Vísir - 26.11.1940, Side 1

Vísir - 26.11.1940, Side 1
Ritstjóri Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 30. ár. . Reykjavík, þriðjudaginn 26. nóvember 1940. • 274. tbl. Mafa stjórnmálaáform Mltlers mishepnast vegna hraltfara Itala? Búlgörsku ráðherrarnir sátu heima og búlgarska þjóðin vonar, að styrjaldar hættan sé um garð gengin EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Stjórnmálamenn telja, að það sé altaf að koma skýrara í ljós hversu víðtæk áhrif hinir glæsi- legu sigrar Grikkja hafa meðal Balkanþjóða sem annarstaðar. Ýmsir þeirra hafa látið í ljós þá skoð- un, að afleiðing hrakfara ítala fyrir Grikkjum sé þegar orðin sú, að afstaða Júgóslava og Búlgara hafi harðnað svo, að þessar þjóðir verði vart kúgaðar til þess að „skrifa á punktalínuna“, en um Tyrki var það áður kunnugt, að allar kúgunartilraunir við þá myndi mis- hepnast. För búlgörsku ráðherranna til Berlínar virðist hafa verið „aflýst“ og búlgarska þjóðin dregur ándann léttara og vonar, að ekki komi til styrjaldar, en í Berlín er tilkynt, að í bili sé lokið undirskriftum undir þrí- veldasáttmála Þýskalands, Ítalíu og Japan. ítalska útvarpið hafði birt tilkynningu um það, að forsætis- ráðherra Búlgaríu og utfmríkisráðherra væri lagðir af stað til Berlínar, en Stefani-fréttastofan ítalska tilkynti svo í gær, að þessi fregn væri ekki rétt, og var kent um áróðri erlendis, að hún komst á kreik. En það er a. m. k. víst, að Italir bjuggust við, að af þessu ferðalagi yrði, og í f jölda fregnum undangengna daga hefir verið gert ráð fyrir því — alt síðan er Boris konung- ur var á fundi með Hitler fyrir liðlega viku — að Búlgaría myndi gerast aðili að samningum milli Þjóðverja, Itala og Jap- ana. Og menn hafa búist við því, að Þjóðverjar myndi eftir það nota aðstöðu sína í Búlgaríu og koma ítölum til hjálpar gegn Grikkjum. Mörtdulveldin hafa beðið hinn gífurlegasta álits- hnekki meðal Balkanþjóðanna og víðar, og það fer að verða vafasamara hvort ítalir geta rétt hlut sinn hjálprlaust. En það er vitanlega enn engin vissa fyrir því hvað Þjóðverjar gera í þeim efnunt, þótt þannig kunni að liggja í málinu, að sigrar Grikkja hafi óbeinlínis haft þau áhrif, að Búlgarar hafi tekið aðra stefnu en Hitler viíl. — Kannske hafa rússnesk áhrif einnig komið hér til greina. Sókn Grikkja heldur áfram á öllum vígstöðvum, að því er til- kynt var í fregnum frá Griklc- landi seint í gærkveldi. Grískar hersveitir ráku flótta Itala í átt- ina til Elbasan og eins var sókn af Grikkja hálfu á suðurvíg- stöðvunum. Við Argyro Castro voru ítalir að leitast við að veita viðnám, er siðast fréttist. Fyrri fregnir höfðu hermt að grískar hersveitir væri að fara inn í borgina. Á löllum vegum er fult af itölskum hergögnum. Sagt er að Grikkir hafi tekið um 8000| fanga. Grikkir höfðu sótt framf um 20 mílur frá Pogradec í gær_ í áttina til Elbasan. — Öll itölsk herfvlki, sem send hafa verið í bardaga, Iiafa tvístrast. Og herfylldð „Svörtu örvarnar“ er svo illa leikið, að það kemur ekki að neinu gagni. ítalir liafa gert loftárásir á Korfu og nokkra bæi, en ekkert hernaðarlegt tjón varð af árás- unum. Það hefir og vakið mikla at- hygli, að formaður rússnesku sendinefndarinnar á Dónárráð- stefnunni i Bukarest, kom til Sofia í gær og gékk á fund Bor- isar konungs. Seinustu fregnir frá Grikk- landi eru þær, að Mussolini hafi fyrirskipað ítölsku hersveitun- um við Argvro Castro að verja horgina til hinsta manns. Veita ítalir nú viðnám þarna og liafa sprengt kletta við vegi í gil- skorningum og viðar, og hlaðið þar virki, til þess að hindra framsókn Grikkja, en þeir sóttu þar enn fram, er síðast fréttist. Breskar flugvélar gerðu á- kafar árásir í gær á birgðastöðv- ar Itala í Tepelena, sem er mik- ilvægur staður við samgöngu- leiðir milli Vallona og Argyro Castro. Ný loftárás á Durazzo. Breskar sprengjuflugvélar liafa gert nýja loftárás á Dur- azzo, aðalhafnarljorg Albaníu. Mikill eldur kom upp við liöfn- ina og sprengja kom beint nið- ur