Vísir - 27.11.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 27.11.1940, Blaðsíða 2
VÍSIR DAGBLAÐ Utgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Gnðl'augsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti).. Símar 1 660 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Fráíall borgarstjóra. p RÁFALL Péturs Halldórs- sonar borgarstjóra kemur ekki á óvart, þeim sem til þektu. Hann liafði legið þungar legur hin síðustu ár og að lok- um rúmfastur í meira en 6 mán- uði. Nú hefir þessi sterkhygði maður kvatt samferðafólkið, aðeins 53 ára að aldri. Pétur Halldórsson var einn af ástsæluslu mönnum þessa hæj- ar. Og þó hafa fáir menn gerl minna til að koma sér í mjúk- inn hjá fólkinu. Hann var ekk- ert ísmeygilegur, enginn mál- rófsmaður eða loftunga, enginn áróðursmaður. Hann var allur af gamla skólanum, fastheldinn á fornar dygðir, trúmaður og góður borgari. Hann var fæddur og uppalinn í þessum bæ. Menn þektu hann frá blautu barnsbeini, starf hans og hugsunarhátt, hæfileika lians og takmarkanir. Þótt hann liefði verið við opinber má^rið- inn síðustu áratugina og oft þar, sem baráttan var hörðust, hafði aldrei fallið nokkur skuggi á nafn lians. Pétur Ilalldórsson bar það með sér, hver maður hann var. Hann var mikill vexti og þrek- legur, bjartur yfirlitum og í senn festulegur og góðmann- legur á svip. Þegar menn sáu hann, hugsuðu þeir ósjálfrátt: Þessum manni er óhætt að treysta. Og þetta reyndist svo. Pétur Halldórsson brást aldrei þeim manni, sem liann hafði bundist vináttu, né þeim málstað, sem liann hafði léð fylgi sitt. Af þessum sökum var honum treyst. Hann var blátt áfram, hisp- urslaus í allri framkomu. Hann var glaður og hressilegur. Hann bar með sér góðvilja og dreng- skap. Menn vissu að hann vildi vel. Af þessu stöfuðu vinsældir hans. Pétur Halldórsson var kjör- inn í æðstu virðingarstöðu þessa bæjar. Því fer mjög fjarri, að hann hafi sóst eftir þvi starfi. Hann var yfirlætislaus maður með afbrigðum og hlédrægur að eðlisfari. Hann sóttist ekki eftir völdum og vegsemd. Hann komst bara ekki hjá þvi, að honum var treyst betur en öðr- um. Að þessu sinni verður ekki rætt um hin mörgu og margvís- legu störf Péturs borgarstjóra. Það er ekki bæjarfélagið eitt, sem á á bak að sjá einum traust- asta starfsmanni sínum. Á Al- þingi verður Iians saknað. Ótal félög og stofnanir eiga honum gott að Iauna. Og hvað eru þeir margir hér í bænum, ungir og gamlir, sem þar áttu hauk í horni og sakna nú vinar í stað? Þótt ýmislegt megi að höfuð- borg okkar finna, dylst engum, að hér liefir verið að verki manndómur og atorka. Pétur Halldórsson kunni að meta þessa eiginleika og átti þá sjálf- ur í ríkum mæli. Hann var sam- gróinn því besta og mennileg- asta í þessum bæ, umfram flesta aðra. Hann unni Reykja- vík og Reykvíkingar unnu hon- um. Þegar liann nú kveður, eftir langan starfsdag en skamina ævi, munu jafnt fylgismenn hans sem andstæðingar ljúka upp einum munni um það, að horfinn sé óvenjulega heil- steyptur drengskaparmaður. Og þeim mun öllum koma saman unr það, hvað sem skoðunum líður um stefnu og starf Péturs Halldórssonar, að liann hafi fallið með hreinan skjöld. a Aðalíundur S.