Vísir - 29.11.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 29.11.1940, Blaðsíða 2
I VlSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kiistján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti).. Símar 1 66 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Spámaður Alþýðu- folaðsins og Tsmans. AÐ er ástæða til þess að óska Alþýðublaðinu og Tímanum lijartanlega til ham- ingju með liirjn nýja spá- mann þeirra, Finnboga Guð- mundsson frá Gerðum. Það er því meiri ástæða til þess að bera fram þessar liamingjuósk- ir, eftir umræður undanfarinna vikna, þegar vitað er að Finn- bogi Guðmundsson er einn at' þeim sárfáu yfirlýstu nazistum, sem eftir eru á þessu landi. Og Finnbogi er ékki einungis naz- is'ti í stjórnmálaskoðunuin, tieldur og uppivöðslumaður í allri framkomu, svo sem best má verða. Á undanförnum ár- um hefir maður þessi vaðið uppi á fiindum Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda, kastað hnútUm til liægri og vinstri, rausað þindarlaust og orðið sér til atidægis. Hann lief- ir yfirleitt ekki þótt svara verð- ur. Það er öðrum að þakka en ekki honum að aðaffundir þessa fyrirtækis iiafa ekki orðið hreinustu skrílsamkomur. Finnbogi befir sitl hlutverlc að vinna í þessum félagsskap. Einn af sveitungum hans komst svo að orði, að nauðsynlegf væri að „selja skít í þessa kalla“ — og hefir Finnhogi þótt sjálfkjör- inn til þess starfs. Þeir eru ekki orðnir allfáir, sem Finnbdgi befir „sett skít í“ frá því hann fór að láta Ijós sitt skína á Sölusanibandsfundum. Hann hefir yfirleitt reynt að lagða „þessa kalla“. En af því maðurinn hefir ekki ósvipað á- lit meðal fundarmanna í Sölu- sambandinu og kommúnistar á Alþingi, hefir „lögðum“ hans ekki verið haldið mjög til haga. En það má Finn- bogi eiga, að hann gerir sér ekki mannamun. Ef haldið væri til liaga öllu því, sem hann hefir látið út úr sér um Magnús Sig- urðsson og Jón Árnason, er ekki alveg víst að Tíminn vildi und- irskrifa það sem óskeikula dóma. En alt er hey í harðindum. Alþýðublaðinu og Tímanum hefir fundist, að þau þyrftu að ná sér eilthvað niðri á Árna frá Múla. Og þá var heppilegt að liafa nazistapiltinn úr Garðin- um til að vitna í. Um Finnboga á það við, að „enginn veit, hvar óskytja ör geigar“. Hann er svo flaumósa i ræðum sínum, ó- prúttinn og framhleypinn, að ó- víst er hvort honum er sjálfum Ijóst, hvað hann lætur út úr sér. Þessvegna hæfir lionum það best að „setja skít í þessa kalla“. En það sýnir bara, hvað að- standendur Timans og Alþýðu- blaðsins eiga erfitt uppdráttar í opinberum umræðum, þegar þeir reyna að ná sér persónulega niðri á andstæðingum sínum með því, að bera fyrir sig slíka fígúru sem Finnboga Guð- mundsson. Og er það ekki alveg dásam- legt, að eftir að bæði þessi blöð eru vikum saman búin að rægja Sjálfstæðisflokkinn fyrir það, að vera mengaður af nazisma, skuli þau laka nálega eina naz- istann, sem til er á landinu og gera hann að spámanni sínum! Það dettur engum lifandi manni, sem til þekkir, að laka Finnlioga Guðmundsson alvar- lega. Hann liefir algert „frí- sprok“, hvort sem hann „setur skít“ í Ólaf Thors, Magnús Sig- urðsson, Jón Árnason, Árna frá Múla eða livern annan sem vera skal af „'þessum köllum“. Nú bafa Alþýðublaðið og Tíminn tekið þennan fram- hleypna angurgapa og yfirlýsta nazista upp á arina sína. Þeim þykir golt að láta Finnboga „setja skít“ í þá, sem þeir fara sjálfir lialloka fyrir. Nú er best þeir sitji með liann og újóli hans vel og lengi. a FRÁ HÆSTARÉTTI: I tsvarsskylila og: nmll)oð§sala. I dag var í hæstarétti kveðinn upp dómur i málinu H.f. Shell á íslandi gegn Seyðisfjarðar- kaupstað. Málavextir eru þessir: Við aðalniðurjöfnun útsvara á Seyðisfirði 1939 var lagt út- svar á útibú hf. Shell þar, að fjárhæð kr. 1235.