Vísir - 22.11.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 22.11.1940, Blaðsíða 2
I VlSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti).. Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Víst sýndi hann viljann! J^lbvðuflokkurinn hefir sýnt vilja sinn“, segir Alþýðu- hlaðið og lætur drýgindalega. Tilefnið er að sjálfsögðu það, að loksins hefir það fengist framgengt, að allir verkamenn skuli eiga rétt á sér innan verka- lýðssamtakanna. Svo segir í samþyktunum að minsta kosli, en það var aðeins til lítil smuga, sem hægt var að fara í gegnum, til þess að lialcja við óréttinum næstu tvö árin, og svo er til annað „ginnungagap“, til þess að lialda við hinum sama órétti um ófyrirsjáanlega framtíð. í frumvarpi því, sem lagt var fyrir Aþýðusamhandsþingið, voru engin ákvæði þess efnis, að verkalýðsfélpgum þeim, sem í Alþýðusambandið kynnu að ganga, skyldi gefast kostur á að kjósa fulltrúa á Alþýðusam- bandsþing, er kæmi saman þeg- ar á þessum vetri og kysi Al- þýðusambandsstjórn til næstu tveggja ára. Hitt er aftur vitað mál, að ýms félög hefðu gengið í Alþýðusambandið straN, eftir að jafnréttið var trygt, ef þeim hefði gefist kostur á að neyta áhrifa sinna um skipan væntan- legrar Alþýðusambandsst j órnar, en tekist hefir að koma í veg fyrir það, — raunar á mjög ó- viðfeldinn hatt. Ef hugui-.fylgdi máli hjá Alþýðuflokksfulltrúun- um liefð'u þeir eðlilega reynt að irySSja velgengni verkalýðs- samtakanna, með þvi að sam- eina sem flest verkalýðsfélög í einu sterku allsherjar sam- bandi, og gefið þessmn félögum strax kost á að skipa hina sam- eiginiegu stjórn. Alþýðuflokks- fulltrúunum stóð liinsvegar gersamlega á sama um vel- gengni verkalýðssamtakanna, og völdu þvi þann kostinn, að sitja meðan sætt var, þótt með því væri brotið algerlega í bág við anda jafnréttisákvæðanna. Það er ekki að furða, þótt Al- þýðublaðið stæri sig af þessum nútíma Fróðárundrum, enda vantar ekki selsrófuna, og hún á jafnvel hægara um vik en hún átti aftur í forneskjunni. Inn í samþyktir Alþýðusam- bandsins liefir verið laumað á- kvæði um valdsvið Alþýðusam- bandsstjórnar, sem er þannig úr garði gert, að hún getur með nægjanlega ósvífnu athæfi, — sem vel þarf ekki að verða hörg- ull á, — trygt sér öruggan meiri hluta, bjóði henni svo við að horfa. Stjórninniær heimilt að vikja öllum þeim félögum úr l Sambandinu, sem liún telur að vinni gegn hagsmunum verka- lýðsins, Og það er henni einni gert að meta. Það er því fjarri því, að verkalýðsfélögunum sé nokkur öruggur réttur trygður meðan einlit stjórn Alþýðu- flokksmanna situr að völdum í Alþýðusambandsstjórniruii. — Það mun tíminn væntanlega leiða í Ijós og skal engu spá um úrslit, fyr en á reynir . Það er þvi ekki að undra, þótt Alþýðublaðið segi óvenju ' drýgindalega: „Alþýðuflokkur- | inn hefir sýnt vilja sinn“, og blaðið gæli; bætt því við, að flokkunnn hafi verið stefnu sinni trúr, sem er sá, að tryggja sér og sér einum valdaaðstöðu innan verkalýðshreyfingarinnar og nota hana sér til framdrátt- ar. Þetta er og verður mergur- inn málsins, en þá rís spurning- in: Hvernig ætlar flokkur, sem er gersneyddur fylgi, bæði hjá verkamönnum og öðrum, — en þó ekki síst hjá verkamönnum, — flokkur, sem fylti siðasta þing sitt með bankamönnum, símastúlkum, fiskimatsmönn- um og verslunarmönnum í slað verkamanna, — að lirifsa völd- in af verkamönnunum sjálfum í hagsmunasamtökum þeirra? Spáir upphafið góðu um end- inn? Þessu er óþarft að stfara, en það er vitagagnslaust fyrir vesalings Alþýðublaðið, að reyna að blekkja sjálft sig, hvað