Vísir - 11.12.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 11.12.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guöiauc sson Skrifstofur": Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Rststjóri Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 30. ár. Reykjavík miðvikudaginn 11. desember 1940. 287. tbl. Bretar hafa tekið upp iimlir 5000 fanga VÍð SÍtlÍ BarraOÍ - - italir verjast nú hvarvetna á undanhaldinu Árásin þar kom ítölum ad óvörum. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun Það er talið, að Bretar haf i þegar tekið upp undir 5000 fanga í sókn þeirra, sem nú stendur yfir við Sidi Barrani. Allar líkur benda til að Italir hafi ekki búist við, að Bretar myndi hefja sókn í bráð, og ýmsar fregnir voru birtar, þar sem gefið var í skyn, að Italir væri í þann veginn að hef jast handa. í breskum tilkynningum eru menn varaðir við að gera sér of miklar vonir þegar í stað. Þótt vel haf i geng- ið í byrjun verði að ganga út frá því, að ítalir veiti þarna mjög harða mótspyrnu. Þeir hafa verið að búast um þarna í 3 mánuði, bygt f jölda virkja, og haf a komið f yr- ir f jölda skriðdrekabyssa og loftvarnabyssa, gaddavks- girðingum o. s. frv. Þegar í gær var farið að koma í ljós, að mikill árangur mundi nást í sókn Breta, Winston Churchill forsætisráðherra flutti ræðu í neðri málstofunni og skýrði frá þeim árangri, sem hefði náðst: Bretar hefði brotið sér leið gegnum varnarlínur ítala milli Bug Bug og Sidi Barrani, og væri komnir þar að Miðjarð- arhafi. Yfir 4000 fangar hefði verið teknir og mikið herfang. Var aðallega getið um skriðdréka af miðstærð. Bug Bug er 30 e. m. fyrir vestan Sidi Barrani, og hafa Bretar því rekið fleyg inn í varnarkerf i ítala þarna, og lið, Itala, sem næst er Sidi Barr- ani, mun því verða að gefast upp, nema her Itala fyrir vestan Bug Bug takist að koma því til bjargar. I fregnum í gærkveldi segir, að hluti tveggja herfylkja (um 40.000 manna) sé inni- króaðar við Sidi Barrani. í tilkynningu Reuterfréttastofunnar um þetta segir ennfremur, að breski herinn hafi verið kominn tii sjávar 36 klst. eftir að sóknin hófst. Sóknin hefir því verið bæði hörð og hröð, miðað við það, að ítalir höfðu þarna mikið lið til varnar og höfðu búið þarna um sig í þrjá mánuði, og verður að gera ráð fyrir, að mótspyrna hafi verið hörð, enda þótt árásin kunni að hafa komið ítölumá óvart. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Talsmaður grísku herst jórnarinnar sagði í gærkveldi, áð Italir verðist nú hvarvetna á undanhaldinu, þ. e. hersveitir þær, sem skildar hafa verið eftir til vemdar hersveitimum á undanhaldinu. En þessar hersveitir hafa að eins getað tafið, — ekki stöðvað — framsókn Grikkja. — ítalir vörðust á norðurvígstöðvunum, en uru a láta undan síga, eftir a herflokkur Alpahersveit- ar var umkringdur og varð að gefast upp, svo og nokk- urir vélbyssuflokkar. Herstjórnin tilkynti, að hernaðaraðgerðum hefði verið haldið áfram á öllum vígstöðvum með góðum ár- angri. Tveir togarar farast á tandarduflnm viO AastfirOi SkipbrotsBtienii komiiir si land í Borgarfirði ©g: Scyðisfirði. Hingað til bæjarins barst sú frétt í morgun að færeyskur togari hefði farist á tundurdufli út af Austf jörðum, en mann- björg hefði orðið. Vísir átti því tal við Hjálmar