í 10.000 smálesta skip. Einnig' voru gerðar loftárásir á tvær mikilvægar herstöðvar ítala inni í landi. Á vígstöðvunum fyrir norðan Koritza var varpað sprengjum á þrjár herflutn- ingalestir, sem höfðu verið sendar til aðstoðar hinum flýj- andi hersveitum ílala, i von um, að takast mætti að snúa þeim við og' veita viðnám, en her- sveitum þessum var gersamlega Ivístrað í sprengjuánás og með skothríð úr véibyssiim. lipittisl i inil. Einkaskeyti frá U. P. London i morgun. Fregnir frá Aþenuborg herma, að Alhaníumenn gangi nú i lið með Grikkjum og liafi viða i landinu brotist út bylt- ing gegn ítölum. Frá Meliseros barst fregn í gær þess efnis, að herskáasti þjóðflokkur í Albaníu, sem ald- x-ei hefir fallist á yfirráð ítala í Alhaníu, hafi sameinast öðrum óánægðum Albönum, til þess að varpa af sér ánauðaroki ít- ala. — Uppreistarflokkarnir hafa gengið i lið með Grikkjum og er húist við að þeir geti orð- ið Grikkjum að miklu liði. Valda uppreistarmenn hersveit- um Soddu herforingja stöðugt miklu tjóni. —- Samkvæmt áreiðanlegum heimildum eru Grikkir búnir að taka samtals 7000—8000 fanga. Fregnum um, að búlgörsku ráðherrarnir færi ekki til Ber- línar, kom mönnum mjög á ó- vænt í Sofia, símar fréttaritari United Press. Telur hann þetta standa í sambandi við það, að á mánudagskvöld tók Boris kon- ungur á móti cmbættismanni úr rússneska utanríkisráðuneyt- inu, Sobolev, en hann ferðaðist loftleiðis til Sofia. Sobolev fer frá Sofia til Bukarest til þess að taka þátt í Dónárríkjaráðstefn- unni, sem fulltrúi stjórnarinn- ar í Moskva. Rússneski sendi- herrann í Sofia fór á fund Bor- isar konungs með Sobolev. Að loknum viðræðunum ræddu þeir við búlgarska forsætisráð- herrann. Þeir, sem best fylgj- ast með þessum málum, telja að Rússar hafi ekki viljað fall- ast á, að Búlgarar gerðust aðili að þríveldabandalaginu, og hafi þess vegna verið frestað öllum áformum í þessa átt. Búlgarski sendiherrann í Berlín hefir verið kvaddur heim, að líkindum til þess að gefa skýrslu. Fregnir frá Aþenuborg herma, að gríski herinn á Epir- usvígstöðvunum, lialdi áfram sókn sinni í áttina til Argyro Castro. ítalir gera alt, sem þeir geta, til þess að tefja framsókn Grikkja. ílalir eru nú einnig farnir að senda riddaralið á víg- stöðvarnar, til varnar hersveit- um sínum á undanlialdinu. Þrjár ítalskar hersveitir hafa orðið eftir á einum hluta víg- stöðvanna, og er hætt við, að þær verði króaðar inni. Verslunarmannafélag Reykjavíkur. Aðalfunclur félagsins verður ann- að kvöld kl. 8f4. Nýjar loft- áxásir á Þýskaland Einnig á herstöövar ítala í Afríku. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Það var tilkynt í London snemma i morgun, að breskar sprengjuflugvélar hafi gert á- rásir á ýmsa staði i Norðvestur- Þýskalandi í (morgun. Nánari tilkynningar verða birtar síðar. Breskar sprengjuflugvélar liafa gert stórkostlega árás á Assab í Eritreu. Eldarnir, sem komu þár upp, sáust úr 50 milna fjarlægð. Einnig voru gerðar árásir á Derna, Tobrouk og aðrar lier- stöðvar ítala í Afríku. LijósmyiidavélfBi lýg'iit* ekki. segja Bretar. ■ s -■ .- Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Bresk hlöð birta 4 myndir frá Taranto í morgun. Myndirnar voru teknar 4 dögum eftir á- rásir flotaflugvélanna, og sýna 35.000 -smálesta orustuskip, með stefnið í kafi, beitiskip af Cavour-gerð, sem rent hafðiver- ið upp í fjöru, annað beitiskip til, sem varð fyrir skemdum, og tvö skip, sem mara í liálfu kafi. — Myndir þessar sanna, liver árangur náðist i loftárásinni. — Ljósmyndavélin lýgur ekki, segja Bretar. Kyrr nótt í London. Engin aðvörunarmerki voru gefin í London i nótt sem leið. — Þýskar fregnir, segja Bret- ar, um að Coventry, Soutliamp- ton, Bristol og fleiri breskar ljorgir séu í rústum, eru svö fjarstæðukenndar, að óþarft er að mótmæla þeim. Það er við- urkent, að mikið tjón hafi orðið í ýmsum breskum borgum, en hernaðarlegt tjón er tiltölulega litið, og miklu minna en liið hernaðarlega tjón, sem Þjóð- verjar