Vísir - 02.12.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 02.12.1940, Blaðsíða 2
VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti).. Símar 1 66 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Hernámið og framtíðin. AÐ var dimt í lofti og élja- veður á fullveldisdaginn. En engu að síður gengu þús- undir manna í skrúðgöngu frá Háskólanum að Alþingisliúsinu. Alvörugefinn og þögull hlýddi mannfjöldinn á ávarp Ólafs Thors. Það er óvíst hvort nokk- urn tíma hefir verið virðulegri bragur yfir hátiðahöldunum 1. desember. Sambýlismenn okk- ar liöfðu hagað svo til, að við gátum „átt daginn“. Hermenn- irnir voru ekki á ferli. íslenskir menn voru ekki kvaddir til vinnu lijá setuliðinu. Okkur er enginn minkun að játa, að við kunnum að meta þá nærfærni, sem liér var sýnd. Á öðrum stað í blaðinu birt- ist stuttur útdráttur úr ræðn Ólafs Thors. Sá kafli ræðunnar, sem fjallaði um hernámið og í'ramtíðina, vakti að vonum mesta athygli. „Það gildir oss sem aðra,“ sagði Ólafur Thors, „að eigi skiftir það eitt máli, og eigi heldur aðalmáli, hvað að höndum ber, heldur. varðar það mestu, hversu við er orð- ið. Vér kennum að vísu kvíða og finnum hversu smáir vér er- um og máttvana, en yér finn- um einnig styrlc smáþjóðarinn- ar, sem vegna uppruna síns, tungu, bókmenta og sögulegrar þróunar, á sér helgan rétt, sem aldrei verður afmáður og ald- rei frá lienni tekinn.“ ★ Síðan sneri hann máli sínu að þvi, hvaða áhrif hernámið mundi hafa á framtíð þjóðar- ínnar. Um þetta sagði hann meðal annars: „Verði Bretar undir í styrjöldinni, munu aðr- ír fara með úrskurðarvaldið. Mér þykír jafn fjarstætt að ætla að Þjóðverjar létu þá hernám Islands bitna á oss, sem það, að Bretar liygðu á hefndir i garð Dana út af liernámi Danmerk- ur. Að hvorugu geta nokkur skynsamleg rök legið —- livor- ugt ætti því að þurfa að óttast.“ En ef Bretar sigruðu kvaðst Ólafur fyrst og fremst bygg.ja á því, sem ýmsir mestú áhrifamenn þeirra liefðu sagt um gildi smáþjóðanna á und- anförnum árum. Bretar hefðu í þessari styrjöld letrað sjálfs- ákvörðunarrétt allra þjóðá á fána sinn. „Stórveldi, sem sigr- ar undir þeim fána, getur ekki fagnað sigrinum með kúgun eða freísisskerðingu minsta og varnarlausasta ríkis veraldar- innar.“ ÓlafUr Thors endaði þenna kafla ræðu sinnar með þessum orðum: „Að öllu þessu athug- uðu tel ég, að á hverju, sem veltur í ölduróti umlieimsins, hvor hernaðaraðilinn, sem það verður, er sigur ber af hólmi, þá bendi alt til þess, að hernám íslands hafi ekki úrslitaþýð- ingu um framtíð þjóðarinnar.