Vilhjálmsson bæjarfógeta á Seyðisfirði um hádegisbilið í dag og innti hann eftir þessum atburði. Skýrði hann svo frá í stuttu máli: I greinargerð sinni rakti Churchill hvernig aðstaða Breta í Norður-Afríku versnaði stór- um við uppgjöf Frakka. Þeir urðu að bíða átekta og draga að sér meira lið, en eftir þvi sem lengra leið batnaði aðstaða þeirra, og þegar Eden var i Egiptalandi fyrir nokkuru, var undirbúningnum undir sókn i rauninni lokið, en svo urðu Bretar að senda Grikkjum stuðning, og fyrir bragðið varð að fresta sökninni, þvi að land- her Breta skorti nú flugvélar sér til stuðnings. En þrátt fyrir mikinn stuðning við Grikki varð töfin ekki löng. Þetta var bætt upp svo fljótt sem auðið var. Og svo hófst sóknin 7. des., undir forystu Sir Maitland Wil- sons, herforingja. Hafði hann enskar hersveitir og sveitir Ástraliumanna, Nýsjálendhíga og frjálsra Frakka undir sinni stjórn. Lið þetta varð að fara 75 mílna langa leið yfir veg- lausar sandauðnir með miklar hergagnabirgðir, og vék Chur- chill að því, að slíkir flutningar væri erfiðir og ekki áhættulaus- ir. — Her sá, sem fram sækir, nefn- ist Nílarherinn. — Churchill sagði í ræðu sinni, að það væri of snemt að spá nokkuru um lokaárangur þessarar sóknar, en sá árangur, sem þegar hefði náðst, væri mikill, og vænta mætti frekari tíðinda bráðlega. Var það eftir að hann flutti ræðu sina, sem það fréttist, að nokkur hluti tveggja italskra herfylkja væri króaður inni. Einnig fréttist, að m. a. hefði flugherinn skotið niður og eyði- lagt 22 ítalskar . flugvélar, en mist að eins 3. — Flugherinn liefir unnið ítölum feikna tjón, með stórkostlegum árásum á helstu flugstöðvar, svo sém við Derna, Tripoli, Ben Ghazi og víðar. Yfir Ben Ghazi flugu flugvélarnar í bylgjum myrkr- anna milli og var varpað 25 smálestum sprengikúlna á flug- stöðina þar. Það eru vitanlega eingöngu breskar vélahersveitir, ' sem þarna eigast við, studdar flug- liði. En Bretar hafa og notið aðstoðar herskipa sinna, og haldið uppi skothríð af lang- drægum fallbyssum á stöðvar óvinanna, sem hafa verið milli tveggja — eða jafnvel þriggja — elda, þvi að eldregn hefir yf- ir þá dunið úr flugvélunum. Bretar hafa þarna fengið tæki- færi til þess að sýna hvað þeir geta í nútímahernaði, þar sem mest reynir á samvinnu land- hers og flughers — og flota — og beitt er nýtísku hernaðar- tækjum. Og þeir eiga þarna i höggi við öflugan her, sem, hef- ir lengi búið sig undir sókn, og hefir öll nauðsynleg vélaher- gögn, en ekki aðstoð herskipa. Aðstöðumunurinn er ekki svo ýkjamikill, og er það undir her- stjórn, hreysti, dugnaði og æf- ingu hersveitanna mest komið, hver skjöldinn ber að lokum. Orðsending frá Hvöt. ¦ Þær -konur, sem eiga eftir aö gefa muni á bazar félagsins, eru beonar að koma þeim annaShvort í dag eSa á morgun til GuSrúnar Guölaugsdóttur, Freyjugötu 37, sími 4229, eða Maríu Maack, Þing- holtsstræti 25, sími 4015. Sömu- leiois er hægt" aö senda eftir mun- muim, ef hringt er í þessa síma. ítalir hafa beðið mikið mann- tjón, segir ennfremur í tilk. Grikkja. Grikkir hafa tekið mikið herfang, m. a. þrjár stór- ar fallbyssur, með 100 m,m. hlaupvídd. Fyrir norðan Argyro Castro hafa Grikkir náð nýjum mikil- vægum stöðvum á sitt vald, m. a. vegamótum, sem, Grikkir lögðu mikið kapp á að