Vísir - 12.12.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 12.12.1940, Blaðsíða 2
VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Iíristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti).. Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Broddarnir og blaðið. AÐ á ekki taka hart á Alþýðuflokknum. Það á að reyna að skilja og fyrirgefa. Hann hefir orðið fyrir margs- konar mótlæti og sárum von- brigðum. Einu sinni var þetta allsherjar flokkur verkamanna á íslandi. Það er ekkert langt síðan þetta var. En nú hefir hann fyrirgert trausli sínu hjá öllum þorra verkamanna. Fylg- ið hefir hrunið af honum. Og það lítur út fyrir að enn sé að hrynja. Vonhrigðin og mótlæt- ið liafa valdið óánægju og beiskju. Þetta er ósköp algengt. Þeim, sem fyrir slíku verða, hættir við að hafa alt á hornum sér. Þeir kenna öðrum um ó- farir sínar. Þá brestur þrek til að játa að þeir séu sinnar eig- in gæfu smiðir, — eða ógæfu. Þeir þola ekki við, ef öðrum gengur vel. Þá hleypur öfundin í þá. Og svo er nuddað og nöldr- að frá morgni til kvölds yfir vonsku mannanna og spillingu tíðarandans. Svona hefir þetta löngum verið og svona er það. Verstu nöldrunarseggirnir eru líðum úr hópi þeirra, sem muna fifil sinn fegri, hafa síðan lent í lirakningum og brolið skip sitt. Þetta verða menn að hafa hugfast, til þess að geta dæmt Alþýðuflokkinn og málgagn lians réttilega og hleypidóma- laust. Alþýðublaðið finnur rétlilega að flokkur þess er í hættu stadd- ur. En það veit ekJkert hvaðan á sig stendur veðrið. Það sér ekkert annað en slægð og vonsku til hægri og vinstri, en dettur ekki í hug að þreifa í sinn eigin harm eftir orsökun- um. Fylgið hrynur af flokkn- um, af því að verkamenn eru hættir að trúa broddunum og blaðinu. Og hvernig á annað að vera? Alþýðuflokkurinn hef- ir alfíf verið að svíkja yfirlýsta stefnu sína seinustu árin. Um eitt skeið gerðist flokkurinn af-' ar róttækur, til þess að reyna að talca vindinn úr seglunum hjá kommúnistum. Þegar til kom heyktist hann á öllu sanv an. Afleiðingin varð sú, að fjöldi manna, sem drukkið hafði i sig róttælcar kenningar úr Alþýðu- blaðinu, yfirgaf flokkinn og vistaði sig annarsstaðar. Þegar innflutningshöftin komu til sögunnar snerist Al- þýðuflokkurinn öndverður við. Þá var Jón Baldvinsson á lífi- Á Alþingi sýndi hann fram á, að höftin yrðu til þess að auka dýrtíðina í landinu og kæmu harðast niður á alþýðunni. En síðustu árin hefir Alþýðublatjið lofsungið liöftin og fylgt Fram- sókn dyggilega að málum, í þvi efni. í þessu máli hefir floklc- urinn þverbrotið stefnu allra sósíalislaflokka á Norðurlönd- um. Þá er ríkislögreglan. Við all- ar undanfarnar kosningar hefir Alþýðuflokkurinn barist eins og Ijón gegn því máli. Svo er málið til lykta leitt á Alþingi þegjandi og hljóðalaust. Og Alþýðu- flokkurinn segir já og amen við öllu saman. Eða þá gengismálið. Alþýðu- hlaðið hafði árum saman höl- sótast yfir þeim óskaplegu svik- ráðum við verkalýðinn, að hugsa til að lækka krónuna. En svo verða þess eigin menn til að hera málið fram á Alþingi. Hvernig getur Alþýðuhlaðið vænst þess, að orðum hrodd- anna verði treyst, eftir þessa frammistöðu í helstu baráttu- málum flokksins? Af því Alþýðuhlaðið hefir fengið Adolf Hitler „á heilann“, mætti kannske skjóta því að þvi, að það er engu líkara en að hroddarnir hafi tekið þennan ágæta leiðtoga sér til fyrir- myndar um efndir gefinna lof- orða. Alþýðuflokkurinn er að tapa. Broddunum og blaðinu er ekki