“ Ólafur minti á hið skýlausa loforð Breta um að hverfa héð- an að fullu og öllu, þegar er ófriðnum lyki. Það er mjög eft- irtekfarvert, að rétt eftir að Ól- afur hafði Iokið máli sínu var íslenskt útvarp frá London. F.nskur maður flutti þar ræðu á íslensku. Hann fór mörgum viðurkenningarorðum um ís- lensku þjóðina, og einkum hin mikhi bókmentaverðmæti, sem hún hefir lagt menningu hejmsins. Hann áréttaði fyrri yfirlýsingu Breta um að þeir livrfi héðan með herafla sinn að ófriðnum loknuni, og kvað skylt, hæði frá menningarlegu og siðferðilegu sjónarmiði, að slik þjóð fengi að ráða sér sjálf. * Þólt óvissa ríki um framtíð okkar, eins og raunar allra ann- ara þjóða, eigtun við ekki að láta hugfallast. Við skulum ekki láta kvíðann fyrir morgundeg- inum gera hlutskifti okkar erf- iðara en það er. Þessa stundina er dimt i lofti og veður öll vá- lynd. En við skulum varast að leggjast í dvala bölsýni og von- leysis. Margt skip er naustað meðan skammdegisstormarnir geisa. Því er aftur ýtt úr *vör, þegar dag lengir og sjóa lægir. Vestmannaeyjastúlk- urnar koma í fyrramálið. Handknattleiksflokkur kvenna, úrvalslið úr íþróttafélögunum „Þór“ og „Týr“ í Vestmaiwia- evjum, er væntanlegur hingað til bæjarins i fyrramálið með Laxfossi. Stóð til að flokkurinn kæmi hing'að í gærkveldi, en Laxfossi hefir seinkað, svo hann kemur ekki fyr en á morg- un. — FULLVELDISDAGURINN Afarfjölmenn skrúðganga stúdenta og æskulýðsfélaga »Án írelsis hafa Islendingar aldrei notið gleði né atgerfisw, sagði Olafur Thors í fullveldisræðujsmni í gær. ■fc.rátt fyrir óhagstætt veður, sunnan strekking og étjagang, var skrúðgangan, sem stúdentar og f.jórtán æskulýðsfélog hér í bæ gengust fyrir í gær, ein hin f jölmennasta sem hér hefir sést. ERLA ÍSLEIFSDÓTTIR. Flokkurinn dvelur hér á veg- um Glímufélagsins Ármann og hefir það boðið kvennaflokkum úr Í.R., K.R., I.K. Hauka og Ak- urnesinga að keppa við Vest- mannaeyjastúlkurnar á meðan þær dvelja hér. Fyrsti kappleik- urinn mun fara fram milli kvennaflokks úr Ármanni og Ves fman naeyi n ga n na. Jaf n- framt keppa karlaflokkar, svo að á hverju kvöldi fara fram tveir kappleikir, annar á milli kvennaflokka, hinn á milli karlaflokka. Eyrstu karlaflokk- arnir, sem, keppa, verða lir Ár- rnánni og Haukum. I fyrra, þegar landsmót var Iiáð í handknattleik, gálu Vest- manflaeyjaslúlkurnar ekki komið því við, að koma hingað, en þeim leikur hugur á að keppa við félögin' hér, því að handknattleikur var æfður fyr i Eyjum en hér, og þess vegna hafa stúlkurnar þar ágæta æf- ingu. Verður einkum, gaman að sjá þær keppa við liina sigur- sælu kvennasveit Ármenninga frá í fyrra. Fararstjóri Vestmannaeyja- stúlknanna er Erla Isleifsdóttir, hin þelcta sundmær úr Eyjum. Háskólafyrirlestur. Dr. phil. Símon Ágústsson flyt- ur fyrirlestur á morgun kl. 6,15 í 3. stofu háskólans. Efni: StöÖuval. Ollum heimill aðgangur. Skrúðgangan hófst nokkru eftir kl. IV2 við Iláskólann og var farið norður Suðurgötu, upp Túngötú, norður Garðastræti, niður Vesturgöfu, Aðalstræti, Austurstræti, Pósthússtræti og staðnæmst fyrir framan Al- þingishúsið, rétt eftir klukkan tvö. Var þar samankominn all- mikill mannfjöldi. Fremst í göngunni fór skáti, er bar islenska fánann, en á eftir honum gekk Lúðrasveit Reykjavíkur, undir stjórn A. Klahns. Næst var borinn