Vísir - 28.11.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri:
Kristján Guðlaugsson
Skrifstofur:
Félagsprentsmiðjan (3. hæð).
Ritstjóri
' Btaðamenn Simi:
Auglýsingar 1660
Gjaldkeri 5 linur
Afgreiðsla
30. ár.
Reykjavík, fimtudaginn 28. nóvember 1940.
276. tbl.
Italip yfÍF§:eí» flota-
liafnipnap í Nuður-
ÁlJbaníiio
Sókn okkap ttefst f janúaF, segja
ítalir, og þá verðup beitt nýrri
liernadaradferd.
I ve 21 si^i* mwb*síí HÞ'fti 8' I>í8 r
»*>
EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun.
Italir hafabegar yfirgefið Sante Quaranta, syðstu
flotastöð sína i Albaníu, og það eru líkur til,
að þeir verði að yfirgefa Vallona bráðlega.
Breskar og grískar sprengjuflugvélar hafa gert harðar
árásir á Vallona og Durazzo, aðalhafnarborgina. Italir
flytja ekki lengur lið til neinnar hafnar í Albaniu nema
Giovanni di Medua nyrst í landinu. Bodoglio marskálk-
ur hefir tekið sér bækistöð í Tirana og á hann nú að
rétta við hag Itala, en Soddu herforingja hefir þó ekki
verið vikið frá.
1 tilkynningu grísku herstjórnarinnar segir, að gríski
flugherinn hafi gert árásir með miklum árangri í gær á
herflutningalestir Itala, sem voru á undanhaidi. Italsk-
ar flugvélar flugu yfir Korfu, Krít, Epirus og borgina
Patras, og var varpað niður spreng.jum. Allmikið tjón
varð á húsum og nokkrir borgarar biðu bana. Hernað-
arlegt tjón varð ekki. Frá Pelologos á Epirusvígstöðv-
unum hefir borist fregn tim, að itölsku flugvélarnar
hafi flogið lagt yfir þorpin, en það hafi verið engu lík-
ara en áð flugmönnunum gæti ekki hepnast að hæfa
neitt, sem er hemaðarlega mikilvægt.
Á öllum vegum eru mestu þrengsli, ítalskir herflutn-
ingabílar og hergögn og italskir hermenn i þúsunda-
tali. Láta "péir í Tjös ánægju yfir, að hafa verið teknir
höndum.
Grikkir hafa tekið f jölda mikið af reiðhjólum af sérstakri
gerð, og hafi hermennirnir nokkura frístund er það aðalskemt
unin, að lyfta s'ér á Ttreik á reiðhjólum þessum.
Sumir hermanna segja, að ítölsku reiðhjólin séu ekki hættu-
legri en önnur vopn Itala.
Italskir flugmenn, sem handteknir hafa verið, segja að ítalska
herstjórnin sé mjög óánægð yfir því, hversu lítill árangur hafi
náðst í loftárásunum. Er aðallega um kent, að flugmennina
skorti æfingu í að miða rétt.
Níu grískar og hreskar sprengjuflugvélar gerðu árás á Dur-
azzo í gær, segir í fregn frá Struga. Miklar skemdir urðu á hafn-
armannvirkjum og eldur kviknaði í olíustöðvum. Eldur kom
líka upp í pósthúsinu. Aðrar breskar og grískar sprengjuflug-
vélar héldu allan daginn í gær uppi árásum á hersveitir ítala á
undanhaldinu, einkanlega á svæðinu fyrir norðan og norðvestan
Pogradec. Leikurinn hefir nú borist svo nærri landamærum
Jugoslaviu, að víða hafa rúður brotnað í húsum í landamæra-
horpunum, af þrýstingnum, er sprengikúlurnar springa.
ir Uíiihi i U-
i liir
h
London í morgun.
Fregnir frá Istanbul lierma,
að belgiski ræðismaðurinn hafi
gefið út skipun um, að allir
Belgíumenn í Tyrklandi í árs-
flokkunum 1935—1941 skuli
gefa sig fram til herþjónustu.
Engin skýring hefir verið gefin
á þessari fyrirskipun og ekki
er kunnugt hvert mennirnir
verða sendir.
I fregn frá Rómaborg segir,
að ítalir hef ji ekki sókn fyrr en
í janúar. Þangað til verða her-
menn fluttir í tugþúsundatali til
stöðVa margar mílur fyrir aftan
varnarlínu Itala nú. Þeir, sem
gerst þykjast um þetta vita,
segja að hér verði ekki um neitt
„leifturstríð" að ræða, heldur
„dularfulla sókn", og verði beitt
nýjum hernaðaraðferðum.
1 fregn frá Aþenuborg segir,
að heil ítölsk herdeild haf i verið
kyrrsett í Jugoslaviu, nálægt
Ohrid-vatni.
lesa hásætisræðuna. ítalir voru
þá að dylgja með, að honum
hefði verið byrlað eitur.