treyst. Ilann hlýtur að halda á- fram að tapa, þangað lil það rennur upp fyrir honum, að fyrsta skilyrðið til þess að flokki sé treyst, er að vera stefnu sinni trúr og standa við gefin loforð. Hann verður að leila orsakanna til ófara sinna í sinn eigin barm og hætta að nöldra við aðra yfir giftuleysi sínu. Sjálfum er hon- um þetta nöldur fyrir verstu og þessvegna er óþarft að taka hart á því. a Hálka og1 slysfarir. Hálkan á götunum mun sjaldan hafa verið meiri en í morgun, og mátti heita óstætt í úthverfum bæjarins Vegna roksins og hálkunnar. Mátti víða sjá þess merki, að menn höfðu fallið, t. d. hrotna hitabrúsa, mjólkurflöskur, mat- vörur o. fl., og er hlaðinu kunn- ugt um nokkur slys vegna þess- ara hrakfara, en ekki alvarleg. Skurðir þeir, sem liggja með- fram götununi og um þær þver- ar og endilangar, auka mjög á slysahættuna, einkum þar, sem engin merki hafa verið sett til viðvörunar. Um mánaðamótin vildi það slvs til að Pétur Sigurðsson er- indreki, er var á ferð úti á Sel- tjarnarnesi, féll í gryfju eina og fótbrotnaði illa. Var þelta um kvöld í myrkri, versta veðri og hálku. Umferð er þarna lítil og lá Pétur þarna alllanga hríð uns breskur liermaður kom honum tilhjálpar,náði í sjúkra- hifreið, er ók með hann á Landsspítalann. Var þar gert við fótbrotið og liggur Pétur þar ennþá, og er á batavegi. „ÞJÓÐIN“ Þriðja hefti „Þjóðarinnar“ er nýkomið út, en nokkurt hlé hefir orðið á útgáfu*ritsins nú um skeið, vegna pappírsskorts. Sú breyting hefir á orðið, að nú eru þeir Gunnar Thoroddsen og Skúli Jóhannsson einir út- gefendur og eigendur ritsins. Að þessu sinni birtast í ritinu eftirtaldar greinar: Óvenjuleg- ur fullveldisdagur, Pétur Jóns- son óperusöngvari og íslensk söngmenning eftir Bjarna Bjarnason Iækni, Útgerðin og skattamálin eftir Jóhann Haf- stein lögfræðing, Eins og hinir, saga eftir Þóri Bergsson. Fall- hlífarhermenn eftir Tliedór Árnason, Umdeildir menn (fjórar skemtilegar myndir), Varðveislustefnan eftir fil. dr. Leon Ljunglund, Fyrir opnum tjöldum o. fl. Ritið er myndum, prýtt og hið vandaðasta að öllum frágangi. Ströndin, kvæðabók Páls V. G. Kolka lækn- is er komin út. Fæst í bókaversl- unum. Togarinn Hafstein úr Hafnarfirði bjargar enskn Síðastliðið föstudagskvöld bjargaði togarinn „Hafstein“ úr Hafnarfirði bresku skipi, 6000 smál. stóru á hafinu vestur af Skotlandi. „Hafstein“ var, þegar þetta gerðist, djúpt í hafi, en síðastliðinn fimtudag og föstu- dag geysuðu miklir stormar á hafinu undan Englands- og Skotlandsströndum. —- Heyrði „Hafstein“ þá neyðarskeyti frá bresku skipi, er taldi sig hafa mist stýrið og ræki hjálp- skipL • ■ arvana undan veðri og vindum. „Hafstein“ fór þegar á vett- vang til hjálpar hinu nauð- sladda skipi og mun hann hafa komið því til hafnar annað- hvort í Englandi eða Skotlandi Ilið hreska skip, var eins og áður er getið, 6 þús. smálesta stórt og alveg nýtt, því það hef- ir verið smíðað á þessu ári. Skipstjóri á „IIafstein“ var þessa ferð Oddur E. Kristins- son, búsettur liér í Rvík, en eig- andi togarans er h.f. Mars. „Messías“ eftir Hándel. Þessi stórtónsmíð, sem er liöfuðverk hins þýska meistara, var flutt í fyrsta skifti hér á landi í Fríkirkjunni á sunnu- daginn var. Hándel (1685— 1759) ól mestan hluta aldurs síns í Englandi og skóp þar öll sín manndómsverk. Tónlist hans hefir haft geysimikil áhrif, ekki síst í Englandi. Cyrill Scott, . sem er nafnkunnur enskur tón- snillingur, og sem er líka rit- höfundur og