Í.F. Aðalfundur Sölusambands ís- lenskra fiskframleiðenda hélt áfram eftir hádegi í gær. Reikningsnefnd skilaði fyrsta áliti sínu og tillöjgum, en siðan vorú reikningarnir samþvktir. Næst voru til umræðu ýmsar lagabreytingar og var sú veiga- mest, að héimila að hafa færri en þrjá framkvæmdastjóra. Síðan héldu áfram umræður um verðjöfnunina. Þá kom og fram tillaga um að selja niðursuðuverksmiðj- una, en hún kom ekki til um- ræðu. Fundi var síðan frestað til kl. 2 í dag. Knattspyrn n- þlngriun §litiO. Knattspyrnuþinginu er lokið að þessu sinni. Síðasti fundur- inn var haldinn á sunnudag. Þar voru samþyktar og geng- ið frá nýjum starfsreglum fyrir knattspyrnuráðið .og ársþing knattspyrumanna. Þá var og rætt um fvrir- komulag móta á næsta ári og vpru samþyktar ýmsar brevt- ingar þar að lútandi, allar til bóta. Ársþinginu var síðan slitið i gær með kaffisamsæti og hefir mikil samheldni og áhugi ver- ið ríkjandi á þinginu. Hjúskapur. Síðastl. laugardag voru ungfrú Ólafía S. S. Einarsdóttir og Gísli Gunnar Björnsson, bifvélavirki, gefin saman i hjónaband af sr. GarÖari Svavarssyni. Heimili ungu hjónanna er á Bergþórugötu 14. Fyrsía flugvélar- smíði á Islandi. Tveir íslenskir hagleiksmenn smíða flugvél Undanfarna daga, þar á meðal í gær, hefir sést í lofti ný flug- vél, íslensk, en það er fyrsta flugvél sem smíðuð hefir verið hér á landi. Smiðir og eigendur þessarar vélar eru þeir Björn Ólsen og Gunnar Jónasson eigendur að „Stálhúsgögn“. Voru þeir áður vélamenn hjá gamla flugfélaginu, árið 1928. Árið 1932 tóku þeir til við flugvélasmíði og smíðuðu hana þá að mestu leyti, áttu að eins eftir að klæða vængina og ganga frá ýmsu smávegis. - - r % . • r . yg ~ - Vegna fjárhagsörðugleika Er hann af enskri gerð og lieit- gátu þeir félagar ekkr keypt í | ir „Gipsy“. Hann er talinn 85— bana mótor, svo smíðin varð að | 98 hestöfl að styrleika, en um liggja niðri um alllangt skeið. ! ílughraðann er ekki vitað enn En fyrir nokkurum árum festu með neinni vissu, því Iiraða- þeir þó kaup á Htið notuðum mælirinn hefir ekki verið at- flugvélamótor, sem aðeins var hugaður, hvort hann væri rétt- búið að fljúga með í 200 klst. ur eða ekki. Örn Johnson flug- Flugvéla- smiðirnir: Gunnar Jónasson (t. v.) og Björn Ólsen (t. h.). Nýja flugvélin á flugvelli Flugfélagsins i Vatns- mýrinni. SBjsiBinafl* Guðiiiiiiiflssoii bóndi f að Iláai'úlli, II%íí;írsíðu. | Þar sem Hvítá flaums á flúðum fleygir straumi sýslumarka, liorfi eg að Háafelli, Hjálmars óðal þar sem stendur undir fjallsins hnjúknum hæsta. Hádegis í sólarflóði sumarskrúða sveitin fagra sýnist hafa brugðið liti. Og víst er það, að haustið hefir hélurósir snenuna dregið upp á þessu óðalssetri ástvinanna, sem að liarma látinn föður, mætan maka,' manninn prúða, dagfarsgóða. Táknræn mynd af Iljálmars hylli er hæðin fjallsins yfir bænum. Um mannaforráð minna hirti, en menn, sem eru valdagjarnir, lelja sér það álitsauka á aðra að líta skör sér neðar. Þér var ekki um þetta gefið, því að alla taldir jafna, sömu grein af sama stpfni sást í ljósi réttrar trúar, — að allir bræður ættu að vera, ólik merki þó að bæru. Oft var gengið upp á hnappinn, útsýnisins fagra að njóta. Ferjan beið í flæðarmáli, flutti bóndinn komumanninn. Inn í stofu fyrst var farið, af föngum búsins vislir bornar. Undir borðum oft var hlegið, því ýmislegt þar bar á góma, aldrei þó með vopnum vegið að virðing manna eða sóma;, græskulaus var gamanræða, götur liófs því vildi þræða. Traustur vinur, trúr í starfi, trúi eg best að launað verði, aðjceyplur var ei sá farfi, er aðlaðandi mann þig gerði. Sólareldar sífelt brunnu, sem á aðra birtu lagði. Sé eg roða liærri lieima, Hjálmar, þar er golt að vakna. Minningarnar geisla geyma um góðan mann, er allir sakna. Rósum skrýðist látins leiði, er lifði eins og blóm í heiði. Rorgfirðingur. maður laldi sig þó hafa flogið með 80 mílna liraða (ca. 130 km.) í henni. í sumar og liaust gengu þeir Björn og Gunnar