—, en 'blutafé- lagið neitaði að greiða og bar fyrir sig, að það væri ekki út- svarsskylt á Seyðisfirði, þar sem Fisksölufélag - Seyðisfjarðar annaðist þar sölu á vörum þess í umboðssölu, en félagið hefði ekki útibú þar eystra. í fógeta- rétti Seyðisfjarðar gekk úr- skurður á þá leið, að bf. Sliell væri útsvarsskylt þar. Taldi fó- geli að samningurinn við Fisk- söíufélag Seyðisfjarðaf leysli bf. Shell ekki undan útsvars- skvldu á Seyðisfirði, en þar liefði H.f. Sliell bryggjuafnot og lóð á leigu, en á lóð þessari hefði félagið látið reisa olíu- geyma og geymsluport og væru vörubirgðir þess á hyei^um tíma geymdar þar. H.f. Shell áfrýjaði fógetarétt- arúrskutrðinum til hæstaréttar en hæstiréttur staðfesti hann með skírskotun til forsendna hans. Hrm. Jón Ásbjörnsson flutti málið af hálfu H.f. Shell eji lirm. Lárus Jóhannesson af liálfu Seyðisfjarðarkaupstaðar. Vb. Eggert hefir farist. Þar eð ekkert hefir enn frést til vélbálsins „Eggerts“ frá Keflavík, er fór í róður fyrir viku, er hann nú talinn af. Á bátnum voru eftirtaldir menn: Þorsteinn Eggertsson, for- maður, 35 ára kvæntur og átti tvö börn. Gunnar Haraldsson, vélstjóri, Skeggjastöðum, Garði, 23. ára, ókvæntur. Jón Guðbrandsson, Reykja- vik, 42 ára, ókvæntur. Arnar Árnason, Lambakoti, Miðnesi, 22 ára, ókvæntur. Eiríkur Guðmundsson, Kefla- vík, 32 ára, kvæntur og átti 1 barn. Karl Celin, Keflavík, 27 ára, kvæntur, átti 2 börn. Ragnar Einarsson, Haga, Miðnesi, 23 ára, ólcvæntur. Rekald hefir fundist úr bátn- um í Garðsjó. Hann var 22 smál. að stærð og tíu ára gam- all. Loftur Loftsson útgerðar- maður átti hann. Næturlæknir. Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. NæturvörSur í LyfjabúSinni ISunni og Reykja- víkur apóteki. Loítvarnaæfing á morgun: Þess er vænst, að bæjar- búar f ari að settnm regam. Tvö ný loftvarnafoyrgi - eitt lagt niður. Á morgun kl. 11 fer fram önnur loftvarnaæfingin, sem haldin er hér í bæ. Mun hún standa í 10—15 mínútur og væntir Loftvarnanefndin þess, að allir bæjarbúar fylgi þeim reglum, sem settar hafa verið um hegðun manna meðan æfing- in stendur. Loftvarnanefnd kvaddi blaða- menh á fund sinn í morgun og skýrði þeim frá þeim reglum, sem menn eiga að fara eftir, þar eð gera má ráð fyrir að almenn- ingur liafi gleymt þeim að ein- hverjti leyti, vegna þess hve langt er liðið, síðan æfing var haldin. Loftvarnanefndin ællast til þess, að vinna verði stöðvuð, meðan hættumerki er gefið og atvinnurekendur sjái svo um að starfsfólk fari í byrgi þau, sem því hafa verið ætluð. Eru það önnur byrgi, en bin opinberu merktu byrgi, sem eingöngu eru ætluð fólki þvi, sem er á gangi í nágrenni þeirra, þegar liættu- merki er gefið. Þá væntir nefndin og þess, að þeir atvinnurekendur, sem hafa í þjónustu sinni það fólk, sem gerst hefir sjálfboðaliðar i hjálparsveitunum og slökkvilið- inu, leyfi því að fara frá vinnu, svo að það geti komið á þá staði, sem því eru ætlaðir, verði loft- árás gerð eða komi til annara hernaðaraðgerða. Þessar hjálparstöðvar eru 15 viðsVegar um bæinn, en sjálf- boðaliðar eru á þriðja hundrað. Auk þeirra loftvarnabyrgja, sem áður liafa verið merkt, lief- ir nú verið bætt við tveim. Eru þau fyrir bafnarverkamenn, sem vinna við ejTstri hluta hafn- arinnar. Þau eru í vörugeymslu- húsum Hafnarsjóðs og H. Bene- . diktsson & Co. Þá hefir eitt skýli verið lagl niður. Er það skýlið í kjallara Útvegsbankans. Þeim, sem eru í heimahúsum, þegar liættumerki er gefið, ber að lialda kyrru fyrir á neðstu bæð eða í kjallara hússins en hlaupi ekki út til þess