duls[>ekingur, heldur því fram i merkilegri bók um áhrif tónlistarinnar á sögu og siðmenningu, að tónlist Hándels hafi valdið algerðum stefnuskiftum í tíðarandanum á Englandi. Ut 18. öldina hafi þar verið ríkjandi mjög svo los- aralegir siðir. En eftir að hin háfleyga og einfalda tónlist Hándels festi þar rætur, sem ekki varð fyr en á 19. öldinni, þá hafi enski tíðarandinn ger- breyst. Þjóðin hafi fylst ótta og lotningu fyrir stjórnarvöldum, kirkju og kennilýð, og þá fyrst öðlast sína alþektu, venjuföstu virðingu fyrir ströngum siðum. Þessi áhrif liafi verið sterkust á Vikloriutímabilinu svo nefnda. „Messías“ er oratoríum, sem nefnt hefir verið á íslensku helgimál. í slíkum tónsmíðum skiftast á kórþættir og ein- söngsþættir (aríur og recitativ) með undirleik liljóðfæra. Tekst- inn er tekinn úr ritningunni. „Messías“ er lofsöngur um endurlausn Jesú Krists. (Eg get ekki látið hjá líða, að benda á, að viðkunnanlegra hefði veri'ð að^prenta íslensku textana í programminu upp úr ritning- unni. En það virðist annaðhvort ekki hafa verið gert eða þá stuðst við úrelta biblíuþýðingu; t. d. er rilningarslaðurinn i 24. Sálminum í GamJa Testament- inu ]>annig préntaður í pro- gramminu: „Þið port! lyftið upp yðar efra parti.“ En í biblíuþýðingunni frá 1912 stendur: „Þið hlið, lyftið höfð- um yðar.“ Margl fleira af þessu tagi er hægt að benda á.) Mað- ur getur ekki annað en- dáðst að þeirri formgáfu og djúp- hygli í tónlist, sem kemur fram. í þessu verki, og viða birtist í því átakanleg tónhrifning og eldmóður, ekki síst í hinum mikilfenglega „Hallelúj akór“. Verkið var flutt af hlönduð- um kór (kór Tónlistarfélagsins og „Kátir félagar“), Hljóm- sveit Reykjavíkur, 6 einsöngv- urum, og auk þess aðstoðuðu Páll Isólfsson á orgel, Árni Kristjánsson á cembalo, Björn Ólafsson á fiðlu og Karl Run- ólfsson á trombu. Stjórnandinn var dr. Urbantschitsch. Alls eru þetta um 100 söngvarar og hljóðfæraleikarar. Blandaði kórinn og hljómsveitin leystu hlutverk sín yfirleitt vel af hendi. Er það ekki heiglum hent, að skila hinum mikilfeng- legu lcórum, sem samdir eru í ströngum stíl, sumstaðar hrein- ar söngfúgur, svo þeir fái notið sín. En í söngnum var nægileg- ur hraði og festa, og verður það vitanlega ekki síst þakkað hin- um ágæta stjórnanda. Einsöngs- þættirnir voru yfirleitt tilþrifa- minni, enda ekki um nógu veigamiklar raddir að ræða hjá þeim, sem fóru með þessi hlut- verk. Frú Divina Sigurðsson hafði golt vald á sinu hlutverki og gerði því góð skil. Hún virð- ist ekki vera neinn viðvaning- ur. Frú Guðrún Ágústsdóttir fór einnig snoturlega með sín sópranhlutverk. Frú Guðrún Þorsteinsdóttir söng althlut- verkið. IJún hefir lilla og hreim- fagra rödd, en skorti myndug- leik. Daníel Þorkelsson söng tenórhlutverkin einkar smekk- lega, en röddin er nokkuð grönn. Arnór Ilalldórsson hefir mikla bassarödd, sem er mjúk og hreimfögur á djúpum tón- um, en á hærri tónum bregður fyrir annarlegum hlæ, sem er til lýta. En annars er töluverð- ur veigur í söng hans. Páll Is- ólfsson lék millispil á orgel af snild að vanda. Aðrir einleikar- ar fóru og vel með hlutverk sín. „Mesáias“ var sunginn á ensku, þ. e. a. s. á frummálinu. Tónlistarfélagið vinnur mikið og gott starf. Uppfærslan á þessu stórverki Hándels verðum við að lelja með mestu afrek- um þess. Og á það, og allir þeir, sem að þvi standa, þakkir skilið fyrir. B. A. Skátaxnir söfnuðu þriðungi meira en í fyrra. í gærkveldi söfnuðu skátar í