Vísir - 07.12.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 07.12.1940, Blaðsíða 1
 Kristj Ritstjóri: án Guðlaug Skrifstofur: sson Félagsp rentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaöamenn Sími: Augl/singar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 30. ár. Reykjavík, laugardaginn 7. desember 1940. 284. tbl. Cavallero leitar ráðá Keitels þýska yfirherforingjaiis Badogrlio Iiöf uðleið- togi smúmtædinga Mussoliiii? Kiulii'cr »»esti dag,ur« styrjaldar- innar í grær fyrir Grikki. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Fregn frá Rómaborg hermir, að CaVallero, hinn nýi yfirherforingi ítala, muni mjög bráðlega ræða við von Keitel, þýska yfirherf oringjann. Er talið, að þetta sé upphaf þess, að hér eftir muni Þjóð- verjar leggja á hin hernaðarlegu ráð fyrir Itali. Það er og búist við að Cavallero fari innan skamms í eftirlits- ferð til Albaniu, til þess að kynnast af eigin reynd hversu þar er ástatt. Lundúnablöðin í morgun fagna því, að Badoglio hef- ir látið af störfum. Telja þau það sönnun þess, að Mussolini hafi framið hið mesta glapræði með því, að hef ja innrásina í Grikkland. I sumum blöðunum er gef- ið í skyn, að Badoglio kunni að taka að sér f orystu and- stæðinga Mussolini. Ward Price, fréttaritari Daly Mail, sem er kunnur fyrir að fylgjast vel með því, sem gerist á ítalíu, skrifar íblaðsitt: Hér er um miklu meira að ræða, en það eitt, að ágreiningur sé milli fascista annars vegar og herstjórnarinnar um hversu til hefir tekist i Grikklandi og Albaniu. Badoglio hefir komið fram sem aðalmaður þeirra, sem ekki vilja stríð og ekki vildu það frá upphafi, og spurningin er að eins sú, hvort hann gerist leiðtogi þess hluta þjóðarinnar, sem ekki vill stríð og berst gegn þyí, að styrjöldinni verði haldið áfram. Ef hann tæki að sér slíkt hlutverk mundi hann vafalaust njóta mikils stuðnings. Hann hefir notið hins mesta áhts innan konungsfjölskyldunnar og meðal aðalsins, einnig meðal mentamanna og að sjálfsögðu inn- an hersins. Badoglio mundi verða hættulegasti andstæðingur Mussolini innan ítalíu. GRIKKIR AÐEINS 13 MÍLUR FRÁ ELBASAN. Grískar hersveitir eru nú að- eins 13 mílur frá Elbasan. — Talsmaður grísku stjórnarinn- ar sagði í gærkyeldi, að í gær hefði verið einhver besti dagur Grikkja í styrjöldinni, þvi að mikilvægir sigrar hefði unnist og undanhald Itala orðið hrað- ara á öllúm vígstöðvum og öng- þveitislegra undangenginn sól- arhring. Fall Argyro Castro hefir ekki verið opinberlega til- kynl ennþá. Þegar ítalir yfir- gáfu Sante Queranti kveiktu þeir i verksmiðjum og i húsum um allan bæinn. Italir halda undan í áttina til Delvino. Frá Argyro Castro flýja Italir til Tepelena, og verjast vel á und- anhaldinu, en Grikkir fylgja hratt eftir og er mikið mann- fallí liði ítala. — Italir hafa Iíka verið hraktir frá mikilvæg- um stöðvum á vígstöðvunum fyrir norðan Progradec. Sjóorusta í Suður- Atlantshafi. Breskt hjálparbeitiskip og þýskt herskip, dulbúið sem kaupfar, áttust við. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun Breska flotamálaráðuneytið tilkynti i gær, að í fyrradag hefði breska hjálparbeitiskipið Carnarvon Castle séð til ferða þýsks berskips, ér var dulbúið sem kaupfar, og hóf þegar skothrið á það á mjög löngu færi. Skiftust skipin á skotum um hríð. Var þetta 700 sjómílum norðaustur af Montevido. Þýska herskipið leitaði undan og er seinast sást til þess sigldi það.hratt til norð- urs. Skipið var hraðskreitt og búið stórum fallbyssum. Carnar- vori Castle veitti því eftirför, en herskipið dró undan, og forð- aðist því að berjast á styttra færi. Lítils háttar skemdir urðu á Carnarvon Castle og nokkurt manntjón. Hið þýska skip mun einnig hafa orðið fyrir skemd- um, en ekki er kunnugt hversu miklar þær voru. Carnarvon Castle var eitt af skipum Union Castle línunnar, bygt 1926, 20.000 smálestir að stærð. Þegar styrjöldin braust út var því breytt í hjálparbeitiskip. Eins og áður hefir verið getið í fregnum hefir orðið vart við þýskt herskip á Atlantshafi að undanförnu og er það kunnugt, að bresk herskip og hjálparbeitiskip hafa verið að leita að því. Sante Quaranta og Argyro Castro á valdi Grikkja — Deilur f ascista og: ítölsku licrst jóni- arinnar. — Óeirðir ©gr skenularverk í ítölskum bor^nm. Síðdegis í gær bárust fregnir um, að Grikkir hefði hertekið hafnarborgina Sante Quaranta, syðst á Albaniuströndum. Eins og kunnugt er af skeytum hafa menn verið að búast við því að undanf örnu, að Grikkir myndi ná borginni á sitt vald þá og þeg- ar. En þótt grískt herlið væri komið inn í borgina þegar í fyrra- dag (a. m. k. í úthverfin), var ekki tilkynt opinberlega fyrr en í gær, að búið væri að hertaka borgina. Hefir gríska herstjórn- in alt af varast, að tilkynna neina sigra, fyrr en víst er, að um öruggan sigur er að ræða. Undir eins og borgin var öll á valdi Grikkja voru dregin á stöng grísk og albönsk flögg um alla borgina. Fögnuðu íbúarnir Grikkjum vel. — Það er mikilvægur sigur, sem Grikkir unnu þarna, því að borgin var mikilvæg hern- aðarleg bækistöð. Fluttu Italir þangað sjóleiðis herlið og hergögn til Epirusvígstöðvanna. I gærkveldi bárust fregnir frá Grikklandi þess efnis, að ítalir hefði verið búnir að yfirgefa Argyro Castro í fyrrakvöld, en bardögum um borgina hefði haldið áfram þar til í gær. Fregn frá Monastir í Jugoslaviu hermir, að Grikkir hafi tekið Argyro Castro um hádegisbilið í gær, eftir harða orustu. Tóku þeir þar á annað þúsund fanga. Italir kveiktu í hergagnabirgðum þeim, sem þeir áttu í borginni, og í einni f regn segir, að borgin standi í ljósum loga. Opinber tilkynning um töku borgarinnar er væntanleg í dag. Á miðvígstöðvunum sækja Grikkir fram af kappi og er flótti Itala á þeim hjara að verða fálmslegur og skipulagslaus. Á öll- um vígstöðvum er enn sókn af hálfu Grikkja og líkur bentu til, að því er fregnir hermdu seint í gærkveldi, að Grikkir nái bráð- lega á sitt vald eina olíulindasvæðinu í Albaniu. I sumum fregnum segir, að ítalir hafi einnig kveikt í her- gagnabirgðum sínum í Sante Quaranta, áður en þeir fór þaðan, en þó hafa Grikkir tekið þar mikið herfang. Giskað er á, að verðmæti þeirra hergagna, sem Grikkir hafa náð af ítölum, sé a. m. k. virði tveggja miljóna sterlingspunda. Grikkir tóku fanga í hundraðatali í gær og eru meðal þeirra háttsettir yfirforingjar. Sumir fangarnir sögðu, að þeir