00 Fréttir. 20.30 Er- hidi: Úr verinu að vestan (Gunnar M. Magnúss rithöf.). 20.50 Út- varpshljómsveitin: „Uppsíæruhá- tíð" eftir German. — Fiðlutvíleik- ur (Þór. Guðmuiidssoji og Þórir Jónsson) : Allegretto eftir Bériot. 21.15 Miniiisverð tíðindi (Sig. Ein- arsson). 21.35 Hljómplötur^ Har- mónikulög. Geymsla Reiðhjól tekin til geymslu. — Sækjum. — ÖRNÍNN, sími 4161 og 4661. VlSIS KAFFIÐ gerir »11* glaða. MONDAMIN CORN FLOUR MAIZENA PERLUSAGO í pökkum. HÁLFBAUNIR í pökkum. HRÍSMJÖL í pökkum. MACCARONI i pökkum SPAGHETTI í pökkum. Xffff* aULa Herbergi með öllum þægindum, óskast strax. Fyrirfram greiðsla. •—¦ Tilboð, sendist afgr. Vísis, merkt: „A." Vélritunar- námskeið. Nýir nemendur geta kom- ist að frá 1. næsta mánaðar. Verð til viðtals í Tjarnargötu 26 á morgun f ná kl. 4—6 og á laugardaginn kl. 2—4 (Að- eins i sima 3165 frá 12—1 og 7—8). Cecilie Helgason. Laxfoss fer til Vestmannaeyja á morgun síðdegis. Flutningi veitt móttaka aðeins á morgun. Hiiseign óskast Hús, helst i austurbænum óskast til kaups. Tilboð með tilgreindu götunúmeri, verði og útfiorgun, merkt: „10" sendist afgr. blaðsins fyrir laugardag. eru komin. Dökk, falleg, f jölbreytt úrval. Nú eru síðustu forvöð að panta jólafötin. Gunnar A. Magnússon klæðskeri. Laugaveg 12. Sími 5561. H VER sem gæti leigt 1—2 stofur með eldhúsi eða aðgangi að eldhúsi fyrir barnlaus og reglusöm bjón, geri svo vel og láti mig vita. Föst atvinna. Ábyggileg greiðsla. Magnús V. Jóhannesson. Simi 2047 — 1200. Hú§ til sölu, 3 ibúðir. Verð 38 þúsund. Útborgun 6 þúsund. Haraldur Guðmundsson, löggiltur fasteignasali, Hafnarstræti 15. Símar 5415 og 5414 heima. Kaupum R E X HANSKAVERKSMIDJAN, Simi: 5028. Slátur úr góðu sauðfé fæst i dag. Sláturfélagið LEICA BUÐ eða húsnæði undir veit- ingar, þarf ekki að vera stórt, óskast til leigu. Sími 2870. (472 YltiQfHHINQ ST. DRÖFN heldur að þessu sinni fund i Góðtemplarahúsinu uppi kl. 9 í kvöld. (478 fiHUSNÆDi! UNGA STÚLKU vantar her- bergi með aðgangi að baði, í góðu húsi. Fyrirframgreiðsla. Tilboð, merkt: „Stórt herbergi og bað" sendist afgr. Visi fyrir hádegi á laugardag. (462 HERBERGI og hálft eldhús til leigu. Meðmæli. Fyrirfram- greiðsla. Tilboð, ásamt síma- númeri, sendist Vísi strax, merkt: „Fyrirframgreiðsla". — (466 VINNUMIDLUNARSKRIF- j STOFAN hefir ágætar vistir á j boðstólum fyrir stúlkur, bæði innan bæjar og utan bæjarins. í Sími 1327._________ (441 | ENSKUMÆLANDI STÚLKA ' getur fengið atvinnu við veit- ingar að kvöldinu. A. v. á. (476 HÚSSTÖRF VETRARSTULKU vantar á heimili Ásmundar Guðmunds- sonar prófessors Laufásvegi 75. (469 STULKA óskast til áramóta, þrent í heimili. A. v. á. (459 IKAUPSKAPUKl MATVÖRUVERSLUN óskast á góðum stað. Tilboð sendist afgr. merkt: „Matvöruverslun". ___________________________(464 RAUÐRÓFUR, gulrætur, Hornafjarðarkartöflur, enskar kartöflur, gulrófur. Þorsteins- búð, Grundarstíg 12. Sími 3247. Hringbraut 61. Sími 2803. — (454 HNAPPAMÓT, margar stærð- ir. Húlsaumur. Pliseringar. — Harpa, Lækjargötu 6. (336 MÓR frá Búðum sparar kol. Pöntunum veitt móttaka sima 5163. Minna en % tonn ekki keyrt heim. (480 NOTAÐIR MUNIR ÓSKAST KEYPTIR: HREINAR LÉREFTSTUSK- UR kaupir Félagsprentsmiðjan h.f. hæsta verði. (905 VIL KAUPA notaðan vask, helst með rörbút við. Uppl. í sima 2750.