endanlega frá vélarsmíðinni, og hefir liún nú, eins og að framan er sagt, ver- ið reynd undanfarna daga liér yfir bænum. Hefir Örn Johnson flugmaður reynt hana og talið hana reynast vel. Enn sem kom- ið er flýgur hún ekki rétt, þvi það er talið að flugvélar fljúgi rétt, ef þær halda réttri stefnu eftir að slept liefir verið af stýr- unum. En það er með allar flugvélar svo, að það verður að „rétta þær af“ eftir að þær eru fullsmíðaðar. Og þannig mun einnig tdlcast að rétta þessa af, svo að hún fljéigi rétt. Flugvélin er lítil landflugvél, en traustlega gerð og hefir sæti fyrir tvo — flugmann og far- þega. Hefir hún verið kölluð T. F. Ögn, vegna þess, hve lít-il hún er, en það er þó ekki endanlegt heiti hennar. Að þvi er þeir flugvélasmið- irnir Björn og Gunnar tjáðu tíðindamanni Vísis í gær, var flugvélasmíðin hafin á þeim ár- um, þegar engin flugvél var hér til, og ætluðu þeir hana sem skólaflugvél fyrir íslenska flug- nema. Síðan hefir þessi aðstaða breyst og nú er með öllu óá- kveðið liver örlög hinnar irýju flugvélar verða. Það verður ekki sagt með nokkurri vissu, hve kostnaður við vélarsmíðina verður mikill, en undir 8 þús. kr. mun hann þó varla verða. Þeir Björn og Gunnar eru miklir hagleiksmenn, og það voru þeir, sem smíðuðu upp T. F. Örn, sem skemdist í Skerja- firðinum í fyrra, og sýnir þetta hvorttveggja, að jafnvel þó þeir verði að grípa til flugvélasmíð- innar í frístundum sínum, þá ferst þeim það með prýði úr hendi. Getum við verið stoltir af þessari nýju flugvélaverk- smiðju(!) okkar. Næturlæknir. Karl S. Jónasson, Sóleyjargötu 13, sírni 3925. Næturvöröur í Lyfja- búðinni Iðunni og Reykjavíkur apó- teki. Besta bók ársins. (Niðurl.). Sjálf uppbygging atvikanna — rásar sögunnar — er með ágæl um. Höf. notar svo til helming- inn af fyrsta bindi bókarinnar til þess að byggja grunn undir Sólon Islandus. 'Þessi grunnur er bráðnauðsynlegur til skiln- ings á Sólon, það er umhverfið, sem hann elst upp í og.eðlis- hneigðir ætternisstoða þeirra, er undir hann *;enna, sem þar er lýst. Framrás atvika þar er lítil og Iiæg; þar kryfur höf. ekki, lieldur staðhæfir og segir. frá, eins og rétt er, því annars væri hann farinn að segja aðra sögu af öðru fólki. Eftir það liefst mjög ör framrás viðburðanna með sterkum stíganda að há- markinu, þegar Sólon siglir og forframast í Brimarhólmstugt- Imsi, kemur heim aftur, orðinn að íslands dæmalausum stór- spekingi, og fer að flakka með Júllu á bakinu. En hámörkin eru tvö. Sagan rennur nú áfram nýtt skeið, uns Sölvi kemur á Austfjörðu Júllu-laus og gerist þar pólitískur leiðtogi, en miss- ir þó tök á fólkinu vegna for- tíðarinnar. Hann snýr þá aftur vestur í Húnavatnssýslu og hrekur þar að fullu JúIIu frá sér. Eftir það hnignar öllu fyrir Sölva, liann brekst sem sveitar- limur milli bæja á fæðingar- brepp sínum, uns hann andast úti á milli þúfna. Eg er að vísu bvorki Skag- firðingur né Húnvetningur, en þykist alveg vita, að umhverfis- lýsingar þaðan — eg á með því ekki við landslagslýsingar — séu alveg réttar. Eg ræð það meðal annars af því, að lýsing- arnar á tugthúsvist Sölva í Kaupmannahöfn bera það með sér, að höf. hefir kynt sér, hvernig umhorfs var á Brimar- hólmi í þá daga, og gert það vel; það væri beinlínis hægt að benda á, hvaða rit um það efni hann hefði liandleikið. Það er altaf bráðnauðsynlegt, að höfundar sögulegra skáldsagna kynni sér vendilega hið sögulega um- hverfi, sem þeir vinna í, hugs- unarhátt samtíðarinnar og annað, sem þar að lýtur. Á því veltur mjög ágæti slikra rita, og virðist höf. ekkert hafa