Vísir - 13.12.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 13.12.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri | Blaðamenn Sími: Auglýsingar , > 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla J 30. ár. Reykjavík, föstudaginn 13. desember 1940. 289. tbl. Graziaoi teflir fram fjðlda skrið- drekasveita til þess að stemma stigsi við framsókQ Breta -- Áhugi hermannanna svo mikill, að þeir yfirgefa skriðdrekana og berjast í návígi. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun Rómaborgarf ergnir herma, að Graziani marskálk- ur háfi sent fram gegn Bretum fjölda marg- ar skriðdrekahersveitir og hersveitir, sem hafa byssur sérstaklega útbúnar til þess að skjóta með af skriðdrekum, í von um að geta stöðvað framsókn Breta, sem er miklu hraðari en ítali óraði fyrir. Ákafi hermannanna, jafnt hinna ítölsku sem hinna bresku, er svo mikill, að því er segir í Rómaborgarfregnum, að þeir yfirgefa skriðdrekana, ef svo ber undir, og berjast í návígi, með handsprengjum. 1 fregnum frá London í gærkveldi segir, að Sir Archi- badl Wavell, yfirherforingi Breta í Egiptalandi og þar eystra hafi komið til aðalbækistöðvar Sir Maitland Wi?- sons í isandauðninni, og ráðgast við hann og yfirmann flugliðsins, sem er Kanadamaður. — Wavell herf oringi lét í ljós mikla ánægju yfir árangrinum, og ekki síst yfir hinum mikla bardagááhuga hermannanna, sem vilja ólmir sækja fram. "Winston Churchill, forsætisráðherra, flutti ræðu um sóknina í gær. Hann sagði m. a., áð fyrir 3—4 mánuðum hefði Bretar haft áhyggjur þungar og stórar, vegna aðstöðu sinnar í Egipta- landi, sem hafði veikst til muna vegna uppgjafar Frakka, en nú hefði foreyst svo vegna þess. sem ágengt hefði oíðið, aðx Bretar þyrfti ekki lengur að,'hafa áhyggjur af því, hvort þeir gæti staðið við skuldbindingar sínar og varið Egiptaland. Hann kvað ekki vera hægt að gera sér fullnaðargrein fyrir hernaðaraðgerðun- um að svo stöddu, en það mætti fullyrða, að Bretar hefði unnið hinn mikilvægasta sigur í Afríkustyrjöldinni. Það var ennfremur tekið fram, að um alment undanhald af hálfu ítala væri ao* ræða. Bretar halda áfram sókninni vestur á bóginn frá Sidi Barrani. í gærkveldi var áætlað, að um 20.000 fangar hefði verið teknir, og voru 7000 komnir til Mersa Mat- rouh. Churchill sagði, að það mundi sennilega koma í ljós, að meginhluti þriggja ítalskra herfylkja hefði annaðhvort verið tekinn til fanga, fallið eða flúið, og Bretar hefði tekið feiknin öll af. hergögnum. Taldi Churchill líklegt, að í Sidi Barrani væri mestu kynstur af hergögnum, þár sem Italir notuðu Sidi Barr- . ani sem aðalbækistöð. I seinustu tilkynningum Breta er skýrt frá því, að það séu ó- hemju hergagnabirgðir, sem Italir hafi neyðst til þess að skilja eftir. Hafi svo mikið fát gripið Itali í Sidi Barrani, að þeir bafi ekki sint þvi að eyði- leggja hergagnabirgðir sínar, nema að litlu leyti. Eru það mestu kynstur af skriðdrekum, hriðskotabyssum, skriðdreka- byssum, rifflum og skotfærum, sem Bretar haf a þannig náð. Þá er það tekið fram í tilkynning- um Breta, að það muni síst hafa verið of djúpt tekið í ár- inni, er tilkynt var í gær, sam- kvæmt áætlunum, að Bretar hefði tekið 20.000 fanga hönd- um. í fréttastofufregnum er gef- ið, í skyn, að þegar muni hafa verið teknir höndum um eða upp undir 30.000 fangar. Meðal þeirra eru margir háttsettir yfir- foringjar. Breskar sprengjuflugvélar