Vísir - 10.12.1940, Blaðsíða 3

Vísir - 10.12.1940, Blaðsíða 3
VÍSIR Marco Polo: Ferðasaga hans endursögð af Aage Krarup Nielsen. Útgefandi: ísa- foldarprentsmiðja h/f. — Reykjavík 1940. Eg var að fá bók þessa í hendur núna rétt áðan og vil láta Jjess getið þegar í upphafi, að ytri frágangur hennar er með nuk'lum ágætum og útgef- anda til sóma. — Þetla er mikil bók og verður ekki lesin spjald- anna milþ á lítilli stundu. Eg byrjaði á því, að fletta henni og skoða myndirnar. Þær eru margar og fagrar, sumar liarla einkennilegar, eins og heimur sá, sem bókin lýsir. Þetta er Bókin um ríki og undur Austur- landa. Marco Polo var merki- legur ferðalangur og saga hans hefir fram á þenna dag verið talin einhver allra merkilegasta ferðasaga, sem rituð Iiefir verið. — „Fyrstur allra ferðamanna lagði liann þvera Asíu undir fót og lýsir einu ríkinu af öðru af eigin sjón.“ — Hann segir frá löndum, landshlutum og héruðum, auðsöfnun og gegnd- arlausu óhófi, fádæma skrauti og íburði, eymd og allsleysi, þjóðum og kynkvíslum, fjöllum og dölum og fljótum, hættum og hrikagljúfrum, stórborgum, iðnaði og siglingum, iðandi mannös á strætum og torgum, skógum og risavöxnum gróðri, trúarbrögðum og trúarsiðum ýmiskonar, sumum heldur skringilegum, að þvi er okkur virðist, skurðgoðadýrkun, hjá- trú og hindurvitnum, „trú sem flytur fjöll“, skrautlegum musterum, sólgullnum og furðulegum, þjóðhöfðingjum, ódiáinsökrum, mannætum og allskonar ruslaralýð, meinlæta- mönnum, vændiskonum og ó- tal mörgu fleira. Eg greip niður á stöku stað, um leið og eg fletti bókinni, og get ekki neitað því, að eg ralcst á sitt af hverju, sem mér þótti girnilegt til fróðléiks og mun kynna mér betur i ró og næði. Og það hygg eg efalítið, að flest- ir muni hafa gaman af að lesa bókina, jafnt ungir sem gaml- ir. En vitanlega er ekki alt ná- kvæmlega rétt, sem höfundur- inn fer með, enda með engu móti liægt við slíku að búast, því að þekking Norðurálfu- manna á fjarlægum löndum og jijóðum var þá enn öll í molum og illa á vegi stödd. Marco Polo og félagar lians munu hafa lagt af stað í leiðangurinn 1270 eða ári síðar. — Það er eþki til- tökumál, Jx’) að einhverju kunni að skakka. Hitt er í rauninni furðulegra, hversu rétt er frá sagt, liversu glöggskygn höf. hefir verið og hversu nærri harin fer hinu rétta. Eftirtekt- argáfan hefir verið frábær og minnið afburða-trútt. Og þann ómetanlega kost hefir bókin, að frásagnir eru mjög stuttar og lopinn ekki teygður að óþörfu, að því er séð verður í fljótu bragði. Ritinu er skift i þrjár bækur, en hverri bólc í fjöl- marga smákafla með sérstök- um fyrirsögnum. Þeir eru nokkuð margir hér á landi, sem laka ævisögur og ferða- sögur fram yfir flestar aðr- ar bækur, jafnvel þó að þær sé eklci tiltakanlega fróðlegar eða skemtilegar. Virðist mega af því ráða, að ferðasaga Marco Polos muni harla kærkomin miklum-f jölda manna. —- Eg liefi talið rétt, að vekja at- hygli á bók þessari nú þegar, þó að eg sé að vísu ekki búinn að lesa liana að neinu gagni enn sem komið er, heldur að eins glepsur liingað og þangað. Minnist hennar ef til vill betur síðar. —- Haraldur Sigurðsson hefir snúið henni á íslensku og skal engi dómur á verk hans lagður að sinni. En lieldur virð- ist mér við skjóla yfirsýn, að þýðingin niuni vel og sam- viskusamlega af hendi leyst. Marco Polo var kaupmanns- sonur frá Feneyjum, gáfaður maður og glöggskygn, vel að sér gér. Hann var meira en 20 ár í leiðangri sínum um Austur- heim, og kom þaðan fjáður maður. Þrem árum síðar var lionum varpað i dýflissu. „Og í dýflissuklefa las hanri öðrum fanga fyrir frásögnina um lang- ferðir sínar, sem öld af öld hafa borið mestan hróður allra Asíu- ferða og gert nafn Marco Polos ódauðlegt“, segir Aage Krarup Nielsen. Og enn segir hann: „Fyrir sagnfræðinga, landfræð- inga og aðra, sem vilja kynnast lífinu i Asíu, er bók Marco Pol- os sígild. En það, sem gefur „Bókinni um ríki og undur Hjartkæra konan mín og elskuleg móðir okkar, Ragnhildur Sigurdardóttir andaðist að heimili okkai’, Vífilsgötu 15 í gær, 9. desember. Jóhs. Sigurðsson og dætur. Það tilkynnist vinum og vandamönnum að minn hjart- kæri eiginmaður og faðir okkar, Kristján Vídalín Brandsson, féll útbyrðis, af togaranum Agli Skallagrímssyni, aðfara- nótt 8. þ. m. Blessuð sé minning hans. Guðbjörg Þorláksdóttir og börn, Njálsgötu 33. Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarð- arför móður og tengdamóður okkar, Ingveldar Jónsdóttur Rannveig og Sigfús Kolbeinsson. Eyþóra og Henrik Thorarensen. Austurlanda“ töfra sína í aug- um almennra lesenda, er æfin- týrabjarminn, sem leikur um frásögnina. Sá furðuheimur, sem Marco Polo dregur hér upp ljóslifandi, er aldagamall draumur Evrópu um Austur- lönd, breyttur í vökusýn.“ Furðulegast af öllu, sem þessi furðulega bók geymir, eru örlög Marco Polos, ævintýrið um unglinginn frá Feneyjum, erfór umhálfan heiminn lil þess að- heimsækja hásæti Kublai lchans, „Drotnarans yfir öllum drotnurum jarðarinnar,“ og rifjaði upp mannsaldri síðar, í fangelsinu í Genúa, endurminn- ingarnar um alt, sem örlögin liöfðu unnað honum að sjá og reyna á mörgum dvalarárum i fjarlægum, ókunnum löndum.“ „Meðan rödd Marco Polos hergmálar í daglöngu rökkrí milli nakinna steinveggja í fangelsisklefanum og félagi hans, Rusticano fná Pisa, letrar frásögn lians, orð eftir orð, á bókfellið, skulum við fylgja leið Feneyingsins um undralönd Asíu. Þó að sex hundruð ár séu runnin í tímans liaf, síðan bókin var skráð, er hún enn einna frægust allra ferðabóka." Eg orðlengi þetta ekki frek- ara að sinni. — En nú skulum við leggja upp i leiðangurinn með hinum ágæta Feneyingi. Það verður skemtilegt ferðalag. Páll Steingrímsson. Hanhoro II. Laugaveg 44. tilkynnip: Við fengum í gær ýms nyt- söm búsáhöld, t. d. Borðhnífa og gaffla i kössum (ágæt jólagjöf). Matskeiðar. Teskeiðar. Sigti. Uppþvottabala og föt, mjög ódýrt. Fötur, tinaðar og emaill. Þvottabursta (kopar). Náttpotta, 3 gerðir og margt fleira. Höíum ennfremur: Bolla. Bollastell. Diska. Könnur. Barnakönnur. Barnadiska. Barnastell. Ýmsar skrautvörur allskonar leikföng. Veitingapláss Af sérstökum ástæðum er til sölu nú þegar veitinga- staður hér i bænum. Tilboð sendist afgr. Vísis fyrir fimtudagskvöld, „Veitingar“. , merkt: Hvar á eg að kaupa JOLACJAFIRMR Eu i LÍFSTYKKJABÚÐINNI, ■» * góðar og nytsamar vörur svo sem: HÁLSKLÚTA, TEDÚKA, KAFFIDÚKA, SLIFSI, HANSKA, LÚFFUR, SKINNHÚFUR, VASAKLÚTA, NÆRFÖT, SLÆÐUR, NÁTTKJÓLA, TÖSKyR, KRAGAEFNI. BARNA, DÖMU OG HERRA SOKKA. OG ÞÁ MÁ EKKI GLEYMA HINUM VIÐURKENDU OG ÁGÆTU LÍFSTYKKJUM, BELTUM, BRJÓSTHÖLDUM, OG CORSELETTUM, SEM ÞIÐ FÁIÐ HVERGI BETRI EÐA ÓDÝRARI EN í Líf^tykkjalbúðiniii MIKIÐ ÚRVAL. YANDAÐAR VÖRUR. Hafnarstræti 11. GÓÐAR VÖRUR. SANNGJARNT VERÐ. Ramíslenskar barnabækur: Trölli Sæmundur fróði Ljósmóðirin í Stöðlakoti Bókaverslun IsafoldarprentsmiSju. Jólabókin handa ungum stulkum: TVÍBURASYSTURNAR. ísak Jónsson kennari þýddi. Bókin er þýdd úr sænsku. Þegar hún kom fyrst út, vakti hún svo milda at- hygli, að húnvar talin besta bókin handa ungum stúlkum, sem út kom á því ári. Jeanne Oterdahl skrifar um hana: „Litlu smábæjarstúlkurnar tvær, sem með snarræði og dugn- aði bjarga sér úr öllum kröggum, sem að þeim steðja í höfuðstaðn- um, ljóma af heilbrigði og lífs- gleði.“ Gurli Linder segir: „Djarfar og snarnáðar, glaðar og kvikar, gædd- ar meðfæddum yndisþokki' og að- laðandi framkojnu, eru þessar stúlkur ljómandi fyrirmynd ungra nútíðarstúlkna.“ Þetta er JÓLABÓKIN handa irngum stúlkum. BÓKAVERSL. ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJU Dynamo 12 volta, vantar mig nú þeg- ar í mótorbát. EGGERT JÓNSSON. Sími: 2110. tfttóUTOBlMm er miðstöð vej;ðbréfaviC- i skiftanna. — Blómaverslunin FLÓRA Símar 2039 og 5639 Höfum nú fengið mikið lirval af allskonar greinum. FLORA Austurstræti 7. Notið hið viðurkenda Rósól tannkrem. <

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.