látið upp á sig standa í því efni. Allar persónurnar eru að visu stílfærðar, en þó rétt- ar. Saga Sölva er sögð eins og hún er kunn —- því xnið- ur hefir Sölvi ekki sjálfur ritað ævisögu sína, — þar mun hvorki of né van, en hann hagræðir lienni þó svo, að í fi-ásögunni er fólgin skýring lxöf. á skapgerð þessa einkennilega auðnulausa manns, sem vel má vera að befði getað ræst úr, ef aðstæður befðu vprið til. Baldinn og þver af náttúrufari var bann og stöðvunarlaus, en skorti hæfi- leika til að festa sig við nokkuð, ekki síður hugðarefni sín en annað. Hann var því í sjálfu sér samkvæmt skapgei'ð sinni ein versta hindrunin á sínum eigin vegi. Hann var draumóraxnað- ur, jafnvel skáld að því er til hugmyndaflugs kemur, en skorti getu til þess að setja öllu þann skammt og þær skorðiiM* sem þurfti til þess, að hefði rnátt nýtast við það. Hann hugsaði hátt, en skorli skapfestu til þess að sætta sig við, að liann komst ekki það sem liann vildi. Hann bauð forlögunum byrginn, ekki með því að sigrast á þeim, held- ur með því, að draga sig út úr xnannheimum og út fyrir svig- rúm örlaganna. Hann bjó sér til nýjan heim, þar sem hann x’éð sjálfur allriaðstöðu sinnioghvað úr honum vai’ð, og sparaði þar ekkert til, en svo fjarlægðist hann samt ekki mannheim, að hann hefði ekki löngun til þess að sýiiast þar, það sem liann var í sínum eigin hugarheimi. Á sinn eigin hugarlieim trúði hann urn síðir, enda þótt hann væri í fyrstu slcapaður af vanmetakend sjálfshansen mannheimfyrirleit hann, vegna þess, að mann- heimur skikli ekki hugarheim hans. Þessi dvöl hans í tveim veröldum jók á þann tvískinn- ung lundarinnar, sem honum var áskapaður, og hann var þvi þrátt fyrir alt jafnfjæi'i'i þeim báðum. Svona lýsir höf. Sölva, en spurningunni um það, livort Sölvi hafi verið „mislukkað gení“ eða greindur fáráðlingur, svarar liann ekki. Fyrir þeirri fi-eistingu myndi margur falla, en hana stenst liöf., enda lilýtur það að vera ráðgáta. Fáráðlinginn Júlíönu mun höf. liafa lagað einna mest til í hendi sér; liún verður að nokk- urskonar „apókalýptískri“ per- sónu; liún verður, meðan það helst, lífið í einu ærlegu taug- inni í skapgerð Sölva. Hún er noklcurskonar auðnudís hans, að svo miklu leyti sem um auðnu hans er hægt að tala. Þeg- ar hann slítur sambandi við hana, þá fer að halla undan fæti. Mynd Júllu er f jarska vel dreg- in, og maður finnur andvai'a lyrikinnar leika um liana, og feykja henni inn í hugar- heima Sölva, svo að hún verður eina manneskjan, sein byggir þá með honum, og forðar hon- um fná einverunni þar, uns liann hrekur hana þaðan, en hún kemur þó aftur til lians að lokum og leiðir hann hinsta á- fangann.> Aukapersónurnar verða flest- ar minnistæðar. Myndin af Jósefínu prestsdóttur er t. d. al- veg einstök í sinni röð. Hún er tvennt í senn, mynd af Jósefínu eins og liún er, og mynd Jóse- fínu eins og Sölvi sér hana, og þó er það ein mynd, en ekki tvær, svo leikandi er tæknin hjá höf. Hvergi finst mér þó smásmíð höf. vera glæsilegri en á mynd- inni af Völu gömlu; liún er dýrðlegt lýrískt ljóð í óbundnu máli, hreint og tært. Gamla kon- an og alt hennar fas vekur eðli- lega hlýju hjá manni, og maður vill gjarnan vera nærri henni. Þá eru náttúrulýsingarnar með alveg sérstæðum blæ, því það er ekki aðeins að náttúran sé séð af höf. heldur er hún og skilin. Lýsingarnar eru hvort- tveggja í senn, lýsingar og skil- greiningar, og í þeim slær hin lýríska æð skáldsins hratt. Frásagnarliáttur höf. er á- kaflega einfaldur og sléttur, en

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.