verja. t Argyro Castro var farið að bera talsvert á matvælaskorti, nokkuru áður en Italir yfir- gáfu borgina. Það vekur mikla athygli, að albanskir hermenn hafa verið fluttir loftleiðis aftur fyrir vig- línu Itala. Fluttu Bretar þá í flugvélum sínum og létu þá svífa til jarðar í fallhlífum. Hinir albönsku fallhlifarher- menn hafa þegar valdið mikl- um skemdum, sprengt brýr i loft upp og torveldað undan- hald ítala. Vtrliierllrirllirsiii- -o— Slæmar horfur í Frakklandi. Carnarvon Castle lætur úr höfn. London í morgun. Bi-eska hjálparbeitiskipið Carnarvon Castle lét úr höfn i Montevideo i gær, eftir að bráðabirgðaviðgerð hafði farið fram. — Tveir dráttarbátar drógu skipið út ur höfninni. — Það var Carnarvon Castle, sem, kunnugt er, sem lenti i orustu við þýskt hjálparbeitiskip fyrir skömmu, og skemdust bæði S skipin. — Carnarvon Castle jffékk 72 klst. viðgerðarfrest í Montevideo. AJMDIN. London í morgun. Blað í Bukarest birtir þá fregn, samkvæmt heimildum í Rómaborg, að Hitler, Mussolini og Laval muni hittast bráðlega til þess að ræða um friðarsátt- mála milli Frakklands og möndulveldanna. Yrði þannig ekki beðið þar til styrjöldinni er lokið, að ganga frá friðar- samningunum. — I fregninni segir, að það sé hið erfiða á- stand í Frakklandi, í viðskifta- og fjárhagsmálum og öllum félagsmálum, sem valdi því, að þessi leið verði farin nú. Er svo komið, að í Berlín og Róma- borg hafa menn hinar mestu á- hyggjur af hversu ástatt er í Frakklandi. Fregnir hafa komist á kreik um, að Laval muni brátt velta úr sessi, en Flandin koma í hans stað, en Flandin hefir lengi ver- ið talinn hlyntur einræðisstefn- unni. irá Samkvæmt fregnum er mér hafa borist komu 18 skipbrots- menn af færeyskuiii togara til Brúnavikur i Borgarfirði í gær. Hafði togarinn verið á veiðum nokkuð undan Glettinganesi, sem er norðanvert við Seyðisfjörð, og varð þá mikil sprenging aft- anvert við hann, án þess þó að verulegar skemdir yrðu á skip- inu. Beyndi skipshöfnin að ná inn vörpunni, en við þær tilraunir varð önnur sprenging, að því er skipsbrotsmenn töldu við eða undir skipinu, og þrjú tundur- dufl flutu upp rétt h-já því. Skipverjar brugðu þá við, fóru i bátana og héldu á brott, en togarinn var enn á floti er þeir sáu síðast til hans, og mun ekki enn þá fyllilega vitað hvaða skemdir m-ðu á honum, eða hvort hann hefir sokkið \>k svo að segja strax. Bátur var sendur frá Seyðis- firði í morgun til þess að sækja skipbrotsmennina og koma þeir þangað seinni hluta dags í dag. Þá* hafði bæjarfógeta borist til eyrna að línuveiðarinn Sverr- ir, sem, fór i reynsluför í morg- un, að framfarinni viðgerð, hefði hitt, utanvert við Seyðisfjörð, björgunarbát, sem var á leið til lands, en i honum voru 12 Eng- lendingar, skipshöfn af bresk- um togara. Höf ðu þeir verið að veiðum á svipuðum slóðum og færeyski togarinn, er tundurdufl sprakk og laskaði skipið svo mjög að það sökk á 10 minútum. L.v. Sverrir tók mennina um borð og flutti þá til Seyðisf jarð ar, en ekki er enn vitað hvort skipshöfnin muni öll hafabjarg- ast eða ekki. Ijaumnfarþegi í toíl. Það hafa gengið um'það allskonar sögur hér í bæ, að mað- ur nokkur, óþektur, er kom af skemtun austan frá Laugar- vatni 2. des. hafi leynst aftan í vöruskoti á bíl Kennaraskóla- nemenda og verið