Flugvél Chiappe
s
kotin niður.
Landvamaráðheria
Egipta bráðkvaddur.
London í morgun.
Landvarnaráðherra Egipta
varð bráðkvaddur í gær. Bana-
mein hans var hjartabilun. —
Eins og kunnugt er varð for-
sætisráðherra Egipta bráð-
kvaddur fyrir nokkuru. Hneig
hann niður, er hann var að
Ghiappe var á leið
til Sýrlands.
London í morgun.
Fregn frá Ziirich í Svisslandi
hermir, að samkvæmt áreiðan-
legum heimildum hafi frönsk
flugvél á leið til Sýrlands verið
skgtin niður yfir Miðjarðarhafi.
í flugvél þessari var Chiappe
fyrrverandi lögreglustjóri í
París, sem átti að taka við land-
stjóraembættinu í Sýrlandi.
Gjörist félagar í Sjálfsbjörg,
Stuðningsfélagi lama^rá og fatl-
aSra. Listi liggur frammi á afgr.
blaSsins.
Pólitískir
íangar myrt-
ir í tugatali í
Rúmeníu.
Einkaskeyti frá United Press.
London i morgun.
I gær var sambandslaust milli
Rúmeníu og annara landa fram
eftir degi og voru horfur taldar
allískyggilegar þar í landi. Það
var kunnugt, að ríkisstjórnin
kom saman á í'und, i tilefni af
því, að 64 pólitiskir fangar voru
teknir af lífi í fangelsi einu i Rú-
meníu i gær, en fregnin um
þetta vakti megna gremju í
Rúmeniu. Allir lierforingjar
Rúmeníu báðust lausnar, og var
engu likara en að uppreist
mundi brjótast út í landinu. Til
þess að friða almenning var gef-
in út opinber tilkynning þess
efnis, að aftökurnar hefði farið
fram án vitundar og í óþökk
stiórnarinnar, og kváðust þeir
Antonescu lierforingi og leið-
togi járnvarðliðsins ekkert um
þetta hafa vitað. Fregnirnar
bárust fyrst gegnum þýska út-
varpið, og voru það menn, sem
taldir voru eiga sök á dauða
Codreanu, formanns járnvarð-
liðsins, er drepinn var 1938, sem
teknir voru af lífi. Síðar var til-
kynt í þýska útvarpinu, að járn-
varðliðsmenn hefðu brotist in
í fangelsið og drepið fangana,
en-einn þeirra var fyrverandi
forsætisráðherra Rúmeniu. Var
þannig reynt að skella skuldinni
á járnvarðliðið, en í London er
leidd athygli að þvi, að allar
líkur bendi til, að nazistar ein-
ir séu sekir í þessu máli. — 1
morgun bárust fregnir um, að
þrátt fyrir afneitun stjórnarinn-
ar, hefði fleiri fyrrverandi em-
bættismenn verið drepnir i Rú-
meniu í gær.
'
Graziani, marskálkur, sem hefir ájiendi ýfirstjórn italska hersins i Libyu, hefir lengi haft
hljótt um sig, síðan her hans sótti fram til Sidi Barrani. Hafa menn verið að búast við sókn
ítala þarna, til þess að koma í yeg fyrir að Bretar geti sent Grikkjum vopn og skotfæri. —
Myndin er af ítölsku stórskotajði, sem ekur véstur til Sidi Bar.rani.
fiatranx sklpalnr iell-
iðli írjilsi Fra
i
liiii nilfiii lilif-
isl
London í morgun.
Catroux herforingi, fyrrver-
andi landstjóri í Franska Indó-
kina, hefir nú verið skipaður
leiðtogi frjálsra Frakka í hin-
um nálægu Austurlöndum. Hef-
ir Catroux verið i Kairo að und-
anförnu og unnið fyrir málefni
hinna frjálsu Frakka. Talið er
að stefnu þeirra vaxi nú hratt
fylgi í Sýrlandi.
De Giaulle er nýkominn til
London úr Afrikuleiðangri sín-
um.
11 Þýskar flugvélar
skotnar niður í gær
- - 35 seinustu 6 daga.
London í morgun.
Þjóðverjar hafa lagt megin-
áherslu á næturárásir á Bi-et-
land að undanföríiu, — eina og
eina borg i einu, svo sem Coven-
try, Birmingham, Bristol o. fl.
Árásir að degi til hafa verið i
miklu minni stíl. í gær reyndu
þó flugvélahópar að komast
inn yfir Kentströndina, en voru
hraktar á flótta eftir skamma
stund, eða tæpan fjórðung
stundar. Bretar mistu tvær flug-
vélar í gær.
Árásunum i gærkveldi var
aðallega beint að borg i Suðvest-
ur-Englandi og London. Gekk
mest á frá þvi skyggja tók og
þar til undir miðnætti. Allmörg
hús skemdust, en eigna- og
manntjón talið minna en yið
mátti búast.
