Vísir - 12.12.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 12.12.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guð'augssor. Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri S línur Afgreiðsla • 30. ár. Reykjavík, fimtudaginn 12. desember 1940. 288. tbl. Bretap hafa her tekið Bldi Sigur þessi getur haft úr- slitaáhrif i AMkustyrjöld- inni- EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Igærkveldi bárust fregnir um það til London frá Kairo, að breski herinn, undir forystu Sir Matiland Wilson, hafi hertekið Sidi el Barr- ani, hafnarborgina í Egiptalandi, nokkuru fyrir aust- an landamæri Libyu, en Sidi el Barrani höfðu Italir gert að höf uðbækistöð innrásarinnar í Egiptaland. Bret- ar hafa unnið hér mikilvægan sigur sem getur haft úr- slitaáhrif í Afríkustyrjöldinni. Það er kunnugt, a§ Bretar tóku mikinn f iölda fanga, þeirra meðal brjá herforingja, og mikið herfang, en pað hefir enn ekki verið talið. Sigur þessi er afleiðing þess, að breskum hersveitum tókst að brjóta sér leið til sjávar, milli Bug Bug og Sidi Barrani. Eina hættan var, að lið ítala fyrir vestan Bug Bug og liðið í Sidi Barr- ani, gæti marið þetta breska lið milli sín, en til þessa hef- ir ekki komið. Sókn Breta hefir verið svo hröð og hörð, að þeir hafa getað fylgt eftir sigrinum er þeir brutust til sjávar, og þjarmað svo að Itölum í Sidi Barrani, að þeir hafa orðið áð gefast upp. Bretar halda áfram sókn sinni vestur á bóginn. Breski flotinn aðstoðaði flugher Breta og landher við töku Sidi el Bárrani. Segir í tilkynningu fiotamálástjórnarinnar, að herskipin hafi haldið uppi skothríð á varnarstöðvar Itala allar þarna á ströndinni, og var einkum miðað að þvi, að^gera aðstöðu Itala í Sidi Barrani sem erfiðasta. Mun það ekki hvað síst vera skothríð herskipanna að þakka, að breski herinn milli Bug Bug og Sidi el Barrani gat lokið hlutverki sínu. Að því er United Press hef ir f regnað f rá áreiðanleg- um heimildum haf a Bretar þegar tekið yfir 10.000 fanga, síðan er sóknin í vestursandauðninni byrjaði. Eins og tilkynt var eftir að sóknin hófst á mánudag gerðu breskar hersveitir áhlaup á Itali, hægri víglínu þeirra miðja, milli Sidi el Barrani, og staðar nokkurs all-langt suður í sand- auðninni, og brutu sér leið til sjávar. Þegar svo Italir voru kró- aðir inni í Sidi el Barrani eða í stöðvum þeirra þar, gerðu Bretar árásir á þá úr öllum áttum; einnig frá sjó, og urðu ítalir þá gripnir fáti, því að þetta kom þeim mjög á ovart, og fór vörnin í handaskolum. ítalska stjórnin viðurkendi í tilkynningum sínum í gær, að Italir hefði orðið að hörfa undan, og var farið miklum lofsorð- um um fasistasveitir Itala fyrir vörn þeirra. Eins og áður hefir verið getið hafa ítalir lagt vegi alla leið til Sidi el Barrani, frá^töðvum sínum í Libyu, og tilkyntu þeir fyrir skemstu, að vegarlagningunni væri lokið. Var það skilið svo sem nú myndi sókn þeirra brátt verða haf in, og er engu lík- ara en að ítalir hofi þóst geta verið öruggir um, að Bretar myndi láta sér nægja að verjast. Sókn Breta hefir komið þeim að ó- vörum og afleiðinga þessa ósigurs ítala mun gæta víða, heima fyrir og í Albaníu. I Egiptalandi hefir fregnin um töku Sidi el Barrani vakið fádæma fögnuð, en þegar var mikil gleði ríkjandi þar yfir þeim árangri, sem náðst hafði áður en Sidi el Barrani var hertekin. I skeytum í gær segir svo um ástand og horfur á vígstöðvunum í styrjöldunum við Itali, í Albaníu og Egipta- landi: I tilkynningum grísku her- málastjórnarinnar í gærkveldi var svo að orði komist, að grisku liersveitirnar væri enn í sókn á öllum vígstöðvum, þrátt fyrir óhagstæð veðurskilyrði. Það var tekið fram af hálfu liermálastjórnlarinnar, að þess væri ekki að vænta, að um, hraða framsókn gæti verið að ræða fyrst um sinn, þar sem grísku hersveitirnar væri nú komnar langt frá aðalbæki- stöðvum sínum og erfitt um áð- drætti til hinna nýju stöðva, auk þess sem nokkurn tima tæki að búast þar fyrir til varn- ar. Var jafnvel gefið í skyn, að ekki væri neinna frekari stór- tíðinda að vænta næstu viku, enda hafa Grikkir nú tekið hverja borgina á fætur annari, og vitað er, að mótstaða ítala er harðnandi, og þeir munu leggja alt kapp á, að stöðva undan- haldið^því að éf framhald yrði á því, sem að undanförnu, gæti svo farið, að þeir,yrði að gefast upp. Það verður að svo stöddu ekki sagt með vissu, hvort und- anhald Itala muni stöðvast, þrátt fyrir það, að griska her- málastjórnin sé svo varfærin, seni að framan segir, og dragi úr því, að menn búist við frek- ari grískum sigrum í bráð. Eft- ir að aðvörun i þessa átt var birt, komu fregnir síðar í gær. þar seni talað var um að Italir væri enn á hröðu undanhaldi, og væri það sumstaðar óskipu- legt, og í nánd við Tepelena hafa Grikkir unnið allmikil- vægan sigur, því að þeir hafi náð þorpi skamt þaðan og vegi, sem er mikilvæg samgönguæð, á sitt Vald. Svo kemur og hitt til greina, að þótt ítalir geti stöðv- að undanhaldið og veitt viðnám á nýrri varnarlínu, að vörnin getur orðið þeim mjög erfið til lengdar, vegna þess að aðstaða Itala til þess að senda her sin- um í Albaníu liðsauka og birgð- ir versnar stöðugt, vegna hinna tíðu loftárása á hafnarborgir Albaniu og birgðastöðvar ítala þar í landi. Það eru nú aðallega tvær hafnir, sem ítalir nota, Vallona og Durazzo, en bresk- ar sprengjuflugvélar halda uppi stöðugum loftárásum á þessar borgir. Aðaláherslan er lögð á, að gera árásir á Vallona, sem er sunnar, og hafa nú breskar og grískar sprengjuflugvélar gert alls 15 árásir á þessa borg, hafn- argarðar og önnur mannvirki eyðilagst, og skip á höfninni orðið fyrir sprengjum. Gæti svo farið, að Italir gæti hvorki sent þangað auknar birgðir eða liðs- afla — og kannske gæti loft- cárásirnar haft þær afleiðingar, að Itliar gæti ekki heldur kom- ist undan með lið sitt þá leið. Undanhald Ilala er hraðast á ströndinni, og hyggja Italir til að veita viðnám við Chiamara, milli Sante Queranta og Vall- ona. ítalir hafa mist hverja flugstpðina á fætur annari, en aðstaða Grikkja og Breta batn- ar að sama skapi, við að ná þessum flugstöðvum, þótt skemdir á þeim og veðurskil- yrði hamli í svip, að af þeim séu full not. Loks er það ótalið, sem getur haft hin mikilvæg- ustu áhrif, að þvi er vörn Itala í Albaníu áhrærir, og þáð er hvort framhald verður á hrak- förum Itala á landamærum Egiptalands og Libyu. Frekari ósigrar þar geta haft hinar Háskalegustu afleiðingar fyrir ítali í Albaníu og heima fyrir. Þegar eru farnar að berast fregnir um, að heimaþjóðin sé farin mjög að ókyrrast, og eink- um ber á þvi á Norður-ltalíu, að andúðin gegn facismanum er ' mjög að magnast. Það er svo komið, eins og segir í ýmsum erlendum blöðum, að Italir eru í varnaraðstöðu ekki aðeins i Albaníu, heldur og í Afriku, og takist ítölum ekki að rétta hlut sinn mjög bráðlega, er hætt við að mjög illa fafi fyrir þeim. Hinsvegar er þess að geta, að ítalir hafa svo