hefði ekki fengíð brauðbita í 6 daga. Með því að hertaka Sante Quaranta og Argyro Castro hafa Grikkir svift Itali tveim þeim borgum, er þeir völdu sem aðal- bækistöðvar innrásarinnar í Grikkland. Herhð það, sem Italir hafa skilið eftir á ýmsum, stöðum, til þess að tefja fyrir framsókn grísku hersveitanna, á við mikla erfiðleika að stríða. Sumar hinna ítölsku hersveita hafa ekki haft nægar matvæla- birgðir og hafa Italir orðið að senda flugvélar yfir stöðvav þeirra og varpa niður matvæla- sendingum. Fregnin um, að Badoglio marskálkur hefði látið af yfir- herstjórninni hefir vakið mik- inn fögnuð í Grikklandi og Egiptalandi, þar sem menn lita svo á, að það sé sönnun þess, að ágreiningurinn á Italiu sé svo mikill orðinn, að Mussolini hafi neyðst til að skifta um yf- irherforingja, til þess að þókn- ast fascistum. Jafnframt er lit- ið á það sem hættulegt skref, því að Badoglio var reyndasti herforingi Itala og þeirra nafn- kunnastur. — Graziani mun Mussolini ekki hafa þorað að kalla heim, enda þótt her Grazi- ani haldi stöðugt kyrru fyrir. En hitt er svo annað mál, hvort Mussolini tekst að stöðva gagn- rýnina — og hvort nokkuru betur muni ganga. Og fullyrt er, að Cavallero herforingi hafi meiri reynslu í skrifstofum en á vígvöllum. Það er fullyrt, að miklar deilur hafi verið á fundum þeim, sem Mussolini hefir hald- ið að undanförnu. Fascistar kenna herstjórninni, — her- stjórnin segir, að þeir hafi kraf- ist sóknar, án nægilegs undir- búnings. Þegar eru farnar að berast fregnir, sem sýna, að horf- urnar heima fyrir á ítalíu eru farnar að verða býsna alvar- legar. Óánægja manna út af því, að þeir verða stöðugt að . . leggja meira á sig, við mink- andi matvælaúthlutun, er mikil. Svo bætist hitt ofan á, að loftárásir verða tíðari, og svo sannfærast menn æ bet- ur um, að vonlaust verði að sigra í styrjöld, sem almenn- ingur frá upphafi vildi forð- ast og hafði engan áhuga fyr- ir, en fascistar keyrðu þjóð- ina út í styrjöld, og gátu kannske í bili talið henni trú um skjótan sigur og auðunn- inn, en nú er alt breytt. Augu manna eru að opnast, segir í fregnum til breskra blaða. Óeirðir bafa brotist út i Nea- pel, Turin, Trieste og víðar^tíg víða á Norður-ítalíu hafa skemdarverk verið unnin. En það verður.að sjálfsögðu ekki með vissu sagt enn sem komið er, hvort til slíkra átaka kemur nú eða síðar. Mussolini virðist hafa tekið ákvörðun um, að krefjast athafna, til þess að bæta um fyrir ósigrana, en verði niðurstaðan nýir ósigrar, Nú fer smámynt- in að koma! Kemur fyrir mestu jólaösina. Almenningur — og þá sérstaklega verslunarf ólk — er orðinn all langeygur eftir smámyntinni. Hún átti upphaflega að koma löngu fyrir jól, en svo drógst það, að enska myntsláttan, sem tók að sér-að slá peningana, gæti af greitt hana. En nú getur Vísir fært mönnum þau gleðitíðindi, að smámyntin verður tilbúin til sendingar hingað þ. 13. þ. m. og ætti hún þá að geta verið komin áður en mesta jólaösin hefst. Tveggja krónu og krónupeningarnir verða þó ekki tilbúnir, en hinsvegar munu koma 500 þús. 25-eyringar, 500 þús. 10-eyringar o. s. frv. Er það samtals 215 þús. krónur í smápeningum, sem kemur. Skólapiltur hverf- ur frá