Vísir - 04.12.1940, Blaðsíða 1
Ritst jóri:
Kristján Guðlaugsson
Skrifstofur:
Félagsprentsmiðjan (3. hæð).
Ritstjóri
Blaðamenn
Auglýsingar
Gjaldkeri
Afgreiðsla
Sími:
1660
5 línur
30. ár.
Reykjavík, miðvikudaginn 4. desember 1940.
281. tbl.
Grikkir komnir helmingi
lengra inn í Albaníu en
Italir komust nokkuru
sinni inn í Grikkland - -
Grikkir taka hæðir við
Ohridavatn.
EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun
Fréttaritarar United Press, sem hafa fylgst með
grísku hersveitunum, er bær ráku flótta^ ítala
norður á bóginn, frá Koritza, og á Epirus-
vígstöðvunum, símuðu í gærkveldi, að Grikkir hefði
haldið áfram sókn sinni í gær.
Grikkir eru nú komnir helmingi lengra inn í Albaniu,
símar annar þeirra, en ítalir nokkuru sinni komust inn
í Grikkland. Unna Grikkir ítölum engrar hvíldar og
hafa þeir óvíða fengið tækifæri til þess að búast um í
nýjum varnarstöðvum seinustu dægur.
Hersveitir Grikkja í Makedoniu hafa nú tekið fyrstu
hæðirnar við Ohridavatn á landamærum Jugoslaviu.
Italir höfðu grafið skotgrafir við rætur hlíðanna, og
tóku Grikkir sér stöðu að eins 400 metra þar frá, og
hóf u sókn þaðan. Haf a þeir þegar tekið nokkurar hæðir.
Á Epirusvígstöðvunum við Adriahaf hefir grískt f ót-
göngulið ráðist á hersyeitir ítala, sem höf ðu komið sér
fyrir handan við mjög blautlendar mýrar. Grísku her-
sveitirnar höf ðu náð á sitt vald mikilvægum vegi á þess-
um slóðum. Vegurinn liggur þarna meðf ram hlíðum og
höf ðu Grikkir komið sér þar ramlega f yrir. Hugðu Italir
ekki að sér, því að þeir héldu, að ógerlegt væri að kom-
ast yf ir mýrarnar, en Grikkir létu ekkert af tra sér, gerðu
árás á ítali. Óðu þeir í blautum mýrunum, en þar er svo
mikil leðja víða, að ógerlegt er að veita nokkura aðstoð
þeim, sem særast. Drukknuðu margir hermenn Grikkja
í mýrarbleytunum, en hersveitirnar komust yfir þær,
gerðu áhlaup á stöðvar ítala og hröktu þær á frekara
undanhald.
Seinustu fregnir frá Grikk-
landi herma, að ménn geri sér
hinar bestu vonir um það í
Aþenuborg, að Grikkir hertaki
Argyro Castro mjög bráðlega,
vegna sigra þeirra, sem Grikkir
hafa unnið þar í grendinni. ít-
alir geta nú ekki flutt neitt að
frá Sante Quaranti, og Grikkir
eru aðeins 1% enska mílu frá
þeirri borg.
Vegna loftárása Breta og
Grikkja á Vallona og Durazzo
og aðrar hafnarborgir hafa It-
alir orðið að hætta við að flytja
herlið á sjó, að mestu leyti, til
Albaníu, nema til nyrstu hafn-
arinnar, en lið sitt flytja þeir
loftleiðis. Er það þó hættulegt
og bensíneyðsla mikil í slíkum
flutningum.
Bretar hafa gert loftárásir
með miklum árangri á Neapel
og Augusta á Sikiley.
Ilrotar grota ekki
tapað9 noma - - -
Reyosla og: upplýsÍDgrar, §em
era hnndruð miljóna virði.
EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun.