balda áfram árásum sinuiri á Sollum og aðrar bækistöðvar. Margar flugstöðvar Itala bafa verið gersamlega eyðilagðar. „afmáðar" eins og segir i éinni fregninni. Bretar halda láfram sókninni vestur á bóginn, en að svo stöddu verður ekki sagt hversu langt þeir eru komnir. Fregnir berast hvaðanæfa Lothian lávarður varð bráðkvaddur í fyrrinótt. Xondon í morgun. Lothian lávarður, sendiherra Breta i Washington, varð brá'ð- kvaddur i Washington kl. 2 i fyrrinótt. Kom fregnin öllum mjög á óvart og harma Bretar mjög fráfall hans. Var Lothian lávarður einn af hinum gagn- merkustu Bretum, og er Bretaveldi öllu mikill hnekkir, að hann skyldi falla frá nú. Lothian lávarður kendi las- leika daginn áður, og þess vegna var ræða, sem hann átti að flytja í Baltimore, lesin upp af einum samstarfsmanni hans. í ræðu þessari sagði Loihian lá- varður, að ef Bandaríkin styddi Breta, myndi þeir sigra 1942 — ef ekki fyrr. „Ef þið styðjið Breta, styðjið þið þjóð, sem ekki gefst upp," sagði hann, og þessi boðskapur hans' er enn á- hrifameiri en eliá, vegna hins skyndilega fráfalls. Lothian lávarður var 58 ára að aldri. Hann á'tti sæti i neðri málstofunni aður en hann varð lávarður 1930. 1916 varð hann hægri hönd David Lloyd George, þáverandi forsætisráðherra, og hefir D. L. G. minst bans og hins mikla starfs hans lofsamr lega. Boosevelt Bandaríkjafór- seti sendi Georgi konungi sam- úðarskeyti.— Lothian lávarður hafði aflað sér mikilla vinsælda vestra. — Bandarikjastjórn hef- .ir til athugunar að senda lík hans á herskipi til Bretlands. „Besta bók ársins" i skemmuglugganum. skl SHlltarriu I ifli 1 i nkitt- Ga,giisókii Sotl«I ¦¦ her- foringja mislicpnast. —o---- Þriggja fllagra orustur um 9Iokra- hæðiruar, EINKASKEYTI frá United Press. London morgun. um, að sigurinn veki fádæma athygli. Hermálasérfræðingum í Bretaveldi, Bandaríkjunum og hlutlausu löndunum ber saman um, að hér sé um hinn mikil- vægasta sigur að ræða, og vekja sérstaka athygli ummæli tyrk- neska blaðsins Ulus, sem segir, að furðulegt megi heita, miðað við allar aðstæður i sumar, og það, að það er ekki enn f arið að muna verulega um þau hergögn, sem Bretar fáj frá Bandarikjun- um, að Bretar skuli hafa getað hafið slika sókn sem þessa. Þykir blaðinu þetta spá góðu um hversu fara muni á næsta ári. Fregnirnar um sigurinn hafa vakið ekki minsta athygli í löndunum við austanvert Miðj- arðarhaf, og hafa þær vakið al- mena gleði. — Jafnvel i Jugu- slaviu hafa fregnirnar vakið svo mikla athygli, að það er ekki um annað talað þar i landi, þrátt fyrir heimsókn Czaky og undirskrift vináttusáttmál- ans í gær. Það er kunnugt orðið, að heil itölsk lierdeild gafst upp í nánd við Sidi Barrani. Soddu herforingja he'fir ekki tekist að ná aftur Mok- rahæðunum frá Grikkjum, en um þessar hæðir hafa nú verið háðir harðir bardagar í þrjá daga samfleytt. Grikk- ir náðu hæðunum á sitt.vald fvrir skemstu og batnaði við það aðstaða þeirra til þess «ð sækja fram til Elbas- an, en þangað héldu Italir á flótta sínum. Var talið, að Italir myndi verja hæðirnar hvað sem það kostaði, en þeim tókst það ekki, og sendi þá Soddu herf oringi mikið lið og meðal þess úrvalshersveitir, til þess að hrifsa hæð- irnar úr höndum Grikkja. En þetta hefir alveg mistek- , ist, þrátt fyrir hörð gagnáhlaup Itala á 30 mílna langri víglínu. Það hefir gert ítölum mjög erfit^fyrir, að þeir hafia nú ekki sömu not af