________________(471 TUSKUR. Allskonar hreinar tuskur keyptar gegn stað- greiðslu. Húsgagnavinnustofan Baldursgötu 30. (475 NOTAÐIR MUNIR TIL SÖLU BÍLL til sölu með tækifæris- verði, ef samið er- strax. Sími 2597 eftir kl. 6 í kvöld. (473 SKlÐI, stór, alt tilheyrandi nýtt, rafkanna, boxhanskar til sölu Grettisgötu 30. (474 SVARTUR vetrarfrakki á meðal mann til sölu, Smiðjustíg 12. —_____________________(461 ÁGÆTT píanó til sölu. Stað- greiðsla æskileg. Sími 2342 og ef tir kl. 7. Simi 3006. (467 NÝLEG drengjaföt (smok- ing) á 3—4 ára dreng, til solu á Brávallagötu 8, efstu hæð. — (479 LTAPAf) FlNDlf)] TAPAST hefir vinnuborði (Bretavinnu) no. 954 fná nýju bryggjunni og vestur að V. B. K. Skilist á Framnesveg 13. (460 Nýja Bíó. Gæfustjarnan. (MY LUCKY STAR). Amerísk skemtimynd. Aðalhlutverkið leikur skautadrotningin heims- f ræga: SONJA HENIE. Aukamynd: FISKVEIÐAR A ÓFRIÐARTÍMUM. (Sailors without uniform). SÝND KL. 7 og 9. LINDRAPENNI hefir fund ist. Uppl. í sima 5370. (470 BRÚN budda með peningum tapaðist í gær frá afgr. Laxfoss að Geirsbrekku. Sími 5349. — Fundarlaun. (463 TAPAST hefir armband fyrir nokkru siðan. Vinsamlegast skilist á Ásvallagötu 71. (465 KVENTASKA tapaðist i fyrra- kvöld frá Eiríksgötu niður í bæ. Finnandi vinsamlega beðinn að skila töskunni á. Bræðraborg- arstig 49. (468 ITIUQfNNINCAft] TRÚBODSVIKAN. Almenn samkoma i húsi K.F.U.M. og K. kl. 8y2 í kvöld. Tveir ræðu- menn. Söngur, hljóðfæraslátt- ur. Allir velkomnir. (391 FILADELFIA, Hverfisgötu 44. Samkoma í kvöld kl. 8y2. Ericson og Jakobsson tala. All- ir velkomnir! (477 HRÓIHÖTTUR OG MENNHANS. 606. SEBERT YFIRHEYRÐUR. — Vertu ekki meÖ neina þrjósku, Setjert lávarður. Við heimtum að fá að vita hvar gull krossfaranna er niður komið. — Rauðhærður þorpari rændi því, en mér var bjargað af ...... —; Nefnið ekki nafn Hróa, hvíslar Jón gamli. — Þetta er heldur trúleg saga. — Eg tapaði minni, en komst heim til mín af einstakri tilviljun. ^Ci^ — Þér er til einskis að þrœta, Se- bert. Svipur þinn sanmr, að' þú lýgur að okkur! E. PHJLLIPS OPPENHEIM: AÐ TJALDABAKI. og hann var svo utan við sig, að hann vairt kinkaði kolli til hennar. „Þetta gengur ágætlega," sagði hún hlæj- andi, er þau gengu upp stigann aftur. „Hann setlaði einu sinni að fara með mig í Palais de Ðance í Hammersmith, en þegar hann komst að því, ;að eghafði aldrei lært að dansa, færðist bann undan. En þetta er finni staður en Palais de Dance, er ekki svo?" spurði hún. „Ætli það væri ekki hægt að gera • eitthvað fyrir þennan kunningja yðar," sagði Mark eftir nokkura umhugsun. „Hvaða störf stundar hann?" ' „Hann er sölumaður fyrir heildsölufirma i Clerkenwell, sem verslar með ritföng. Hann liefir verið þar starfsmaður í þrjú eða fjögur ár. Voruð ~þér að hugsa um að kaupa hann til jþess að giftast mér?" „Vilduðþérþað?" .