að kom- ast í hin opinberu loftvarna- skýli, sem eingöngu eru fyrir vegfarendur. Þeir, sem eru staddir i heima- húsum, þegar loftárás er gerð, mega ekki standa við glugga. Best er að liggja undir gluggun- um, eða vera í göngum, þar sem engir gluggar eru. Seluliðið mun taka ])átt í æf- ingunni að því leyti, að það mun gefa merki með flautum og eins munu skip á höfninni gefa merki með flautum sínum. Meðan æfingin stendur yfir, mun Loftvarnanefnd aka' um bæinn og hafa eftirlit með því, að öllum reglum sé fylgt. Dagsbrún leiðréttir taxta- brot með aðstoð atvinnu- í lok ágústmánaðar barst stjórn Dagsbrúnar kvörtun um það, að Landsmiðjan héldi ekki kauptaxta félagsins, að því leyti að Verkamenn fengju ekki greiðslu fyrir hálfa klukku- stund, er þeir ynnu í tilskildum kaffihléum. Við athugun kom í ljós, enda skýrði forstjóri Landssmiðj- unnar svo frá, að þessi venja liefði verið viðhöfð um alllangt skeið. Krafðist stjórn Dags- brúnar leiðrétlingar á þessu, þannig að verkamenn fengju fulla kaupgreiðslu og yrði greidd full uppbót vegna van- greiðslnanna. ' Forstjórinn tók þessa kröfu til greina, en bað um frest til að athuga hve mik- illi fjárhæð liið ógreidda kaup myndi nema, og var sá frestur að sjálfsögðu veittur. Er frestur þessi var útrunninn neitaði for- stjórinn að greiða uppbót þessa, og bygði neilun sina á þvi, að honum væri það ekki skylt, þar eð kvörtun hefði ekki komið fram fyi- en raun varð*á, og þá hefði leiðrétting strax fengist með tilliti til framtíðarinnar. Vangreiðslur þessar námu kr. 1009.90 og áttu 7 menn kröfu til þeirra. Þar sem hér er um ríkis- stofnun að ræða snéri stjórn Dagsbrúnar sér til atvinnu- málaráðherra, Ólafs Tliors, og fór fram á það við hann, að hann hlutaðist til um að þetta yrði leiðrétt. Tók ráðherrann málaleitun þessari strax mjög vel, og sendi stjórn Dagsbrúnar svohljóðandi svar liinn 21. nóv. s.l.: „Með erindi Verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar, dags. 20. þ. m. er kvartað yfir því, að Landssmiðjan hafi ekki greitt verkamönnum sarna kaup og aðrir greiða liér í bænum þetta ár, fyr en nú i seinni tið, eftir að félagið hafði kvartað jTir þessu. Hefir félagið farið fram á að þetta verði leiðrétt og verkamönnum greilt það kaup, sem vangoldið má telja frá ára- mótum og til þess er þessu var kippt í lag. Út af þessu vill ráðuneytið liérmeð tjá félaginu, að það vill fallast á, að greitt verði það kaup, sem fram á er farið í téðu erindi alt þetta ár, enda liafi Dagsbrún inheimtu á þvi, sendi sundurliðaða kröfu og kvittun verlcamanna fyrir greiðslunum. Ber félaginu að snúa sér til Landssmiðjunnar um leiðrétt- ingu kaupsins.“ Fékst mál þetta þannig leið- rétt lafarlaust fyrir ihlutun at- vinnumálaráðherra.“ Síðasti úthlutunardagur á tuorouu. I dag er næst síðasti úthlut- Unardagur á kaffi- og sykur- seðlum fyrir mánuðina desem- ber, janúar og febrúar. I gær var búið að úthluta 23.500 seðlum. Úthlutun fer fram í dag og á morgun til kl. 6, en eftir þann tíma verða ekki afgreiddir neinir kaffi- né syk- urseðlar, svo fólk er ámint um að sækja seðlana í tæka tíð. F 3 árhættuspilar- ar handteknir. Höíðu a. m. k. 40.000 kr. út úr mönnum, Komist hefir upp um fjárhættuspil sem allmargir menn hér í bæ eru riðnir við. Hafa alls 35 manns verið teknir til yfirheyrslu og hafa 28 þeirra játað, að hafa tapað samtals 42 þús. króna. Þrír menn hafa verið settir í gæsluvarðhald. — Þeir menn eru: Viglundur Kristjánsson, 32 ára, Ólafur Ólafsson fornsali, 37 ára, og Micliael Sigfinnsson sjó- maður, 29 ára. Um einn þeirra er það vitað, að frá því er hann fluttist liingað til bæjarins, árið 1937, hefir liann haft fjárhættu- sjjil