mikinn herafla í Libyu enn, að það er alt of snemt að spá neinu um það, að Brétar vinni jírshtasigur i bráð, þótt þeir sigrar, sem Bretar hafa unnið undangengin dægur, hafi bætt aðstöðu þeirra að miklum mun. Þeir hafa nú tekið alls 6000 fanga í orustunum við Sidi Barrani og þar i grend, og mik- ið herfang, og takist Bretum að halda þeim stöðvum, sem þeir Iiafa tekið milli Bug Bug og Sidi Barrani, horfir svo, að herlið það, sem Italir hafa við Sidi Barrani neyðist til uppgjafar. Italir viðurkendu í gær í út- varpi sínu, að þeir hefði neyðst til þess að hörfa undan, en telja mannfall mikið i liði Breta. Þó er sýnilega reynt að láta bera sem minst á því, hversu mikl- um hnekki ítalir hafi orðið fyr- ir, þvi að birtar eru fregnir, sem eiga að sýna, að tjón Breta í bresk-ítölsku styrjöldinni sé margfalt meira en Itala. Voru endurteknar tölur um herskipa- tjón Breta og flugvélatjón, en Bretar hafa áður lýst yfir þvi, að þessar tölur nái engri átt, og nefna til dæmis, að ef réttar j væri tölur ítala um herskipa- tjónið, væri þeir búnir að sökkva eða valda skemdum á miklum hluta alls Miðjarðar- hafsflotans. ítalir segjast og hafa skotið niður fyrir Bretum um 660 flugvélar, en að eins mist á annað hundrað sjálfir. Manntjón sittístyrjöldinni segja ítalir að eins 19 þúsund, þ. e. fallnir, særðir og teknir til fanga, til 30. nóv. s. 1., og inni- fela þessar tölur.ekki manntjón- ið í bardögunum frá því á laug- ardag, en þá hófst forleikur þeirrar sóknar, sem nú er háð, er meginsóknin hófst á mánu- dagsmorgun, eins og áður er getið. í gær síðdegis var tilkynt, að breski flugherinn hefði haldið uppi stöðugum árásum á her- stöðvar ítala í Libyu og Egipta- landi í heilan sólarhring, og voru skotnar niður 10 ítalskar f lugvélar í gær, en margar voru eyðilagðar í flugstöðvum þeim, sem árásir voru gerðar á. Að eins ein bresk flugvél var skotin niður. Aðallega hefir verið lögð stund á að varpa sprengjum á flug- og oliustöðvar Itala, og staði, þar sem vélahersveitir þeirra hafa bækistöðvar. Bret- ar hafa haldið uppi árásum á aðrar stöðvar Itala í Afriku, svo sem Assab við Bauðahaf, og sprengjum hefir verið varpað á járnbrautina milli Djibouti i Franska Somalilandi og Addis Abeba, og hafa orðið á henni miklar skemdir. Vaíasöm þjóðrækni. Orikkir saekja enn fram á öllum víg*- stöðTum. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Gríska hermálastjórnin tilkynnir, að Grikkir sæki fram á öllum vígstöðvum, þrátt fyrir öihx^L viðnám óvinanna allvíðá. )Þeir fá hvergi tækifæri til þess að búast um ramlega sér til varnar. Grikkir hafa tekið marga fanga og mikið herfang. — Sam- kvæmt upplýsingum frá áreiðanlegum heimildum hafa ItaUr gert stórfeld gagnáhlaup, en þeim var hrundið með aðstoð gríska stórskotaliðsins. Mikið mannfall var í liði Itala, Þetta áhlaup var gert á Mokra-hálsum, en samkvæmt fyrri fregnum frá Pogradec höfðu Italir flutt þangað mikinn liðsauka. Voru það úrvalshersveitir ítalskar, sem þangað voru sendar. Einhver þjóðrælvinn náungi hefir nýlega gefið út flokk mynda, af förumönnum og flækingum, sem uppi hafa verið fyr á árum, og borið utan á sér einstakan viðrinisskap og af- lappamensku. Myndir þessar eru seldar i öllum bókabúðum og seljast vel, — einkum kváðu útlendir menn kaupa þær, og senda til heimkynna sinna. Á þessum tímum verður að telja það mjög vafasama þjóðrækni að gera slíka myndaútgáfu sér að atvinnu, og íslendingum er enginn vinningur i því að þjóð- in