Vísir - 02.12.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri:
Kristj án Guðlauc Skrifstofur: sson
Félagsp rentsmiðjan (3. hæð).
Ritstjóri 1
Blaðamenn Simi:
Auglýsingar 1660
Gjaldkeri 5 línur
Afgreiðsla j
30. ár.
Reykjavík, mánudaginn 2. desember 1940.
279. tbl.
Italir á undanlialdi
frá Adriahafi til
Ohrida-vatns
EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun.
Igærkveldi var tilkynt í Aþenuborg, að ítalir
væri á undanhaldi á allri víglínunni í Albaniu
frá Adriahafi til Ohridavatns. Reka Grikkir
flóttann af miklu kappi og hörku, þrátt fýrir að ítalir
reyni nú af fremsta megni að verja þá staði þar, sem
þeir hafa tekið sér nýjar varnarstöðvar í f jöllunum.
Veður hefir mjög versnað og bitnar það meira á ítöl-
um, því að grísku hermennirnir eru harðfengari og
loftslaginu vanari. Hefir brugðið til snjókomu í f jöll-
unum og er nú Itölum enn erfiðara fyrir en áður að
koma við vélahergögnum. Syðst á vígstöðvunum hefir
verið rigning og festust skriðdrekar ítala í aur og leðju.
Barist er 7—8 mílur fyrir vestan Koritza, en með
töku Pogradec (sbr. annað skeyti) er Koritza örugg
fyrir gagnsókn að norðanverðu frá. — Grikkir hafa nú
fengið mjög bætta aðstöðu til þess að sækja fram til
Tirana — frá Pogradec, því að þaðan liggur vegur til
höf uðborgarinnar.
Feiknin öll af hergagnabirgðum féllu í hendur
Grikkja í Pogradec, svo og matvælabirgðir, því að borg-
in var aðalvopnabúr ítala undir innrásina í Grikkland.
Höfðu þeir flutt þangað óhemju birgðir.
Grikkir haia tekið
Pogrradec.
ÞeÍF tóku þar marga fanga og mikið hepfang
Grískar hersveitir náð.u Pogradec, 20 mílum fyrir riorðan
Koritza, á aðfaranótt sunnudags, eftir harða hardaga, en ítalir
höfðu víggirt borgina ramlega. Voru ítalir hraktir þaðan eftir
bardaga í návígi. Er m. a. getið um, að Grikkir hafi náð á sitt
vald 6000 feta háu f jalli, í byssustingjaáhlaupi.
Grikkir tóku þarna til fanga 1 yfirforingja, og um 200 her-
menn aðra. Þeir náðu þarna og 6 fallbysum, 50 vélbyssum og
miklu af öðrum hergögnum. — Þetta er talinn mikilvægasti
sigur Grikkj.a síðan er Koritza féll. Fyrir nokkurum dögum
bárust fregnir um, að Pogradec væri fallin, en þær fregnir
reyndust ekki réttar. Nú var opinber tilkynning birt um töku
borgarinnar .
Á öðrum vígstöðum héldu harðir bardagar áfram, er síðast
fréttist — ekki síst á suðúrvígstöðvunum, við Argyro Castro. —
Hafnarborgin Sante Quarente hefir orðið fyrir sprengjuárás
breskra flugvéla og var engin mótspyrna veitt. Bendir það til,
að rétt sé, að ítalir hafi flutt á brott herafla sinn, eins og áður
hafði fregnast, en þeir höfðu þarna herskip og flugvélar.
Grískir tundurspillar söktu í vikulokin ítölskum kafbát, sem
réðist á flutningaskip, sem tundurspillarnir fylgdu. Kafbátnum'
var sökt með djúpsprengjum.
1 Aþenu hefir verið gefið í skyn, af opinberri hálfu að vænta
megi frekari, góðra tíðinda, og hafa sumir skilið það svo, að
gríska herstjórnin geri sér vonir um, að hersveitir Grikkja taki
Argyro Castro bráðlega.
