Vísir - 05.12.1940, Blaðsíða 2
VlSIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F.
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson
Skrifst.: Fiélagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12
(Gengið inn frá Ingólfsstræli)-..
Símar 16 6 0 (5 línur).
Verð kr. 2.50 á mánuði.
Lausasala 10 og 25 aurar.
FélagsprentsmiSjan h/f.
Bindindi í
skólum.
TjING Sambands bindindisfé-
laga í skólunx hefir nýlega
verið háð hér í bænum, og hafa
þar verið rædd ýms vandamál
er leiða af vínnautn lands-
manna og hinum breyttu við-
horfum hér innanlands. Forseti
Sambahdsins hefir sent blöðun-
um ávarp þar sem hann gerir
grein fyrir afstöðu hinnar bind-
indissömu skólaæsku og segir
þar m. a.:
„íslensk skólaæska á að vera
fremst í fylking hins islenska
þjóðvarnarliðs. Hún á að sýna
og sanna, að hún verðskuldi
þau gæði, sem henni hafa
hlotnast. Þess vegna hlýtur hún
að láta bindindismálið til sín
taka. Barátta íslenskra bindind-
ismanna er margþætt. Þeir
berjast fyrir verndun hins ís-
lenska fullveldis. — Málstaður
þeirra er göfugur, og hlutverk
þeirra veglegt.
Skólaæska íslands verður að
standa andspænis þeirri stað-
reynd, að drykkfeldur maður
hlýtur ávalt að teljast óment-
aður maður í skóla lífsins.
Hann hefir fallið við það próf,
sem örlagaríkast er framtíð
hans og þjóð.
Sá hluti æskunnar, sem ekki
hefir átt þess kost að mentast
í skólum Iands vors, verður
einnig að veita hugsjón bind-
indisstefnunnar brautargengi:
Henrii ber að sanna í verki, að
hún standi eigi þeim að baki, er
mentaveginn gengu.
Bindindismálið þarfnast ó-
skifts fylgis allra góðra íslend-
inga. Hugsjón þess á aldrei að
vera einkaeign vissra manna
eða hópa. Hún á að vera eign
þjóðarinnar allrar sem heildar.
Því er oft haldið fram, að
lífsbaráltttan móti lífsskoðanir
manna. — Islenskri þjóð má
vera það ljóst, að hún þarfnast
heiilbrigðra og heilvita þegna.
Þeir, sem heyja hildi við sollinn
sæ og óblíð náttúruöfl, hljóta
að sjá, að þeir verða umfram
alt að hafa stjórn á hugum og
höndum. Dnukkinn maður hef-
ir svift sig heilbrigði, viti og
skynjun. Hann ræður ekki orð-
um sínum né athöfnum. Hann
væri talinn óhæfur til þess að
stjórna fleyi í brimi og boða-
flaumi. Hann væri Jalinn óhæf-
ur til þess að leysa öll þau störf
af höndum, sem reyna á lifandi
hugsun og óbrjálaða dóm-
greind.
íslenska þjóðin er nú að sigla
fleyi sínu gegnum brim og
boðaflaum hinna erfiðu tima.
Þeir, sem um stjórnvölinn
halda, verða að vera vel til for-
ystu fallnir. Hið óbreytta lið,
hin almenna áhöfn', verður
einnig að vera gædd hæfni til
starfs og stórræða. Áhöfn hins
íslenska þjóðarfleys verður ,að
vera skipuð gagnmentuðum og
algáðum mönnum.
Islenskir bindindismenn verða
að telja sig varðmenn hins þráða
þjóðfrelsis. Þeir verða að telja
sig hermenn í þeirri menning-
arbaráttu, sem nú er háð á ís-
landi. Vopn þeirra eiga að vera
rök góðs málstaðar. Sigur-
draumur þeirra á að/vera gagu-
mentuð, algáð og fullvalda is-
-lensk þjóð. Beri þeir sigur af
hólmi muiía'.þeir hljóta ódauð-
legan orðstír sögunnar að sig-
urlaunum. En bíði þeir ósiguf
munu þeir sjá vígi liins íslenska
niálslaðar hrynja í rústir.
Þing S.B.S. hefir nýlega lokið
störfum. Þar með er nýtt starfs-
ár hafið. S.B.S. heitir á alla
æskumenn og æskukonur að
Ijá hugsjón sinni lið. Það heit-
ir á alla bindindismenn að hef ja
markvíst starf og sigursókn.
S.B.S. vill gera alt, sem því er
auðið, til þess að skapa einhuga
sveit íslenskra bindindismanna.