Laparvatni Kvaðst ætla til Reykjavíkur á mánudags- morgun, en hefír ekki sést síðan. Tyrsta desember var haldin fullveldishátíð að * Laugarvatni og stóð hún til morguns þess ann- ars. Allir nemendur skólans tóku þátt í hátíðinni, svo og 600 aðkomumanna úr nærsveitunum. Skemti fólk sér hið besta og fór alt fram með bestu reglu. En undir morgun stökk einn pilurinn á brott og hefir ekki fund- ist, þrátt fyrir mikla leit. Visir hafði tal af Bjarna Bjarnasyni, skólastjóra á Laug- arvatni, i morgun og sagði hann blaðinu svo frá þessu: „Um sex hundruð manns voru á skemtuninni auk nem- enda og kennara á Laugarvatni og sást ekki vín á neinum manni, Htan tveim piltum. Höfðu komið tveir kunningjar þeirra austur og gáfu þeir pilt- unura vín. Eg sá á öðrum, piltinum snemma um nóttina og lét hann fara að hátta þegar í stað. Á liinum piltinum, Einari Stef- ánssyni sjómanni, sém er ætt- aður undan Eyjafjöllum, sá eg ekki fyrri en undir klukkan sex um. morguninn. Fór eg strax nieð hann til herbergis hans og tók hann vel i það, að fara að hátta. Gekk eg svo út, en kom af tur inn í herbergið eftir svo sem fimm minútur til þess að at- lmga hvort hann væri farinn i rúmið. Þá var hann ekki inni í lierberginu, en aðrir piltar sögðu mér, að hann hefði farið út og sagst ætla til Beykjavíkur. Fékk eg »þá bíl og ók ef tir veginum, nolíkurn spöl, en sá Einar hvergi. Tveir piltar höfðu elt hann um einn kílómetra, en liættu þá eftirförinni. Síðan hefir verið sent- eða símað til allra bæja i nágrenninu, en ekkert til bans spurst. Einars hefir verið leitað á hverjum degi siðan. I fyrradag kom Jón Oddgeir Jónsson, skátaforingi, austur við fjórða mann og hjálpuðu þeir til við leitina i gær. Þá tóku alls 100 nýjar hrakfarir, er ekki að vita nema alt komist i uppnám á It- alíu. Horfurnar eru þegar orðn- ar býsna alvarlegar þar i landi (sbr. annað skeyti). manns þátt i leitinni, en hún bar ekki árangur fremur en fyr. Er afar hætt við, að Einar finnist ekki á lífi, því að veður liefir verið kalt, en hann var illa búinn. Einar var 25 ára að aldri, og í-eslumaður." Valur sigradi Víking^. I gærkvöldi hélt handknatt- leikskepni Ármanns áfram í íþróttahúsi Jóns Þorstemsson- ar. — Fyrst keptu karlar (II. fl. úr Val og Víking) er lauk með sigri Vals eftir fjörmikinn og æsandi leik. Valur sigraði með 19:18. Á eftir keptu Vestmannaeyja- stúlkurnar við kvenflokk Hauka úr Hafnarfirði og báru þær fyrnefndu sigur úr býtum með 17:4. Næsta kepni fer fram á mánudagskvöldið. Þá keppa Ár- mannsstúlkurnar í annað sinn við Vestmannaeyjastúlkurnar og II. fl. karla úr Ármanni við II. flokk Hauka i Hafnarfirði. Safnaðarfundup. Safnaðarfundur Dómkirkju- ' safnaðarins var haldinn í gær<- kveldi. Tveir menn voru kosnir í sóknarnefnd, í stað Péturs heitins Halldórssonar og Sigur- bjarnar Þorkelssonar, sem er oddviti Hallgrímsprestakalls. Kosningu hlutu Knud 22msen, fyrrum borgarstjóri, með 108 atkvæðum, og Markús Sigurðs- son, trésmiður, með 107 atkv. Þá var nokkuð rætt um til- lögu sóknarnefndarinnar um að hækka sóknargjöldin um kr. 2.25 á hvern gjaldanda. Frestað var að taka ákvörðun um tillög- una.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.