þá aðra, með drýgindalegum mannalátum, því að vesaldóm- urinn drýpur úr hverjum pennadrætli, sem skrifaður hef- ir verið um þetta mál í blaðið og er þeim mönnujn sárvor- kennandi, sem þurfa að halda á málstað jafn ^auðnulauss flokks, sem með öllum gerðum sínum hefir um langt skeið grafið eigin gröf. Nú er hún bráðúm orðin nógu djúp, og i vorleysingunum tekst flokkn- um vafalaust að fullkomna verkið. > Refasýning í Stykkishólmi. Síðastliðinn laugardag var haldin refasýning í Stykkis- hólmi. Sýnd'voru samtals 69 dýr og þar af fengu 40 fyrstu verð- laun, 18 fengu önnur verðlaun og 9 þriðju verðlaun. Aðeins tvö dýr fengu engin verðlaun. Þá voru og veitt fern heiðurs- verðlaun og ein verðlaun fyrir besta dýr sýningarinnar. Þrjú heiðursverðlaunanna fengu dýr, sem Sigurður Ágústsson ú, en þau fjórðu fékk dýr, sem er eign Jóhanns Rafnssonar. Besta dýrið, sem sýnt var, var Svarstadsrefur, sem „Kát- ur“ lieitir og er eign Sigurðar Ágústssonar. Sýndi Sigurður 23 dýr á sýningunni og fengu 22 þeirra fyrstu verðlaun. Ný bátabxyggja í Stykkishólmi. r YRIR skemstu var vígð ný, mjög vönduð bátabryggja í Stykkishólmi, sem er hin mesta framför frá því sem áð- ur var. Þessi nýja bryggja er um 60 m. á lengd og kostaði 45—46 þúsundir króna. Bílar geta ekið út á hana og er hægt að láta fisk úr bátum, sem lenda við bryggjuna, beint upp á þá. Áð- ur þurfti að draga fiskinn upp úr bátunum í körfum eða trog- um. Þegar bryggjan var vígð hélt sýslumaður ræðu, en síðan lagði fyrsti báturinn að bryggj- unni. lo.o.f. 1=1221122872 ^ E. St. 9m Farsóttir og manndauði í Reykjavík vikuna 20.—26. okt. (í svigum tölur næstu viku á und- an): Hálsbólga 58 (23). Kvefsótt 91 (54). Blóðsótt o (1). Gigtsótt o (2). Iðrakvef 25 (26). Kvef- lungnabólga 2 (o). Rauðir hundar 1 (1). Hlaupabóla 1 (1). Kossager 5 (3). Munnangur 1 (1). Ristill 3 (o). Mannslát 8 (4). — Landlækn- isskrifstofan. FRÁ HÆSTARÉTTI: Endurmat lóðarafnotagjalds heimilt en málinu vísað heim vegna vanræktrar upplýsingaskyldu í dag var í hæstarétti kveðinn upp dómur í málinu Jón Finns- son o. fl. gegn Verslunarfélagi Steingrímsfjarðar. Málavextir eru þeir, að 5. júni 1896 fór fram útmæling lóðar úr verslunarlóð Hólma- vikur lianda R. P. Riis kaup- manni á Borðeyri. Var útmæl- ingin framkvæmd af þáverandi sýslumanni Strandasýslu og tveimur útnefndum mönnum. Árlegt gjald fyrir hina útmældu lóð var ák^eðið 30 krónur með samkomulagi við jarðareiganda og hefir það verið svo æ síðan. Núverandi eigendur lóðarinnar hafa gert kröfu til þess að ár- gjaldið verði hækkað upp í kr. 430.00 og byggja þá kröfu sína á mati er fram fór árið 1933. Telja eigendur sig eiga rétt til þess að leigan verði endurmet- in og byggja þá kröfu á 1. nr. 75 1917. Verslunarfélag Stein- grímsfjarðar, sem nú liefir lóð- arréttindin mótmælir skyldu sinni til þess að greiða hærra gjald en um var samið í íyrstu, þar sem um samning hafi verið að ræða. Héraðsdómarinn leit svo á, að ákvæðum 2 gr. 1. nr. 75 1917 yrði’eigi beitt um nefnda út- mdjlingargerð og þar sem hér væri um sanming að ræða, ættu eigendur lóðarinnar enga kröfu til þess að leigugjaldinu yrði breytt gegn vilja afnotahafa. Fyrir liæstarétti urðu úrslit málsins þau, að dómur og máls- meðferð í héraði frá þingfest- ingu væru ómerkt og málinu vísað heim í liérað lil löglegrar meðferðar. Segir svo í forsencl- um hæstaréttardómsins: „Samkomulag virðist upp- haflega hafa verið um leigu eft- ir verslunarlóðina, en slíkt samkomulag gat eklci hundið á- frýjendur um ófyrirsjáanlegan tíma, þar sem þeim var ekki unt að segja lóðartaka upp lóð- arnotunum. Áttu þeir þvi heim- ild þess að krefjast með hæfi- legum fyrirvara mats á leig- unni, og eftir gildistöku laga nr. 75 1917 þykir 2. málsgr. 