I samvinnu og samhygð skal
sigur framtíðarinnar verða
unninn. Skólarnir eiga að út-
skrifa sanna mentamenn, menn
sem hafa fundið lifsgildi í nám-
inu. Þeir eiga að kenna þeim
þær dygðir, sem enga menning-
arþjóð má skorta. Þeir eiga að
gera þá hæfa liðsmenn í þeirri
lífsbaráttu, sem allir hljóta að
heyja.
En S.B.S. vill að hugsjón þess
nái lengra en til skólanna, þótt
þeir verði hinn fyrsti áfangi.
Það vill, að hún fylgi skólaæsk-
unni út í bygðir ogbæi, út í
islenskan starfsheim. Þegar
þjóðin man hugsjón bindindis-
málsins ávalt og æfinlega er
himi' fullkomni sigur unninn.
Þá hefir draumurinn um al-
gáða, gagnmentaða og full-
valda þjóð rætst. Þá geta ís-
lendingar talist sönn menning-
arþjóð.
Nú fer vetur í hönd. Margir
munu horfa kvíðnir til fram-
tíðarinnar. En ef hugsjón bind-
iridismálsins á djúpan hljóm-
grunn í þjóðarsál íslendinga, er
engin ástæða til örvæntingar.
Þá munu íslendingar koma
sterk'ari og stórhugaðri úr
hreinsunareldi hinna erfiðu
tíma. £á þurfum við ekki að
óttast langan velur, þvi að
þjóðin á þá þann vorhug, sem
boðar hækkandi hamingjusól
íslands."
Utför Péturs
i ii imiiiimmwhiii.....iiam—M—i
Halldórssonar
"7- borgarstjóra
í gær.
Útför Péturs Halldórssonar
borgarstjóra í gær hófst kl. 1
með húskveðju að heimili hans
við Túngötu. Séra Bjarni Jóns-
son flutti húskveðjuna.
Um leið og líkfylgdin lagði
af sf^ið, kvað við klukknahring-
ing frá Landakotskirkju, er
hélst óslitið þangað til líkfylgd-
in kom að Dómkirkjunni.
Við Dómkirkjuna var ríkis-
stjórnin mætt, ennfremur full-
trúar erlendra ríkja í einkennis-
búningum, auk mikils fjölda
annars fólks, er þangað var
komið til að fylgja hinum látna
borgarstjóra til grafar.
Inn í kirkjuna báru fulltrúar
frá Alþingi og miðstjórn Sjálf-
stæðisflokksins kistuna, en
kirkjuathöfnin sjalf hófst með
því að Dómkirkjukórinn söng
sálminn „Guð komi sjálfur nú
með náð", eftir Hallgrím Pét-
ursson. Síra Friðrik Hallgríms-
son flutti útfararræðuna, en að
henni lokinn söng karlakórinn
„Fóstbræður" tvo sálma.
Fjöldi blómsveiga höfðu bor-
ist, m. a. frá ríkisstjórninni,
Miðstjórn og þingfl. Sjálfstæðis-
isflokksins, bæjarstjórninni,
danska sendiráðinu, dómkirkju-
söfnuðinum, K.F.U.M., Verslun-
arráði Islands, Verslunar-
mannafélagi Reykjavíkur,
Varðarfélaginu, Málfundafélag-
inu Óðni, Gagnfræðaskóla
Finski skipstjórinn hélt
áfl hér vírsjiættiisvæfll
llami var óknnnngnr hér ogr bað
því um aðstoð.
INÖTT kom hingað finskt
flutningaskip, Pandia, frá
Mariehamn á Álandseyjum, sem
er á leið frá Petsamo til Balti-
mor.e í Bandaríkjunum. Hafði
komið leki að skipinu og það
því leitað hafnar hér.
Skipið sendi skeyti í gær-
morgun til hafnarskrifstofunn-
ar hér og skýi'ði frá því, að það
væri kortalaust og lekt og þyrfti
að fá leiðbeiningar til að kom-
ast til hafnar hér. Hafði skip-
stjóri aldrei komið hér áður, en
taldi ekki útilokað að hér væri
hættusvæði og óskaði því eftir
aðstoð. En skipið var ekki
bjálparlaust.
Hafnarskrifstofan náði sam-
bandi við togarann Maí, sem
staddur var í Garðsjó og var
hann fenginn til að fara finska
skipinu til hjálpar. Jafnframt
var Maí útvegað leyfi til að nota
lof tskeytastöð sína, meðan hann
væri í þessu ferðalagi. Fylgdi
Maí síðan finska skipinu til
hafnar hér og komu þau hing-
að i nótt.