flugher sínum og áður. ítalir haf a nú ekki nærri eins marga f lugvelli og áður. Bestu flugstöðvarnar eru í höndum Grikkja og Breta, þ. e. helstu flug- stöðvarnar i Suður-Albaníu, en á flugstöðvunum norður frá er alt á kafi í snjó. í tilkynningu grísku herstjórnarinnar i gærkveldi segir, að til bardaga hafi komið á ýmsum vigstöðvum, og hafi bardagarn- ir hvarvetna gengið Grikkjum að óskum. — Griskir herflokkar í njósnaferðum hertóku um 150 ítalska hermenn og voru meðal þeirra nokkurir foringjar. Samkvæmt (áreiðanlegum fregnum geta Italir ekki lengur notað Vallona sem herflutningahöfn, þar sem gifurlega skemd- ir hafa orðið þar af völdum loftárása breska flughersins. Skip, sem sökk i sprengjuárás í hafnarmynninu, hindrar allar sigling- ar inn i höfnina og út úr henni. í gær tók norski sendiherr- ann á íslandi, herra August W. Esmarch, við embætti sínu. Kl. 2 í gær afhenti hann íslensku ríkisstjórninni embættisskilríki sín. Athöfnin fór fram í forsæt- isráðherrabústaðnum, en við- stödd var ríkisstjórnin öll, sem handhafar konungsvaldsins. Sendiherrann bar íslensku ríkisstjórninni kveðju konungs og rikisstjórnar Noregs og hann sagði að hún vonaði, að íslend- ingar sæju í stofnun fasts norsks sendiherraembættis í Bvík staðfestingu á þeirri þús- und ára gömlu vináttu, er tengt hefði þessar þjóðir saman. J. Forsætisráðherrann, Her- mann Jónasson svaraði fyrir hönd íslensku ríkisstjórnarinn- ar, og kvað íslensku þjóðinni það vera kært, að Noregur liefSi sent hingað sérstakan sendiherra, því vinátta Islend- inga til norskur þjóðarinnar væri sterk og frændsemin mik- il. Til skyldleikans fyndi maður þó best á hættu- og erfiðieika- tímum. Þá gat forsætisráðherra og þess, að ríkisstjórn íslands hefði ákveðið að skipa sendi- mann íslands i London, einnig sem sendifulltrúa íslands hjá norsku ríkisstjórniimi þar. Það er ein bók, sem kemur út tvisvar á ári hér í bænum, sem margir myndu vilja kaupa, ef hún væri til sölu. Hún vekur meiri athygli en nokkur önnur bók, svo að margir hafa kallað hana „Bestu bók ársins". Það mun víst flestum vera orðið ljóst við hvaða bók er átt með þessu. Ef einhverjir vita það ekki, þá er hægðarleikur að nefna bókina. Hún heitir Baf- skinna og hún hefir aðsetur sitt í Skemmuglugganum hjá Hress- ingarskálanum. Það hefði veríð óþarfi að nefna aðsetusstað BafskinnU, þvi að þegar nafn hennar er nefnt minnast menn mann- fjöldans; meðan Bafskinna læt- ur ljós sitt skína. Það er ekki hægt að neita því að þeim Gunnai'i Bachmann og Tryggva Magnússyni hefir tek- ist að auka og endurbæta útgáf- una i hvert skifti, þvi að annars myndi vafalaust einhver hafa reynt að fara að keppa við þá. En þeir hafa altaf verið að bæta „met" sin, svo að engum hefir þótt árennilegt að reyna krafta sína við þá. Nú er Bafskinna byrjuð að j fletta blöðum sinum enn einu ! sinni. Mannf jöldinn er farinn að 1 „standa vörð" við skemmu- gluggann og auglýsendurnir hrósa happi yfir að hafa „pánt- að pláss" nógu tímanlega áður en skinna fór í pressuna. Loftárás á Sheffleld I nótt sem leið. Alls hafa 6 þýskar flugvélar verið skotnar iður í loftbardög- um yfir Bretlandi seinasta sólar- hringinn, að því er hermt var í tilkynningu bresku herstjórnar- innar í morgun. Tvær þeirra voru skotnar niður i nótt. Þjóð- verjar gerðu aðallega árásir á borgir á Sheffieldsvæðinu i nótt. Þjóðverjar gerðu aðallega ánás- ir á borgir á Sheffieldsvæðinu