liafa orðið fyrir i loft- árásum Berta. Á sunnudagskvöld gerðu breskar sprengjuflugvélar feikna harða árás á Blolim und Yoss skipasmíðastöðvarnar við Hamborg, en þær ná yfir feikna stórt svæði. Yarpað var niður 1000 ikveikjusprengjum og fjölda sprengikúlna. Mikill eld- ur kom upp i stöðinni. Sprengj- um var einnig varpað á gasstöð- ina i Altona, rafmagnsstöðvar, hafnarmannvirki. Árásir voru gerðar á Wilhelmshaven, Den Helder og Boulogne. Á öllum þessurn stöðum varð mikið tjón Grænlandshaf hættusvæði. Hættur hafa aukist þar nýlega. * Eftirfarandi tilkynning var send út í gærkveldi til sjófarenda: „UmferS er hættuleg um svæðið fyrir norðan 66 gráðu norðlægrar breiddar og fyrir vestan-22. gráðu austlægrar lengdar, eða frá Skaga í Dýrafirði að Geir- élfsgnúp á Ströndum. Skipum, sem kunna að vera á þessu svæði, er alvarlega ráðlagt, að fara þaðan í burtu þegar í stað. Skip, sem verða að fara um þetta svæði, verða að halda sig innan 4 sjómílna fjarlægðar frá ströndinni. Þetta gildir, þar til Öðruvísi verður ákveðið ©g til- kynt“. Vísir átti í morgun tal við fulltrúa flotastjórnarinnar liér og spurði liann hver væri á- stæðan fvrir þessari tilkynn- ingu. Kvað liann tilkynningu hafa verið gefna út um, það 30. júlí s.l. að siglingar milli Grænlands og íslands væri hættum bundn- ar. Hefði þetta verið tilkynt þá þegar, svo að sjófarendum hefði verið það strax kunnugt. Þetta væri breytt nú, hætt- urnar hefði aukist nýlega og hefði þvi verið ákveðið að ráð- leggja skipum að forðast þetta svæði, til þess að mannslífum væri ekki stofnað i liættu að ó- þörfu. Ekkert verður um það sagt, að svo stöddu, hversu lengi þetta mun standa. Loftárásir Breta vikuna 15-22 nóv. London í morgun. lugmálaráðuncytið breska hefir gefið út tilkynn- ingu um loftárásirnar vikuna, sem lauk í dögun 22. nóvember. Segir þar, að þær hafi verið gerðar á mjög marga staði og sumsstaðar voru þær sérstak- lega harðar. Helstu staðirnir, sem ráðist var á voru þessir: Hamborg, sem var ráðist á 2 nætur i röð af afarmiklum krafti. Loftárásirnar hófust rétt eftir myrkur og stóðu til kl. 5.20 og 6 að morgni. Þar var varpað sprengjum á járnbrauta- línur, rafmagnsstöðvar, olíu- vinslustöðvar og skipasmíða- stöðvar. Gelsenkirchen, þar sem varp- að var sprengjum á olíuvinslu- stöðvar, sem framleiða 300.000 smál. af olíu árlega. Leu na-verksmið j urnar, sem eiga að geta framleitt 400.000 sinól. af olíu á ári. Pilsen, þar sem Skoda-her- gagnaverksmiðjurnar erii. Duisburg, sem er mesta inn- anlands liafnarborg i heimi. Höfnin þar er svo stór, að f jórar járnbrautastöðvar eru við liana. Auk þess voru gerðar árásir á Bremen, Köln, Lorient, Sta- vanger og Dortmund-Ems- sldpaskurðinn. Alls segjast Bretar hafa gert 28 árásir á hafnarmannvirki og skip, 14 á olíustöðvar og geyma, 18 á hergagnaverksmiðjur, ell- efu á járnbrautastöðvar og fjölda margar á flugvelli. Segj- ast þeir liafa mist 9 flugvélar í þessum leiðöngrum, en eyðilagt 3 þýskar flugvélar. Lv, Fróði stækkaður. Þegar línuveiðarinn Jökull var lengdur fyr á þessu ári, sagði Vísir frá því, að einnig v^ri í ráði að stækka líhuveið- arann Fróða. Verður nú byrjað á að Iengja hann næstu daga. Fróði verður tekinn snndur i miðju og bætt inn í hann fjögra metra stykki. Verður hann 30 metrar að stækkun lokinni. Breylingin er gerð á nokkuð annan hátt, en breytingin á Jökli, og mun taka skemmri tíma. Var Jökull tekinn sundur um plötusamskeytin. Þá verður og smíðaður lival- bakur á Fróða og nýr stjórn- pallur. Fróði verður um 135 smálest- ir eftir þessa breytingu; stækk- ar um 37 smál. Davíð 8tefán§§ou §kákl. Svo sem getið hef- ir verið hér í blað- inu er nýlega komið á markaðinn mikið rit eftir Davíð skáld Stefánsson, er hann nefnir Sólon ís- landus, og fjallar um spekinginn Sölva Helgason. í dag og á morgun birtist ritdómur um bók þessa, sem nefnist „Besta bók ársins“. — Hér á myndinni sést Dav- íð Stefánsson við skrifborð sitt. —

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.