Pandia, sem var statt milli
Reykjaness og Eyrárbakka,
þegar það sendi skeytið hingað,
er fermt pappír, trjákvoðu og
stykkjavöru. Lekinn er 'oían-
þilja og þótti skipstjóra óvar-
legt að fara lengra á skipi sínu
með þenna farm, án þess að
leita hér viðgerðar áður.
Farmurinn, sem skipið er
með, hefir nefnilega þann eig-
inleika áð bólgna, ef hann blotn-
ar. Var því hætta á því, að hanri
sprengdi þilfar skipsins.
Reykvíkinga, Stórstúku Islands,
Stúkunni Verðandi, Mæðra-
styrksnefnd, Fél. íslenskra
prentsmiðjueigenda, bekkjar-
bræðrum, Reykjavíkurhöfn,
starfsfólki á skrifstofum bæjar-
ins, slökkvistöð og Sundhöll
Reykjavíkur.
Þegar kistan var borin í og
úr kirkju, stóð lögreglulið,
slökkvilið og nemendur Gagn-
fræðaskóla Reykvíkinga heið-
ursvörð úti fyrir kirkjunni.
Pétur
Halldórsson
borgarstjóri
vinur barna og vinur Krists.
Það er dálítið erfitt að skrifa
um þá látnu, sem manni er
best við. Eg segi ekki „var best
við", því að látinn lifir, og mér
er jafn vel við vini mína, sem
farnir eru heim á undan, eins
og mér var meðan eg sá þá iðu-
lega.
Um Pétur Halldórsson borg-
arstjóra hefir þegar verið
margt skrifað gott, og eg get
borið um það, eftir 30 ára nána
viðkynningu, að Jpað er alt satt,
og skal ekki endurtaka það.
En tvennu langar mig til að
bæta við eða undirstrika enn
betur:
Pétur Halldórsson var vinur
barna, og átti traust barna
meir en í meðallagi. Get eg
nefnt þess tvö glögg dæmi.
Á heimili mínu var fyrir fám
árum lítil stúlka í vöggu, sem
misst hafði mömmu ' sina
klukkutíma gömul. Pétur kom
að sjá barnið, kraup við vöggu
þess og blessaði það með tár
í augum. Það hefði borgarstjóri
ekki gert, ef hann hefði ekki
verið barngóður mjög.
Fyrir mörgum árum var á
heimili mínu verið að tala um
munaðarlaus börn, sem nýver-
ið höfðu misst foreldra sína.
Lítil stúlka, 5 eða 6 ára gömul,
sem hlustaði á samtalið, sagði
þá: „Ef eg missi pabba og
mömmu, þá fer eg til Péturs
Halldórssonar og bið hann áð
véra pabba minn." — Eg held
eg hafi ekki heyrt barn lýsa
betur trausti sinu á óviðkom-
andi manni, þótt dálítið væru
þau skyld. — Hún þurfti ekki
á þessu að halda litla stúlkan,
en löngu seinna sýndi Pétur
henni þá síðustu vinsemd, að
bera, likkistu heririar með
bræðrum hennar frá æsku-
heimilinu. —
Pétur Halldórsson var vinur
Krists. Mér er vel ljóst, að það
er stórt orð, sem skammsýnum
mönnum ber að fara varlega
með. En eg hefi verið með Pétri
í sóknarnefnd Reykjavikur síð-
an vorið 1916; er mér því vel
kunnugt um góðar tillögur
hans í kirkjumálum, og oft átt-
um við samtal um trúmál utan
funda, samtal, sem, að sjálf-
sögðu er ekkert blaðamál.
1 æsku sá hann hvert foreldr-
ar hans sóttu þrek í langvinn-
um veikindum föður hans, dg
svipað þrek eignaðist ' hann
smám saman sjálfur. Þegar
hann varð borgarstjóri, kviðum
vér samnefndarmenn hans því,
að hann mundi ekki geta verið
lengur í sóknarnefnd vegna
annríkis. En Pétur sat kyr hjá
oss, sem betur fór og sótti fundi
sem áður, þegar heilsan leyfði,
af því að honum voru kirkju-
mál kær, og áhugi hans mikill
á, að góðum prestum fjölgaði
hér i bænum.