sé kynt erlendis með ömurlegasta vesaldóminum, sem hjá henni hefir þrifist, — meðan vesaldómur hennar sjálfrar var sem mestur vegna hallæra og erlendrar ánauðar. Er ekki ástæða til að reyna að kynna þjóð sína á annan hátt og hentari en þennan? ! I fregn frá Pogradec segir, að Grikkir sæki fram í Mokrafjöll- um, en þau eru nú snævi þakin, og fara Grikkir nú að eins og Finnar í bardögunum við, Rússa, og klæðast hvítum skikkjum og hafa hvítar hettur á höfðum sér. — ítalir þjást mikið af kulda og hefir marga þeirra kalið, gefast þeir upp í hópum. Fullyrt er, að 300 hermenn Alpaherfylkis nokkurs hafi orðið úti, en her- menn þessir áttu við fleiri hörm- ungar að búa en frosthörkurn- ar, því að vegna hinna tíðu loft- árása Breta og Grikkja, gátu þeir ekki fengið neinar mat- vælabirgðir, og bættist hungrið ofan á kuldann. Einu birgðirn- ar, sem sumar hersveitir ítala fá, eru fluttar loftleiðis. Þýskar herfor- iugri sendur íil Albauíu. London i morgun. Þýskur herforingi er i þann veginn að taka við herstjórn Itala í Albaniu, að því er United Press hefú* fregnað. Mun her- foringi þessi vera kominn af stað suður þangað. . Það er litið svo á, að Musso- lini hafi streitst gegn öllum kröfum Þjóðverja um her- stjórnaríhlutun af hálfu Þjóð- verja, þótt hann kunni nú að hafa neyðst til að leita stuðnings þeirra. Mussolini er sagður hafa óttast afleiðingarnar heima fyrir, þvi að samvinnan við Þjóðverja er ekki vinsæl meðal ítala. — Ýjnsar líkurxbenda til, að Hitler hafi áformað að sam- eina ítalska og franska flotann undir þýskri stjórn, og hafi Hitler því orðið ógurleg von- brigði að þvi hvernig fór í Tar- anto, er morg herskip voru eyði- lögð eða stórskemd fyrir Itölum. Hvöt, SjálfstæSiskvennafélagiS, heldur basar á morgun kl. 2 í húsi KF. U.M. Á basarnum veröa mjög hentugar jólagjafir. Allir gera góð kaup á basar hjá Hvöt. Holienskur tundurspillir hsrteknr íiýskt kaupskip London í morgun. Flotamálaráðuneytið i Banda- ríkjunum tilkynnir, að hol- lenski tundurspillirinn Van Kins Bergen hafi hertekið þýska flutningaskipið Bhein, sem' er 6000 smálesta skip. Fór skip þctta frá Tampico í Mexi- co fyrir skemstu. Eigi er kunn- ugt hvar hollenski tundurspill- irinn náði skipinu, en áhöfnin gerði tilraun til þess að sökkva þvi. Tókst sjóliðum á Van Kins Bergen að koma í veg fyrir það. Þetta mun hafa gerst undan ströndum Cuba. Ekki er kunn- ögt um áhöfn Bhein annað en það, að hún yfirgaf skipið eftir að tilraun hafði verið gerð til þess að sökkva því. — Tvö önn- ur skip þýsk fóru nýlega frá Tampico, og eru þau bæði úr sögunni. Hinu fyrra var sökt, er amerísk herskip skiftust á merkjum, en skipverjaSiir á þýska skipinu hugðu herskipin bresk. Hinu sökti áhöfnin und- an ströndum Kuba, er breskt beitiskip nálgaðist. Lothian lávarður flytur ræðu, London i morgun. Lothian lávarður, breski sendiherrann, flutti ræðu i Baltimore í gær. 1 ræðu þessari sagði hann, að ef Bandaríkin veitti* Bretlandi nægan stuðn- ing með þvi að láta þeim i té hergögn og fé, myndi Bretar sigra 1942 og ef til vill fyrr, Þið eruð ekki að styðja þjóð, sem gefst upp, sagði hann. Birmingham varð fyrir árás i nótt. Það var viðurkent i breskum tilkynnmgum i dag, að það hefði verið borgin Birmingham, sem Þjóðverjar gerðu aðalloftárás- ina á. Það er nú kunnugt, að hið fræga Eton College varð fyrir miklum skemdum i lof tárás ný- lega. Það var bygt á 16. öld.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.