Vísir - 04.12.1940, Blaðsíða 3

Vísir - 04.12.1940, Blaðsíða 3
VlSIR menn. Enda er það sú mesta upphefð, sem mér hefir lilotn- ast i lífinu, að fá að vera þarna með. Hannes Hafstein liafði ort kvæðið Sjá roðann á hnjúkun- um háu. Jón Laxdal hafði samið lagið. Sigfús Einarsson var söngstjórinn. Pétur Halldórs- son var einsöngvarinn. Hver gleymir því, sem á ldýddi, þegar hann „féll inn“ með sólóna: Allar elfur 'vaxa og öldum hvik- um liossa. Þar svall þróttur vorsins i ljóði, lagi og söng. 17. júni 1911 varð öllum minnis- stæður dagur. Ef til vill var söngur Péturs Halldórssouar það ógleymanlegasta. Á þessum árum lieyrði eg Pétur syngja margt. Ef til vill hefir honum látið hesl að syngja þróttmikil lög eins og „Við Vala- gilsá“ eftir Sveinbjörn Svein- björnsson. En eg man líka hvernig hann söng einsönginn i „Kan det tröste“ eftir Halvdan Kjerulf. Tekstinn og lagið er hvorttveggja mjög ljóðrænt og dálítið viðkvæmt. Pétur var ekki með neina væmni, en samt tókst honum að beita hinni karl- mannlegu bassarödd sinni svo, að þeir sem á hlýddu, fundu, að einmitt svona átti að syngja lagið. Það er óvíst hvort hinn ó- svikni málmur i Pétri Halldórs- syni, hefir nokkurs staðar kom- ið skýrar í ljós en rödd hans. Sá hreimur líður aldrei úr eyrum þeim, sem kyntust honurn. Hann minnir helst á tíbrá á hlýjum sumardegi. Yfir söng lians var eittlivað látlaust, drengilegt, s a 11. Þannig var maðurinn allur, látlaus, drengi- legur, sannur. I gömlum þýskum stúdenta- söngbókum er þetla motto: Wo man singt, da lasz dich ruhig nieder, böse Menschen liaben Keine Lieder. Á íslensku mætti kannske orða þetta svo: Þar söngur ómar seslu glaður. Það syngur enginn vondur maður. Það má vel vera, að ekki sé rétt að taka þetta altaf bókstaf- lega. En það var alveg áreiðan- lega óhætt að setjast niður lijá Pétri Halldórssyni. Hann söng svo að þannig „syngur enginn vondur maður“. Árni Jónsson. Hallórsson og skólamálin Eg kyntist Pétri sál. Halldórs- syni fyrst, er hann sjálfur sat á skólabekk, bjartur yfirlitum, hýr á svip og hinn prúðasti og ástúðlegasli í allri umgengni, en þó ákveðinn og fastur fyrir, ef honum fanst sér eða öðrum misboðið. Eg kyntist honum enn nánar, er hann fór að gefa úl hverja kenslubókina á fætur annari og tók sæti í skólanefnd Reykja- vikur. En best kyntist eg hon- um þó, eftir að liann sjálfur á- samt 16 öðrum Reykvíkingum gekst fyrir stofnun Gagnfræða- skóla Reykvíkinga hauslið 1928, er horfur voru á að loka ætti Mentaskólanum í Reykjavík fyrir lielmingi allra þeirra Reykjavíkur ungmenna, er þangað vildu sækja og áttu full- an rétt á þar inn að komast. Þá fyrst fór hann verulega að láta til sin taka í skólamálum og öllu því, er skólahald varðar. Sem formaður skólanefndar út_ vegaði hann skólanum all-veru- lega fjárliæð úr bæjarsjóði, er hann hefir jafnan notið síðan. Hann gekst og fyrir, að hann fengi réttindi á við gagnfræða- deild Mentaskólans, og var jafn- an á verði um það, að á liann væri i engu hallað. Mátli heila, að hann i einu og öðru væri for- sjón og bakhjarl skólans. Tvisvar á ári kom hann að jafnaði til okkar, á meðan liann gat því við komið, á miðsvetrar- hátíð slcólans og við skólaupp- sögn á vorin, er nemendui*, að prófum loknum, komu aftur, hressir og kátir, úr nokkurra daga útilegu. Hafði liann þá oft orð á því, hve gaman væri að iiorfa yfir svo fríðan hóp og mannvænlegan. Síðustu árin, eftir að hann varð borgarstjóri, gat hann ekki sint skólanum svo mjög sem áður, en var þó jafnan boðinn og búinn að rétta honum hjálp- arhönd. Virlist lionum