Vesturbænum, Miðbænum, Skerjafirði og Seltjarnarnesi rúmlega 3000 krónum til Vetr- arhjálparinnar. Það er 50% meira en í fyrra og 100% meira en í hitteðfyrra. Fatnaðargjafir voru aftur á móti heldur minni en í fyrra. í kvöld fara skátarnir um Austurbæinn og Laugarnes- liverfi og er þess að vænta, að Austurbæingar láti sitt ekki eftir liggja til að gera för skát- anna í kvöld góða. í fyrra söfn- uðust nær 4000 krónum í þess- um bæjarhluta. Látið þið það verða 6000 kr. í kvöld. NæturlæJsnir. Theódór Skúlason, Vesturvalla- götu . 6. Sími 3374. Næturvörður í Reykjavíkur apóteki og Lyfjabúð- inni Iðunni. ÖIl vara sem breskir her- menn selja er íslendingum óheimil. í fyrradag gerði bæjarfógetinn í Hafnarfirði húsrannsókn í húsi einu og fanst þar allmikið af allskonar vörum frá breska setuliðinu, sem undirforingi úr breska hernum hafði selt fslend- ingum í stórum stíl. Þá hefir einnig verið gerð hús- rannsókn hér i bæ með álíka árangri. Hafa nokkurir menn þegar verið kærðir og mál þeirra tekin til rannsóknar. Dómur hefir ekki fallið í máli þeirra vegna þess, að þau eru til athugunar í stjórnarráðinu sem stendur. Eftir því sem sakadómari tjáði Vísi í morgun, starfa bæði íslenska og breska lögreglan saman að rannsókn þessara mála. Bresku hernaðaryfirvöld- in taka mál sinna manna til meðferðar en ísl. lögreglan mun rannsaka og dæma í málum Is- lendinga. tslendingum er ó- heimilt að kaupa vörur af breska setuliðinu, og þeir sem gera sig seka um það, eiga á hættu að verða kærðir, bæði fyrir tolllagabrot og hegningar- lagabrot. Það er ekki langt um liðið, frá því er drengur datt niður um ís hér á Tjörninni, og hundruð Reykvíkinga horfðu ráðþrota og aðgerðarlausir á, uns breska hermenn bar að, er björguðu drengnum. Nú þarf fólk ekki að vera jafn ráðþrota framar, ef áþeklc- an atburð ber að höndum, því Slysavarnafélag íslánds hefir í samráði við bæjarráð komið upp tveimur kössum við Tjörn- ina með köðlum, sem kasta má út til þeirra, er baða sig óvilj- andi i henni. Kössunum hefir verið komið fyrir á Búnaðarfélagshúsinu öðrum, en hinum á ísbirninum (íshúsinu). Kaðlarnir eru með stórri lykkju á öðrum endanum, og er ætlast til að henni sé varpað lil þess, sem dettur ofan í. Hef- ir þá betra hald á kaðlinum. Grænn þráður er ofinn i gegn uin kaðalinn. Það er nokkurs- konar eignarmerki, sem Slysa- varnafélagið liefir látið vefa i kaðalinn til að geta lielgað sér hann, ef liann kynni að hverfa úr kössunum. Iljá kössunum eru lcrókstjak- ar til að krækja í fóllc, sem fell- ur niður í vök. Þeir koma að haldi, þegar ísinn umhverfis vökina er mannheldur. Ungbarnavernd Líknar. Læknirinn verður ekki við föstu- daginn 13. þ. m. Skátar, eldri og yngri! Mætið í Varðar- húsinu kl. 7—8. Áríðandi að allir mæti! Verið vel klæddir! HIÐ ÍSLENSKA FORNRITAFÉLAG. Nýtt bindi: Ljósvetninga saga með þáttum Reykdæla saga ok Víga-Skúta, Hreiðars þáttr. Björn Sigfússon gaf út. XCV+284 bls., 5 myndir og kort. Verð kr. 9.00 heft, kr. 16.00 og 18.50 í skinnbandi. Kemup ixt á mopgun. Aðalútsala: Bókavepslun Sigfúsar Eymundssonar og Bókabúð Austurbæjar, B. S. E., Laugavegi 34. ^.jálfstæðiikvennafélagið Hvöt heldur besta bazar ársins í húsi K. F. U. M„ niðri, á ’morgun, og hefst hann ld. 2 e. h. Hentugar og fallegar jólagjafir eru barnafötin á bazarnum hjá Hvöt. Allir á bazarinn og gerið góð kaup! BAZARNEFNDIN. Mokkrir réMrkjar geta fcugrið atwiunu kjá o§§ nii þegar. Hamar h.f.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.