fáni stúd- enta fyrir fylkingu þeirra og gengu þeir i fjórföldum röðum. Næstir konxu skátar og skáta- stúlkur, síðan iþróttamenn og loks önnur félög. Alls voru rúmlega 150 þver- raðir í fylkingunni og fjórir menn í hverri röð. Þátttakend- ur liafa þyí verið á sjöunda hundrað, en auk þess slóst fjöldi í liópinn og fór í hum- átl á eftir göngunni. Þegar komið var niður á Austurvöll hélt Ólafur Thors af svölum, Alþingishússins ræðu er var útvarpað. Hér fer á eftir stuttur út- dráttur úr ræðu Ólafs Thors: íslendingar höfðu leitað hing- að undan ofheldi og kúgun. Sagan sýndi, að þjóðin féngi ekki notið sín, nema hún hefði frelsi. Á þjóðveldistímanum liefði risið hér mikil menning. Þá hefðum við eignast bók- mentír, sem varðveitt liefðu lunguna til þessa dags og varp- að ljóma á nafn landsins út um heiminn. Eftir að frelsið glataðist, hefði farið að draga úr þreki þjöðarinnar. Hinn 1. desember 1918 hefðum við endurheimt fi’elsið að nýju. Okkur hefði vaxið svo fiskur um hrygg, að fyrir tveim árum liefðu allir íslendingar verið þess fullvissir, að síðasli áfanginn á sjálfstæð- isbrautinni yrði torfærulítill. Síðan liefði margt breyst. Það liefði verið okkur mikið liapp, að lýðræisflokkarnir hefðu náð að taka höndum saman miss- eri áður en styrjöldin hofst. Þá rákti hann atburðina, sem gerst bafa’á þessu ári, yfir- lýsingar Alþingis 10. apríl um að við tækjum öll mál í okkar hendur, „að svo stöddu“, her- námið 10. maí og mótmæli rík- isstjórnarinnar gegn þvi. Að því búnu sneri liann sér að áhrifum hernámsins á sjálf- stæði þjóðarinnar í framtíðinni. Færði hann rök að því, að liver sem úrslit ófriðarins yrðu, benti alt til þess, „að hernám íslands hefði ekki úrslitaþýð- ingu fyrir framtíð þjóðarinn- ar.“ Þá rifjaði hann það upp, livernig íslenskir stúdentar hefðu ár hvert fagnað fullveld- inu. Aðeins í fyrra hefðu þeir brugðið þessari venju. Ástæðan hefði verið sú, að 170 miljóna þjóð hefði ráðist á nágranna sína, Finna, aðeins þriggja mil- jóna smáþjóð. „Þeim hildarleilc er nú löngu Iokið,“ sagði Ó. Tli. En hann liefði staðið nógu lengi til þess að fylla menn andstygð á grimdinni, sem þar var sýnd. En Finnar hefðu með hinni frækilegu vörn skráð nafn sitt í sögu allra alda. Það hefði ver- ið samúðin með þessari hraustu smáþjóð, sem olli þvi, að ís- lenskir slúdentar hefðu ekki liaft geð til að efna til mann- fagnaðar eins og þá stóð á. Nú ári síðar, hefði hinn þjóðlegi fagnaður verið tekinn upp að nýju. „Á þessu ári hefir þó meðal annars það skeð, að samhands- þjóð okkar liefir verið liertekin, að önnur þjóð, okkur jafn hjartfólgin, hefir verið huguð með vopnavaldi, og loks að vort eigið land er hernumið.