að síð- ustu, að gera ætti skóla þenna að mentaskóla. Væri full þörf á því fyrir bæinn, að hann eign- aðist sinn eigin skóla og héldi honum uppi, svo mannmargt sem orðið væri í bænum, meira en þriðjungur allra lands- ínanna. Einhver síðasta ganga Péturs Halldórssonar og eitthvert síð- asta bréfið, sem hann reit, áður en liann, lagðist banaleguna, var þess efnis, að fara þess á leit við kenslumálastjórnina, að Gagnfræðaskóli Reykvíkinga yrði gerður að mentaskóla. Eg bygg, að Pétur Halldórs- son sé einhver mesti rnann- kosta maður, er eg liefi þekt um ævina, réttsýnn og þó vorkunn- látur, einn liinn grandvarasti maður í öllu dagfari og þó hinn góðlátlegasti; maður, sem aldrei sagði misjafnt orð um pólitíska andstæðinga sina og vildi hvers manns vandræði leysa, karl- menni, góðmenni, göfugmenni, alt í einni persónu. Því eru það fáir menn, mér vandalausir, sem mér er jafnmikil eftirsjón að og Pétri Halldórssyni borgar- stjóra. Ágúst H. Bjarnason. Goodtempl- arinn Pétur Halldórsson Pétur Halldórsson borgar- stjóri gekk 14 ára gamall i stúkuna Verðandi nr. 9, ásamt foreldrum sínum og nokkrum kunningjuni þeirra, og hefir siðan verið félagi stúkunnar. Pétur varð fljótt áhrifamað- ur innan félagsins og æðsti- templar stúkunnar og síðan um fjölda ára einn af áhrifa- mestu félögum hennar og ósér- lilífinn starfsmaður liennar, er beitti áhrifum sínum fyrir liana. Er hann var ungur, stofnaði hann söngfélag, er nefnt var Fóstbræður. Voru fé- lagar þess Jón bróðir lians, Einar Viðar kaupni. og Viggo Björnsson bankastjóri. Allir voru þeir félagar stúkunnar, og skemtu þeir margoft með söng sinum. Pétur var mjög söng- elskur, söngmaður góður, og þátttakandi síðar i söngfélög- um. En starfsþrek Péturs var mikið, og voru því lögð á lierð- ar lians vandameiri og áhyrgð- armeiri störf, en þau er stúka hans gat veitt honum. Árið 1917 var hann í einu hljóði kosinn . yfirmaður Reglunnar (Stórtemplar) og gegndi liann því starfi í 5 ár, og var alltaf endurlcosinn i einu hljóði. Sýn- ir það best, bve mikið traust félagarnir báru til hans. En það var ekki nóg með það, að harin ætti svo visa kosningu, heldur gat hann með einu orði ráðið því hverjir voru kosnir með honum i yfirstjórn Reglunnar. Síðar gegndi liann aftur störf- um stórtemplars. Pétur stjórn- aði með stakri feslu og rælcti störf sín af mikilli alúð, en auk þess liafði hann sérstaklega gott og þýlt viðmót, var altaf kurteis i umræðum, og það þólt hann gæti verið þungorð- ur, þá var það laust við kala og persónuleg móðgunarorð. Það var því eðlilegt, að hann væri rnjög vinsæll. Ýmsum þótti hann vera of fastur og liægfara, vildu að alt gengi liraðar og örar, en þeir vissu það allir, að þegar Pétur tólc að sér mál og fór að vinna fyr- ir það, þá var því borgið og hann yfirgaf það ekki, þótt mótspyrna og erfiðleikar mættu honum. Reglan fjölgaði félögum und- ir stjórn hans, en viðhorfið breyttist að ýmsu. Ýms innan- félagsmál risu upp, og urðu oft um þau liarðar deilur. En þótt Pétur stæði framarla í þeim, þá var sanngirni hans og sátt- fýsi það, er mest bar á. Þó sveigði liann aldrei frá máli sínu, hvernig sem á stóð og við liverja sem var að etja. En það var á móti eðli hans að kné- setja mótstöðumenn sína eða troða þá niður. Af málum, er vörðuðu Regluna, var baráttan um Spánarvínin mest rædd. Þá var Pétur fyrrverandi stór- templar og fylgdi liann, og eins stórtemplar, þvi að undanþág- an væri gefin. Þeir töldu, að annað stefndi málefnum þjóð- arinnar i fjárhagslegan voða. Pétur fór ekkert dult með þessa skoðun sína, og