2. gr. þeirra laga eiga við um lög- skipti aðilja. Áfrýjendum var þannig heimilt að krefjast mats á leigunni um 10 ár í senn. Kröfur áfrýjanda í héraði, sem reistar eru á matsgerðinni frá 15. júlí 1933, eru hins vegar ekki takmarkaðar við gildi matsins um það árabil, er í lög- um nr. 75 1917 segir, heldur er krafist leigu eftir lóðina sam- kvæmt matinu um ótiltekið tímabil. Og liefir héraðsdómar- anum láðst að benda stefnda, sem einnig er ólöglærðm', á að lionum væri jiess kostur að mótmæla matsgerðinni á þeim grundvelli, að afnotahafa lóð- arinnar var ekki veitt færi á þvi að vera viðstaddur matið og koma þar að athugasemdum sínum. Af þessum ástæðum verður að ómerkja málsmeð- ferð í héraði frá þingfestingu svo og hinn áfrýjaða dóm og Rauðkál HVÍTKÁL, RAUÐRÓFUR, GULRÆTUR, TÓMATAR, fullþroskaðir og grænir. SÍTRÓNUR, LAUKUR, 1. flokks. KARTÖFLUR, útlendar og innlendar. vísa málinu heim i liérað til löglegrar meðferðar. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður í héraði og hæstarétti falli niður.“ Hrm. Pétur Magnússon flutti málið af hálfu áfrýjenda en hrm. Sveinbjörn Jónsson af hálfu stefnda. Hljómleikar Lúðrasveitar Reykjavíkur. Form. Lúðrasveitar Reykja- víkur, hr. Guðlaugur Magnús- son bauð mér nýlega að hlusta á æfingu hjá lúðrasveitinni, sem nú er að undirbúa hljómleika, sem hún mun lialda í Iðnó sunnudaginn 24. þ. m. Eg verð að játa, að eg hafði öllum von- um framar mikla ánægju af að lilusta á æfingu þessa. L. R. lief- ir fengið aðstoð nokkurra hljóð- færáleikara við þetta tækifæri, og er það sérstakíega hin aukna lala tréblásturshljóðfæra, sem bæði mýkir og fegrar hreiminn. Það munu vera 10 mánns, sem leika á tréhljóðfærin, og vantar nú lítið á, að lúðrasveitin sé þannig rcltilega eða lilutfalls- lega rétt skipuð hljóðfærum sem harmóníhljómsveit. Fyrir 30 árum síðan starfaði eg í þessum félagsskap, svo mér j eru vel kunnir allir þeir erfið- I leikar og lasleikar, sem svona 1 félagsskapur hefir við að stríða, þar sem allir meðlimir eru vinnandi menn að hinum og þessum störfum, komu því oft þreyttir frá vinnu á æfingarnar, ög hafa þar að auki margir mjög lítinn tíma aflögu til sér- þjálfunar, hver á sitt hljóðfæri. Með tilliti til þessa má auðvií- að ekki ætlast til jafn mikils af svona hljómsveit og þeim, sem samanstanda af atvinnumönn- um. En frammistaða L. R. eins og hún er nú er svo aðdáanleg, að eg get ekki Leitt það hjá mér að óska þess, að sem allra flestir Reykvíkingar vildu hlusta á þessa hljómleika og gleyma ekki að alhuga, hversu mikil óeigin- gjörn vinna og áhugi eru hér að verki. Öll átök í samspili lúðrasveit- arinnar eru með slíkum ágæt- um, að eg varð alveg undrandi. Hér mun ótvírætt gæta áhrifa hins ágæta stjórnanda, sem lúðrasveitin hefir nú, hr. Al- berts Klahn. ” Þá hefir okkar víðfrægi óp- erusöngvari, Pétur Á. Jónsson, verið fenginn til þess að syngja á þessum hljómleikum. Hann syngur hinn cWiðjafnanlega fagra Gralsöng úr Lohengrin eftir Wagner, og auk þess nokk- ur islenslc lög. Hin mikla og glæsilega rödd lians nýtur sín ágætlega með þessum undirleik. Meðal annars eru á dag- skránni Menúett úr „L’Arli- sienne" eftir Bizet og ungversk Rhapsódía nr. 2 eftir Liszt. Þetta munu vera erfiðustu við- fangsefnin, og liér sýnir L. R. hvað hún best getur. Þess vegna má vænta þess, að bæjarbúai' sýni L. R. viðurkenningu og þakklæti fyrir margar