“ Þrátt fyrir þetta hefði stúdentar tekið upp þá fullveldisgleði, sem féll niður í fyrra. Þetta væri vegna þess, að þeir héldu, að rás við- hurðanna hefði ekki húið full- veldinu grand. Við ættum ekki að loka aug- um fyrir þeim ráunum, sem frændþjóðir okkar hefðu ratað í, en þó yrðum við fyr.sl og frenist að alliuga, hvernig við stæðum sjálfir. Okkur væri meiri vandi á liöndum nú en áður. Atvinnu- og fjármálalíf- ið væri flóknara, og viðfangs- efnin að mörgu erfiðari. En þó væri sá vandiim-mestur, að liaga svo sambúðinni við hið erlenda selulið, að ekki hlytust vandræði af. Ættum við að forðast jöfnum liöndum stæri- læti og fleðuskap, en koma á allan hált fram, eins og frjáls- bornum mönnum sæmdi. Styrkur okkar værFþá mestur, ef við gætum áunnið virðingu samhýlismannanna með fram- komu okkar í hvívetna. Ólafur Thors lauk máli sínu á þessa leið: „Minnumst nú þess, hve móð- urmálið er hreint, mjúkt og' ríkt, hversu fagur er dalurinn og Iieiðuf jöklahringurinn. Lát- um þá ást, er svellur í hrjóst- um vorum hvenær sem vér þurfum að liverfa hurt frá fóst- urjarðarströndum, hrjótast út i Ijósan loga, er lýsi upp og vísi veginn yfir sérhverja torfæru, er framundan kann að vera. Minnumst þess, að saga vor er ekki eingöngu sigrar, heldur fyrst ög fremst harátta og þrautir. En náttúra lands vors Og lífskjör hafa mótað sterkan vilja. Einheinum þeim vilja að haráttunni fyrir því, að 120 þúsund sálir, sem húið hafa á 100 þúsund ferkílómetra litt ræktuðu, lirjóstugu landi norð- ur undir ísliafi, sem frjáls og fullvalda menningarþjóð, láti aldrei bugast, heldur s.tælist við hverja nýja þraut. I sögu vorri stendur: Lands vors tjón var arfur eigin synda. Öld, sem kynti heiftúð sína blinda, dauðafjötur knýtti sjálfri sér. Þér, sem unnuð að þjóðlegri einingu af ótta við að styrjöld kynni að bi^ótast út, og þér, sem stuðluðuð að þjóðlegri ein- ingu af kvíða fyrir því, að þjóðinni yrði fótaskortur áður en náð yrði síðasta áfanga frels- Skrúðgangan heldur frá Há- skólanum með Lú'ðrasveit Reykjavíkur í broddi fylkingar. Á að giska eitt þúsund ínanns tók þátt í hópr göngunni. is og fullveldis, minnist nú þess, að án frelsis hafa Islendingar aldrei notið gleði né atgerfis, og látið aldrei þá ógæfu lienda, að vanþroski valdi sundrung, nú* eftir að heimsstyrjöldin er riðin yfir og vort eigið áslkæra land hernumið.“ Að þessu sinni voru ekki haldnar skemtanir i kvik- myndahúsunum, heldur var lialdin skemtun i hinum glæsi- lega hátíðasal skólans. Rektor Háskólans, próf. dr. Alexander .Tóhannesson, flutti ávarp, en auk þess var þar til skemtunar erindi, einleikur á píanó o. fl. Um lcveldið kl. 7 hófst svo skemtun Stúdentaráðsins að Hótel Borg. »Faust« Nýstárleg leiksýning í Stúdentafélagi Reykjavíkur. Á skemtifundi Stúdentafélags Reykjavikur, semJialdinn verð- ur um -jólaleytið, fer fram frumsýning á frægasta Mario- net-leikriti miðalda, Fást, eða Frum-Faust, eins og það tíðast er nefnt til aðgreiningar frá samnefndu leikriti Goethes, sem hygt er á sömu arfsögn, en sanv ið iöngu síðar. Formaður Stúdenlafélags Réykjavíkur, Lúðvíg Guð- mundsson skólastjóri, hefir snúið leikritinu á íslensku, en Ragnar Jóhannesson magister hefir þýtt