hopaði hvergi, þegar að honum var veitst, og| ýmsir templarar fylgdu honum að málum. Svo var Pétur hreinn og beinn í orði sém verki. Þegar Pétur lók við forstöðu Reglunnar, var liún i miklum skuldum. Pétur gaf mildð fé og fékk aðra félaga stúkunnar Verðandi til að gefa stórgjafir, svo skuldirnar voru allar greiddar upp, og mikið léttara varð um allar framkvæmdir, einkum útbreiðslu bindindis. Og ætíð er stúkan hans hafði einhver hjálparmál með liönd- um, var liann þar með og styrkti það. Þegar við stúkufélagar hans fórum að starfa að því, að koma Pétri í bæjarstjórn, þá áttum við að berjast við ýmsa erfiðleika. En erfiðastur var Pétur. Eg man það, er hann marglagði að mér að lofa sér að vera í friði, og tilnefndi mig og fleiri í sinn stað. Sá bardagi lyldaði með því, að hann léti það afskiftalaust, þar sem hann væri ekki i tilnefninganefnd- irini. Kunningi minn, er var einn af aðalmönnum flokksins, var mjög á móti Pétri, en sagði að þar sem eg héldi þessu svo stíft fram, segði hann ekkert; eg hefði rejynst sannspár um menn og því léli liann það eiga sig. En eg held enn, að aðal- mótbáran, er liann hafði móti Pétri væri sú ein, að liann væri svo harður og eindreginn góð- templari. Þetta sýnir álit után- reglumanna á Pétri. Þeir vissu, að bindindismálið var honum lijartfólgið mál, mál, er hann berðist fyrir livar og livenær sem væri. Og þeir vissu afar vel, að frá sannfæring sinni viki hann hvergi. En eins og allstaðar annars- staðar reyndist Pétur fastur, einbeittur og ótrauður félagi. í bæjarmálum sem öðru ávann hann sér traust og vinsældir, vinsældir sem hvergi nrinkuðu en allstaðar urðu þeiin mun meiri og traustari, sem menn kyntust lionum nánar. Til hans báru allir traust, þeir vissu að orðum hans mátti trúa, og þeir vissu að betri og öruggari skoð- anabróðir en liann var ekki hægt að hugsa sér. Nú er Pétur horfinn sjónum vorum. Allir þeir mörgu, er kyntust honum, sakna lians, en söknuðurinn er þeim mun meiri sem viðkynningin var meiri. En þeir geyma allir í hug sér minning um góðan og á- gætan mann. Það er mér ljóst eftir yfir 30 ára samstarf með honum. Reglan hefir nrist mikið, það finna félagar hennar, og um land alt. Við félagar hans get- uni ekki heiðrað minningu lians betur, en með því að vinna af enn meiri alúð og fórnfýsi að þvi að efla bindindi í landinu. Með þvi styðjum við það málið, er Pétri var kærast, það riiálið, er hann tók að sér á unga aldri og barðist alltaf fyrir. Qóðtemplarar og bindindlis- menn um land allt þakka lion- um starfið og biðja Guð að blessa minningu lians. Pétur Zophoníasson. 15. október 1901 gjörðist Pét- ur Ilalldórsson meðlimur st. Yerðandi nr. 9. I þeim störfum eins og öðrum varð hann fljót- lega forystumaður. Árum saman vann hann að framgangi stúku sinnar, og taldi liennar heiður sinn heiður. Vegna höfðingsskapar síns i sjón og reynd vai*ð hann hverj- um manni vinsælli, enda dreng- skaparmaður slíkur, að þess munu fá dæmi. Af þessum ástæðum varð hann okkur svo kær. Hann var hið góða fordæm- ið. Hann var sá í fremstu röð þeirra, er allir góðir menn og skynbærir vilja líkjast sem mest. í minningu slíkra er ljúft og skylt að vinna fyrir bindindis- máíið í þessum bæ. Þ. J. S. Stjórnmála- starf Péturs HaUdórs- sonar Pétur Halldórsson var i eðli sinu maður hlédrægur, og litt fyi’ir það gefinn, að hafa sig mjög í frarrimi í opinheru lífi. Hinsvegar sköpuðu mannkostir. hans honum það traust, að Reykvíkingar töldu hverju máli vel borgið, sem liann vildi sinna, og árið 1920 var liann kosinn í bæjarstjórn Reykjavíkur og