Ógurleg loftárás
á Sonthampton.
EINKASKEYTI frá United Press. London í mjorgun
Ógurleg loftárás var gerð á Southampton aðfaranótt
sunnudags. Sprengjuflugvélar Þjóðverja komu í hóp-
um og varpað var sprengjum yfir miðhluta borgarinn-
ar, gersamlega af handahófi, þar sem lágskýjað var, og
Ögerlegt fyrir flugmennina að miða rétt. Hernaðarlegt
tjón varð litið. Fjölda mörg hús hrundu til grunna,
verslunarhús, íveruhús og opinberar byggingar. Marg-
ar kirkjur hrundu eða gereyðilögðust.
Óttast er, að manntjón hafi orðið mikið. — Sömu nótt voru
breskar sprengjuflugvélar ekki sendar til Þýskalands, í árásar-
skyni, þar sem veðurskilyrði voru ekki þau, að unt væri að greina
hernaðarlega staði frá öðrum
1 þýskalandi er talað um, að beitt sé nýrri bardagaaðferð til
þess að leíða styrjöidina til skjótra lykta, en fólkið í Southamp-
ton, segir í breskri tilkynningu, kom fram af eins miklu hug-
rekki og fórnfýsi, og fólkið í London, Coventry og víðar. Þessi
bardagaaðferð mun heldur ekki duga Þjóðverjum, segja Bretar.
8 þýskar flugvélar yoru skotnar niður í gær og 4 breskar og
björguðust allir flugmennirnir.
Tilræfli við
Quisling.
London í morgun.
Blöðin í Síokkhólmi skýra
fíá því, að mishepnuð tilraun
hafi nýlega verið gerð til jþess
að ráða Quisiing af dögum.
Þetta gerðist í Frederiksstad í
Suður-Noregi. Quisling kom
þar til þess að halða ræðu á op-
inberum fundi. Þegar hann var
að fara út úr byggingunni var
kastað sprengju í áttina til hans
og sprakk hún, en hvorki Quisl-
ing eða aðrir leiðtogar, sem
með honum voru, hlutu meiðsli.
— Allmargir áhorfendur særð-
ust.
Loftbardagamir yfix
Bretlandi.
London í morgun.
Þýskar sprengjuflugvélar
voru aðallega yfir borgum á
suðausturstrðndinni í nótt sem
leið. Varpað var íkveikju-
sprengjum og sprengikúlum á
allmargar borgir. Sprengjum
var einnig varpað á borgir 'i
Midlands og Norðvestur-Eng-
landi. — Árásirnar á borgirnar
í suðaustur-Englandi voru ekki
í stórum sjíl, sennilega vegna
þess, að þoka var yfir Döver-
sundi. Að eins fáar flugvélar
komust inn yfir land. — Tvær
stuttar aðvaranir voru gefnar í
London. Var varpað óvanalega
fáum sprengjum á bórgina.
Paul ríkisstjóri
í Jugoslaviu
fiytur ræðu.
London i morgun.
Paul, ríkisstjóri í Jugoslavíu,
flutti ræðu i gær, í tilefni af 22
ára afmæli Jugoslavíu.
Lýsti hann yfir því, að Jugo-
slavar myndi einhuga verja
land sitt, ef til árásar á það
kæmi. Allar þær þjóðir, sem
byggja Jugoslaviu, tóku þátt í
hátiðahöldunum, Serbar, Kró-
atar og Slóvenar.
Banatilræði við dr. Matchek.
Um helgina sprakk sprengi-
kúla eða vítisvél í garði við hús
dr. Matchek i Zagreb. Dr. Mat-
chek er aðalleiðtogi Króata og
hefir hann verið varaforsætis-
ráðherra Jugoslaviu um skeið,
eða siðan er Króatar fengu
sjálfstjórn í eigin málum. Tal-
ið er, að króatískir nazistar hafi
verið hér að vei'ki.