Fregn frá New York hemiir, að Chaney herforingi,
sem var sendur til London ásamt fleiri hersérfræðing-
um Bandaríkjanna, hafi komist svo að orði, að athug-
anir hans og reynsla meðan hann dvaldist í London
hafi sannfært sig um, að Bretar geti ekki tapað í styrj-
öldinni, nema því að eins að þeim verði það á, að verða
of öruggir í trúnni á sigurinn, og verði á vanrækslusynd-
ir af þeim sökum. Ef Bretar halda sínu striki, verða ör-
uggir í trúnni á sigurinn — en ekki of öruggir, og á-
stundi fylstu gætni, eins og þeir gera nú, er eg sannfærð-
ur um, að þeir munu bera sigur úr býtum um það er
lýkur.
Bandarikin fá nú frá Bretlandi, sagði Chaney her-
foringi — hernaðarupplýsingar, sem eru svo mikils
firði, að skiftir hundruðum miljóna dollara.
Petain vill
ekki stríð
við Breta.
Laval fer til Berlinar
þrátt fyrir alt.
London í morgun.
Fyrir skemstu barst fregn
um það, að Petain marskálk-
ur hefði beitt áhrifum sínum
gegn því að Laval færi til Ber-
línar, eins og áformað hafði
verið, og var þess til getið, að
Petain óttaðist að hann yrði um
of tilhliðrunarsamur, en svo
virðist sem Þjóðverjar beri nú
æ fleiri kröfur fram gegn
Frökkum og að mótspyrná*
frönsku þjóðarinnar gegn
Þjóðverjum þar í landi fari
vaxandi.
Petaih skýrði blaðamönnum
frá þvi í gær, að Laval mundi
fara til Berlínar bráðlega. En
önnur ummæli hans vöktu enn
meiri athygli, því að þau benda
til að það sé rétt, sem áður haf ði
fregnast, að Þjóðverjar vildu
fá Frakka með sér í stríðið
gegn Bretum. Petain sagði, að
Frakkar óskuðu ekki eftir
stuðningi neinnar þjóðar til
þess að verja nýlendur sínar í
Norður-Afriku, og hann tók
það fram, að ef Frakkar þægi
styrk Þjóðverja til þess, yrði
afleiðingin stríð við Bretland,
en það vildi Frakkar forðast.
Afleiðing þess' yrði loftárásir
á franskar borgir, og vel gæti
svo farið, segir fréttaritari Ti-
mes, að nýlendubúarnir gengi
þá í lið með de Gaulle, en á-
hrif hans fara nú mjög vax-
andi í Sýrlandi og víðar.
SÓKN AF HÁLFU BRETA
NÆSTA ÁR.
De Gaulle flutti ræðu i gær
og lýsti þeirri skoðun sinni, að
Bretar myndu hefja sókn sína
i lofti á næsta ári, því að þá
yrði lofthernaðarleg aðstaða
þeirra orðin miklu betri en nú.
De Gaulle sagði ennfremur, að
vænta mætti hernaðaraðgerða
af Þjóðverja hálfu á Miðjarðar-
liafi — en ef til vill ekki fyrr
en næsta ári.
Panamaskupðinum ,,lokað<(
£ , \£. Jabte/
PorHsmouTn
B0SHW1
-BnkiM "1
%$f ^x? NEWFO^UNDLAN
Gulf
of
Ar/ex/CO
KeyWesf'
»
L N T I C
%B£RMUDfí
E A N
/ifozo/ne/,
YUOITAN
(BRIT?$H
HÖflÐURAS
HONDURA^S'
NICARAGUA
PAC/r/C OCXMt
1**t~4. ¦ ¦ : ¦ •¦¦¦¦-¦-\
s<&<^
v»S>.
I eUANTANAMO^Al^
JHMfílC,
W i£
^M/l/iTt/i/QtJEÍFai
WST.LUC/Í/
Yy'' e**8/>OOS
iCaracas
VENEZUELA
Tfí/M/MO
'%¦ COLOMBIA
v^SOUTH AMERICi^
Útför
borgarstjórans
Kl. 1 í dag hófst jarðarför
Péturs Halldórssonar, borgar-
stjóra, á húskveðju að heimili
hans, Túngötu 38. Kirkjuat-
Iiöfnin, sem var útvarpað, hófst
klukkan langt gengin i tvö.