átti þar sæti alla tíð síðan. Hann hefir þannig átt þátt i öllum hinum, miklu framkvæmdum og framförum, ,sem hér liafa orðið síðustu 20 árin. Með starfi sinu í bæjarstjórn ávann hann sér það traust, að er Jón Þorláksson féll frá var liann einróma kjörinn til starfans af flokksbræðrum sinum í bæjar- stjórn, sem var það vel ljóst, að slíkt sæti var vandskipað og ekki fært neinum miðlungs manni. Afskifti Péturs Halldórssonar af bæjarmálum og þingmálum mótuðust fyrst og fremst af stefnufeslu, drenglyndi og trú- mensku við það, sem liann taldi rétt í liverju máli. Munu and- stæðingar hans liafa talið liann ærið íhaldssaman, en hitt er mála sannast, að ef hann taldi mál horfa til framfara, veitti hann því öruggan stuðning og tók þá ekki tillit til annars en þess, sem liann taldi liverju máli fyrir bestu. Hann nriðaði gerðir sínar aldrei við stundar- liagsmuni, heldur fyrst og fremst hitt, sem hentast væri til framhúðar. Hann var at- hafnamaður og að sumu leyti brautryðjandi í ýmsum grein- um, t. d. ræktunarniálum, flug- málum og útgerðarniálum og veitti yfirleitt allri þeirri við- leitni stuðning, sem hann taldi stefna til bóta. Iiafði hann mik- il áhrif á alla afgreiðslu mála innán flokks síns á þingi, en kröftum sínum einlieitti liann á síðari árum fyrst og fremst í þágu Reykjavíkurbæjar. Er Pétur Halldórsson tók við borgarstjórastöðunni átti Reykjavíkurbær við mikla og margvíslega örðugleika .að stríða, sem m. a. stöfuðu af auknum álögum frá liendl lög- gjafarvaldsins, og skal það ekki ralcið hér. Ilafði það þó þá þýð- ingu að borgarstjóri varð að beita kröftum sinum fyrst og fremst til þess að vemda bæjar- félagið fyrir ágjöfum, auk Jiess, sem uppbyggingarstarf var liafið að hinu leylinu. Beitti borgar- stjóri sér fyrst og fremst fyrir framgangi hitaveitumálsins, og þótt honum entist ekki aldur til að sjá fullan árangur starfs síns í því efni, verður þó nafn hans æ og ævinlega tengt við þetla þj óðþrif af yrir tæki. Pétur Halldórsson var að eins 53 ára er liann liné i valirin, og er að lionum mikil eftirsjá bæði fyrir bæjarfélagið og landið í heild. K. G. FJELAGSPREHTSrilÐJUNNAR K. fTÍTm. Almenn samkoma annað kvöld kl. 8V2. — Síra Bjarni Jónsson vigslubiskup talar um prestsstarf i Reykjavík. Allir velkomnir. Dýnamóar MILLER dýnamóar og lugt- ir eru komnar. SAMA ÓDÝRA VERÐIÐ. • é Orninii Laugavegi 8. Vesturgötu 5. heldur desemberfund sinn í kvöld kl. 8i/2 í húsi K. F. U. M. — Áfram að markinu. Stjórnin. Vörubifreið 4 cyl. Chevrolet, 1 y2 tonn, í góðu standi, er til sölu ódýrt. Uppl. í sima 9262. S. R. F. I. Sálarrannsóknafélagið heldur fund i Guðspekihús- inu fimtudagskvöld kl. 8y2. Forseti, s r. Jón Auðuns: 1 helgidóminum (erindi). —■ STJÓRNIN. Uerilækkn GÚMMÍSKÓR KARLA OG KVENNA seljast með mikið lækkuðu verði næstu daga. GÚMMÍSKÓGERÐIN VOPNI, Aðalstræti 16. Líftryggingar — Brunatryggingar V átryggin^arikrífstofa Sigfiisar Sigflivatssonar Lækjargötu 2. — Sími: 3171. Sökum hinnar sífelt auknu dýrtíðar höfum vjer neyðst til að hækka verð á öllum þvottum frá 1. des. að telja. ^ _ r' . * ÞVOTTAHÚS REYKJAVÍKUR. NÝJA ÞVOTTAHÚSIÐ. ÞVOTTAHÚSIÐ GRÝTA. ÞVOTTAHÚSIÐ DRÍFA. Jarðarför móður og tengdamóður okkar, Ingveldar Jónsdóttur fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 6. þ. m. og hefst með húskveðju á heimili hennar, Hringbraut 64, kl. 1 e. h. Rannveig og Sigfús Kolbeinsson. Eyþóra og Henrik Thorarensen. Eyjólfur Guðmundsson, oddviti, Hvammi, Landmannalireppi andaðist í nótt. Aðstandendur*

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.