Vinningar
í happclræ tti «*Kvennadeildar
Slysavarnafélagíí Islands, sem dreg-
ið var í hjá lögmanni laugard. 30.
nóv., komu upp tölurnar: 87, 525,
1311, 1331, 2639 og 3060. Vinn-
inganna rná vitja á skrifstofu Slysa-
varnafélags Islands.
Fullveldis-
ins minst í
Bretlandi
og
Danmörku
•
Vikulegt útvarp á
íslensku frá London
1 fyrradag var tilkynt i út-
varpinu í London, að útvarpað'
yrði á íslénsku frá London kl.
17.35 (breskur sumartími,
15.35 isl. tími) á sunnudag, og
myndi fulltrúi Islands i Lon-
don og Harold Nicolson að-
stoðarráðherra tala. Munu
menn því hafa búist við, að Pét-
ur Benediktsson, fulltrúi ís-
lensku ríkisstjórnarinnar í Lon-
don, flytti ræðu, en svo varð
ekki. Nicolson flutti heldur
ekki ræðu í þessum islenska út-
varpstíma i gær í London. En
flutt var ræða á islensku og
minst fullveldisins. Var auð-
héyrt, að ræðuna flutti erlendur
maður, en hún var flutt á sæmi-
legu máli, og var vinsamleg i
Islands garðs."Að lokinni ræð-
unni var leikinn íslenski þjóð-
söngurinn, „Ó, guð vors lands".
Að útvarpinu loknu var tilkynt,
að þetta hefði verið fyrsta ís-
lenskt. útvarp frá London, og
yrði framvegis útvarpað þaðan
á íslensku kl. 15.35 (3.35) á
hverjum sunnUdegi.
. Ræðumaður fór nokkurum
orðum um erfiðleika þá, sem
við væri að striða i Bretlandi
vegna styrjaldarinnar, og gerði
nokkura grein fyrir þeim, en
þrátt fyrir þá væri margt, sem
gæfi góðar vonir. Bretar, sagði
hann, hefði löngum verið taldir
nokkuð einrænir, og lítið fyrir
það gefnir að hafa afskifti af
öðrum eða kynnast öðrum
þjóðum vel, en þetta væri eitt
af því, sem væri að breytast.
Og meðal bresku þjóðarinnar
væri nú margir bandamenn
þeirra, Pólverjar, Tékkar,
Norðmenn og fleiri þjóðir, ög
gæfist þar með tækifæri til
frekari kynna.
Ræðumaður fór nokkurum
orðum um hernám Breta á Is-
landi og afstöðu þeirra til Is-
lands og íslenskra máelfna, ís-
lensku þjóðarinnar bókmenta
liennar og menningar.
Ræðumaðurinn sagði, að það
væri ósk Breta, að ísland yrði
sjálfstætt áfram. Hann kvað
Breta hafa verið til neydda að
hernema landið, vegna þess, að
ananrs hefði Þjóðverjar orðið
fyrri til, og hefði Bretar með
þéssu viljað hindra, að hið sama
gerðist hér sem í Danmorku og
Noregi. Hann sagði, að Bretar
vildu ekki hafa neina íhlutun
um stjórn landsins. Þegar ófrið-
urinn er búinn hverfur bréska
setuliðið á brott frá íslandi,
sagði ræðumaður.
Hann mintist íslenskrá bók-
menta mjög lofsamlega. Þær
hefði blómgast á öllum öldmn,
en engar bókmentir væri sam-
bærilegar við fornbókmentir
íslands nema fornbókmentir
Grikkja.
Heimurinn myndí fátækari,
sagði ræðumaður, ef Island
glataði sjálfstæði sínu.
SEINUSTU FYRIRSKIPANIR.
Þessi mynd er af ungum þýskum flugmönnum. Þeir eru í
þann veginn að leggja upp í árásarleiðangur til Englands og eru
að taka við seinustu fyrirskipunum sínum. '
I ræðulok sagði hann:
Sjálfstæði íslands lengi lifi.