Von Papen
reynir blíðmæli.
London i morgun.
Fregnir frá Tyrklandi herma,
að von Papen hafi tilkynt tyrk-
nesku stjórninni, að Þjóðverjar
vilji frið á Balkanskaga og
vænti þess, að Tyrkir séu sömu
/
skoðunar og gei-i þyí ekkert,
sem af geli leitt, að friðurinn
lialdist ekki. Fyrir nokkuru,
segir í breskum fregnum, hafi
yon Papen haft í hótunum við
Tyrki, En honum, segja bresku
blöðin, mún hvorki H'erða á-
gengt með blíðmælgi eða hótun-
um, þ\á að Tyrkir vita hvers
virði loforð möndulveldanna
séu. í breskum blöðum er nú
bent á, að vegna harðnandi af-
síöðu Júgóslava og Búlgara
geti Þjóðverjar ekki komið ttöl-
um til hjálpar, nema með því
að ryðja sér braut gegnum
Júgóslavíu eða Búlgaríu, því að
ioftleiðis geti þeir ekki veitt
þeim nægan stuðning.
Aðalfundur V. R.
['irtiiinglÉiisá
írln á 5. bisuil Xi
Aðalfundur Verslunarmanna-
félags Reykjavíkur fór fram í
gærkveldi í Félagsheimili V. R.
Er þetta fyrsti aðalfundur fé-
lagsins, sem haldinn er í hinum
nýju húsakynnum.
A fundinum fóru fram venju-
leg aðalfundarstörf, samkvæmt
lögum félagsins, og gaf formað-
ur skýrslu um starf þess á sið-
astliðnu ári.
Aðalgjaldkeri las upp og
skýrði reikningana, en formað-
ur veitinganefndar gaf skýrslu
um rekstur Félagsheimilisins
þann eina mánuð, sem það hefir
verið rekið.
Fjárhagur félagsins er góður
og hafa eignir þess aukist á 5.
þúsund króna á árinu.
Þá fór fram stjórnarkosning
og voru kosnir f jórir menn i að-
alstjórn, en þar voru þrir menn
fyrir, og að auki þrir varastjórn-
endur.
Þessir voru kosnir í aðal-
stjórn: Friðþjófur Ó. Johnson,
formaður, og meðstjórnendur
Egill Guttormsson, Bogi Bene-
diktsson og Hjörtur Hansson.
t varastjórn voru kosnir: Ás-
geir Ásgeirsson, Bergþór Þor-
valdsson og Sveinn Helgason.
Fyrir voru í aðalstjórninni:
Stefán Björnsson, Árni Haralds-
son og Adolf Björnsson.
Aðalíundi S.I.F.
lokið.
í gær var aðalf undi S.Í.F. slit-
ið, og hafði hann þá staðið í 3
daga. Hann var settur kl. 9 á
mánudagsmorgun.
Á fundinum í gær var m. a.
kosin þriggja manna nefnd til
þess að gera tillögur um fram-
tíðarrekstur niðursuðuverk-
smiðju S.t.F, og eru þessir
menn í nefndina: EJías
Þorsteinsson, Runólfur Sigurðs-
son og Sveinn Benediktsson.
Þá héldu áfram umræður um
verðjöfnunina og var þvi máli
að lokum vísað til stjórnarinn-
ar, en hún var öll endurkosin
síðar á fundinum.
Fundurinn samþykti áskorun
til stjórnarinnar um að hún
hlutaðist til um það við Fiski-
tnálanefnd, að hún aðstoðaði
menn við iDyggingu fiskhúsa,
með því að útvega teikningar
o. þ. h.
í gærkveldi hafði stjórnin
boð inni fyrir fundarmenn að
Hótel Borg.
íréntr
i.o.o.f. s^mmwiz^
Leikfélag Reykjavíkur
sýriir leikritiÖ Oldur eftir sira
Jakob Jó'nsson í kvöld, og hefst að-
göngumiðasala kl. I í dag.
Hjónaefni.
1 fyrradag opinberuÖu trúlofun
sírlft ungfrú Hulda Ágústsdóttir,
hárgreiðslustúlka, og Steinar Þor-
steinsson, 'verslunarmaBur, ISIjáls-
götu 29.
Sjötug
er í dag frú Níelsína Ólafsdóttir,
Gimli.
Basar
Nemendasambands Kvennaskól-
ans veríSur haldinn 8. desember í
skólanum. Skorað er á alla eldri
og yngri nemendur skólans að
styrkja basarinn með gjöfum. Gjöf-
um veitt mótttaka hjá frk. Sesselju
Sigurðardóttur c/o Versl. Snót, f rk.
Sigríði Briem, Tjarnargötu 28 og
frk. Halldóru Guðmundsdóttir c/o
Versl. Jóns Björnssonar & Co.
Gjöf til Sjálfsbjargar.
Frá J.L.G. 100 kr. Kærar þakk-
ir. Þ. Bj.