ánægju- stundir, sem L. R. liefir veiP nú að segja má um áratugi. Nú vil eg sérstaklega beina orðum mínum til þeirra mörgu, sem kvarta mjög undan því, að þeir skilji ekki hina æðri tón- list, að þessir hljómleikar L. R. færa ekki fram hina æðri eða háfleygu tónlist, heldur eru þetta alþýðlegir hljómleikar, sem allir skilja og hafa gagn af. Að lokum vildi eg óska þess, að Lúðrasveit Reykjavíkur mætti bera gæfu til að halda áfram á þeirri braut, sem hún er komin inn á, og að bæjarbúar styðji liana með því að sýna þessum þrautseigu áhuga- mönnum þær undirtektir, sem þeir hafa unnið fyrir. Ef þeim telcst eins vel á hljómleikunum eins og á þess- ari æfingu, sem eg hlustaði á, þá verða þeir L. R. til mikils sóma. Vona eg, að Reykjavik taki þeim vel og að stjórnar- völd bæjarins viti, að hér er unnið starf ekki all lítið, en sem liefir menningarlegt gildi. Með hæfilegri aðhlynningu verður Lúðrasveit Reykjavíkur einnig framvegis fagur þáttur í lífi Reyk j avíkurbæj ar. Þórh. Árnason. Verkakvennafélagið Framsókn heldur ÁRSHÁTÍÖ sínæ laugardaginn 23. nóvember kl. 8'/2 í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Skemtunin hefst með sameiginlegri' kaffidrykkju. Skemtiatriðí: 1. Skemtunin sett. 2. Erindi (síra Jakob Jónsson). 3. Gamanvísur (Brynjólfur Jó- hannesson). 4. Upple&tur (Pétur Pétursson bankarit- ari). 5. Ræða (formaður fé- lagsins). 6. Dans. — Að- göngumiðar á kr. 3.00 seldir frá kl. 4—7 föstudag og laug- ardag í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. — Konur fjöl- mennið. — Takið með ykkur gesti. SKEMTINEFNDIN. Skíðafæri komið. Eftir því sm Vísir hefir fregn- að mun nú vera komið gott sldðafæri hér í sldðalönd í- þróttafélaganna. Átti Kristján Ó. Skagfjörð heildsali tal við Garðar Jónsson veitingamann í Skíðaskálanum í Hveradölum i gærkveldi, og sagði hann að skíðafæri væri orðið ágætt þar uppfrá, gam,li snjórinn hefði sígið og ný mjöll komið ofan á. Eins og getið er í auglýsingu á öðrum stað hér í blaðinu, liafa þau íþróttafélög bæjarins, sem skíðaskála eiga einhversstaðar í nágrenninu, nú samþykt að veita ekki öðrum gistingu nema meðlimum sínum, eða þá lang- ferðamönnum. Eins og nú vár ástatt orðið, var þetta sjálfsögð ráðstöfun. Leikfélag Reykjavíkur hefir frumsýningu á sjónleiknum „Öldur eftir séra Jakob Jónsson kl. 8,30 i kvöld. SKEMTINEFNDIN. YFIRLÝSING frá 6 Alþýðusambandsfulltrúum Frh. af 1. síðu. bráðabirgöastjórn, er starfaði unz regluleg stjórn yröi kosin á fram- haldsþingi, er einnig yröi reglu- legt þing, enda er slíkt hvergi bannaö í lögunum. Enda þótt þaö sé eindregiö álit okkar,- aö betur hef'öi á því fariö, aö þarna heföi engum brögöum veriö. beitt og aö tillaga þessi hefði verið samþykkt, til þess aö flýta fyrir inngöngu þeirra félaga, er nú standa utan-Sámbandsins, vilj- um við jafneindregiö skQra á fé- lög, sem þannig er ástatt fyrir, að ganga í Samþandið, svo fljótt sem þau fá því viö komiö, enda fer þá aldrei svo, að áhrifa þeirra gæti ekki að einhverju leyti, og mun þá, þótt seinna verði, fást viðun- andi lausn á skipulagsmálum verklýðssamtakanna, sem 16. þing Alþýðusambands Islands hefur aðeins aö nokkru leyti leyst. Ólafur H. Einarsson. Aðalheiður Hólm. Guðmundur Jóhannsson. Skafti Skaftason. Helgi Þorkelsson. Agnar Gunnlaugsson. Gleði og trú á betri framtið ein- kennir þessa f jölskyldu. Faðirinn hefir gert skyldu sina. Hann líftryggði böniin sín, sem nú eiga vísar fimm þúsund krónur hvort, þegar þau verða 20 ára gömul. Tryggið börnin meðan þau eru ung.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.