Lifi Stóra Bretland.
Tha Stauning
forsætisráðherra
mintist íslands hlýlega í ræðu.
— Kveðja frá íslendingum í
Danmörku. Stefán Guðmunds-
og Anna Bcrg skemtu með söng
og upplestri.
FuIIveldisins var minst í
Danmörku. Lék útvarpshljóm-
sveitin fyrst þjóðsöng íslands.
Flutti því næst Th. Stauning
hlýlega ræðu i Islands garð. ís-
lenska þjóðin, sagði hann, hefir
háð harða og miskunnarlausa
baráttu fyrir tilveru sinni, en
jafnan sýnt mikið þrek og þor.
Lýsti hann þeirri trú sinni, að
íslenska þjóðin ætti fagra fram-
tíð fyrir höndum og óskaði
þess, að framhald mætti verða á
framförum þeim, sem hér hafa
orðið á síðari árum. Flutti
Stauning íslensku þjóðinni hug-
heilar kveðjur frá dönsku þjóð-
inni.
Jón Krabbe flutti kveðjuorð
fyrir hönd Islendinga í Dan-
mörku. Stefán Guðmundsson
söng lögin: Eg vil elska mitt
land, Sofðu, unga ástjn min og
Ó, leyf mér þig að leiða. Anna
Borg las upp. Loks lék útvarps-
hljómsveitin Passacaglia, eftir
Pál ísólfsson. t
Um það Ieytr sem brunaliðs-
bií'reiðarnar voru að komast
niður á slökkvistöðina, var lið-
ið kvatt inn á Laugaveg 71. Þar
hafði kviknað í slöngu' frá bíl-
geymi, én sú íkveiknun kom
ekki að sök.
Loks var brunaboði brotinn
á Vesturgötu 12 laust fyrir mið-
nætti, en þar var aðeins um
gabb að ræða.
Slökkviliðið var kallað út
fjórum sinnum s.l. laugardag.
Fyrst var það kallað í tilefni af
loftvarnaæfingunni laust fyrir
kl. 11 á laugardagsmorguninn.
Nokkuru eftir hádegi var
slökkvilið kallað suður á^Berg-
staðastræti 61' í gólfdregla- og
teppagerðina Toledo. — Hafði
kviknað þar í garni, en eldur-
inn breiddist ekki út og skemd-
ir urðu tiltölulega litlar.
Neyuarmerki sást
09 heyrMst frá
Akranesj í gær-
kveldi.
Lögreglustjórinn á Akra-
nesi skýrði Jóni Bergsveins-
syni erindreka svo frá í éím-
tali í moxgun, að menn úr
breska setuliðinu hefðu kom-
ið til sín í gærkveldi og tjáð
honum, að þeir hefðu séð tvö
neyðarmerki í norðvesturátt
frá Akranesi, annað þeirra
kl. 5.40 og hitt kl. 6.15. Og
ennfremur kváðust þeir hafa
heyrt SOS merki.
Tilkynning um þetta barst
Slysavamafélaginu á níunda
tímanum í gærkveldi, en þá
gat það ekki náð í Akranes,
og var þá birt tilkynning um
þetta í ríkisútvarpinu og þar
beðið um nánará upplýsingar.
Seinna um kvöldið, á 11.
tímanum, sást leitarljós frá
Akranesi á þessum slóðum,
sem neyðarmerkið hafði sést
frá, og taldi lögregíustjórinn
sennilegast, að það hefði ver-
ið að tilhlutun Slysavarnafé-
lagsins. En um þetta er ekk-
ert vitað með vissu ennþá,
ekkert frést hvaða skip gaf
þarna f rá sér neyðarmerki, né
heldur hvaða skip var að
leita.
Þess skal getið, að loft-
skeytastöðin hér í Reykjavík
heyrði ekki neyðarmerkið,
hvernig sem á því kann að
hafa staðið.