Vér samnefndarmenn hans
söknuðum þess mjög undan-
farna mánuði að sjá hann ekki
á fundum vorum. Vér treystum
honum svo vel, að þá sjaldan,
ér oss hinum sýndist sitt hverj-
um, þá féllumst vér venjulegá
allir á tillögur hans.
Guð blessi oss öllum minn-
ingarnar um Pétur Halldórs-
son.
Sigurbjörn Á. Gíslason.
Höfðatún, Samtún, Miðtún Há-
lún, Móatún. Frestað var að
taka nokkra ákvörðun í málinu.
Þá lagði byggingarfulltrúi,
samkvæmt beiðni borgarstjóra,
fram tillögu um sameinirigu
þessara gatna: Kirkjugarðsstígs,
Hólatorgs, Sólvallagötu og Sel-
landsstígs. Verði öll gatan látin
heita Sólvallagata.
Afgreiðslu málsins var frest-
að, en verði það samþykt, nær
Sólvallagatan alla leið austan
frá Suðurgötu ogl vestur að sjó.
Þá yrði jafnframt að breyta
töluröð lóðanna við götuna og
fylgdi sú röðun með tillögu
byggingarfulltrúa. Verða þá alls
97 lóðir við Sólvallagötu, en nú
er hæsta númer við götuna 47.
il
Fyrfrhugaðar
götur:
Nöfn þeirra
endi á ntúncc
W síðasta fundi byggingar-
nefndar, sem haldinn var
fimtudaginn 26. nóv., var m. a.
rætt um nöfn á fyrirhuguðum
götum milli Hringbrautar og
Laugarnesvegar, neðan Hverfis-
götu og Suðurlandsbrautar. *»
Lagðar voru fram tillögur
próf. Ólafs Lárussonar, próf.
Sigurðar Nordals og háskólarit-
ara Péturs Sigurðssonar um
götuheiti þessi. Leggja þeir til,
að götunöfn á svæði þessu endi
á „túri", og götur þær, sem þeg-
ar eru ákveðnar, fái nöfn sem
hér segir (samkvæmt uppdrætti
sem fylgdi tillögunum): Sætún,
Nokkur orð
um nýja bók.
Elinborg Lárusdóttir: Föru-
menn I.-III., 324+286+334
Reykjavík 1939—1940.
I.
Vér sem ekki erum bókmenta-
fræðingar né listdómarar að
; lærdómi eða ævistarfi, heldur
aðeins venjulegir, bókelskir
menn, hljótum að vera mjög
hikandi og auðmjúkir, er vér
tökum oss penna í hönd, til þess
að segja öðrum frá bók, sem
oss var ánægja að lesa. Vér get-
um með engu móti kveðið upp
óáfrýjanlega dóma með sama
hætti og Salómon. Oss fer best
að fullyrða sem minst um það,
hvernig siðari tíma dóma þau
verk fá, er samtíð vor dáði mest.
Vér getum að eins að leik-
manna hætti sagt frá því, sem
oss þykir um bækur og önnur
verk mannanna. Og þetta ættum
vér að mega gera, þótt vér séum
að eins „duft og aska".
Annars hygg eg, að það séu
ekki ritdómar, sem ráða mestu
um gengi og vinsældir bóka,
: þegar til lengdar lætur. Tísku-
stefnur geta nokkuru valdið um
það, hvað mestan fær byrinn í
bili. Þegar tískustefnurnar eru
dauðar, lifir það eftir sem lífs-
gildi hefir, hvernig sem samtíð-
in mat gildi þess. Hitt er annað
mál, að þótt orð vor og dómar
eigi sér sjaldnast langan aldur,
þá má oss virðast skylt að láta
þess getið sem gert er, og oss
þykir betur gert en ógert. Það
getur ef til vill stuðlað eitthvað
að því, að þjóðin kynni sér verk-
I-iidvig Guðmundsson:
Nf myrkvunaráform
lOO^ myrkvun l>æ|ariii!S.
— I gær var mér bent á ef tii'far-
andi ummæli, er birtust í grein
í Vísi þ. 27. nóv, s,L:
„Hinar stöðugu rafmagnsbil-
anif hafa séð fyrir því að menn,
— að minsta kosti í sumum
hverfum bæjarins, — geti gert
sér fulla grein 'fyrir hvernig
Reykjavik hefði litið út i vetur,
ef myrkvuninni hefði verið
komið á. Allir fagna því, að til
þess kom ekki, og menn skilja
heldur ekki að þess' hefði gersí
nokkur þörf, með því að ef í
nauðirnar rekur, má myrkva
borgina á hinn tryggilegasta
hátt, með því að taka af raf-
strauminn.*) Þótt Reykvíkingar
séu vongóðir, og búist ekki við
að til loftárása komi, eða ann-
ara hörmunga, er engin ástæða
til ofmikillar bjartsýni, —• um
það hafa vissir atburðir sann-
fært menn síðustu vikurnar."