að atvinnu og lifað á því. Er talið að spilagróði bans hafi numið 14000 krónum á þessu timabili eða jafnvel meiru, og eitt sinn gat hann lagt 8 þús. kr. fyrir af spilagróða sínum. Einn úr liópi þeirra 28, sem fyrir tjóninu urðu, taldi sig bafa tapað 4700 krónum á einu einasta kvöldi, en af þvi fékk hann eftirgefnar 1100 krónur. Þessir menn, sem teknir hafa verið til yfirlieyrslu, liafa yfir- léitt spilað saman. Þeir liafa að- allega spilað „Poker“ og „Tutt- ugu og eitt“, og enda þótt að ekkert hafi komið fram við yf- irheyrslu í málinu, sem bendi til þess, að*mennirnir hafi haft rangt við, eða merkt spil, þá er það liinsvegar refsivert sam- kvæmt ísl. lögum, að gera sér fjárhættuspilamensku að at- | vinnugrein. Isfirskir útgerðarmenn mótmæla veiðibanninu Það næi' til um lOO Rnitn og: lOOO inauna. Mikil óánægja er nú ríkjandi meðal vestfirskra útgerðar- manna, vegna veiðibannsins undan Vestf jörðum, sem stafar af tilkynningu þeirri sem Bretar gáfu út á mánudagskveld um siglingahættu í Grænlandshafi. Veiðibann þetta nær til um 100 báta, lílilla og stórra i ver- stöðvunum á Vestfjörðum og 1000 manna, auk þeirra, sem vinna i landi, í hraðfrystihúsum o. s. frv., sem missa atvinnu við bann þetta. Útgerðarmannafélagið á ísa- firði, sem í eru flestir útgerðar- menn þar, hefir lialdið fund um málið og mótmælt þessari ráð- stöfun Breta. Krafðist fundur- inn þess, að banninu yrði aflétt. Bátar geta nú ekki fiskað annarsstaðar en í Isafjarðar- djúpi, en þar er nú lítill sem enginn afli. Hafa bátarnir venjulega róið 20—25 mílur vestur eða norður af Djúpinu, alla leið út undir Hala. Ofurlitið svæði er þó ekki undir banninu, en það er svo lítið, að þar er ekkert rúm fyrir allan þann sæg skipa, sem þangað þurfa að leita, vegna þess að önnur mið lokast. Samvinnufélag Isfirðinga er að bugsa um að senda báta sína suður undir Jökul til þess að veiða þar i skip. Vísir hefir lieyrt að yfir standi sanmingar um að útvega bát- unum, sem bannið kemur niður á, annað útgerðarpláss — flest- um eða öllum — en veit ekki hvað þeim liður. Hinar hjartanlegustu þakkir færum við öllum þeim, er með gjöfum, vinnu eða annari fyrir- greiðslu stuðluðu að hinum glæsi- lega árangri, er varð af bazar Blindrafélagsins þ. 21. nóvember. Basarnefndin. Haxraldur Nielssonar íyrirlestur. Fyiúr tveim áruin var tekínn upp sá siður í Háskólanum, að fluttur var öyi'irlestur á dánar- degi próf. Haralds Níelssonar, og skyldi svo vera á hverju ári þann dag. Fyrirlestur þessi féll niður í fyrra, en nú flytur próf. Sigurður Nordal Ilaralds Niels- sonar fyrirlestur laugai'daginn 30. nóv. kl. 5 í hátíðasal Há- skólans. Efni: Trúarlíf séva Jóns Magnússonar. Séra Jón var prestur á Eyri í Skutulsfirði (d. 1696) og var riðinn \ið galdra- mál og konx tveim mönnum á bálið. Um ásóknir galdi’anna á sig hefir hann skrifað merkilegi rit, senx Hið íslenska fræðafélag í Kaupniannahöfn gaf út árið 1914: Pislarsaga séi’a Jóns Magnússonar. Öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrinum. Flugmálafréttaritari Times íitar í gær, að þýska flug- liðið livetji nú unga menn mjög lil þess að ganga í herinn. • Hermálaráðuneyti Bandaríkj- anna hefir beint þeinx tilnxælum iil flugfélaganna, að þau bæti ekki við flugvélaeign sína fyrst um sinn. Segir í tilmælunum, að það nxegi elcki undir nein- um kringumstæðunx tefja franx- leiðslu henxaðarflugvéla. DA^SLEIKUR í Oddfellow-húsinu laugardaginn 30. nóv. kl. 10 Húsið opnað kl. 9. DANSAB IJPPI ©CS SUÐUl Aðgöngumiðar á kr. 4,00 seldir í Oddfellow kl. 5-7 á laugard. Eftir það hækkað verð. — Aðeins fyrir íslendinga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.