í nótt sem leið. Var það aðallega Sheffield, sem varð fyrir sprengjum, og þar varð allmikið tjón, en tiltölulega lítið annar- staðar. Aðallega var um tjón á húsum að ræða i Sheffield, en manntjón er talið fremur lítið, miðað við það, að árásin var í stórum stíl. Er þetta eina mikla loftárásin sem Sheffield hefir orðið fyrir. Breskar sprengj uf lugvélar N fóru ekki isinar vanalegu heim- sóknir til herstöðva Þjóðverja á meginlandinu siðastliðna nótt og er það vegna þess, að veður- skilyrði voru ekki hentug. Skeytamál Skipstjórinn á Reykjaborg- inni slapp með áminningu. Ungerjar og Jugo- slavar undírrita »eilíf ðarsáttmálaa London í morguri. Þýska útvárpið tilkynti í gær- kveldi, að i gær hefði verið und- irritaður í Belgrad sáttmáli milli Jugoslaviu og Ungverja- lands. I sáttmálanum er gert ráð fyrir ævarandi vináttu og samvinnu. Hvor þjóðin um sig heitir hinni, að bera öll vanda- mál undir hina, með friðsam- lega lausn þeirra fyrir augum. Reykvíkingar! Styrkið og styðjið Vetrarhjálpina. Póst- og simamálastjórinn hefir í sumar sett allskonar reglur varðandi skeytasend- ingar og tal milli skipa gegn- um talstöðvar. Meðal þeirra er mjög stranglegt bann um að senda símskeyti um veð- uríar eða tala um veðráttu í gegnum talstöðvarnar. Þessar reglur hafa nú þrá- faldlega verið brotnar, bæði ^af mótorbátum og einnig af stærri skipum og var i dag kveðinn upp dómur í hinu fyrsta þeirra. Þetta mál var höfðað gegn Guðmundi Jónssyrii, skip- stjóra á „Beykjaborginni" fýrir að senda símskeyti til lands, þess efnis að illa hefði fiskast vegna vondra veðra. Vegna þess hvernig á stóð, slapp skipstjórinn með á- minningu i þetta sinn. Mál vélbátanna hafa einn- ig verið tekin til meðferðar og eru mál þeirra þegar rann- sökuð og upplýst enda þótt dómur i þeim hafi ekki verið kveðinn upp enn þá, vegna þess að bátarnir eru úti a sjó. Enda þótt dómurinn hafi að þessu sinni verið svona mildur, þá verður tekið hart á samskonar málum í fram- tiðinni, enda bggja alt að 10 þús. kr. sektir við brotum á þessum ákvæðum. ---------------- '¦¦¦ill'li'HIWBnii ---------------------- Ávarp tii Hafnfirðinga. Vetrarhjálpin i Haf narf irði er að hefja vetrarstarfsemi sína um þessar mundir. Fjárfram- lög og aðrar gjafir Hafnfirðinga til vetrarhjálparinnar á siðast- liðnum vetri urðu meiri en nokkurn hafði órað fyrir og vill nefndin þakka hinum mörgu geföndum og öllum þeim kon- um, sem unnu í Saumastofu Vetrarhjálparinnar án endur- gjalds. A siðast liðnum vetri út- hlutaði Vetrarhjálpin matvæl- um, fatnaði og kolum að verð- mæti kr. 4.426 til 120 bágstaddra heimila og einstaklinga. Enda þótt nú ári betur hvað atvinnu, snertir, en síðastliðinn yetur, eiga þó mörg heimili við bág kjör að búa sökum hinnar miklu dýrtiðar. Einkanlega eru mjög slæmar ástæður hjá mörgu gömlu fólki, sem orðið er ö- vinnufært, og enn fremur hjiá stórum barnaf jölskyldum og fyrirvinnulausum lieimilum Vill þvi Vetrarhjálpin skora fastlega á þá Hafnfirðinga, sem eitthvað geta af mörkum látið, að styrkja starfsemi hennar með f járframlögum eða öðrum gjöfum, er að gagni mættu koma. Nefndin er þakklát fyrir allar upplýsingar um heimili og ein- stakhnga, sem eiga við bág kjör að búa. Hafnarfirði, 11. des. 1940. Garðar Þorsteinsson. Guðjón Manússon. Guðjón Gunnarsson. Jón Auðuns. Steingrímur Torfason. Guðm. Gissursson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.