Þar eð skoðun sú, er orð
*) Leturbreyt. mín. — L. G.
þessi túlka, er reist á misskiln-
ingi, leyfi eg mér að taka þetta
f ram:
1. Yfirstjórn breska setu-
liðsins átti frumkvæði að á-
formum þeim um myrkvun
Reykjavíkur, er mestum um-
ræðum ollu hér í ágúst síðast-
liðnum. Tillögur um þetta voru
birtar í bréfi frá herstjórninni
til íslensku ríkisstjórnarinnar.
Málgagn forsætisráðherra, Tím-
inn, skýrði frá þessu 9. ágúst sl.
og hefir þeirri frásögn eigi verið
hnekt opinberlega, svo að mér
sé kunnugt.
2. Loftvarnanefndin öll var
myrkvuninni frá öndverðu and-
víg og studdi þá afstöðu sína
við veigamikil rök, sem óþarft
er að rekja hér. Mörg þeirra
raka komu og síðar fram, frá
öðrum, í blaðaskrifum, er um
málið spunnust. Átti nefndin þó
enga hjutdeild í þeim skrifum.
3. Lögreglustjórinn, hr. Agn-
ar Kofoed-Hansen, sem jafn-
framt er formaður loftvarna-
nefndarinnar, var eins og áður
er sagt, ekki höfundur tillagn-
anna um myrkvun bæjarins. Er
mér kunnugt, að hann beitti sér
gegn þeim. Og vegna hins ó-
venjulega ástands í bænum, ó-
venjulega mikillar umferðar
ökutækja og fótgangandi
manna, og vegna erfiðleika
þeirra, er hann sá á því, að
halda uppi fullnægjandi lög-
gæslu'í bænum, taldi hann meiri
þörf á því, að götulýsing alment
yrði aukin verulega og lög-
reglumönnum fjölgað. En er
hann taldi, að eigi yrði lengur
konlisf hjá því, að taka til
greina áður nefnt bréf her-,
stjórnarinnar bresku til ríkis-
stjórnarinnar, ákvað hann birt-
ingu áformsins. Jafnframt því
tilkynti hann, eins og bæjarbú-
um enn mun vera i fersku
minni, ákvarðanir um ýmsar
ráðstafanir, sem óumflýjanleg-
ar væri vegna myrkvunarinnar,
svo sem nokkra skerðingu á
skemtana- og samkvæmislífi
bæjarbúa, eftirlit með framferði
stúlkubarna, aukið eftirlit og
aðh'ald um göturölt ölvaðra
manna o. fl. — Því skal þó eigi
neitað, að formgalli hafi verið
á boðun myrkvunaráformsins,
en lítilvægari verður hánn, ef
athugað er, að lögreglustjórinn
mun hafa skoðað sig sem til-
kynnanda en ekki valdbjóðanda
óafturkræfra, óumflýjanlegra á-
kvarðana og afleiðinga þeirra.
4. Þ. 10. ágúst sl. skrifaði eg
dómsmálaráðuneytinu allítar-
legt bréf um myrkvunarmálið.
Tveim dögum siðar, þ. 12. ág.,
sendi eg bæjarráðinu afrit af
því. I þessu bréfi minu rakti eg
gang málsins, rökin fyrir
myrkvun borga tíl varnar gegn
loftárásum, aðstöðu Reykjavík-
ur í þessu efni, myrkvunartil-
lögum herstjórnarinnar bresku,
bæði hinar fyrstu tillögur henn-
ar, er fram komu í fyrnefndu
bréfi til ríkisstjórnarinnar, svo
og hinar siðari, er birtar voru
i dagblöðum bæjarins 7. ágúst
sl., eftir að kunn var hin megna
andúð.bæjarbúa á hinum, fyrri
myrkvunaráformum. Loks birti
eg þar almenna rökstudda gagn-
rýni mína á tillögunum báðum
og benti á, leiðir til úrbóta.
Bréf þetta er of langt mál til
að birta það í heild.
En þar eð mér er kunnugt, að
bæjarráðið hefir fyrir nokkru á
fundi sínum rætt ráðagerðir
bresku herstjórnarinnar, um að
loka fyrir rafstrauminn til bæj-
arins, ef árásarhætta úr lofti