Sr. Bjarni Jónsson vígslu-
biskur^ flutti húskvejðjuna, en
sr. Friðrik Hallgrimsson flutti
kirkjuræðuna.
Alþingismenn og miðstjórn
Sjálfstæðisflokksins báru kist-
una í kirkju, en bæjarráðs-
og bæjarstjórnarfulltrúar úr
kirkju.
Fulltrúar frá Stórstúkunni
báru kistuna í kirkjugarðinn,
en starfsmenn bæjarins að
gröfinni.
Lúðrasveit'Rjeykjavikur ijék
sorgarlög við kirkjugarðsgöng-
una.
Kringlóttu blettirnir á myndinni sýna staði þá, sem Banda-
ríkin hafa fengið til afnota fyrir bækistöðvar hjá Bretum. Hafa
þeir fengið þá staði á leigu í 99 ár, og greitt leiguna með 50
tundurspillum. Svörtu tiglarnir tákna þá staði, sem Bandaríkin
notuðu áður, og nota enn, fyrir bækistöðvar. Þótti þeim Pan-
amaskurðurinn illa varinn áður, en nú segja þeir að honum sé
„lokað". —
Breska þingið ræðir rnn
hámarksverð á ísfiski.
Eftirfarandi umræður fóru fram í breska þinginu 6.
nóvember síðastliðinn:
Slökkviliðið kallad út.
Klukkan 6.22 í morgun var
Slökkviliðið kallað að Lauga-
tungu við Engjaveg. Hafði þar
kviknað í út frá rafmagni.
Eldurinn var á milli þilia og
varð að rífa vegginn öðru meg-
in, svo að komist yrði að eld-
inum til þess að slökkva hann.
Skaði varð nokkur, einkum
vegna þess að það varð að rífa
vegginn.
Hörð árás á borg
í V-Midlands.
London í morgun.
Aðalárás þýskra sprengju-
flugvéla í gærkveldi var á borg
eina í Vestur.-Midlands. Loftá-
rásin byrjaði snemma um
kvöldið og stóð hún í samfleytt
4 klst., með einu hléi, sem stóð
20 mínútur.
Árásirnar á London byrjuðu
líka snemma og var þeim lokið
að mestu kl. 10. — Nokkurum
sprengjum var þó varpað milli
10 og 12, en ekki neinum eftir
miðnætti. (
Flugmennirnir, beittu sömu
aðferðum og áður, vörpuðu í-
kveikjusprengjum og þar næst
sprengikúlum. En að þessu
sinni tókst fljótlega að hindra
útbreiðslu eldsins. —í um sex
hverfum borgarinnar varð mik-
ið tjón, en manntjón var furðu-
lega lítið.
Mr. Roland Robinson spurði
fulltrúa matvælaráðuneytisins
(Woolton, lávarður, verður að
hafá fulltrúa fyrir sig i Neðri
málstofunni, því að hann á ekki
sæti þar), hvort honum væri
það ljóst hvað fiskverð hefði
hækkað mjög síðastliðið ár og
hvort hann ætlaði að íhuga —
vegna hins mikla gróða erlendra
togaraeigenda — að koma á
eftirliti með verðlagi og leggja
aftur á 10% verðtoll á allan fisk,
sem lagður er upp i breskum
Jiöfnum af útlendum botnvörp-
ungum.
Major Lloyd George: Hæst-
virtum ráðherranum er það
ljóst, að fiskverð hefir mjög
hækkað og hann hefir nú til at-
hugunar verðlagseftirlit á fiski.
Hann getur samt ekki fallist á,
að nú sé tímabært að leggja
10% verðtoll á innflutnings-
vöfur.