„Það er skrítin hugmynd," sagði hún. „Eg 'velt ekki. Eg er ekki yiss um það. Núna vildi eg jpað ekki. — Én þetta er hreinasta vitleysa. — Segið mér, er það ekki Felix Dukane, sem er þarna niðri? Eg hélt, að hann kæmi ekki á slíka staði sem þessa." Mark leit niður. Hann var æsffir, glaður í aðra röndina, en óyndisfullur i hina, eins og vana- lega, þegar hann vissi, að Estelle var nálægt. Því að vitanlega hlaut hún að vera þarna með föður sínum. Og vitanlega var það svo. Mario sjálfur, eigandi gildaskálans, var að leiða hana að borði,~sem tekið hafði verið frá niðri í saln- um. Og á eftir Estelle gekk faðir hennar al- vöfugefinri á svip. Hann settist á aðra hönd bennar en Andrupolo prins, snyrtilegur en leiðinlegur að vanda, settist við hina hlið henn- - ar. Estelle . virtist í sólskinsskapi og hló og spjallaði við prinsinn, en faðir hennar leit á vínlistann. „Já," sagði Mark, „þetta er Felix Dukane — Andrupolo prins af Drome og ungfrú Dukane". „Þér þekkiðþau?" „Já". Hún horfði á hann og kendi nokkurrar furðu í svip hennar. „Yður þykir ekki leiðinlegt, að þati skuli sjiá yður hér með mér?" „Vissulega ekki," sagði hann með áherslu. „Var eg súr á svipinir? Mér er illa við þennan prins." „Hann er ekki aðlaðandi," sagði Frances. í þessum svifum leit Estelle upp og kinkaði kolli til hans. Það kom dálítil hrukka á enni hennar eins og henni líkaði eitthvað ekki sem best. Prinsinn hagræddi einglyrninu og glápti á Mark bg Frances, en þá haf ði Mark litið undan. „Einkennileg þrenning," sagði hann, „en Dukane er einkennilegastur þeirra þriggja. Þau gæti valið um staði hér i borginni, en forðast að taka þátt í samkvæmislífinu. Felix Dukane hugsar að eins um eitt — að græða." „Hann er hræðilegur maður," sagði Frances. „Samviskulausasti maður í heimi, sögðu allir í Versölum. Hann hefir heilan her njósnara og þegar hann getur ekki aflað sér upplýsinga með heiðarlegu móti kaupir hann þær. Hann kemst að þvi, sem hann ætlar sér, með einhverjum ráðum. En horfið á hann! Að hvaða gagni ætli auðurinn komi honum?" „Hann skortir ekkert," sagði Mark. „Það er að eins eitt sem hann þráir — að sjá áform þau rætast, sem hann nú hefir á prjónunum. Eg botna ekkert í stúlkunni." Hann var all dapurlegur á svipinn og fór það ekki fram hjá henni. „Þér hafið áhuga fyrir henni?" spurði hún. Hann kinkaði kolli. „Mér þykir það leitt," sagði hún og andvarp- aði. „Eg veit ekki hvers vegna — en mér þykir það leitt." „Hvers vegna ?" spurði bann. „Finst yður hún ekki aðlaðandi?" „Hún er vissulega fögur, — það er engin i salnum sem jafnast á við hana, en -— " „Segið óhikað það sem yður býr í brjósti. Hafið engar áhyggjur af hvað mér finst. Eg hefi að eins þekt hana 2—3 vikur og hún lætur sig mig litlu varða." „Eg hefði haldið, að hún mundi ekki hafa á- hyggjur fyrir velferð nokkurs manns," sagði Frances. „Eg verð að játa, að eg hefi aldrei séð manneskju, sem eg hygg eins kaldlynda og "hana." Mark drakk út en mjög hægt. „Þetta hafa fleiri sagt mér," sagði hann. „Hvers vegna menn eru þessarar skoðunar veit eg ekki. En eg verð að komast að því, hvort þeir hafa nokkuð til síns iriáls. Það þýðir ekki að \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.