ljóð þau, er þar eru. Stúdentar mæla fram hlut- verkin, en Lárus Pálsson leikari íeiðheinir. Að öðru leyti annast -Kurt Zier, kennari við Haudíða- skólann, leikstjórnina, en hann hefir teiknað og smíðað leik- brúðurnar og notið t#‘þess að- stoðar kennaraefna skólans. Smíði þetla er mikið verk og vandasamt. Hallgrímur Helgason tón- skáld hefir samið lög þau, er leikin verða undir leiknum. Lárus Sigurbjörnsson rithöf- undur hefir aðstoðað við val leikara og niðurskipun hlut- verkanna, Marionett-leiklistin á sér aldalanga sögu að baki og hef- ir víða erlendis náð mjög mikl- um þroska. Gera leikir þessir miklar kröfur til listfengis þei’rra, er stýra leikbrúðunum og raddbeilingar þeirra, er að tjaldabaki mæla fram hlutverk- in. — Leiksýning þessi mun vera fyrsta Marionett-sýning, sem efnt liefir verið til hér á landi. Skilagrein um fjársöfnun Sambands ísl. berklasjúklinga 6. okt. 1940. Reykjavík og nágrenni: Féh „Rerklavörn“ kr. 8.515.35, Vall- arnefnd K. R. 600.00, aðgöngu- miðasala (Bióin) 555.62, ágóði af auglýsingasölu kr. 2.420.00, safnað óþekktum 3.00, „Sjálfs- vörn“, Vífilsstöðum. 369.40. Annarsstaðar: Borgarnesi kr. 80.75, Hvamms.tanga 61.50, Ak- ureyri og Kristnesi 730.74, Stokkseyri 75.00, Eyrarbakká 85.00, Selfossi 32.00, Keflavík 172.00, Efra-Hvoli 24.00, Vest- mannaeyjum 309.20, Vík í Mýr- dal 33.80, / Rlönduósi 39.20, Ivópaskeri 25.00, Dalvík 50.00, ■ Flatevri 41.50, Sauðárkróki 117.50, Hofsósi 35.45, Patreks- firði 175.12, Seyðisfirði 140.50, Skagaströnd 40.50, Fáskrúðs- firði 35.75, Húsavík 125.00, Isa- firði 369.00, Stykkishólmi kr. 107.65, Norðfirði 191.20, Hrís- ey 62.82, Siglufirði 261.55, Djúpavogi 28.50, Eskifirði kr. 75.00. Gjafir: Ásgrímur Sigfússon, Hafnarfirði kr. 50.00, Magnús Benjamínsson, Rvík 200.00, Kristin Jakobson Vídalin, Rvík kr. 100.00, frá kirkjugestum í Borgarnesi, safnað af síra Birni Magnússyni kr. 75.00, Jónas Sveinsson, Rvílc 10.00, N. N. 10.00, Ársæll Sigurðsson 25.00, Þorbjörg Ketilsdóttir 50.00, Gunnar Guðjónsson 64.00. Áheit: Ónefnd kona kr. 10.00, Ónefnd kona 5.00, Júlíus Kr. Magnússon 2.00, Óþekktur 6.00. Samtals kr. 16.595.60. Skilagreili er ókomin ennþá frá nokkrum slöðum. Miðstjórn S. I. B. S. færir þeim öllum hestu þakkir, sem á eiuhvern liátt liafa stuðlað að öflun þessa fjár. F. h. Miðstjórnar S. I. B. S. Andrés Straumland. Sigurleifur Vagnsson. Slys á Akureyri. Á föstudaginn var vildi það slys til á Akureyri, a'S maður nokkur, Sveinbjörn SigurÖsson að nafni, varð fyrir rafstraumi úr ljósleiðslu. þegar hann var að vinna í skip- inu Kristjáni, og beið hann þegar bana af. Lífgunartilaunir voru reyndar, en báru ekki árangur. — Sveinbjörn var kvæntur maður og átti börn. Næturlaeknir. Ólafur Þ. Þorsteinsson, Eiríks- götu 19, sími 2255. Næturvörður í Ingólfs apóteki og Laugavegs apó- teki. Næturakstur. Bifreiðastöð íslands, sími 1540, hefir opið í nótt. 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.