Mr. A. Bevan: Er heiðruðum
þingfulltrúa ljóst hver- kald-
hæðni felst í því, þegar upplýs-
ingamálaráðuneytið sendir blöð-
unum matseðla til birtingar, m.
a. fyrir fisk, sem verkalýðnum
er ókleift að kaupa? Fiskverð
er óvenjulega hátt.
Major Lloyd George: Þetta
atriði er til athugunar.
Mr. George Griffiths: Er
heiðruðum þingfulltrúa ljóst að
fjöldi húsmæðra kallar þessar
morgunverðs-leiðbeiningar bull
og vitleysu og geta alls ekki far-
ið ef tir þeim
Kjartan
Ólafsson
sextugur í dag
Kjartan Ólafsson má telja
með allra þektustu borgurum
þessa bæjar, — vinsæll maður
og vel látinn; að ýmsu leyti
brautryðjandi i sinni ment og
nýtur mikils trausts hjá starfs-
bræðrum sínum og hinum f jöl-
mörgu viðskiftavinum.
Kjartan er einn þeirra
manna, sem með reglusemi,
atorku og stakri samviskusemi,
að hverju starfi, sem hann hef-
ir gengið, hefir brotist áfram i
lífinu af eigin ramleik. Ungur
misti hahn föður sinn og varð
snemma að virina fyrir sér, i
fyrstu við venjuleg sveitastörf,
en siðar við sjómensku. Dvaldi
hann um langt skeið í Eng-
landi og stundaði þar ýms
störf. Árið 1907 setti hann á
stofn hér i Reykjavik, ásamt
Sigurði Ólafssyni rakarameist-
ara, fyrstu nýtísku rakarastof-
una hér i bænum, en áður
höfðu þeir félagar lokið námi
í rakaraiðn i Kaupmannahöfn
á tiltölulega stuttum tíma og
með góðum vitnisburði.
Kjartan er íþróttamaður góð-
ur og lagði mikla stund á i-
þróttir, er hann var yngri að
árum. Hann er söngmaður á-
gætur, söngelskur og smekkvis
á þá hluti, og hefir um langt
Yfirlýsing.
Að gefnu tilefni skal það fram
tekið, að eg hefi ekki gefið Þjóð-
viljanum neinar upplýsingar
varðandi samningsuppkast
Dagsbrúnar, er sent var VinnU-
veitendafélaginu nú fyrir helg-
ina, og ritar Þjóðviljinn um
málið í algjörri vanþökk minni.
I viðtali, er eg átti við Sigfús
Sigurhjartarson, — en hann
simaði til min að fyrra bragði—
lagði eg áherslu á þessa afstöðu
mína, enda tel eg það ekki
heimilegt að taka upp umræður
um málið í blöðum, áður en
samningsaðilar hafa ræðst við.
Allar slikar umræður i blöðum
eru líklegri til að spilla fyrir
lausn málsins en bæta fyrir
henni, enda virðast skrif Þjóð-
viljans birt í þeim eina tilgangi,
og eru þau beint framhald af
þeirri kröfu kommúnista, að
VerkamannafélagiðDagsbrún á-
kvæði taxta, án þess að leita
nokkurra samninga við vinnu-
veitendur.
Sigurður Halldórsson.
skeið verið félagi í Karlakór
K.F.U.M. og siðar Karlakórn-
um Fóstbræður. Kjartan er
prýðilega skapi farinn, jafn-
lyndur og glaðvær, kýminn og
kann"vel að segja frá því, sem
broslegl er, — trygglyndur og
vinfastur.
Hinir mörgu vinir Kjartans
munu hugsa hlýtt til þessa
glaðværa atorkumanns á þess-
um tímamótum»í lífi hans og
óska honum langra og góðra
lífdaga.
M. G.
LÖNG STYRJÖLD.
Allir búast við langri styrj-
öld. Kemur það fram'í fregn-
um hvarvetna í Bretlandi og
Bandaríkjunum^, að menn gera
ráð fyrir marga ára styrjöld,
og allar framkvæmdir og und-
irbúningur miðast við það.