rekinn út úr honum á miðri Helligheiði, ölvaður og illa klæddifr, en í vondu veðri. London i morgun. Svo má heita, að engar til- raunir hafi verið^erðar til loft- árása a London i tvo sólar- hringa, þar til i morgun, er stutt aðvörun var gefin um loftárás. Annarsstaðar hefir verið lítið um loftárásir og hefir óvíða sést til þýskra flugvéla, nema í könnunarflugferðum. Þannig var getið um það i fréttum í gær, að ein þýsk flugvél hafi varpað tveimur sprengjum i Kent, án þess tjón hafi orðið af, 1 en aðeins í borg einni í East Anglia varð nokkurt tjón. Þar urðu skemdir á húsum og nokkrir menn biðu bana. Skátar, yngri og eldri, mætið í Varðar- húsinu í kvöld milli kl. 7 og 8. — Verið vel klæddir! Bretar leyfa ekki matvælaflutning til hernumdu landanna. London í morgun. Lothian lávarður, sendiherra Breta í Washington, tilkynti í gær, að Bretar gæti ekki fallist á tillögur, sem fram hafa kom- ið vestan hafs, um að leyfa matvælaflutninga til hernumdu landanna. Eru það velgerðarfé- lög og stofnanir, sem vilja fá slika flutninga leyfða, og er það einkum Herbert Hoover, fyrr- verandi forseti Bandaríkjanna, sem hefir beitt sér fyrir mál- inu. — Orsök þess, að Bretar geta ekki fallist á, að matvæla- flutningarnir verði leyfðir, er sú, að þeir óttast, að Þjóðverj- ar muni hafa af þvi þau not, sem þeim mega að gagni koma í styrjöldinni. Þá telur breska stjórnin og, að afleiðing þess, að slikir matvælaflutningar væri leyfðir, yrði sú, að þær þjóðir, sem Þjóðverjar hafá kúgað til undirgefni, myndi fá frelsi sitt siðar en ella. Amer- ísku blöðin höfðu ekki birt neina tilkynningu frá Hoover, í tilefni þessara ummæla Lothi- ans lávarðs, þegar seinast frétt- ist. Hoover hefir haldið því fram, að miljónir í hernumdu lönd- unum myndu búa við matar- skort i vetur, ef ekki væri send matvæli til þeirra, en Bretar telja, að um þetta hafi verið birtar ýktar fregnir, og^f Þjóð- verjar úthlutuðu réttlátlega matvælum í þeim löndum öll- Margir þafa giskað á að þetta væri sami maðurinn sem hvarf frá Laugarvatni af þessari sömu skemtun. En þessu er þó ekki þannig varið, það er um alt annan mann að ræða, og hefir Visir fengið upplýsingar um hið sanna i málinu. Maður sá, sem hér mun vera átt við, fór á 1. des. skemtunina að Laugarvatni með bifreiðinni Be 117, og að þvi er hann sagði sjálfur borgaði hann farið báðar leiðir fyrirfram. » Á skemtuninni komst hann undir áhrif víns, og varð eftir af bifreiðinni þegar hún lagði af stað til bæjarins. En maðurinn var skotsilfurs- laus, og tók þá það ráð, i sam- ráði við einn nemendanna á Laugarvatni, að hann sjálfur segir, að fela sig aftur í skotti bifreiðarinnar og reyna að leynast þar til Reykjavíkur. En á móts við Hveragerði — ekki á Hellisheiði — uppgötvast að leynif arþegi er af tur i bifreið- inni. Lyktar þeim málum þann- ig, að maðurinn fer heim að Hveragerði, og þar mun Árný Filippusdóttir hafa skotið yfir hann skjólshúsi, en daginn eftir kom hann hingað til bæjarins með bifreið frá Steindórsstöð. Þetta er hið sanna i málinu, og er hérmeð hægt að upplýsa, að það er ekki um sama mann að ræða, sem hvarf frá Laugar- vatni eins og margir héldu. um, sem þeir ráða yfir, yrði ekki hungursneyð neinsstaðar á meginlandinu í vetur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.